Áhyggjur af innfluttri verðbólgu

Áhyggjur af innfluttri verðbólgu

Blikur á lofti en sóknarfæri til staðar

Markaðurinn, aukablað Fréttablaðsins, leitaði í dag álits nokkurra aðila á stöðu mála á yfirstandandi ári og horfum fyrir árið 2022.

Þar segir að árið sem er að líða hefur að mörgu leyti komið á óvart. Staða ríkissjóðs við árslok er betri en óttast var fyrir fram. Skatttekjur urðu meiri en reiknað hafði verið með, á sama tíma og kostnaður vegna aðgerða til stuðnings við atvinnulífið vegna Covid varð minni en búist var við.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir rekstrarumhverfi verslunar- og þjónustufyrirtækja hafa verið mjög gott frá upphafi Covid, þrátt fyrir spár um annað. Þar ráði mestu að fólk ferðast ekki eins mikið og fyrir Covid, kaupmáttur hér á landi sé sterkur. Neysla sem áður fór fram erlendis, hafi að miklu leyti færst inn í íslenska hagkerfið og verslunin njóti mjög góðs af því. Undantekningin sé sú verslun sem hafi sérhæft sig í að þjóna ferðamennsku. Þar sé staðan erfið.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA

Glíman við innflutta verðbólgu ein af stóru áskorunum ársins 2022!

Glíman við innflutta verðbólgu ein af stóru áskorunum ársins 2022!

Ár innfluttrar verðbólgu

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ skrifar á Vísi.is INNHERJI þann 25.desember 2021.

Eins og allir vita segir sagan okkur að verðbólga á Íslandi hefur jafnan verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé nú minnst á ástandið á sumum tímabilum síðustu aldar þegar verðbólgan var tugum prósenta hærri hér á landi en í helstu nágrannalöndum. Ástandið í þessum efnum var því fremur sérstakt á árinu 2021 þegar verðbólgan var hærri í Bandaríkjunum en hér á landi og litlu lægri í Þýskalandi, landi sem er þekkt fyrir flest annað en óstöðugt verðlag.

Áhrifin af Covid eru meginorsökin hérna, um það er ekki deilt.

Heimsmarkaðsverð á hrávörum, bæði til matvælaframleiðslu og til almennrar iðnaðarframleiðslu hafa rokið upp í verði. Ofan í kaupið hefur flutningskostnður milli heimsálfa margfaldast og við lok árs er þessi kostnaður orðinn þre- til fjórfalt hærri en hann var í upphafi ársins. Sú staðreynd að nær 30% af allri framleiðslu í heiminum er í Kína hefur leitt til þess að þessi hækkun á flutningskostnaði hefur smitast út í vöruverð um allan heim.

En af hverju þessi hækkun á flutningskostnaði?

Ástæðan er einkum sú að bæði markaðsaðilar og skipafélög sem sigla á leiðunum milli heimsálfa misreiknuðu áhrifin af Covid. Flestir áttu von á að eftirspurn eftir vörum og þjónustu myndi dragast saman, sem varð svo ekki raunin eins og berlega hefur komið í ljós. Skipafélög seldu flutningaskip í brotajárn, verslun hélst áfram öflug en fluttist að töluverðu leyti á netið. Það skapaði síðan ýmis tæknileg vandamál, þegar gífurlegt magn einstaklinga kaupir vörur á netinu og fær vörurnar sendar heim að dyrum.

Framleiðsluferlar hafa raskast, sem bein afleiðing af Covid, sem hefur haft þær afleiðingar að afhending vöru hefur seinkað og í verstu tilfellum leitt af sér vöruskort. Allt þetta hefur svo haft í för með sér hækkanir á vöru og þjónustu langt umfram það sem nokkur gat ímyndað sér. Það sem er nýtt fyrir okkur Íslendinga er að verðbólgan sem við höfum átt við að eiga er að verulegu leyti innflutt. Það vonda er að þar með er það utan áhrifasvæðis Seðlabankans að taka á þessari stöðu. Þau tæki sem bankinn hefur í vopnabúri sínu duga hér ekki.

Ekki er heldur hægt að hæla Samkeppniseftirlitinu í þessu sambandi sem hefur sett verulegar skorður við því hvernig hagsmunasamtök mega fjalla um þessi mál.
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni hér á landi, en það verður ekki komið tölu á hversu oft hefur verið fjallað um þessi mál á opinberum vettvangi.

