SAMTÖK HEILBRIGÐISFYRIRTÆKJA

SH – Samtök heilbrigðisfyrirtækja voru stofnuð 16. mars 2010. Markmiðið með stofnun hópsins var að mynda einn vettvang sem yrði sameiginlegur málsvari sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. 

Tilgangur samtakanna er:

  1. að gæta hagsmuna sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
  2. að tryggja góða samvinnu milli sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja og hins opinbera
  3. að bæta rekstrarskilyrði sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtækja á Íslandi
  4. að styðja framþróun heilbrigðismála á Íslandi.

 

Stjórn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja kjörin á aðalfundi samtakanna 20.mars 2024.

Dagný Jónsdóttir, formaður

Meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörin þau Gunnlaugur Sigurjónsson og Inga Berglind Birgisdóttir.  Meðstjórnandi er einnig Kristján Guðmundsson. 
Varamenn í stjórn voru kjörnir þeir Stefán Einar Matthíasson og Þórarinn Guðnason.

 

SVÞ og SH sjá um hagsmunagæslu fyrir heilbrigðisfyrirtæki innan samtakanna.

Öllum erindum má beina til skrifstofu SVÞ á netfang svth(hjá)svth.is eða í síma 511 3000.

 

Háskaleikur heilbrigðisráðherrans

Háskaleikur heilbrigðisráðherrans

Ekki verður betur séð en að heilbrigðisráðherra þjóðarinnar sé í einhverskonar afneitun þegar kostnaður og gæði heilbrigðisþjónustunnar eru annars vegar. Eitt virtasta tímarit heims í læknisfræði, The Lancet,  birti fyrir nokkrum dögum úttekt  á heilbrigðistengdum...

Lesa meira

Ný einkarekin heilsugæslustöð fer vel af stað

Þann 1. júní s.l. opnaði ný heilsugæslustöð, Heilsugæslan Höfða, að Bíldshöfða 9, í gamla Hampiðjuhúsinu. Þetta er fyrsta heilsugæslustöðin til að opna á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár og er stofnsett á grundvelli útboðs sem fram fór á s.l. ári þar sem boðinn var út...

Lesa meira

Aðalfundur Samtaka heilbrigðisfyrirtækja árið 2017

Fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 15.30 Kviku, 1. hæð, Húsi atvinnulífsins     Dagskrá: 15.15 Húsopnun – Kaffiveitingar 15.30 Málstofa - öllum opin Hlutverk einkareksturs í heilbrigðisþjónustunni Gestur fundarins er Nichole Leigh Mosty formaður velferðarnefndar...

Lesa meira