Minni kortavelta á hvern erlendan ferðamann í janúar

Samkvæmt tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar nam erlend greiðslukortavelta í janúar 17 milljörðum króna samanborið við 12 milljarða í sama mánuði í fyrra. Um er að ræða tæplega helmings aukningu frá janúar 2016. Þó um töluverða aukningu sé að ræða jókst kortaveltan ekki í sama hlutfalli og fjöldi þeirra ferðamanna sem sóttu Ísland heim í mánuðinum. 136 þúsund ferðamenn komu til landsins um Leifsstöð í janúar eða 75% fleiri en í sama mánuði í fyrra og var kortavelta á hvern ferðamann því tæplega 15% lægri í janúar síðastliðnum samanborið við janúar í fyrra. Gengi krónunnar hefur styrkst töluvert undanfarið ár en ef sama breyting frá janúar í fyrra er reiknuð í bandaríkjadal dróst kortavelta á hvern ferðamann  einungis saman um tvö prósent. Þá hefur verðlag ferðaþjónustuafurða farið hækkandi undanfarna tólf mánuði en sem dæmi hækkaði verð gistiþjónustu um 11% frá janúar í fyrra, veitingastaða um 5% og pakkaferða innanlands um 13% mælt í íslenskum krónum. Af þessu má ráða að Íslandsferð í janúar síðastliðnum var töluvert dýrari fyrir erlenda ferðamenn en sambærileg ferð í janúar í fyrra og kann það að útskýra neyslubreytingar að hluta.

Kortavelta í flokknum ýmis ferðaþjónusta, sem inniheldur ýmsar skipulagðar ferðir og starfsemi ferðaskrifstofa nam rúmum þremur milljörðum í janúar, 44% meira en í janúar í fyrra. Greiðslukortavelta flokksins er jafnan fjörug í byrjun árs enda eru margar skipulagðar ferðir pantaðar og greiddar fyrirfram. Í janúar var þessi útgjaldaliður næst veltuhæstur í tölum um kortaveltu erlendra ferðamanna á eftir farþegaflutninga og velti hærri fjárhæðum en gistiþjónusta sem jafnan vermir annað sætið.

Erlendir ferðamenn greiddu í janúar 57,9% meira fyrir gistiþjónustu með kortum sínum en í sama mánuði í fyrra. Alls nam greiðslukortavelta til gististaða rúmum 2,9 milljörðum í janúar eða ríflega milljarði meira en í sama mánuði í fyrra. Upphæðin nú er ríflega tvöfalt hærri en árið 2015 og þrefalt hærri en árið 2014.

Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna til bílaleiga jókst um 52,7% frá janúar í fyrra og nam 1,1 milljarði í mánuðinum. Þá nam greiðslukortavelta veitingaþjónustu tæpum einum og hálfum milljarði í janúar og var 56,4% meiri en í janúar 2016.

Í janúar greiddu erlendir aðilar 4,5 milljarða með kortum sínum fyrir flugsamgöngur samanborið við 3,2 milljarða í janúar í fyrra. Er um 43,6% aukningu að ræða á milli ára. Þó ársaukningin nú sé rífleg er hún nokkuð lægri en árshækkun milli sömu mánaða eins og hún hefur birst í tölum RSV undanfarið ár, en á milli áranna 2015 og 2016 jókst velta flokksins 136%. Ekki er ótrúlegt að hluti þeirrar aukningar sem verið hefur á greiðslukortaveltu flokksins undangengna 12 mánuði hafi verið vegna aukinna erlendra umsvifa íslenskra flugfélaga í ársbyrjun 2016.

Erlend greiðslukortavelta í verslunum jókst um 45% í janúar frá sama mánuði í fyrra, eða sem nemur tæpum 1,7 milljarði kr.. Mest jókst veltan í dagvöruverslun og tollfrjálsri verslun, um 80% frá fyrra ári en minnst í annarri verslun, 12,9% og fataverslun 27,1%.Kortavelta eftir þjóðernum
Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir 128 þús. kr. í janúar, eða um 7% meira en í desember. Það er um 15% lægri upphæð en í sama mánuði í fyrra.Meðalvelta pr. ferðamann 01 2017
Ferðamenn frá Kanada greiddu að jafnaði hæstar fjárhæðir með greiðslukortum sínum í janúar eða 227 þús. kr. á hvern ferðamann. Svisslendingar eru í öðru sæti með 213 þús. kr. á hvern ferðamann. Bandaríkjamenn koma þar næst með 187 þús. kr. á mann.
Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.

