28/05/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
„Hér er að koma einhver risi inn á markaðinn“
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali í fréttatíma RÚV í kvöld þar sem hann sagði m.a. að uppgangur kínverska netverslunarrisans Temu í Danmörku gefi til kynna hvernig þróunin getið orðið hér á landi.
Temu hefur rutt sér til rúms á skömmum tíma um álfuna, með lágu vöruverði og miklu úrvali.
Andrés segir að Temu hafi í raun ekki hafið markaðssetningu hér á landi en fróðlegt verði að fylgjast með þróuninni.
„Hér er að koma einhver risi inn á markaðinn, með markaðskapital upp á þrjá milljarða Bandaríkjadala, nokkuð sem aldrei hefur sést áður. Í samanburði hafi markaðsfé AliExpress á sínum tíma verið smámunir.“
Sjá alla frétt og viðtal við Andrés inn á RÚV.is
24/05/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Viðskiptablaðið greinir í dag frá nýundirrituðum tollasamningi Íslands við Kína.
Í frétta blaðsins kemur m.a. fram að fyrr í þessum mánuði skrifuðu kínversk tollayfirvöld og ríkisskattstjóri undir svokallaða AEO-vottun á tollaráðstefnu í Shenzhen í Kína. Samhliða samkomulaginu sem Kína gerði við Ísland var einnig undirritaður svipaður samningur við afríska ríkið Búrúndí.
AEO stendur fyrir „Authorised Economic Operator“ og hefur verið nefnt „viðurkenndir rekstraraðilar“ á íslensku. AEO er viðurkenning sem veitt er fyrirtækjum sem gegna hlutverki í alþjóðlegu vörukeðjunni.
Að sögn skattsins er kerfinu er fyrst og fremst ætlað að greiða fyrir milliríkjaviðskiptum og auka öryggi alþjóðlegu vörukeðjunnar. Íslensk fyrirtæki sem gegna hlutverki í þessari vörukeðju geta sótt um að hljóta slíka vottun.
SMELLA HÉR fyrir alla greinina.
09/05/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali við Mbl.is í dag að viðvarandi skortur á lyfjafræðingum sé hér á landi og slegist sé um hvern þann sem útskrifast frá háskólanum. „Ef þarna verður ekki breyting á mun það hafa í för með sér alvarlega röskun á starfsemi apótekanna í sumar, ekki síst í apótekum á landsbyggðinni,“ segir Andrés ma. í viðtalinu. Útlit sé fyrir að nýútskrifaðir lyfjafræðingar fái ekki útgefin starfsleyfi fyrr en í júlí og geti þ.a.l. ekki hafið störf í apótekum fyrr en þá.
Smelltu HÉR fyrir allt viðtalið frá 9. maí 2024
12/04/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hélt uppá 25 ára starfsafmælið á Parliament Hótel Reykjavik við Austurvöll 10.apríl sl.
Af því tilfefni gaf Viðskiptablaðið út sérstakt SVÞ blað, yfirfullt af viðtölum og greinum frá fólki og fyrirtækjum innan samfélags SVÞ.
Þú getur nálgast blaðið hér fyrir neðan.
25 ára afmælisblað SVÞ 10.apríl 2024

25/03/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Visir.is birtir í dag grein frá Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Alþingi afgreiddi með miklum hraði breytingar á búvörulögum í liðinni viku. Innan við sólarhringur leið frá því að nefndarálit meiri hluta atvinnuveganefndar lá fyrir þar til frumvarpið var orðið að lögum.
Allt frá því að fyrstu drög að frumvarpi í þessa veru birtust á samráðsgátt stjórnvalda, hafa Neytendasamtökin, hagsmunaðilar í atvinnulífinu og Samkeppniseftirlitið varað mjög við efni þess. Sú mikla andstaða sem þar birtist virtist um hríð hafa náð að stöðva upphafleg áform og síðar hafa stuðlað að jákvæðum breytingum þó enn mætti málið bæta. Vonir manna brugðust endanlega með afgreiðslu málsins á leifturhraða í gegn um þingið.
Raunar var um algerlega nýtt frumvarp að ræða þar sem öllum efnisatriðum fyrra frumvarps var breytt í meðförum þingnefndarinnar en fyrstu drög þess lögfest. Eina grein frumvarpsins sem stóð óbreytt segir til um hvenær það á að taka gildi. Engu að síður og þrátt fyrir hvatningu víðs vegar að, hunsaði atvinnuveganefnd Alþingis allar óskir um að nefndin tæki málið aftur fyrir.
Hin nýsamþykktu lög heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér hvers konar samráð, þeim verður heimilað að sameinast án takmarkana og þær hafa frjálsar hendur um verðlagningu afurða, til bænda og til verslunarinnar og þar með hafa veruleg áhrif á verð til neytenda. Til að bæta gráu ofan á svart taka allar þessar heimildir til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, en eins og margir vita er staða afurðastöðva mjög mismunandi eftir því hvaða búgreinum þær sinna. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að umræddar heimildir næðu eingöngu til afurðastöðva sem væru í meirihlutaeigu bænda. Hefur enda verið litið svo á að á bændur halli í ýmsu tilliti í samningaviðræðum við sína viðsemjendur, þ. á m. afurðastöðvar. Afl bænda sé takmarkað, þeir séu nokkuð sundraðir og standi því höllum fæti. Lögin veita á hinn bóginn afurðastöðvunum þær heimildir og það afl sem upphaflega stóð til að fá bændum.Í umsögn Samkeppniseftirlitsins um málið var bent með afgerandi hætti á þær afleiðingar sem samþykkt frumvarpsins mun a.ö.l. hafa þegar varnir sem samkeppnislög tryggja bændum og neytendum eru felldar niður. Á varnaðarorðin var ekki hlustað því niðurstaðan varð sú að með nýju lögunum voru veittar undanþágur frá samkeppnislögum sem eru ekki aðeins mun umfangsmeiri en þekkist nokkurs staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við heldur einnig víðtækari en þekkist í mjólkuriðnaði.
Undirritaður hefur í um nær fjörutíu ára skeið unnið að hagsmungæslu fyrir íslenskt atvinnulíf og man fá ef nokkur dæmi þess að pólitísku valdi hafi verið beitt jafn grímulaust í þágu þröngra sérhagsmuna og í þessu máli. Eftir sitja bændur, neytendur og ekki síst íslensk verslun í vonlausri samningsstöðu gagnvart fyrirtækjum sem komin eru í einokunarstöðu. Afleiðingar slíkrar stöðu ættu allir að þekkja, ekki síst þeir sem aðhyllast frjálslyndar skoðanir í stjórnmálum.
Höfundur: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu
Grímulaus sérhagsmunagæsla – Vísir (visir.is)
19/02/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Lilja Dögg Alfreðsdottir, menningar-og viðskiptaráðherra skrifar grein í Morgunblaðið 17.febrúar s.l. um frumvarp um innlenda greiðslumiðlun sem ætti að spara íslenskt atvinnulíf 20 milljarða á ári m.v. notkun greiðslumiðla 2021.
Sjá skjáskot að grein Morgunblaðsins hér fyrir neðan:
