Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica 11. febrúar 2026. Nú er opið fyrir tilnefningar og eru fyrirtæki hvött til að benda á góð dæmi um öflugt fræðslu- og menntastarf í atvinnulífinu.
Einungis er hægt að tilnefna aðildarfélög innan Samtök atvinnulífsins (SA) og er fyrirtækjum jafnframt heimilt að tilnefna sjálf sig.
Tilnefningarfrestur rennur út föstudaginn 16. janúar 2026.
Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum:
-
Menntafyrirtæki ársins
-
Menntasproti ársins
Menntadagur atvinnulífsins er sameiginlegt verkefni Samtök atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðarins (SI), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samorka.
SMELLTU HÉR fyrir nánari upplýsingar.