SAMTÖK HEILBRIGÐISFYRIRTÆKJA
SH – Samtök heilbrigðisfyrirtækja voru stofnuð 16. mars 2010. Markmiðið með stofnun hópsins var að mynda einn vettvang sem yrði sameiginlegur málsvari sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.
Tilgangur samtakanna er:
- að gæta hagsmuna sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
- að tryggja góða samvinnu milli sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja og hins opinbera
- að bæta rekstrarskilyrði sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
- að styðja framþróun heilbrigðismála á Íslandi.
Stjórn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja kjörin á aðalfundi samtakanna 20.mars 2024.
Dagný Jónsdóttir, formaður
Meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörin þau Gunnlaugur Sigurjónsson og Inga Berglind Birgisdóttir. Meðstjórnandi er einnig Kristján Guðmundsson.
Varamenn í stjórn voru kjörnir þeir Stefán Einar Matthíasson og Þórarinn Guðnason.
SVÞ og SH sjá um hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisfyrirtæki innan samtakanna.
Öllum erindum má beina til skrifstofu SVÞ á netfang svth(hjá)svth.is eða í síma 511 3000.
Háskaleikur heilbrigðisráðherrans
Ekki verður betur séð en að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé í einhverskonar afneitun þegar kostnaður og gæði heilbrigðisþjónustunnar eru annars vegar. Eitt virtasta tímarit heims í læknisfræði, The Lancet, birti fyrir nokkrum dögum úttekt á heilbrigðistengdum...
Ný einkarekin heilsugæslustöð fer vel af stað
Þann 1. júní s.l. opnaði ný heilsugæslustöð, Heilsugæslan Höfða, að Bíldshöfða 9, í gamla Hampiðjuhúsinu. Þetta er fyrsta heilsugæslustöðin til að opna á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár og er stofnsett á grundvelli útboðs sem fram fór á s.l. ári þar sem boðinn var út...
Stefán Matthíasson endurkjörinn formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja var haldinn 30. mars s.l. en samtökin starfa sem kunnugt er undir hatti SVÞ. Gestur fundarins var Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndarnefndar Alþingis og flutti hún hreinskilið ávarp um stefnu ríkistjórnarinnar í...
Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja árið 2017
Fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 15.30 Kviku, 1. hæð, Húsi atvinnulífsins Dagskrá: 15.15 Húsopnun – Kaffiveitingar 15.30 Málstofa - öllum opin Hlutverk einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni Gestur fundarins er Nichole Leigh Mosty formaður velferðarnefndar...