Í því talnaefni sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur yfir að ráða er nánar hægt að greina kortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum og þjóðerni.

Um kortaveltu ferðamanna
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi korta. Gögnunum er enn fremur skipt eftir því hvort um er að ræða erlend eða innlend greiðslukort. Gögnin innihalda færslur bæði debet- og kreditkorta. Birtar eru upphæðir í íslenskum krónum ásamt hlutfallsbreytingum frá fyrri mánuði og sama mánuði fyrra árs.

Gögnin eru fengin frá innlendum færsluhirðingaraðilum, sundurliðuð eftir svonefndum MCC kóðum. MCC kóðarnir eru aftur greindir í flokka eftir því hvernig þeir eru taldir tengjast mismunandi greinum ferðaþjónustu. Gögnin lýsa kortaveltu eftir kauptímabilum (almanaksmánuðum) en ekki eftir uppgjörstímabilum.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson, arni@bifrost.is eða í síma 868-4341.

Fréttatilkynning RSV.

 

Vöxtur í öllum flokkum nema fötum og skóm

Samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar fór velta í smásöluverslun í janúar almennt vaxandi líkt og undanfarna mánuði að undanskilinni fata- og skóverslun, sem dróst nokkuð saman frá janúar í fyrra. Verðlag var lægra í öllum vöruflokkum sem mælingin nær til nema áfengi, sem hækkaði þó aðeins um 0,5% frá janúar í fyrra.
Velta í stærsta vöruflokknum, dagvöruverslun, jókst í janúar um 4,3% í krónum talið frá sama mánuði í fyrra og um 7,5% þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagi ásamt daga- og árstíðabundnum þáttum. Verð á dagvöru var 1,3% lægra en tólf mánuðum áður. Þá jókst sala áfengis um 5% í mánuðinum miðað við janúar í fyrra.
Svo virðist sem frekar dauft hafi verið yfir fataútsölum í janúar af veltutölum að ráða. Veltan dróst saman um 12,1% á breytilegu verðlagi. Hafa verður í huga að fataverslunum fækkaði um áramótin og neytendur virðast ekki hafa fært innkaupin til þeirra verslana sem fyrir eru, alla vega ekki enn sem komið er. Verð á fötum var 2,9% lægra en í sama mánuði í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar.
Mun meiri verðlækkun var á útsölum með raftæki í janúar og meiri vöxtur í sölutölum. Þannig var verð á svokölluðum brúnum raftækjum 14,5% lægra en fyrir ári síðan. Í þeim flokki eru t.d. sjónvörp, hljómflutningstæki o.fl. Stærri heimilistæki, eða svokölluð hvít raftæki, lækkuðu í verði um 9% á milli ára. Velta í hvítum raftækjum jókst um 23,8% að krónutölu og velta í brúnum raftækjum var óbreytt á milli ára.
Velta byggingavöruverslana jókst um 20,2% frá janúar í fyrra. Þar ræður miklu að byggingaframkvæmdir og viðhald húsnæðis er mikið um þessar mundir auk þess sem veðurfar hefur verið einkar hagstætt til byggingaframkvæmda.

Í janúar var greiðslukortavelta heimilanna hér innanlands 9% meiri en í sama mánuði í fyrra. Kreditkortavelta Íslendinga erlendis í janúar var 7,1 milljarður kr. sem er 17,6% hærri upphæð en fyrir ári síðan. Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa vaxandi áhrif á íslenska verslun. Þannig var greiðslukortavelta útlendinga hér á landi 17,4 milljarðar kr. í janúar sem er 49% aukning frá síðasta ári.

Velta í dagvöruverslun jókst um 4,3% á breytilegu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 5,7% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í janúar um 7,5% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru lækkaði um 1,3% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í janúar 0,1% lægra en í mánuðinum á undan.
Sala áfengis jókst um 5% á breytilegu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 4,5% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengisverslana í janúar um 15,8% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 0,5% hærra í janúar síðastliðnum og 1,2% hærra en í mánuðinum á undan.
Fataverslun dróst saman um 12,1% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og dróst saman um 9,5% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 2,9% lægra í janúar síðastliðnum en í sama mánuði árið áður.

Velta skóverslunar minnkaði um 3,2% í janúar á breytilegu verðlagi og minnkaði um 5,9% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum minnkaði skósala um 1,5% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm hækkaði í janúar um 2,9% frá janúar í fyrra.
Velta húsgagnaverslana var 11,4% meiri í janúar en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 13,9% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 22,4% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn dróst saman um 23,8% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur lækkað um 2,2% á síðustu 12 mánuðum.
Verslun með byggingavörur jókst í janúar um 20,2% í janúar á breytilegu verðlagi og jókst um 20,4% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 0,2% lægra en fyrir tólf mánuðum síðan. Þá jókst velta gólfefnaverslana um 1,9% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra.
Velta í sölu á tölvum minnkaði í janúar um 15,2% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala jókst um 15,9%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, var óbreytt á milli ára á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 23,8% á milli ára.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynning RSV.

Erlend kortavelta 232 milljarðar 2016

Í frétt frá Rannsóknasetri verslunarinnar segir að í desember hafi erlend greiðslukortavelta numið 14,9 milljörðum króna samanborið við 9,4 milljarða í desember 2015. Um er að ræða ríflega 58% aukningu frá sama mánuði árið áður. Allt árið 2016 greiddu erlendir ferðamenn 232 milljarða hérlendis með kortum sínum, meira en helmingi meira en árið 2015 þegar greiðslukortaveltan var 154,4 milljarðar. Nærri lætur að erlend greiðslukortavelta hafi verið fjórðungur heildarveltu greiðslukorta hérlendis árið 2016 en öll velta greiðslukorta á Íslandi á árinu 2016 nam 1.006 milljörðum. Af þeirri upphæð var velta innlendra korta 773 milljarðar og velta erlendra korta 232 milljarðar eins og áður sagði.

Líkt og undanfarna mánuði var vöxtur í öllum útgjaldaliðum á milli ára. Mest jókst greiðslukortavelta farþegaflutninga með flugi í desember, um 155,5% frá desember 2015 en velta flokksins nam 3,3 milljörðum í desember síðastliðnum. Hluti greiðslukortaveltu flokksins er tilkominn vegna starfsemi innlendra flugfélaga á erlendri grundu. Sem dæmi um mikinn vöxt í kortaveltu flugfélaga var nam greiðslukortavelta flokksins um 700 milljónum í desember 2014 samanborið við 3,3 milljarða í desember síðastliðnum og hefur því fjórfaldast á tveimur árum.

Greiðslukortavelta gististaða jókst í desember um 61,3% frá fyrra ári og greiddu erlendir ferðamenn 2,6 milljarða fyrir gistingu í mánuðinum samanborið við 1,6 milljarð í desember árið 2015. Kortavelta í flokknum ýmis ferðaþjónusta, sem meðal annars inniheldur starfsemi ferðaskrifstofa og ýmsar skipulagðar ferðir ferðaþjónustufyrirtækja nam 2,2 milljörðum í desember síðastliðnum og jókst um 46,4% frá sama mánuði árið áður.

Um 1,5 milljarðar fóru um posa veitingastaða í desember eða 49,5% meira en í desember í 2015. Þá jókst velta bílaleiga um 69,1% frá desember í fyrra en greiðslukortavelta bílaleiga nam 794 milljónum í desember síðastliðnum samanborið við 469 milljarða í sama mánuði árið áður.

Greiðslukortavelta í verslun nam tveimur milljörðum í desember og jókst um 25% frá fyrra ári. Líkt og undanfarna mánuði var vöxturinn mestur í flokkum óvaranlegrar neysluvöru líkt og dagvöru 50,5% og tollfrjálsri verslun 52,8% en minni í fataverslun, 13,1% og annarri verslun 1,2%.

Í desember komu 124.780 ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 76% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Alls komu 1.767.726 ferðamenn um Leifsstöð á árinu, 40% fleiri en árið 2015.

