Hádegisfundur: Svona stel ég 100 milljónum króna af fyrirtækinu þínu!
Upptaka frá menntamorgni atvinnulífsins um rafræna fræðslu
Menntamorgun atvinnulífsins um rafræna fræðslu var haldinn 3. október. Fundurinn var vel sóttur og þóttu erindin áhugaverð, og þá sérstaklega sú innsýn sem fundargestir fengu inn í rafræna fræðslu hjá Arion banka og Origo.
Fundinum var streymt á Facebook og má nú sjá upptöku frá honum hér fyrir neðan.
Menntamorgnar atvinnulífsins: Rafræn fræðsla
Mikill áhugi á þróun í greiðslumiðlun
Fundur SVÞ og KPMG um vegferð greiðslumiðlunar sem haldinn var 25. september sl. var mjög vel sóttur.
Á fundinum fluttu erindi þau Björg Anna Kristinsdóttir, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG og Ásgeir Ö. Ásgeirsson, tæknistjóri Meniga, þar sem þau fóru yfir núverandi landslag greiðslumiðlunar hérlendis, breytingar framundan og mögulega framtíðarþróun.
Þegar horft er til greiðslumiðlunar á Íslandi liggur fyrir að ekki hafa orðið breytingar á lögum og regluverki frá árinu 2011 þegar núgildandi lög voru sett. Hins vegar hafa neyslumynstur, væntingar viðskiptavina og krafa um snerpu og hraða breyst mikið á þessum tíma.
Ný atvinnugrein, fjártækni hefur komið fram, sem liggur á krossgötum fjármálaþjónustu og tækni, og mikill fjöldi nýrra fyrirtækja hefur sprottið upp. Ljóst er að fyrir þessa nýju leikendur og þá sem lengur hafa verið á markaði búa mikil tækifæri í PSD2 tilskipun Evrópusambandsins.
Með PSD2 er m.a. nýjum, leyfisskyldum þjónustuveitendum veittur aðgangur að greiðslureikningum og greiðslum af þeim, með samþykki viðskiptavinar. Tilskipunin hefur ekki verið innleidd hérlendis, sem hefur áhrif á framþróun og getur mögulega hægt á vexti á smágreiðslumiðlunarmarkaði. Það þýðir að öllum líkindum að úrræði og aðgengi verslunar- og þjónustufyrirtækja að nýjum lausnum mun ekki taka stórtækum breytingum fyrr en PSD2 verður lögleidd hérlendis og aðlögunartími innleiðingar er liðinn. Fram að þeim tíma verður flækjustig töluvert og má segja að markaðurinn sé á röskunarstigi (e. disruption).
SVÞ mun halda áfram að fylgjast náið með þróun á þessum markaði og halda félagsmönnum sínum upplýstum. Stefnt er að því að halda annan viðburð þegar frekar kemur í ljós hvernig PSD2 reglugerðin verður innleidd en athygli vekur að frumvarp varðandi hana er ekki á nýútkominni þingmálaskrá. Einnig er vinna í gangi hjá greiðsluráði Seðlabankans við kortlagningu á markaðnum. Við vonum að sú vinna muni varpa frekari ljósi á málin og hjálpi verslunar- og þjónustufyrirtækjum að átta sig betur á þessum frumskógi sem nútíma greiðslulausnir eru orðnar.
Fundinum var streymt og má sjá upptökuna hér fyrir neðan:
Sértilboð á netnámskeiðið Árangursrík framtíðarsýn
Lykillinn að langtíma árangri fyrirtækja í stafrænum heimi er að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti.
Fyrsta skrefið í er að setja niður skýra framtíðarsýn þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni.
BeOmni býður SVÞ félögum sértilboð á 4ja vikna netnámskeiðið Árangursrík framtíðarsýn með Eddu Blumenstein.
Á þessu netnámskeiði gefst þér tækifæri á að skilgreina, eða skerpa á, hlutverki og gildum fyrirtækisins og móta árangursríka framtíðarsýn.
Á námskeiðinu er farið í 4-lykilskref til að móta drauma framtíðarsýn fyrirtækisins:
- Hlutverk og gildi fyrirtækisins
- Að setja markið hátt
- Mörkun framtíðarsýnar
- Innleiðing
Netnámskeiðið hentar jafnt þeim sem nú þegar reka eigið fyrirtæki, þeim sem eru að setja nýtt fyrirtæki á laggirnar og starfsmönnum fyrirtækja.
Hvernig virkar námskeiðið?
- Þú færð aðgang að kennslu myndböndum og verkefnum í hverri viku.
- Þú getur horft á kennslumyndböndin hvar og hvenær sem þér hentar.
- Þú getur unnið verkefnin hvenær sem þér hentar. Verkefni hverrar vinnustofu taka um 2-3 klst á viku.
- Þú færð aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem þú getur spurt spurninga í tengslum við kennsluna og verkefnin. Spurningum er svarað vikulega á meðan á námskeiðinu stendur.
Innifalið í námskeiðinu:
- 4 x kennslumyndbönd – eitt fyrir hvert skref
- Verkefni tengd hverju skrefi
- Aðgangur að glærum eftir hverja vinnustofu
- Aðgangur að lokuðum Facebook hóp
- 4 x spurt og svarað Facebook Live sem þú getur einnig horft á upptöku af
- 12 mánaða aðgangur að námskeiðinu
Tilboð til SVÞ félaga: 15.900 (fullt verð: 24.900)
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 1.október (fyrsta kennslumyndband og verkefni aðgengilegt)