Sala aðgöngumiða á hina árlegu ráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu – er komin á fullt skrið og allt bendir til þess að miðarnir seljist upp á methraða, líkt og í fyrra.

Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 13. mars 2025 á Parliament Hótel Reykjavík (Gamli Nasa) og ber yfirskriftina UPPBROT – Fólk – Tækni – Samkeppni. Þar munu helstu sérfræðingar, leiðtogar og frumkvöðlar í verslun og þjónustu ræða nýjustu strauma og tækifæri framtíðarinnar.

Sérstök áhersla verður lögð á mannauðsmál, stafrænar lausnir og samkeppnishæfni í síbreytilegu umhverfi. Þeir sem vilja tryggja sér sæti þurfa að hafa hraðar hendur, þar sem viðbúið er að ráðstefnan verði uppseld fljótlega.

Tryggðu þér miða strax!
Nánari dagskrá og miðasala fer fram hér: https://svth.is/radstefna2025

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að tengjast lykilaðilum í atvinnulífinu og fræðast um framtíð verslunar og þjónustu á Íslandi!

ATH! Félagsfólk SVÞ fær sjálfkrafa 10% afslátt við kaup á fimm eða fleiri aðgöngumiðum.

Við hlökkum til að sjá þig!