Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök, þar á meðal SVÞ, hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025.
Við hvetjum öll aðildarfyrirtæki SVÞ til að nýta þetta tækifæri og senda inn tilnefningu. Einstakt tækifæri til að varpa kastljósi á verkefni og starfsemi sem sýna raunveruleg umhverfisáhrif og frumkvæði til góðra verka.
Tveir verðlaunaflokkar
-
Umhverfisfyrirtæki ársins
-
Framtak ársins
Tilnefna þarf fyrirtæki sérstaklega undir hvorn flokk, en heimilt er að tilnefna sama fyrirtækið í báða flokka.
Frestur til tilnefninga rennur út 22. september 2025.
Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í nóvember, sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica.
➡️ Nánari upplýsingar og eyðublað til að skila inn tilnefningu má finna á vef SA — smellið HÉR!