Samtök verslunar og þjónustu kynnir leiðtoga september mánaðar!
Dagbjört Vestmann, rekstrarstjóri netverslunar Samkaupar, Nettó
En hver er Dagbjört? Fyrir hverju brennur hún og hvað er hún að gera þessi misserin?
Við byrjuðum á að forvitnast um starf rekstrarstjóra netverslunar Nettó. Segðu okkur Dagbjört, hvað einkennir starfið þitt?
Starfið mitt er mjög fjölbreytt, svarar Dagbjört, og snertir flesta fleti netverslunar. Vefumsjón og verkefnastýri þeim ólíku verkefnum sem unnin eru til að koma nýju netverslun Nettó í loftið ásamt daglegum rekstri í tiltekt á pöntunum og afhendingu.
Hvað er skemmtilegast við að vera rekstrarstjóri netverslunar hjá Samkaup?
Skemmtilegast er að vinna með þeim ólíku aðilum sem koma að netto.is. Að sjá svo verkefni vaxa frá því að vera hugmynd á teikniborðinu og verða að veruleika. Það er líka ótrúlega gaman að sjá jákvæð viðbrögð við höfum fengið við nýja vefnum og hversu margir hafa tekið þátt í notendaprófunum.
Hvernig viðheldurðu ástríðunni fyrir starfinu?
Það sem viðheldur ástríðu er þessi öra þróun sem á sér stað í netverslun og hvernig hún auðveldar fólki lífið. Matvaran er einstaklega spennandi þar sem hún er órjúfanlegur hluti af daglegu lífi einstaklinga. Líka alltaf þessi vinna að gera betur í dag en í gær.
Hvernig er hinn staðlaði vinnudagur hjá þér?
Minn staðlaði vinnudagur undanfarið hefur einkennst af mörgum verkefna fundum með ólíkum samstarfsaðlum sem koma að netverslunni. Fundir tengt hönnun og viðmóti, tenginum við sölukerfi, tínslu og aksturskerfi. Allt þarf að tala saman svo kaupferlið gangi smurt fyrir sig. Svo koma inn mál á milli funda tengd daglegum rekstri sem þarf að leysa og þau eru mismunandi dag frá degi.
Hvaða vana myndir þú vilja breyta?
Það væri að hætta að drekka Monster orkudrykk, á mjög erfitt með að hætta því.
Ef þú værir bíll, hvaða bíll værir þú? Hvernig myndir þú lýsa þér?
Ég veit svo lítið um bíla og þekki ekki muninn á Benz og BMW. En myndi lýsa mér sem frekar vanaföst í persónulega lífinu en lifi og hrærist í stöðugum breytingum í vinnunni. Er nörd á hæsta stigi sem spilar enn tölvuleiki og hef ótrúlega gaman að því að læra og tileinka mér nýja hluti.
Hvað ertu að læra/lesa/bæta við þekkingu?
Þar sem ég hef mikinn áhuga á netverslun og stafrænni markaðssetningu þá er ég að lesa Building a Storybrand eftir Donald Miller. Á Udemy er ég að taka námskeið sem heitir Growth Hacking with Digital Marketing. Er líka með nokkur hlaðvörp tengd stafrænni markaðssetningu og netverslun sem ég hlusta á til og frá vinnu. Reyni að ná a.m.k 30 mín á dag í eitthvað fræðandi efni.
Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?
Núna er ég helst að vinna í að koma netverslun Nettó úr notendaprófunum og yfir á netto.is ásamt að fínpússa viðmótshönnun netverslunar inn í Samkaupa appinu sem er væntanleg bráðum.
Stafræn þróun, sjálfbærni og sí-og endurmenntun er mál málanna í dag. Hvernig hefur þú tæklað þessa hluti í þínu starfi?
Stafræn Þróun er orðin órjúfanlegur hluti af fyrirtækjum ásamt samfélagslegri ábyrgð að vera sjálfbær. Sí-og endurmenntun myndi ég telja mikilvægan part í þeirri árangri þeirrar vinnu. Tæknin og hvaða lausnir eru í boði er að breytast það hratt að ef þekking er ekki uppfærð reglulega með símenntun þá eiga fyrirtæki í hættu að dragast aftur úr.
____________________________________
Um Samkaup:
Samkaup reka 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland og Samkaup strax. Samkaup hefur verið félagi í SVÞ frá árinu 1999.
____________________________________
SVÞ leitar eftir tilnefningum til leiðtoga mánaðarins. Hver er að gera góða hluti í kringum þig og hafa jákvæð áhrif á samfélagið?
SMELLTU HÉR til að tilnefna þinn leiðtoga.