19/09/2023 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Í fjölmiðlum
Morgunblaðið birtir í dag, 19.september 2023, viðtal við Maríu Jónu Magnússdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) þar sem m.a. kemur fram að neytendur flykkjast nú í bílaumboðin til að tryggja sér rafbíl áður en þeir hækka um áramótin þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá og hver bíll hækkar um 1.320.000 kr.
Í viðtalinu gagnrýnir María stjórnvöld fyrir að hafa ekki enn sýnt á spilin um mögulegar ívilnunaraðgerðir til mótvægis við álagningu skattsins.
„Við vitum ekki hvaða leið stjórnvöld ætla að fara,“ segir María Jóna Magnúsdóttir. Á meðan er ekki hægt að verðleggja rafbíla sem selja á í upphafi 2024 og eru jafnvel á leiðinni til landsins.
Smellið hér fyrir viðtalið inná Mbl.
16/09/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Morgunblaðið birtir í dag, 16.september 2023 grein um hlutfall matar og drykkjar af einkaneysluútgjöldum heimilanna samkvæmt tölum frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins.
Þar segir m.a. að Ísland er þar með þrettánda lægsta landið í Evrópu þegar kemur að þessum lífsnauðsynjum þegar horft er á þennan mælikvarða. Lægst er hlutfallið á Írlandi (8,3%), í Lúxemborg (9,9%) og í Sviss (10,3%). Ef horft er til nágrannaþjóða Íslands þá er hlutfallið í Danmörku 11,8%, í Finnlandi 12,2%, 12,4% í Noregi og 12,6% í Svíþjóð. Langhæsta hlutfall einkaneyslu sem fer í mat og drykk er í Albaníu, eða 42,4%, og þar á eftir fylgja löndin á Balkanskaga með ríflega 30% hlutfall.
Þessar tölur taka til útgjalda í hverju landi, óháð þjóðerni þeirra sem útgjöldin bera, þannig að mismikill fjöldi ferðamanna í löndunum getur skekkt myndina, samkvæmt
upplýsingum Hagstofu Íslands.
Frá Morgunblaðinu 16.september 2023.
13/09/2023 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Í fjölmiðlum
Morgunblaðið birtir í dag viðtal við Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) í tengslum við frumvarp til fjárlaga næsta árs, en þar er kveðið á um innleiðingu nýs tekjuöflunarkerfis í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiða.
SMELLTU HÉR fyrir viðtal inná Mbl.is
11/08/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Í kvöldfréttum RÚV, 10.ágúst, benti Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ á að stjórnvöld þyrftu að gæta betur að hagsmunum Ísland í sjóflutningum vegna tilskipunar Evrópusambandsins fyrir kolefnisjöfnuð skipafélaga.
„Það sem er sérstætt við þetta er að maður hefði kannski ætlað að íslensk stjórnvöld væri sá sem sérstalega myndi gæta íslenskra hagsmuna í samskiptum við alþjóðastofnanir. Okkar tilfinning hefur verið sú að það væri gert en núna má segja að það hafi að vissu leyti komið á daginn að sú hagsmunagæsla hafi verið vanbúin. Hafi hafist seint og í raun og veru ekki verið nægjanlega rík“, segir Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Sjá nánari umfjöllun á RÚV.is
Sjá nánari umfjöllun á Mbl.is
Sjá viðtal á Bylgjunni ‘Mengunarskattur á skip mun rata í vasa neitenda’ 11.ágúst 2023
Sjá umfjöllun á MBL.is ‘Óvissa um loftlagstekjur’ 12. ágúst 2023
Sjá umfjöllun í Morgunblaðinu ‘Losunarheimildir 15 þúsund á mann’ 12. ágúst 2023
Sjá umfjöllun á Mbl.is ‘Hefði viljað fá undanþágu’ 14.ágúst 2023
18/07/2023 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Morgunblaðið birtir í dag grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu: Einokunarvígin falla hvert af öðru – líka í Svíþjóð.
Sjá slóð á greinina í Morgunblaðinu HÉR!
02/06/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
RÚV fjallaði í gær um fjölsótta ráðstefnu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og SFF – Samtök fjármálafyrirtækja undir heitinu ‘Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu’ sem var haldin á Grand Hótel Reykjavík í gær.
Í fréttinni er m.a. tekið viðtal við Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, Bengt Nilervall,sérfræðing í greiðslumiðlum hjá Svensk Handel (systursamtök SVÞ) og Sigríði Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóra.
SMELLTU HÉR til að horfa á alla fréttina sem hefst á 14:59 mínútu!