Samtök verslunar og þjónustu keyrði haust dagskránna í gang með sérstökum opnum viðburði sem var haldinn í Húsi atvinnulífsins í gær, 25.ágúst.

Dagskráin var fjölbreytt.

Sverrir Norland höfundur bókarinnar Stríð og kliður hélt hressandi erindi um mikilvægi þess að efla hugmyndarflugið og minnti okkur á að festast ekki um of í gagnadrifnu viðhorfi.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu kynnti ‘Stærstu áskorun í verslun og þjónustu til 2030’, samkvæmt skýrslu McKinsey sem vakti mikla athygli.

Þá kynnti Rúna Magnúsdóttir, markaðs og kynningastjóri Samtaka verslunar og þjónustu haust viðburði samtakanna og fjóra nýjunga  í starfi samtakanna; ‘Leiðtoga mánaðarins‘, ‘Fyrirtækjaheimsóknir SVÞ‘ þar sem félagsfólk samtakanna gefst kostur á að kynnast fyrirtækjum og stofnunum innan samtakanna, fyrirhugaðri heimsókn Samtaka verslunar og þjónustu til Akureyrar og síðast en ekki síst ‘Örstefnumót‘ samtakanna, þar sem félagsfólk gefst tækifæri á að efla tengslanetið.

Nú þegar er hægt að bóka sætið sitt á þó nokkrum viðburðum samtakanna, sjá nánar um viðburði haustsins hér!

Að síðustu hélt Dr Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá EY erindi um áskoranir fyrirtækja í dag og í framhaldi af erindi Snjólaugar voru áhugaverðar pallborðsumræður undirstjórn Jóns Ólafs Halldórssonar, formanns SVÞ.

Á pallborði voru þau Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og umbóta hjá Ölgerðinni, Brynjúlfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Artasan og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Fundarstjóri var Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Í lok dagskrá var netagerð og léttar veitingar.

Upptaka frá viðburðinum mun verða aðgengileg félagsfólki samtakanna á innri vef SVÞ fljótlega.

 • Facebook
 • Twitter
 • Gmail
 • LinkedIn
 • Facebook
 • Twitter
 • Gmail
 • LinkedIn
 • Facebook
 • Twitter
 • Gmail
 • LinkedIn
 • Facebook
 • Twitter
 • Gmail
 • LinkedIn
 • Facebook
 • Twitter
 • Gmail
 • LinkedIn