16/12/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Rætt er við Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing SVÞ, í Viðskiptablaðinu þann 12. desember sl. um rétt til dráttarvaxta vegna ofgreiðslu opinberra gjalda, sem áætlað er að taki breytingum með nýrri heildarlöggjöf um innheimtu skatta og gjalda. Breytingin er m.a. studd þeim rökum að sumir gjaldendur átti sig ekki á því að rétturinn sé til staðar.
Í grein Viðskiptablaðsins segir m.a.: „Loku verður skotið fyrir það að einstaklingar og lögaðilar geti gert sér það að leik að oftelja viljandi skattstofna með það að marki að gera síðan endurkröfu á ríkið og njóta ávöxtunar á féð í formi dráttarvaxta.“
„Benedikt bendir á að þegar núgildandi endurgreiðslulög voru sett hafi verið vangaveltur um það að dráttarvextir yrðu skilyrðislaust greiddir þegar ofgreiðsla hefði átt sér stað. Hins vegar hafi sú leið verið farin að gjaldendur þyrftu að setja fram kröfu um endurgreiðslu til að fyrirbyggja að ekki væri verið að oftelja að gamni sínu.
„Nú verður það stjórnvalda að ákveða hvenær ofgreiðsla virkjar rétt til dráttarvaxta. Það er ekki hægt að sætta sig við slíkt. Af skoðun á dómaframkvæmd má ráða að þeir sem eignast inneign samkvæmt dómum eru undantekningalaust gjaldendur sem hafa staðið rétt að greiðslu skatta og greitt þær kröfur sem yfirvöld hafa sett fram. Þessi hópur á ekki að lýða fyrir það bótalaust með því að fá ekki dráttarvexti á ofgreiðslur eða oftekin gjöld,“ segir Benedikt.“
Úrdrátt úr greininni má sjá á vef vb.is hér og greinina í heild sinni má lesa í Viðskiptablaðinu sem út kom 12. desember sl.
10/12/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla var á Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 8. desember sl. ásamt Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Ragnari Þór Péturssyni, formanni Kennarasambands Íslands.
Rætt var um niðurstöður PISA könnunarinnar og mál því tengd.
Sara Dögg bendir m.a. á að kjarasamningar kennara séu íþyngjandi að því leyti að þar sé of mikil stýring á
störfum kennara. Það skapi umhverfi með endalausum hindrunum fyrir framþróun og vexti skólastarfs og skortur sé á trausti milli sveitarfélaga, skólastjórnenda og kennara.
Hlusta má á þennan hluta þáttarins hér: https://www.visir.is/k/154a02c4-ae95-4ed0-bc5c-d27addf2b7d0-1575802502064
09/12/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum
SVÞ sendi frá sér í morgun, 9. desember fréttatilkynningu varðandi ályktun ellefu hagsmunaaðila gegn frumvarpi um úthlutun tollkvóta fyrir innfluttar landbúnaðarvörur. Í kjölfarið er fjallað um málið á Vb.is í dag undir fyrirsögninni „Deilur í Húsi atvinnulífsins“.
Lesa má umfjöllun Viðskiptablaðsins hér: https://www.vb.is/frettir/deilur-i-husi-atvinnulifsins/158846/
Mbl.is birti einnig fréttir af málinu hér: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/12/09/svth_vilja_frumvarp_um_tollalog_til_2_umraedu/
08/12/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, var í viðtali í Brennslunni á FM957 þann 6. desember sl. í kjölfar greinar sem hún skrifaði á Vísi 5. desember sl. Hún ræddi um hægagang menntakerfisins og hversu erfitt virðist vera að gera breytingar. Einnig ræðir hún m.a. þröngar tímaskorður í kjarasamningum kennara sem koma í veg fyrir nauðsynlegan sveigjanleika, kerfið sem ver sjálft sig og að í þessum málum virðist gleymast að eiga samtalið við kennara. Sjálfstæðir skólar eru hlutfallslega mun fleiri í nágrannalöndunum, þ.á.m. á Norðurlöndunum, gefa fólki valkosti í menntakerfinu og reynslan af þeim er almennt mjög góð. Þrátt fyrir það eiga sjálfstæðir skólar á brattann að sækja í íslensku menntakerfi.
Hlusta má á viðtalið í upptöku af þættinum hér, og hefst viðtalið á ca. 54:35 mín: https://www.visir.is/k/617dc052-3d40-4dc1-82b7-20c0314c3ac7-1575626409684
07/12/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fimmtudaginn 5. desember sl. þar sem ræddar voru niðurstöður Pisa könnunarinnar, sjálfstæðir skólar og möguleikarnir sem í þeim búa til að auka fjölbreytileika, brjótast úr viðjum kerfisins og koma skriði á málin í skólakerfi sem ferðast á hraða snigilsins.
Þú getur hlustað á viðtalið hér: https://www.visir.is/k/1b0159f2-584f-4225-a404-4d8851f7e457-1575565879399
02/12/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Umsögn SVÞ og annarra samtaka innan Samtaka atvinnulífsins voru gerð nokkuð góð skil í umfjöllun Viðskiptablaðsins þann 28. nóvember sl. Gagnrýna samtökin harðlega inheimtukafla tekjuskattslaganna og lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda sem fellur inn í hin nýju lög. Harðlega er settt út á þá grein frumvarpsins sem fjallar um endurgreiðslu opinbers fjár og klýkur greininni með tilvitnun í umsögnina með orðunum: „Niðurstaðan á að verða sú að ríkið nýtur fullra bóta vegna vangreiðslu skatta og gjalda í formi dráttarvaxta frá gjalddaga en gjaldendur ekki. Það er hreint út sagt afkáraleg niðurstaða.“
Umfjöllunina í heild sinni má lesa á vef Viðskiptablaðsins hér: https://www.vb.is/frettir/rikid-akvedi-timamark-vaxta-sjalft/158647/