Við sem höfum því hlutverki að gegna að gæta hagsmuna fyrir verslunar- og þjónustufyrirtækin í landinu höfum eftir megni skýrt það út í fjölmiðlum hvað liggi að baki þessu sérstaka ástandi. Ekki er annað að sjá en að skilaboð okkar hafi náð til alls almennings. Öðru máli hefur gegnt um fulltrúa verkalýðshreyfingar og Neytandasamtaka sem hafa reynt að gera lítið úr málinu og haldið því fram að afkoma í verslun sé með þeim hætti að öll fyrirtæki í greininni geti auðveldlega tekið þennan viðbótarkostnað á sig. Slíkt er auðvitað fjarri öllu lagi, þar sem ekki er hægt að yfirfæra afkomu örfárra fyrirtæka yfir á öll fyrirtæki í greininni. Ekki er heldur hægt að hæla Samkeppniseftirlitinu í þessu sambandi sem hefur sett verulegar skorður við því hvernig hagsmunasamtök mega fjalla um þessi mál.

Við lok árs er ekkert sem bendir til annars en að það ástand sem hér er lýst muni vara vel fram á næsta ár. Um það eru allir greiningaraðilar sammála. Því er hætt við að glíman við innflutta verðbólgu verði einnig ein af stóru áskorunum ársins 2022.

SJÁ HÉR GREININA Á VISI.IS

 

Skýrari fjöldatakmarkanir í verslunum

Skýrari fjöldatakmarkanir í verslunum

Að gefnu tilefni:

Í dag hefur skrifstofa SVÞ átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið vegna samkomutakmarkana í verslunum. Ástæðan er sú að verslunum hefur þótt erfitt að átta sig á hver sé leyfilegur hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunarrými hverju sinni miðað við gildandi reglur.

Það skal upplýst að í farvatninu er reglugerðarbreyting sem sker úr um að verslunum með verslunarrými sem nemur upp að 100 fermetra flatarmáli sé heimilt að taka á móti 50 viðskiptavinum í einu. Í stærri rýmum en 100 fermetrar að flatarmáli má til viðbótar taka á móti 5 viðskiptavinum fyrir hverja 10 fermetra umfram 100 fermetra en þó aldrei fleiri en 500 viðskiptavinum í einu.

Svo dæmi sé tekið mega verslanir því taka á móti;

  • 50 viðskiptavinum í 90 fermetra verslunarrými,
  • 55 viðskiptavinum í 110 fermetra verslunarrými,
  • 150 viðskiptavinum í 300 fermetra verslunarrými,
  • 200 viðskiptavinum í 400 fermetra verslunarrými
  • 500 viðskiptavinum í 1.000 fermetra verslunarrými eða stærra.

Áfram verður skýrt kveðið á um grímuskyldu í verslunum og að öðru leyti verður mælst til þess að þess verði gætt að 2 metra bil verði milli viðskiptavina, s.s. í biðröðum á kassasvæði.

Fréttavaktin: Jólaverslun gerbreytt

Fréttavaktin: Jólaverslun gerbreytt

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var á Fréttavaktinni, Hringbraut í kvöld og talaði m.a. um að hertar samkomureglur munu ekki hafa teljandi áhrif á jólaverslun eða aðgengi í búðir breytta tíma í jólaverslun landans. Stærsta áskorun íslenskra kaupmanna eru erlendir útsöludagar og netverslanir.

SMELLTU HÉR TIL AÐ NÁLGAST VIÐTALIР

Viðtalið við Andrés hefst á 05:26 mínútu

Netverslunarpúlsinn:  70 prósent landsmanna keyptu síðast af innlendri netverslun

Netverslunarpúlsinn: 70 prósent landsmanna keyptu síðast af innlendri netverslun

Fréttablaðið Markaðurinn tekur saman í dag nýjustu tölur frá Netverslunarpúlsinum, mælaborði íslenskrar vefverslunar.

Samkvæmt Netverslunarpúlsinum versla 47 prósent þjóðarinnar á netinu á sjö daga tímabili. Hlutfallið er enn hærra þegar litið er til aldurshópsins 25 til 34 ára, eða 64 prósent, segir Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, í samtali við Fréttablaðið/Markaðinn.

Prósent heldur utan um Netverslunarpúlsinn í samstarfi við Rannsóknarsetur verslunarinnar og Samtök verslunar og þjónustu. 200 svörum frá fólki eldra en 18 ára er safnað í hverjum mánuði. Gagnasöfnunin hófst í mars og hefur yfir 1.900 svörum verið safnað. Mælingarnar byggja á sænskum og dönskum fyrirmyndum.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA