13/09/2023 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Í fjölmiðlum
Morgunblaðið birtir í dag viðtal við Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) í tengslum við frumvarp til fjárlaga næsta árs, en þar er kveðið á um innleiðingu nýs tekjuöflunarkerfis í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiða.
SMELLTU HÉR fyrir viðtal inná Mbl.is
11/08/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Í kvöldfréttum RÚV, 10.ágúst, benti Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ á að stjórnvöld þyrftu að gæta betur að hagsmunum Ísland í sjóflutningum vegna tilskipunar Evrópusambandsins fyrir kolefnisjöfnuð skipafélaga.
„Það sem er sérstætt við þetta er að maður hefði kannski ætlað að íslensk stjórnvöld væri sá sem sérstalega myndi gæta íslenskra hagsmuna í samskiptum við alþjóðastofnanir. Okkar tilfinning hefur verið sú að það væri gert en núna má segja að það hafi að vissu leyti komið á daginn að sú hagsmunagæsla hafi verið vanbúin. Hafi hafist seint og í raun og veru ekki verið nægjanlega rík“, segir Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Sjá nánari umfjöllun á RÚV.is
Sjá nánari umfjöllun á Mbl.is
Sjá viðtal á Bylgjunni ‘Mengunarskattur á skip mun rata í vasa neitenda’ 11.ágúst 2023
Sjá umfjöllun á MBL.is ‘Óvissa um loftlagstekjur’ 12. ágúst 2023
Sjá umfjöllun í Morgunblaðinu ‘Losunarheimildir 15 þúsund á mann’ 12. ágúst 2023
Sjá umfjöllun á Mbl.is ‘Hefði viljað fá undanþágu’ 14.ágúst 2023
18/07/2023 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Morgunblaðið birtir í dag grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu: Einokunarvígin falla hvert af öðru – líka í Svíþjóð.
Sjá slóð á greinina í Morgunblaðinu HÉR!
02/06/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
RÚV fjallaði í gær um fjölsótta ráðstefnu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og SFF – Samtök fjármálafyrirtækja undir heitinu ‘Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu’ sem var haldin á Grand Hótel Reykjavík í gær.
Í fréttinni er m.a. tekið viðtal við Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, Bengt Nilervall,sérfræðing í greiðslumiðlum hjá Svensk Handel (systursamtök SVÞ) og Sigríði Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóra.
SMELLTU HÉR til að horfa á alla fréttina sem hefst á 14:59 mínútu!
19/05/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var í morgunútvarpi RÚV 2 í morgun þar sem staða á leigumarkaði var til umræðu en opinber gögn sýna að staðan er ekki eins slæm og umræðan er í þjóðfélaginu.
SMELLIÐ HÉR til að hlusta á viðtalið.
SMELLIÐ HÉR fyrir grein inná Visir.is ‘Rýnt í leiguverð‘
11/05/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali í Morgunblaðinu í dag að umræða um styttingu opnunartíma verslana komi reglulega upp í samfélaginu, en að hún virðist sífellt meira áberandi.
Hann segir marga þætti spila inn í aukna umræðu um málefnið og nefnir sem dæmi launakostnað, breytt viðskiptamynstur og breytta neysluhegðun. Þegar allt þetta komi saman sé þörfin fyrir langa opnunartíma minni.
Þá ítrekar Andrés að hins vegar að samtökin sjálf taki ekki afstöðu eða leggi neinar línur varðandi málefnið vegna samkeppnislaga, og sé það undir hverju og einu fyrirtæki að ákvarða eigin opnunartíma.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