FRÉTTIR OG GREINAR
Upptaka frá upplýsingafundi um peningaþvætti
SVÞ, SAF og SI stóðu fyrir upplýsingafundi um peningaþvætti fimmtudaginn 31. október. Á fundinum héldu aðilar frá Ríkisskattstjóra, Dómsmálaráðuneytinu og Seðlabankanum erindi.
Breyttar reglur um markaðssetningu alifuglakjöts
SVÞ og Matvælastofnun boða til félagsfundar um vöktun á kampýlópbakter í alifuglakjöti. Fundurinn á einkum erindi við matvöruverslanir og heildsala með matvöru.
Samantekt á verðlagsbreytingum – október 2019
Birt hefur verið samantekt á verðlagsbreytingum fyrir október 2019. Í samantektinni má sjá verðlagsþróun nokkurra flokka afurða á neytenda- og þáttamarkaði.
Gagnleg og fróðleg erindi um umbúðir og endurvinnslu
Til að aðstoða félagsmenn við að bæta sjálfbærni og umhverfisvernd fyrirtækja sinna fengu við til okkar góða gesti miðvikudaginn 23. október sl. til að ræða um umbúðir og endurvinnslu.
Málstofa SA um vinnutímastyttingu skv. kjarasamningum
Samtök atvinnulífsins bjóða stjórnendum aðildarfyrirtækja upp á námskeið/málstofur þar sem farið verður yfir góða framkvæmd vinnutímastyttingar.
Hvað segja bankarnir? – framhaldsfundur um tölvuglæpi
Í framhaldi af fjölmennum og vel heppnuðum hádegisfundi SVÞ þann 16. október sl. þar sem fjallað var um tölvuglæpi verður haldinn annar fundur um málið föstudaginn 1. nóvember næstkomandi kl. 8:30-10:00.
Upplýsingafundur um peningaþvætti
Upplýsingafundur um skyldur tilkynningaskyldra aðila innan raða samtakanna vegna stöðu Íslands á gráum lista FATF vegna vegna ónógra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
SVÞ óskar eftir upplýsingum frá félagsmönnum sem mætti nýta við vinnu við einföldun regluverks
SVÞ óska eftir því að aðildarfyrirtæki sendi samtökunum reynslusögur og ábendingar og allar upplýsingar og ábendingar aðildarfyrirtækja verða afar vel þegnar.
SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!
Með aðild hefurðu áhrif sem hluti af sterkum hópi íslenskra fyrirtækja í verslun og þjónustu!