13/03/2019 | Fréttir, Viðburðir
Það er óumdeilanlegt að menning fyrirtækja og hamingja á vinnustað fela í sér mikinn ávinning – en samt reynist það áskorun fyrir mörg fyrirtæki að þróa menningu sína og skapa hamingju á vinnustað til leysa úr læðingi þann ávinning sem henni fylgir.
Hvers vegna að setja fókus á menningu fyrirtækja og hamingju á vinnustað?
Hvað er hamingja á vinnustað?
Hvernig er hægt að vinna að því að skapa sveigjanleika, nýsköpun og hamingju á vinnustað?
Manino, Festa, VIRK og SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu sameina krafta sína í að fjalla um málefnið og við fáum reynslusögu úr atvinnulífinu um þróun hamingju á vinnustað.
Dagskrá:
Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdstjóri Festu: Á morgun verður í dag í gær – hamingja á tímum fjórðu inðbyltingarinnar
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK: Getum við öll verið VelVIRK?
Maríanna Magnúsdóttir, Manino: Bylting í stjórnun! – Hamingja@vinnustað
Pétur Hafsteinsson, fjármálastjóri Festi: Reynslusaga um þróun hamingja@vinnustað
Skráning hér:
01/03/2019 | Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
SVÞ stóð að morgunverðarráðstefnu þann 19. febrúar um ávinninginn af sjálfbærni og loftslagsmálum fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu.
Dr. Hafþór Ægir frá CIRCULAR Solutions flutti aðalerindi ráðstefnunnar þar sem fjallað var um helstu tækifæri og áskoranir fyrirtækja nú þegar aukin áhersla er á sjálfbærni frá öllum hagaðilum og víðsvegar í virðiskeðjum þeirra. Hann fór yfir sjálfbærnimengið út frá áhrifum á hina þrískiptu rekstrarafkomu (fólk, jörðina, og hagnað) og einnig út frá langtímaáhættustýringarsjónarmiðum.
Gréta María framkvæmdastjóri Krónunnar fjallaði um vegferð Krónunnar í umhverfismálum og hvaða áhrif það hefur haft. Gréta fjallaði jafnframt um hvaða tilgang fyrirtæki eins og Krónan gegna í þessum efnum. Í því samhengi var fjallað umhverfisvænni umbúðir og umhverfisvænni plast fyrir verslanir. Þá nefndi Gréta meðal annars að mikilvægt væri að meira samtal ætti sér stað milli framleiðenda og söluaðila til stuðla að aukinni sjálfbærni í ferlinu.
Ina Vikøren, yfirmaður sjálfbærnimála hjá H&M í Noregi og Íslandi fjallaði um sjálfbærnistefnu og markmið H&M. Þar á meðal hefur H&M einsett sér að fyrir árið 2030 muni öll textílefni vera úr endurunnum efnum eða efnum sem vottuð eru sem sjálfbær. Árið 2040 stefnir H&M svo á að vera 100% loftslagsjákvætt (e. climate positive) þ.e. að öll virðiskeðja H&M hafi jákvæð áhrif loftslagið.
Myndir frá viðburðinum má sjá hér á Facebook.
Glærurnar af fyrirlestrunum má sjá hér fyrir neðan:
Glærur Hafþórs
Glærur Grétu Maríu
Glærur Inu Vikøren
01/03/2019 | Fréttir, Viðburðir
Hinn 14. mars nk. klukkan 12.30 hefst aðalfundur SVÞ á Hilton Nordica.
Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir úrslitum í kjöri til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins og kjöri þriggja meðstjórnenda SVÞ fyrir kjörtímabilið 2019-2021.
Sjálfkjörið er í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins en kosning í stjórn SVÞ fer fram með rafrænum hætti. Hér má sjá kynningu á frambjóðendum.
Hinn 4. mars nk. fá félagsmenn sendan tölvupóst með kjörgögnum ásamt leiðbeiningum um það hvernig kosningin fer fram.
DAGSKRÁ AÐALFUNDAR
Boðið verður upp á hádegismat.
12.30 Setning fundar
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar samtakanna
- Lýst kosningu í stjórn
- Ákvörðun árgjalda
- Kosning löggilts endurskoðanda
- Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
- Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál
Vinsamlegast skráið ykkur hér:
01/03/2019 | Fréttir, Viðburðir
Aðalfundur SVÞ verður haldinn 14. mars nk. Í tilefni af honum verður blásið til ráðstefnu og verður aðalræðumaðurinn Greg Williams, aðalritstjóri WIRED Magazine.
Ætlar þú að vera með í að keyra framtíðina í gang eða sitja eftir?
Greg er virtur sérfræðingur þegar kemur að breytingum í tækni og viðskiptum og hvernig þær hafa áhrif á viðskiptalífið og samfélög okkar í heild. Í starfi sínu er Greg í samskiptum við frumkvöðla, hugsuði, vísindafólk, athafnafólk og skapandi fólk sem er að breyta heiminum og skrifar um fjölmörg málefni á borð við nýsköpun, tækni, viðskipti, sköpun og hugmyndir. Hann hefur einstakt lag á að setja flóknar hugmyndir fram á skemmtilegan og aðgengilegan hátt og undirbúa áheyrendur undir það sem koma skal.
Að auki munu halda erindi Margrét Sanders, fráfarandi formaður SVÞ, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru connect ehf.
Fundarstjóri verður Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og formaður stýrihóps um gerð nýsköpunarstefnu Íslands
Hvar: Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
Hvenær: Fimmtudaginn 14. mars kl. 14:00-16:00
SKRÁÐU ÞIG HÉR
25/02/2019 | Fréttir, Viðburðir
Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið efna til fundar um stöðuna í Brexit málum.
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu nálgast óðum og enn er mikil óvissa um það hvernig útgöngu þeirra verður háttað. Nást samningar fyrir 29. mars n.k. eða mun Bretland fara út án samnings? Hver verða áhrifin á viðskiptahagsmuni Íslands?
Reynt verður að varpa eins skýru ljósi og hægt er á þessi mál á fundinum.
Dagskrá:
- Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra;
- Sendiherra Bretlands á Íslandi, Michael Nevin, fjallar um málið frá sjónarhorni breskra stjórnvalda;
- Jóhanna Jónsdóttir, verkefnastjóri Brexitmála hjá utanríkisráðuneytinu, fjallar um helstu álitaefni sem uppi eru og þörf er að fá svör við.
Sérfræðingar stjórnsýslunnar í Brexit málum munu síðan sitja fyrir svörum í panel að framsöguerindum loknum.
>> Smelltu hér til að tryggja þér miða á tix.is
06/02/2019 | Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Þriðjudaginn 19. febrúar mun SVÞ halda morgunverðarráðstefnu um sjálfbærnimál, undir yfirskriftinni Hagnaðurinn af sjálfbærni – ekki bara samfélagsleg ábyrgð heldur einfaldlega góð viðskipti
Hvar: Grand Hótel Reykjavík
Hvenær: Þriðjudagur 19. febrúar kl. 8:30-10:00
Skráning: https://tix.is/is/event/7554/morgunver-arra-stefna-hagna-urinn-af-sjalfb-rni-/
Aðalerindi: Ávinningur af sjálfbærni? – tækifæri, hagnaður og hagkvæmni
– Dr. Hafþór Ægir frá Circular Solutions
Hver er ávinningurinn af sjálfbærni og loftslagsmálum fyrir reksturinn þinn?
70% af neytendum láta sjálfbærni stýra kauphegðun sinni.
79% fyrirtækja forgangsraða loftslagsbreytingum þegar horft er á Heimsmarkmið SÞ.
Hvaða tækifæri eru til staðar fyrir fyrirtæki til að mæta þessum áskorunum, skapa sér samkeppnisforskot, auka virði vörumerkisins, stýra áhættu í virðiskeðjum, birgjamati o.fl.?
Dr. Hafþór Ægir mun fara yfir helstu tækifæri og möguleika fyrirtækja til þessa að mæta þessum áskorunum, skapa sér samkeppnishæfni og skapa jákvæð áhrif á hina þrískiptu rekstrarafkomu (People, Planet, Profit). Einnig verður farið yfir helstu áhættur sem steðja að fyrirtækjum með alþjóðlegar virðiskeðjur.
Hafþór Ægir er með doktorspróf í verkfræði frá DTU í Danmörku og hefur margra ára reynslu af sjálfbærnimálum og sérhæfingu í sjálfbærni fyrirtækja.
Hafþór er einn af eigendum CIRCULAR Solutions, en fyrirtækið hefur unnið að sjálfbærniverkefnum með fjölda fyrirtækja, svo sem Marel, VÍS, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun.
CIRCULAR Solutions er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfbærni fyrirtækja og aðstoðar við að flýta ferlinu í átt að sjálfbærni með betri ákvarðanatöku og beri viðskiptagreind sem skapar virði fyrir fyrirtækið og samfélagið í heild. Að auki starfa hjá fyrirtækinu Bjarni Herrera, forstjóri, Dr. Reynir Smári Atlason, sérfræðingur m.a. í sjálfbærri vöruþróun og Birgir Örn Smárason, sérfræðingur m.a. í sjálfbærum virðiskeðjum í sjávarútvegi.

Erindi úr viðskiptalífinu: Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
Gréta María tók við starfi framkvæmdarstjóra Krónunnar 2018 en gengdi stöðu fjármálastjóra Festi 2 ár þar á undan. Hún var forstöðumaður Hagdeildar Arion Banka frá 2010-2016 en þar áður starfaði hún í fjárstýringu, fyrst hjá Sparisjóðabankanum og síðar Seðlabanka Íslands. Á árunum 2005-2007 starfaði Gréta María í upplýsingatækni hjá VKS og Kögun og sinnti þar gæðamálum og ráðgjöf. Gréta María hefur verið stundakennari frá 2010 fyrst við Verkfræðideild Háskóla Íslands og síðar við MPM námið í Háskóla Reykjavíkur.

Erindi úr viðskiptalífinu: Ina Vikøren, yfirmaður sjálfbærnimála hjá H&M Í Noregi og á Íslandi
Ina er yfir sjálfbærnimálum hjá H&M í Noregi og á Íslandi. Það er hennar hlutverk að tryggja að H&M í báðum löndum nái metnaðarfullum markmiðum sínum um að vera 100% sjálfbært og endurnýtanlegt, 100% heiðarlegt og að réttindi allra séu jöfn og að H&M sé 100% að leiða þessar breytingar á markaðnum.
Ina er með meistaragráðu í iðnhagfræði og frumkvöðlafræðum, með áherslu á sjálfbær viðskiptalíkön í hringrásarhagkerfinu. Hún vann áður hjá World Wildlife Fund (WWF), Innovation Norway, norsku umhverfisstofnuninni og sem ráðgjafi í stefnumótun sjálfbærra viðskipta.
Hún hóf störf hjá H&M haustið 2018 vegna þess, eins og hún segir, að “svo víðfemt fyrirtæki og af þessari stærðargráðu ber ekki bara ábyrgð á því að leiða breytingar í átt að sjálfbærari tísku- og hönnunariðnaði heldur er það einnig frábært tækifæri fyrir það.”