Kortavelta eftir þjóðernum
Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með  greiðslukorti sínu fyrir 119 þús. kr. í desember, eða um 6% meira en í nóvember. Það er um 3,6% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra.Kortavelta pr. ferðamann 12 2016

Ferðamenn frá Sviss greiddu að jafnaði hæstar fjárhæðir með greiðslukortum sínum í desember eða 313 þús. kr. á hvern ferðamann. Norðmenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann. Bandaríkjamenn og Danir koma þar næst með 187 þús. kr. á mann.

Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Í því talnaefni sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur yfir að ráða er nánar hægt að greina kortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum og þjóðerni.

Um kortaveltu ferðamanna
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi korta. Gögnunum er enn fremur skipt eftir því hvort um er að ræða erlend eða innlend greiðslukort. Gögnin innihalda færslur bæði debet- og kreditkorta. Birtar eru upphæðir í íslenskum krónum ásamt hlutfallsbreytingum frá fyrri mánuði og sama mánuði fyrra árs.

Gögnin eru fengin frá innlendum færsluhirðingaraðilum, sundurliðuð eftir svonefndum MCC kóðum. MCC kóðarnir eru aftur greindir í flokka eftir því hvernig þeir eru taldir tengjast mismunandi greinum ferðaþjónustu. Gögnin lýsa kortaveltu eftir kauptímabilum (almanaksmánuðum) en ekki eftir uppgjörstímabilum.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson, arni@bifrost.is eða í síma 868-4341.

Fréttatilkynning RSV.

Jólaverslun fyrr af stað en áður

Í takt við aukinn kaupmátt og vöxt í einkaneyslu jókst verslun í desember eins og við var að búast samkvæmt fréttatilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Neyslumynstrið í jólaversluninni hefur samt breyst nokkuð og fer hún nú fyrr af stað en áður. Þannig var hærra hlutfall jólaverslunar sem fór fram í nóvember en áður hefur sést. Líklega hefur Black Friday og aðrir söluhvetjandi viðburðir í nóvember áhrif á þessa þróun.

Töluverður munur var á veltu hinna ýmsu tegunda verslunar á milli vöruflokka í desember á nafnverði í samanburði við desember árið áður. Þannig varð 1,7% samdráttur í veltu fataverslana og 2,8% samdráttur í skóverslun. Á sama tíma jókst velta í húsgögnum um 31,9%,  velta stórra raftækja jókst um 12,6% og í byggingavöruverslunum var aukningin 21,8%. Veltuaukning í dagvöru í desember var hófsamari, eða sem nam 3,6% að nafnvirði.

Verðlækkun hefur orðið í flestum vöruflokkum. Þannig lækkaði verð á dagvöru um 0,7% frá desember árinu áður, verð á fötum var 5,9% lægra, 2,2% verðlækkun var á skóm og húsgögn lækkuðu um 1,2%. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir þessum verðbreytingum sjást raunbreytingar í veltu. Þannig jókst sala á fötum að raunvirði um 4,5% og velta svokallaðra brúnna raftækja (sjónvörp og minni raftæki) um 22,5%. Samkvæmt verðmælingum Hagstofunnar hefur verð á snjallsímum lækkað um 9,3% á einu ári. Sala snjallsíma í desember var að raunvirði 10% meiri en fyrir ári.

Erlend netverslun – 64% aukning í desember
Í desember jókst fjöldi þeirra pakkasendinga sem Íslandspóstur sá um dreifingu á frá útlöndum, og ætla má að sé vegna netverslunar, um 64% frá sama mánuði árið áður.  Í nóvember og desember samanlagt nam þessi ársaukning pakkasendinga 61% . Mest aukning sendinga var frá Kína og öðrum Asíulöndum.

Þannig má ætla að Íslendingar hafi gert töluvert af jólainnkaupunum erlendis fyrir jólin. Bæði gegnum erlendar netverslanir og auk þess var mikil aukning í ferðir til útlanda síðustu tvo mánuði ársins. Brottfarir Íslendinga til útlanda gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu, voru alls 86.424 (um 26% þjóðarinnar) í nóvember og desember, sem er 26% aukning í fjölda farþega frá sömu mánuðum árið áður.

Jólaverslun útlendinga á Íslandi
Á móti aukinni verslun Íslendinga erlendis kemur mikill vöxtur í verslun erlendra ferðamanna hér á landi. Í desember greiddu erlendir ferðamenn með greiðslukortum sínum í íslenskum verslunum fyrir liðlega tvo milljarða króna. Það er fjórðungsaukning frá desember árið áður. Stærstur hluti erlendrar kortaveltu í verslunum í desember var til kaupa á dagvöru, eða 467 millj. kr.

