25/01/2018 | Fréttir, Viðburðir
Menntadagur atvinnulífsins 2018 verður haldinn í Hörpu – Silfurbergi fimmtudaginn 15. febrúar kl. 8.30-12. Hvað verður um starfið þitt? er yfirskrift dagsins en hægt er að skrá þátttöku HÉR.
Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samorku, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt í fimmta skiptið en Alcoa Fjarðaál og Keilir hlutu verðlaunin 2017.
Skráðu þig á Menntadag atvinnulífsins 2018 HÉR.
24/01/2018 | Fréttir, Viðburðir
Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 7. febrúar n.k. Formleg dagskrá hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Öryggismál – erum við að ná árangri. Dagskráin er fjölbreytt eins og endranær og á umfjöllunarefnið erindi við alla í atvinnurekstri, hagsmunasamtök og stéttarfélög í atvinnulífinu.
Hér má skoða dagskránna og skrá sig.
Allir hjartanlega velkomnir en stjórnendur og ábyrgðarmenn öryggismála eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.
TAKTU DAGINN FRÁ – AÐGANGUR ÓKEYPIS!
23/01/2018 | Fréttir, Viðburðir
Samtök verslunar og þjónustu og verkfræðistofan Mannvit efna til fræðslufundar miðvikudaginn 31. janúar nk. í Háteigi, Grand Hóteli. Á fundinum verður fjallað um áhrif myglu í húsum á líðan, heilsu og réttarstöðu fólks.
Oops! We could not locate your form.
17/01/2018 | Fréttir, Viðburðir
Ný löggjöf um greiðsluþjónustu mun taka gildi hér á landi innan skamms. Þessi nýja löggjöf, ásamt mjög miklum tækniframförum, mun gjörbreyta starfsemi fjármálafyrirtækja og einkum hafa áhrif á framþróun greiðsluþjónustu og skapa ný og áður óþekkt tækifæri fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki.
Þessar miklu breytingar sem eru rétt handan við hornið verða ræddar á fræðslufundi SVÞ sem haldinn verður þriðjudaginn 23. janúar kl. 8.30, Kviku Húsi atvinnulífsins.
Framsögumenn verða:
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga
Framtíð bankaþjónustu og PSD2
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna
Áhrif breytinga á fjármálamarkaði á verslun og þjónustu
Fundarstjóri: Margrét Sanders, formaður SVÞ
Oops! We could not locate your form.
16/01/2018 | Fréttir, Viðburðir
Opinn kynningarfundur á Diplómanámi í viðskiptafræði og verslunarstjórnun – á morgun, 17. janúar kl 14.
Staðsetning: Salur VR á 0 hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7
SKRÁNING HÉR
DIPLÓMANÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI OG VERSLUNARSTJÓRNUN
Sífellt eru gerðar auknar kröfur til stjórnenda í atvinnulífinu hvað menntun varðar og eru stjórnendur flestir með háskólanám að baki. Nýtt fagháskólanám í verslunarstjórnun er ætlað að gefa verslunarstjórum færi á að styrkja sig í starfi með því að bæta aukinni menntun við reynslu sína og hæfni auk þess að gefa einstaklingum með víðtæka reynslu af verslunarstörfum tækifæri til að mennta sig í verslunarstjórnun.
Námið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, VR og SVÞ en þróun þess var styrkt af Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntastjóði verslunarinnar og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Námið er metið til eininga til áframhaldandi náms í viðskiptafræði til BS gráðu, bæði við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Nemendur sem útskrifast með diplómagráðu í viðskiptafræði og verslunarstjórnun munu því geta haldið áfram námi til BS gráðu í viðskiptafræði kjósi þeir það. Háskólarnir meta gagnkvæmt háskólaeiningar (ECTS) innan verkefnisins, óháð því hvor skólinn kennir einstök námskeið og mat á náminu inn í BS gráðu í viðskiptafræðum.
15/01/2018 | Fréttir, Viðburðir
5 lykilskref í mótun árangursríkrar Omni channel sölu og markaðsstefnu
Það er engin ein pakkalausn til þegar kemur að innleiðingu á Omni channel sölu og markaðssetningu. Fyrirtæki eru að innleiða Omni channel á mismunandi vegu; útfrá getu fyrirtækisins, áskorunum sem það stendur frammi fyrir og væntingum viðskiptavina. Omni channel innleiðing í sölu og markaðssetningu er því stefnumótandi verkefni sem þarf að nálgast með því að greina núverandi stöðu, móta stefnu og setja niður nákvæma aðgerðaáætlun áður en farið er í að finna tæknilegar lausnir og útfærslur.
Á námskeiðinu verður farið yfir 5 lykilskref hvernig þitt fyrirtæki getur mótað árangusríka Omni channel sölu og markaðsstefnu.
Námskeiðið er sjálfstætt framhald af fyrri námskeiðum um Omni channel sölu og markaðssetningu hjá SVÞ.
Stjórn námskeiðs: Edda Blumenstein, sem er ráðgjafi í Omni channel og vinnur að doktorsrannsókn á Omni Channel við Leeds University Business School.
Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, kl. 8:30 – 10:00, fimmtudaginn 25. janúar 2018.
Létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15
Oops! We could not locate your form.