Erum fjær loftlagsmarkmiðum en við vorum 2005

Erum fjær loftlagsmarkmiðum en við vorum 2005

Tekjuöflun stjórnvalda af bílum vinnur beinlínis gegn markmiðum sömu stjórnvalda um orkuskiptin og samdrátt í losun koltvísýrings segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, og stjórnarmaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu í nýjasta hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.   

Egill segir meðal annars;

„Það er svo áhugavert að stefnumótun stjórnvalda er skýr. Þau eru með lögbundin markmið um að draga úr losun í samgöngum. Þetta er alþjóðleg skuldbinding og Guðlaugur Þór var að borga 350 milljónir í losunarheimildir vegna þess að við uppfylltum ekki skilyrðin. Ofan á þetta bætist markmið um 55 prósent lækkun losunar frá 2005 í stjórnarsáttmála og í samvinnu við Evrópusambandið og Noreg.

Stefnumótunin er skýr en framkvæmdin er eitthvað skrítin. Það er þessi barátta milli tekjuöflunar ríkissjóðs og orkuskipta. Tekjuöflunin vinnur þvert gegn markmiðum orkuskiptanna,“ segir Egill.

„Þetta er sama ríkisstjórnin og þetta er alveg óskiljanlegt. Skilaboðin til bílgreinarinnar og kaupenda eru mjög misvísandi og fólk verður óneitanlega tvístígandi. Nú er að falla niður ívilnun upp á 1.320 þúsund um áramótin en á móti kemur kílómetragjaldið. Fólk veit ekki alveg hvað það á að gera. Það situr við eldhúsborðið og reynir að setja þetta upp í excel en það er ekki hægt að setja upp í excel þegar það vantar allar forsendur.

Við erum með stóráætlunina sem er að 2030 stefna stjórnvöld á að minnka losun koltvísýrings um 55 prósent miðað við árið 2005. Við vorum að losa 3,1 milljón tonna árið 2005 fyrir Ísland í heild, það sem er á beinni ábyrgð Íslands. Þá er ég ekki að tala um flugið og álverin sem eru í sérkerfi. Þetta eru þrjú kerfi og við erum með landnotkunina í þriðja kerfinu.“

Egill segir að á síðasta ári hafi bílar verið með 33 prósent af losuninni en stærsti hlutinn af losuninni er einmitt frá vegasamgöngum Þar af leiðandi liggi mestu tækifærin þar. Þarna sé líka auðveldast að sækja tækifærin vegna þess að tæknin er komin og síðan er búið að vera ívilnanakerfi til að hjálpa. Miklu fleiri aðgerðir þurfi samt..

„Ég fór fyrir vinnuhóp hjá Samtökum atvinnulífsins sem var að vinna með umhverfis- og loftslagsráðherra í því sem kallað er Loftslagsvegvísar atvinnulífsins. Hver atvinnugrein var tekin fyrir og við vorum að vinna með vegasamgöngur.

Við skiluðum af okkur í júlí til umhverfisráðherra 82 blaðsíðna skýrslu þar sem við greindum vegasamgöngur alveg í döðlur; hvað þær eru að losa, hvað það er mikið af bílum í landinu, hvað keyra þeir mikið, hvað brenna þeir miklu af eldsneyti, hvað nota þeir mikla raforku núna og hvað árið 2030, og fórum í gegnum þetta allt.

Ef við heimfærum stóra markmiðið á vegasamgöngur þá er þetta 55 prósent. Við losuðum 775 þúsund tonn árið 2005. Árið 2022 losuðum við 860 þúsund tonn þannig að þetta var upp einhver 11-12 prósent. Svo reiknuðum við okkur niður með tvær sviðsmyndir til ársins 2030. Þá þurfum við að vera niður um 55 prósent, eða niður í 350 þúsund tonn.

Í sviðsmynd eitt, sem við teljum vera raunhæfari sviðsmyndina, verður losunin 2030 12-15 prósentum meiri en árið 2005 en ekki 55 prósent minni.“

SMELLTU HÉR fyrir nánari upplýsingar og hlusta á þáttinn.

Mynd frá DV.is

SVÞ og Bílgreinasambandið gagnrýna harðlega stefnu stjórnvalda við skattlagningu á rafbíla og önnur vistvæn ökutæki

SVÞ og Bílgreinasambandið gagnrýna harðlega stefnu stjórnvalda við skattlagningu á rafbíla og önnur vistvæn ökutæki

TÚRISTI.is fjallar í dag um harða gagnrýni SVÞ og Bílgreinasambandsins [BGS] á stefnu stjórnvalda við skattlagningu á rafbílum og öðrum vistvænum ökutækjum.

Þar segir m.a.;

  • Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt hvernig þau ætla að ná markmiðum um græna framtíð og orkuskipti, þrátt fyrir að hafa kynnt stefnur.
  • Ákvarðanir um aukna gjaldtöku á vistvænum bílum, s.s. rafbílum, samræmast ekki yfirlýstu stefnunni og hafa haft hamlandi áhrif.
  • Vitnað er í Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar,sem leggur áherslu á óvissu og skort á fyrirsjáanleika í áætlunum um kílómetragjald á rafbíla.
  • Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Bílgreinasambandið (BGS) styðja við innheimtu kílómetragjalds af hreinorku- og tengiltvinnbílum, en eru óánægð með útfærslu og álagningar.  SVÞ og BGS telja samkvæmt þessu að 6 króna gjald á hvern ekinn kílómetra, eins og stefnt er að því að leggja á eigendur rafbíla frá áramótum, sé of hátt.
  • Fráhvarf frá orkuskiptastefnunni hefur skapað óvissu fyrir neytendur og fyrirtæki sem fjárfesta í umhverfisvænari ökutækjum.

Samtökin segja fyrirvara við innleiðingu nýs kerfis alltof stuttan og í andstöðu við stöðugt ákall um fyrirsjáanleika.
Niðurstaðan er þessi:

„Aðgerðir stjórnvalda eru því í andstöðu við hröðun orkuskipta sem veldur ringulreið og óvissu meðal neytenda og hinna fjölmörgu aðila sem starfa á markaðnum við að gera orkuskiptin möguleg hvort sem er við innflutning og sölu hreinorkuökutækja, rekstur almenningssamgangna, sölu og uppsetningu búnaðar fyrir innviði, framleiðslu og dreifingu á orku og svo mætti lengi telja.“

Spurningin er: „Erum við að reyna að vera græn eða bara að fylla ríkissjóð?“

SJÁ FRÉTT INNÁ TURISTI.IS

Ný­skráðir raf-fólks­bíl­ar það sem af er ári eru  40% af heild­ar­sölu fólks­bíla.

Ný­skráðir raf-fólks­bíl­ar það sem af er ári eru 40% af heild­ar­sölu fólks­bíla.

Morgunblaðið birtir í dag, 19.september 2023, viðtal við Maríu Jónu Magnússdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) þar sem m.a. kemur fram að neyt­end­ur flykkj­ast nú í bílaum­boðin til að tryggja sér raf­bíl áður en þeir hækka um ára­mót­in þegar virðis­auka­skatt­ur verður lagður á þá og hver bíll hækk­ar um 1.320.000 kr.

Í viðtalinu gagn­rýn­ir María stjórn­völd fyr­ir að hafa ekki enn sýnt á spil­in um mögu­leg­ar íviln­un­araðgerðir til mót­væg­is við álagn­ingu skatts­ins.

„Við vit­um ekki hvaða leið stjórn­völd ætla að fara,“ seg­ir María Jóna Magnús­dótt­ir. Á meðan er ekki hægt að verðleggja raf­bíla sem selja á í upp­hafi 2024 og eru jafn­vel á leiðinni til lands­ins.

Smellið hér fyrir viðtalið inná Mbl.

Morgunblaðið 19.09.2023 rafbílar rjúka út

Skýr­leiki vantar í rekstr­ar­um­hverfi bíl­greina á næsta ári

Skýr­leiki vantar í rekstr­ar­um­hverfi bíl­greina á næsta ári

Morgunblaðið birtir í dag viðtal við Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) í tengslum við frumvarp til fjárlaga næsta árs, en þar er kveðið á um innleiðingu nýs tekjuöflunarkerfis í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiða.

SMELLTU HÉR fyrir viðtal inná Mbl.is

Tímamót í vörubílaframboði með Volvo rafmagnsvörubílum

Tímamót í vörubílaframboði með Volvo rafmagnsvörubílum

Það voru stór tímamót hjá Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, s.l. föstudag og tímamót á Íslandi þegar fyrstu 14 rafmagnsvörubílarnir og þeir fyrstu á Íslandi voru formlega til sýnis. Á sérstökum viðburði sem haldinn var í húsakynnum Velti var boðið verður upp á reynsluakstur, en bílarnir eru allir frá alþjóðlega vörubílaframleiðandanum Volvo Trucks.

Volvo Trucks hefur verið að framleiða rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur um árabil og eru þúsundir þannig rafknúinna bíla á götum víða um heim. Og nú hefur framleiðandinn hafið fjöldaframleiðslu sem eykur gæðin enn frekar og lækkar framleiðslukostnað.

Sjá hér nánari frétt á vefsíðu Brimborgar.

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Ráðherrar og þingmenn á fundi bílgreinarinnar um orkuskiptalausnir í vegasamgöngum.

Það var margt um manninn á vinnustaða- og bílgreinaheimsókn í Velti, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar, í gær.  Tilefnið var að fræðast um orkuskiptalausnir í bílgreininni og leiðir í vegasamgöngum til að takast á við markmið Íslands um samdrátt í koltvísýringslosun.

Á fundinum voru hæstvirtir ráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birgir Ármannsson, þingmaður og forseti Alþingis og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og 4. varaforseti Alþingis. Á móti þeim tóku fulltrúar Bílgreinasambandsins, SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu og bílaumboðanna BL, Öskju, Brimborgar, Suzuki, Vatt og Ísband.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, setti fundinn og framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, María Jóna Magnúsdóttir, flutti erindi um árangursríka rafvæðingu fólksbíla á Íslandi sem m.a. má þakka skilvirkum ívilnunum, frumkvæðis og framsýni bílgreinarinnar auk þess sem hún sýndi fram á í erindi sínu mikilvægi þess að styðja áfram við rafbílavæðinguna.

Þá flutti flutti forstjóri Brimborgar, Egill Jóhannsson, erindi sem fjallaði um orkuskiptaverkefni Brimborgar í þungaflutningum. Brimborg hefur í samvinnu við Volvo Truck náð samningum við 11 fyrirtæki, leiðtoga í orkuskiptum á Íslandi, um kaup á 23 rafknúnum þungaflutningabílum allt að 44 tonn. Um er að ræða eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands í vegasamgöngum en verkefnið verður ítarlega kynnt síðar í þessari viku.

Sjá nánari frétt inná BRIMBORG.is

Mynd: frá Brimborg.is