Umhverfisstofnun birtir á vef sínum 29.september s.l. niðurstöðu mælingum stofnunarinnar á matarsóun á Íslandi. Þar kemur m.a. fram að matarsóun á Íslandi jafngildir um 160 kílóum á hvern íbúa á ári. Tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum.
Stofnunin hefur í fyrsta sinn mælt matarsóun í allri virðiskeðju matvæla eftir staðlaðri aðferðafræði Evrópusambandsins.
Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr matarsóun, bæði sem hluti af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og sem hluta af framlagi okkar til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Lágmörkun matarsóunar er loftslagsmál, efnahagsmál og mikilvægur þáttur í innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
Allar nánari upplýsingar um niðurstöður mælinga má fá inná vef Umhverfisstofnunar – sjá nánar hér.
Bendum einnig á að þann 24.október n.k. höldum við sérstaka málstofu um matarsóun og næstu skref á einstökum viðburði fyrir fólk og fyrirtæki í verslunar og þjónustugreinum innan SVÞ í samstarfi við Umhverfisstofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Viðburðurinn er opinn öllu áhugasömum um matarsóun og næstu skref.
Skráning hér!
*Mynd frá vef Umhverfisstofnunar.