Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Grunnskólans NÚ kjörinn formaður SSSK

Nýkjörin stjórn, frá vinstri: Þórdís Jóna Sigurðardóttir varaformaður, Jón Örn Valsson, Ída Jensdóttir, Kristján Ómar Björnsson formaður, Guðmundur Pétursson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Sigríður Stephensen og María Sighvatsdóttir.

Á aðalfundi SSSK sem haldinn var þriðjudaginn 25. apríl síðast liðinn í Kviku, Húsi atvinnulífsins var Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri Grunnskólans NÚ kjörinn formaður SSSK og Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar var kjörin varaformaður.

Meðstjórnendur voru kjörnir: Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri Skóla ehf., Ída Jensdóttir skólastjóri leikskólans Sjálands og María Sighvatsdóttir, leikskólastjóri Vinagarði.
Varamenn vor kjörnir: Ingibjörg Jóhannesdóttir, skólastjóri Landakotsskóla, Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri LFA ehf. og Sigríður Stephensen, leikskólafulltrúi og leikskólastjóri hjá Félagsstofnun stúdenta.

Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssonar.

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ stýrði fundi.

Fyrir hefðbundin aðalfundarstörf ávarpaði Andrea Róbertsdóttir mannauðsstjóri og ráðgjafi aðalfundargesti.

Frá ráðstefnu SSSK – SKÖPUM FRAMTÍÐINA – Nýjasta tækni og vísindi

Það ríkti mikil gleði og kátína á glæsilegri ráðstefnu SSSK 3. mars sl. í Hörpunni. Yfirskrift ráðstefnunnar sem haldin var í fullum sal Norðurljósa var „SKÖPUM FRAMTÍÐINA – Nýjasta tækni og vísindi“

Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður samtakanna ávarpaði ráðstefnugesti og og nefndi mikilvægi þess að við höfum ólíka og fjölbreytta valkosti í skólastarfi.

Að loknu ávarpi formanns steig í pontu forsetafrú Íslands Eliza Reid, sem heillaði ráðstefnugesti með alúðlegri framkomu og persónutöfrum.

Fyrirlestra fluttu Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri NÚ með fyrirlestur undir yfirskriftinni „Stofnaðu skóla! Áhugasviðstengdir grunnskólar. Er það framtíðin?, Ingvi Hrannar Ómarsson, verkefnastjóri í nýsköpun, skóla- og tækniþróun í grunnskólum í Skagafirði með fyrirlestur undir yfirskriftinni „Framtíðin þeirra“, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og eigandi Köru Connect og Tröppu ehf.  var með fyrirlestur undir yfirskriftinni „Netfæddir nemendur“. Síðust tók til máls Anna Steinsen stofnandi og eigandi KVAN og jógakennari með erindi sem var með yfirskriftina „Lykill að hamingju barna er að þjálfa samskipti og styrkleika“

Miklar og góðar undirtektir voru við erindum allra fyrirlesara. Milli atriða voru ráðstefnugestir þjálfaðir í keðjusöng og tilheyrandi klappi og hreyfingu undir leiðsögn Nönnu Hlífar Ingvadótturfrá Landakotsskóla. Skemmtu allir sér mjög vel í þessu atriði sem var óvænt og skemmtilegt.

Ráðstefnan fór fram undir styrkri stjórn Ingibjargar Jóhannsdóttur skólastjóra Landakotsskóla.

Að lokinni ráðstefnu var boðið upp á léttar veitingar í Björtuloftum.

Myndir frá ráðstefnu.

Samskipti og starfsgleði: Hlakkar þú til að mæta í vinnuna?

Þriðjudaginn 24. janúar sl. bauð SSSK upp á  námskeið fyrir skólastjórnendur um ánægju og vellíðan á vinnustað. Á námskeiðinu var farið yfir grundvallaratriði varðandi starfsánægju og samskipti, samskiptafærni, fjallað um viðhorf til verkefna, og vinnustaðar. Sérstaklega var unnið með hrós og endurgjöf og fleiri leiðir til að hlúa að góðu andrúmslofti / vinnustaðamenningu.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar sá um námskeiðið og var með framsögu.

Námskeiðið var mjög vel sótt og almenn ánægja með námsefnið og fyrirlesarann.

Nánari upplýsingar um Sigríði Huldu

Innra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið útbúa leiðbeiningar um innra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum og sent til allra leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Leiðbeiningarnar:
Innra mat leikskóla
Innra mat grunnskóla
Innra mat framhaldsskóla

Til þess að leiðbeiningarnar nýtist skólum sem best við gerð innra mats fer ráðuneytið þess á leit við þá skóla sem nota leiðbeiningarnar í vetur að þeir sendi athugasemdir og tillögur um breytingar á innihaldi og texta leiðbeininganna á netfangið postur@mrn.is fyrir 10. júní 2017. Allar tillögur eru vel þegnar.

 

Áslaug Hulda Jónsdóttir endurkjörin formaður SSSK

Á aðalfundi SSSK sem haldinn var miðvikudaginn 27. apríl síðast liðinn í Kviku, Húsi atvinnulífsins var Áslaug Hulda Jónsdóttir endurkjörin formaður SSSK og Ólöf Kristín Sívertssen fagstjóri Skóla ehf. var endurkjörin varaformaður.
Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir: Ída Jensdóttir skólastjóri leikskólans Sjálands,  Hulda Snæberg Hauksdóttir, leikskólastjóri Barnaheimilinu Ós og María Sighvatsdóttir, leikskólastjóri Vinagarði.

Endurkjörnir voru sem varamenn: Ingibjörg Jóhannesdóttir, skólastjóri Landakotsskóla, Jón Örn Valsson, framkvæmdastjóri LFA ehf. og Snorri Traustason, skólastjóri Waldorfskólanna Sólstafir Höfn.

Skoðunarmenn voru kjörnir:  Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssonar.

Margrét Theodórsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla stýrði fundi.

Að loknum aðalfundarstörfum létti Edda Björgvinsdóttir fundarmönnum lundina með skemmtilegum og fróðlegum fyrirlestri.

Nýkjörin stjórn, á myndina vantar Snorra Traustason.

IMG_1350