22/12/2020 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, ræddi við þau í Reykjavík síðdegis þann 21. desember um þjófnaði úr verslunum og aðgerðaleysi lögreglu.
Lögreglan hefur gefið til kynna að þau vilji taka á vandanum og hafa stigið einhver skref í þessa átt, en Andrés segir að betur mega ef duga skal. Samtökin hafa átt fjölmarga fundi með lögreglunni og dómsmálaráðherra um þessi mál, þ.á.m. núverandi dómsmálaráðherra. Stærstur hluti vandans er af völdum fólks sem virðist koma gagngert til Íslands í þeim tilgangi að stunda þessa brotastarfsemi og fer svo gjarnan úr landi eftir 3-4 mánuði eftir að hafa jafnvel verið handtekið nokkrum sinnum. Hann segir hinsvegar að það hafi dregið úr þjófnuðum í verslunum í covid, m.a. vegna minni ferða fólks milli landa.
Andrés segir vandamálið alltaf hið sama, hvort sem er fyrir 10 árum eða í dag, vandinn virðist vera að réttarvörslukerfið hafi ekki nægjanlega burði til þess að taka á þessum málum með festu. Hann segir almennt allar stærri verslarnir kæra öll afbrot af þessu tagi til lögreglu, án undantekninga. Boltinn sé hjá lögreglunni og yfirvöldum í þessum málum og Andrés segir þau gera sér algjörlega grein fyrir vandanum, en eins og fyrri daginn sé þetta spurning um forgangsröðun og fjármál. Virkt eftirlit sé heldur ekki með fólki á landamærum og fólk geti farið á milli landa þrátt fyrir að hafa verið ákært, sem sé eitt af því sem gerir þessi mál enn erfiðari að eiga við. Það mikilvægasta sé að fólk sem hefur afbrot sem þessi í hyggju telji þau hafa alvarlegar afleiðingar, það myndi hafa sterkustu varnaðaráhrifin.
Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan:
21/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjori SVÞ, var í Morgunútvarpi Rásar 2 sl. föstudag þar sem hann ræddi mikilvægi þess að rýmka fjöldatakmarkanir í stórum matvöruverslunum núna rétt fyrir jólin upp í 200 manns. Hann sagði breytinguna 10. desember hafa létt stöðuna mjög og einfaldað versluninni lífið en þá voru fjöldatakmarkanir í verslunum með annað en matvörur og lyf rýmkaðar. Hinsvegar sé nauðsynlegt að hleypa fleirum að á þessum síðustu dögum fyrir jól þegar fólk verslar ferskvöru fyrir hátíðarnar.
17/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Lyfsöluhópur, Stjórnvöld
Fyrirsögnin á forsíðu Viðskiptablaðsins þann 17. desember er Reglugerð ógni lyfjaöryggi og á blaðsíðu 10 og 11 er viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ og Jakob Fal Garðarsson, framkvæmdastjóra Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja.
Í viðtalinu kemur m.a. fram að fyrirhuguð reglugerð muni hafa verulega neikvæð áhrif á lyfjageirann hérlendis m.a. með því að hafa letjandi áhrif á skráningu nýrra lyfja og geti jafnvel leitt til afskráningar lyfja sem nú eru á markaði og í mikilli notkun.
14/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum
Skemmtiþátturinn Látum jólin ganga var sýndur í opinni dagskrá Stöðvar 2, sl. fimmtudag, 10. desember. Markmið þáttarins var að stappa stálinu í þjóðarsálina og hvetja landann til að halda viðskiptum sínum innanlands til að efla íslenskt efnahagslíf á COVID tímum.
Sjá má þáttinn hér fyrir neðan og umfjöllun á Vísi hér.
14/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir nýjar sóttvarnarreglur gjörbreyta stöðunni í verslunum nú í aðdraganda jóla en kallar þó enn eftir frekari rýmkun í matvöruverslunum rétt fyrir jólin, eða upp í 200.
10/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum
Látum jólin ganga er jóla-, skemmti-, tónlistar- og viðtalsþáttur í tengslum við átakið Íslenskt – láttu það ganga sem verður í beinni útsendingu í kvöld kl. 19.35 á Stöð 2 pg Vísi. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann Eiðsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða á stóra sviði Borgarleikhússins og fá til sín fjölmarga gesti.
Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi.
Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.