Notkun á gervigreind hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja

Notkun á gervigreind hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja

Samantekt

Neytendur eru í vaxandi mæli að tileinka sér stafrænan lífstíl.  Val neytenda á vörum getur að miklu leyti ákvarðast af upplýsingum og samskiptum á veraldarvefnum. Í þessu samhengi verður sífellt mikilvægara fyrir netverslanir að fylgjast með og kortleggja ferðalag viðskiptavinarins — fyrir, á meðan og eftir kaupin — til að fylgjast með neysluhegðun hans. Í eftirfarandi greiningu verður fjallað um alþjóðlega þróun netverslunar á Norðurlöndum, utan Íslands . Stafræn tækniþróun felur í sér að kaup á vörum á netinu erlendis frá fer vaxandi sem hluti af alþjóðlegri smásölu. Á árinu 2017 hafði þriðjungur kaupenda á Norðurlöndum keypt vörur erlendis frá í gegnum netið.

 

Skýrsluna má nálgast hér.

Tafir á innleiðingu persónuverndarlöggjafar

Tafir á innleiðingu persónuverndarlöggjafar

Í sameiginlegri umsögn SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samorku, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Viðskiptaráðs Íslands voru gerðar alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra persónuverndarlaga.

Fulltrúar samtakanna fylgdu umsögninni eftir með fundi með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra og embættismönnum. Á þeim fundi kom fram vilji til að koma til móts við einhverjar athugasemdir samtakanna, en hvergi nærri allar.

Þá er mjög líklegt að innleiðingu á löggjöfinni verði ekki lokið fyrir 25. maí nk., þegar hún tekur gildi í Evrópusambandinu.

Samtökin hafa varað við því að hætta gæti verið á því að einhver erlend fyrirtæki væru tregari til að ganga til samninga við íslensk fyrirtæki þar sem reynir á vernd persónuupplýsinga. Til þess að koma í veg fyrir það gæti þurft að útskýra fyrir þeim að persónuupplýsingar séu nægjanlega verndaðar hér þótt reglugerð Evrópusambandsins hafi ekki enn verið innleidd.

Samtökin lögðu áherslu á það á fundinum að ráðuneytið myndi setja upplýsingar um stöðu innleiðingarinnar á íslensku og ensku á vef sinn fyrir íslensk fyrirtæki og viðsemjendur þeirra.

Sjá nánar:
Innflutt byggingarefni heldur aftur af hækkun byggingarvísitölunnar

Innflutt byggingarefni heldur aftur af hækkun byggingarvísitölunnar

Samantekt

Þróun vísitölu byggingarkostnaðar og undirvísitalna frá því í janúar 2017 þar til janúar 2018 sýnir að byggingarvísitalan hefur hækkað um 4,8%. Undirvísitalan „Innlent efni“ hækkaði mest á tímabilinu eða um 7,5% en á hinn bóginn lækkaði „Innflutt efni“ um 1,2%. Sé litið á verðþróun á mat- og drykkjavörum má sjá að síðastliðna tólf mánuði hefur verð á drykkjavörum lækkað um 2,3% á meðan verð á matvöru hefur hækkað um 0,13%.  Síðastliðna 12 mánuði hefur meðalverð á Brent Norðursjávarolíu hækkað um 25,7% en meðalverð á henni var í janúar síðastliðnum um 69 Bandaríkjadollarar á fatið og hefur ekki verið hærra síðan í nóvember 2014. Olíuverð hefur þó lækkað á síðustu dögum. Þegar þetta er skrifað kostar fatið af Brent olíu um það bil 65 dali. Þá hefur verð á heilbrigðisþjónustu hækkað um 3,8%.
Hér má nálgast janúar greiningu VNV.
Gröf með greiningunni

Rannsókn á viðhorfi til íslenskrar verslunar

Rannsóknarfyrirtækið Zenter framkvæmdi nýlega rannsókn á viðhorfi Íslendinga til íslenskrar verslunar. Hér á eftir fylgja lýsing á aðferðarfræði rannsóknarinnar, þær spurningar sem lagðar voru fyrir þátttakendur, ásamt helstu niðurstöðum.

Lýsing á rannsókn
Framkvæmdaraðili: Zenter rannsóknir
Framkvæmdatími 4. til 18. desember 2017.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Zenter rannsókna, einstaklingar 18 ára og eldri.
Svarfjöldi: 1038 einstaklingar.
Svarhlutfall: 57%

Þátttakendur voru spurðir eftirfarandi spurninga:
„Hversu mikla eða litla þekkingu hefur þú á verslun á Íslandi?“
„Þegar á heildina er litið, hversu jákvæð eða neikvæð er upplifun þín af verslun á Íslandi?“
„Hversu mikið eða lítið traust berð þú til verslunar á Íslandi?“
„Hver af eftirfarandi fullyrðingum endurspeglar best viðhorf þitt til verslunar á Íslandi?“

Niðurstöður rannsóknar um ímynd verslunar á Íslandi
Nýlega framkvæmdi Zenter rannsóknir könnun fyrir Samtök verslunar og þjónustu á ímyndarþáttum er varða verslun á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum könnunar ber meirihluti Íslendinga mikið eða eitthvað traust til verslunar á Íslandi (67%). Niðurstöður sýna einnig að mikill meirihluti Íslendinga telur sig hafa mikla eða einhverja þekkingu á verslun á Íslandi (88%). Þar að auki benda niðurstöður til að flestir hafa jákvæða (40%) eða hvorki jákvæða né neikvæða (38%) upplifun á verslun á Íslandi. Að lokum voru þátttakendur spurðir um viðhorf til verslunar á Íslandi og sögðust 17% tala vel um verslun á Íslandi, 44% voru hlutlausir og 30% tala um hana á gagnrýninn hátt. Um 9% svarenda höfðu ekki sterka skoðun á verslun á Íslandi eða tóku ekki afstöðu til spurningarinnar.

Hversu mikla eða litla þekkingu hefur þú á verslun á Íslandi?

Þekking

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar á heildina er litið, hversu jákvæð eða neikvæð er upplifun þín af verslun á Íslandi?Upplifun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hversu mikið eða lítið traust berð þú til verslunar á Íslandi?

Traust

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hver af eftirfarandi fullyrðingum endurspeglar best viðhorf þitt til verslunar á Íslandi?

Viðhorf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Könnunin á pdf sniði