Skýr­leiki vantar í rekstr­ar­um­hverfi bíl­greina á næsta ári

Skýr­leiki vantar í rekstr­ar­um­hverfi bíl­greina á næsta ári

Morgunblaðið birtir í dag viðtal við Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) í tengslum við frumvarp til fjárlaga næsta árs, en þar er kveðið á um innleiðingu nýs tekjuöflunarkerfis í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiða.

SMELLTU HÉR fyrir viðtal inná Mbl.is

Gæta þarf betur að hagsmunum Íslands í sjóflutningum

Gæta þarf betur að hagsmunum Íslands í sjóflutningum

Í kvöldfréttum RÚV, 10.ágúst, benti Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ á að stjórnvöld þyrftu að gæta betur að hagsmunum Ísland í sjóflutningum vegna tilskipunar Evrópusambandsins fyrir kolefnisjöfnuð skipafélaga.

„Það sem er sérstætt við þetta er að maður hefði kannski ætlað að íslensk stjórnvöld væri sá sem sérstalega myndi gæta íslenskra hagsmuna í samskiptum við alþjóðastofnanir. Okkar tilfinning hefur verið sú að það væri gert en núna má segja að það hafi að vissu leyti komið á daginn að sú hagsmunagæsla hafi verið vanbúin. Hafi hafist seint og í raun og veru ekki verið nægjanlega rík“, segir Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.

Sjá nánari umfjöllun á RÚV.is
Sjá nánari umfjöllun á Mbl.is

Sjá viðtal á Bylgjunni ‘Mengunarskattur á skip mun rata í vasa neitenda’ 11.ágúst 2023
Sjá umfjöllun á MBL.is ‘Óvissa um loftlagstekjur’ 12. ágúst 2023
Sjá umfjöllun í Morgunblaðinu ‘Losunarheimildir 15 þúsund á mann’ 12. ágúst 2023

Sjá umfjöllun á Mbl.is ‘Hefði viljað fá undanþágu’ 14.ágúst 2023

Opinber notkun reiðufjár á Íslandi er undir 2%

Opinber notkun reiðufjár á Íslandi er undir 2%

RÚV fjallaði í gær um fjölsótta ráðstefnu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og SFF – Samtök fjármálafyrirtækja undir heitinu ‘Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu’ sem var haldin á Grand Hótel Reykjavík í gær. 

Í fréttinni er m.a. tekið viðtal við Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, Bengt Nilervall,sérfræðing í greiðslumiðlum hjá Svensk Handel (systursamtök SVÞ) og Sigríði Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóra.

SMELLTU HÉR til að horfa á alla fréttina sem hefst á 14:59 mínútu!

Umræða um styttingu opnunartíma verslana orðin háværari.

Umræða um styttingu opnunartíma verslana orðin háværari.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali í Morgunblaðinu í dag að umræða um stytt­ingu opn­un­ar­tíma versl­ana komi reglu­lega upp í sam­fé­lag­inu, en að hún virðist sí­fellt meira áber­andi.

Hann seg­ir marga þætti spila inn í aukna umræðu um mál­efnið og nefn­ir sem dæmi launa­kostnað, breytt viðskipta­mynst­ur og breytta neyslu­hegðun. Þegar allt þetta komi sam­an sé þörf­in fyr­ir langa opn­un­ar­tíma minni.

Þá ítrekar Andrés að hins veg­ar að sam­tök­in sjálf taki ekki af­stöðu eða leggi nein­ar lín­ur varðandi mál­efnið vegna sam­keppn­islaga, og sé það und­ir hverju og einu fyr­ir­tæki að ákv­arða eig­in opn­un­ar­tíma.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