Umsögn SVÞ o.fl. um frumvarp um innheimtu opinberra skatta og gjalda

Umsögn SVÞ o.fl. um frumvarp um innheimtu opinberra skatta og gjalda

Umsögn SVÞ og annarra samtaka innan Samtaka atvinnulífsins voru gerð nokkuð góð skil í umfjöllun Viðskiptablaðsins þann 28. nóvember sl. Gagnrýna samtökin harðlega inheimtukafla tekjuskattslaganna og lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda sem fellur inn í hin nýju lög. Harðlega er settt út á þá grein frumvarpsins sem fjallar um endurgreiðslu opinbers fjár og klýkur greininni með tilvitnun í umsögnina með orðunum: „Niðurstaðan á að verða sú að ríkið nýtur fullra bóta vegna vangreiðslu skatta og gjalda í formi dráttarvaxta frá gjalddaga en gjaldendur ekki. Það er hreint út sagt afkáraleg niðurstaða.“

Umfjöllunina í heild sinni má lesa á vef Viðskiptablaðsins hér: https://www.vb.is/frettir/rikid-akvedi-timamark-vaxta-sjalft/158647/

Lyfja­verð lækkað um helm­ing frá alda­mót­um

Lyfja­verð lækkað um helm­ing frá alda­mót­um

Í umfjöllun á mbl.is fimmtudaginn 21. nóvember sl. kemur fram að lyfjaverð á Íslandi hefur lækkað um helming frá aldamótum. Fréttir af samanburði Medicine Price Index á lyfjaverði í 50 löndum sýndu að Ísland er meðal þeirra landa þar sem lyfjaverð er hæst. Í umfjölluninni er rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, en í máli hans kemur fram að ýmislegt hafi áhrif til hækkunar lyfjaverðs hérlendis, ekki síst smæð markaðarins og mikilvægt sé að skoða hlutina í samhengi.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér.

Jólaverslun færist framar

Jólaverslun færist framar

Rætt er við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, á mbl.is nýverið þar sem haft er eftir honum að jólaverslun hafi færst sífellt framar síðustu ár.

„Það er já­kvætt að dreifa álag­inu, það er eng­in að kvarta yfir því, en það eru þess­ir stóru dag­ar sem spila stærstu rull­una,“ segir hann m.a.

Umfjöllunina í heild sinni má sjá á vef mbl.is hér.

Ljómandi gott hljóð í kaupmönnum í upphafi jólaverslunar

Ljómandi gott hljóð í kaupmönnum í upphafi jólaverslunar

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ sagði hljóðið í kaupmönnum ljómandi gott þegar hann var spurður í fréttum RÚV í gærkvöldi. Hann sagði enga ástæðu til svartsýni í röðum kaupmanna. Aðspurður um helstu þætti sem hefðu áhrif á jólaverslun sagði Andrés „eins og staðan er hjá okkur í dag þá er nýbúið að gera kjarasamninga sem færir fólki aukinn kaupmátt, það er stöðugleiki framundan í þjóðfélaginu. Allar ytri ástæður eru þannig að það eru engar ástæður til að ætla annað en að jólaverslun fyrir þessi jól verði mjög öflug.“ Andrés segir verulega breytingu að verða á neyslumynstri og hegðun neytenda, bæði séu stórir alþjóðlegir verslunardagar afgerandi í verslun, Black Friday, Cyber Monday og fleiri dagar auk þess sem sífellt stærri hluti verslunar sé að færast á netið.

Fréttina má sjá hér – smellið á 00:07:44 – Jólavertíðin, undir myndbandinu til að fara á réttan stað.

Tollastríð USA og ESB getur haft áhrif hér

Tollastríð USA og ESB getur haft áhrif hér

Í fréttum RÚV 30. október sl. var rætt við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, um möguleg óbein áhrif tollastríðs milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins á íslenskan markaði.

„Tollastríð hafa í eðli sínu slævandi áhrif á öll viðskipti í heiminum, og þ.a.l. mun það, með einhverjum hætti hitta okkur fyrir, fyrr eða síðar,“ segir Andrés. Hann segir atvinnulífið hafa áhyggjur af málinu þar sem fáar þjóðir eru háðari alþjóðlegum viðskiptum en Íslendingar. „Svona tollastríð hafa neikvæð áhrif á viðskipt, neikvæð áhrif á efnahag ríkja og þar með efnahag almennings og ef við bara horfum á þetta út frá því hvað ferðaþjónusta er orðin afgerandi þáttur í þjóðarbúskap okkar þá getur þetta, ef þetta fer á versta veg, haft slævandi áhrif bara beinlínis á hana. Það er mjög alvarlegur hlutur.“

Fréttina má sjá á RÚV hér – smellið á 00:17:16 – Tollastríð Bandaríkjanna og ESB.