Velta í dagvöruverslun jókst um 3,6% á breytilegu verðlagi í desember miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 4,3% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í desember um 3,2% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru lækkaði um 0,7% á síðastliðnum 12 mánuðum og var í desember 0,4% lægra en í mánuðinum á undan.

Sala áfengis jókst um 17,9% á breytilegu verðlagi í desember miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 17,6% á föstu verðlagi. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst velta áfengisverslana í desember um 8,7% frá sama mánuði í fyrra. Verð á áfengi var 0,3% hærra í desember síðastliðnum og 0,5% lægra en í mánuðinum á undan.

Fataverslun dróst saman um 1,7% í desember miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 4,5% á milli ára á föstu verðlagi. Verð á fötum var 5,9% lægra í desember síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra.

Velta skóverslunar minnkaði um 2,8% í desember á breytilegu verðlagi og minnkaði um 0,6% á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst skósala um 0,3% frá sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi. Verð á skóm lækkaði í desember um 2,2% frá desember í fyrra.

Velta húsgagnaverslana var 31,9% meiri í desember en í sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi og jókst um 33,5% á föstu verðlagi. Velta sérverslana með rúm jókst um 49,7% frá því í fyrra á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 34,4% á breytilegu verðlagi. Verð á húsgögnum hefur lækkað um 1,2% á síðustu 12 mánuðum.

Verslun með byggingavörur jókst í desember um 21,8% í desember á breytilegu verðlagi og jókst um 22,5% á föstu verðlagi. Verð á byggingavöru er 0,5% lægra en fyrir tólf mánuðum síðan. Þá jókst velta gólfefnaverslana um 17,2% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra.

Velta í sölu á tölvum jókst í desember um 2,2% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra og farsímasala dróst saman um 0,3%. Sala minni raftækja, svokallaðra brúnvara, jókst um 3,3% á breytilegu verðlagi en sala stærri raftækja, svokallaðra hvítvara, jókst um 12,6% á milli ára.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson arni@bifrost.is og í síma 868-4341

Fréttatilkynning RSV.

Stafræn bylting – hver eru áhrifin á verðbólgu?

Samantekt
Sænski seðlabankinn birti í peningamálaskýrslu greiningu á mögulegum áhrifum stafrænnar tækniþróunar á verðbólgu. Í greiningu bankans kemur m.a. fram að þróunin hafi dempandi áhrif á verðbólgu en óvíst sé hversu mikil áhrifin eru. Það er mat bankans að lág verðbólga í Svíþjóð sé þó fyrst og fremst tengd öðrum þáttum. Samfara tækniþróuninni geta orðið breytingar í þá átt að mörg störf tapist í ákveðinni atvinnugrein/geira á stuttum tíma. Á sama tíma opnast möguleikar á starfi annarsstaðar í hagkerfinu.  Því er full ástæða til að gæta varúðar og fylgja þróuninni eftir með tölfræðilegum greiningum svo hægt sé að aðlagast hratt að þeim breyttu aðstæðum og nýju tækifærum sem kunna að opnast.  Stafræna tækniþróunin er að mestu leyti markaðsdrifin þróun en við getum ráðið miklu um framvinduna. Stjórnvöld geta með stefnumótun haft mikil áhrif á hana með því að undirbúa nýjar kynslóðir fyrir breytta tíma í gegnum menntakerfið. Auk þess sem atvinnulífið þarf að vera vakandi og stuðla að endurmenntun vinnuaflsins.

Skýrslan er aðgengileg hér.

Nóvembervelta ferðamanna svipuð og í júlí 2013

 

Rannsóknasetur verslunarinnar hefur birt samantekt um kortaverltu ferðamanna í nóvember. Samkvæmt samantektinni  nam erlend greiðslukortavelta 15,3 milljörðum króna en það er 67% aukning frá sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt um 217 milljarða með kortum sínum samanborið við 145 milljarða á sama tímabili í fyrra. Greiðslukortavelta fyrstu ellefu mánuði ársins er því um helmingi meiri en á sama tímabili í fyrra og 41% meiri en allt árið 2015. Nóvember er jafnan rólegur mánuður í ferðaþjónustu og er það til marks um mikinn vöxt greinarinnar að greiðslukortavelta undangengins nóvembermánaðar var svipuð og í júlí 2013.

Veruleg aukning varð í farþegaflutningum með flugi eða um 170% frá fyrra ári en flokkurinn er sá stærsti í þeim tölum sem Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman. Velta flokksins í nóvember nam ríflega 3,6 milljörðum en hluti þeirrar fjárhæðar stafar af erlendri starfsemi flugfélaga. Borið saman við fyrra ár var einnig töluverður vöxtur í öðrum flokkum sem tengjast samgöngum ferðamanna. Þannig jókst kortavelta bílaleiga um 68,3% og velta flokksins „Bensín, viðgerðir og viðhald“ jókst um 84,6%.
Þrátt fyrir styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum er enn gífurleg aukning í  sérsniðnar ferðir um landið með leiðsögn samkvæmt því sem kemur fram í flokknum „Ýmis ferðaþjónusta“. Þannig njóta skoðunarferðir um landið ekki síður vinsælda í skammdeginu en á sumrin. Kortavelta í þessum útgjaldaflokki jókst um 78,2% frá nóvember í fyrra og nam tæpum 2,5 milljörðum króna í mánuðinum.

Yfir helmingsaukning var í veltu gististaða í nóvember samanborið við sama mánuð í fyrra. Þannig jókst erlend kortavelta gististaða um 57,3% frá fyrra ári og nam í nóvember tæpum 2,6 milljörðum samanborið við 1,6 milljarð í nóvember 2015. Þá greiddu ferðamenn um 1,6 milljarð með kortum sínum á veitingastöðum í nóvember eða 45,1% meira samanborið við nóvember í fyrra.

Minni vöxtur í verslun
Erlend greiðslukortavelta í verslun nam um 1,8 milljarði kr. í nóvember síðastliðnum og jókst um 28% frá nóvember í fyrra. Mestur vöxtur kortaveltu í verslun var í flokki dagvöru, 59% og tollfrjálsri verslun, 58%. Athyglisvert er að vöxtur erlendrar kortaveltu í dagvöruverslunum helst nokkurn veginn í hendur við fjölgun ferðamanna sem koma til landsins, á meðan vöxtur greiðslukortaveltu sérvöruverslana er minni. Líklega má heimfæra þessa þróun á sterkt gengi krónunnar um þessar mundir en það veldur því að allt verðlag verður hærra frá sjónarhóli erlendra ferðamanna.

Í nóvember komu 131.723 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 61,4% fleiri en í sama mánuði í fyrra.

Kortavelta eftir þjóðernum
Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með  greiðslukorti sínu fyrir 116 þús. kr. í ágúst, eða 5,5% minna en í október. Það er 3,6% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra.
Líkt og síðustu mánuði keyptu ferðamenn frá Sviss að jafnaði fyrir hæstar fjárhæðir með greiðslukortum sínum eða 225 þús. kr. á hvern ferðamann. Bandaríkjamenn eru í öðru sæti meðmedalvelta-pr-ferdamann-11-2016 160 þús. kr. á hvern ferðamann. Danir koma þar næst með 142 þús. kr. á mann.
Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Í því talnaefni sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur yfir að ráða er nánar hægt að greina kortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum og þjóðerni.

Um kortaveltu ferðamanna
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi korta. Gögnunum er enn fremur skipt eftir því hvort um er að ræða erlend eða innlend greiðslukort. Gögnin innihalda færslur bæði debet- og kreditkorta. Birtar eru upphæðir í íslenskum krónum ásamt hlutfallsbreytingum frá fyrri mánuði og sama mánuði fyrra árs.

Gögnin eru fengin frá innlendum færsluhirðingaraðilum, sundurliðuð eftir svonefndum MCC kóðum. MCC kóðarnir eru aftur greindir í flokka eftir því hvernig þeir eru taldir tengjast mismunandi greinum ferðaþjónustu. Gögnin lýsa kortaveltu eftir kauptímabilum (almanaksmánuðum) en ekki eftir uppgjörstímabilum.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson, arni@bifrost.is eða í síma 868-4341.

www.rsv.is