FRÉTTIR OG GREINAR

Bandaríkin leggja 10% toll á íslenskar vörur – SVÞ hvetur til aðgerða

Bandaríkin leggja 10% toll á íslenskar vörur – SVÞ hvetur til aðgerða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnt um innleiðingu 10% lágmarkstolls á allar innfluttar vörur til Bandaríkjanna, þar á meðal íslenskar vörur. Þessar aðgerðir munu hafa víðtæk áhrif á íslenskan útflutning og verslunar- og þjónustufyrirtæki sem treysta á bandaríska markaðinn. 

Tollarnir taka gildi í tveimur áföngum:

5. apríl 2025: 10% lágmarkstollur á allar innfluttar vörur.
9. apríl 2025: Gagntollar sem fela í sér 20% toll á vörur frá Evrópusambandinu 

Þó að Ísland falli í lægsta tollflokkinn, mun þessi þróun hafa neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja á bandarískum markaði. Evrópusambandið hefur lýst yfir samningsvilja en boðað sterk viðbrögð ef ekki næst samkomulag við Bandaríkin.

Lesa meira
Eflum samkeppni – aukum skilvirkni

Eflum samkeppni – aukum skilvirkni

Hvernig er hægt að efla samkeppni og auka skilvirkni? Um þetta verður rætt á fundi á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 27. mars. Fundurinn er á vegum Háskólans í Reykjavík, í...

Lesa meira

Flokkar

SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!

Með aðild hefurðu áhrif sem hluti af sterkum hópi íslenskra fyrirtækja í verslun og þjónustu!