25/02/2019 | Fréttir, Viðburðir
Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið efna til fundar um stöðuna í Brexit málum.
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu nálgast óðum og enn er mikil óvissa um það hvernig útgöngu þeirra verður háttað. Nást samningar fyrir 29. mars n.k. eða mun Bretland fara út án samnings? Hver verða áhrifin á viðskiptahagsmuni Íslands?
Reynt verður að varpa eins skýru ljósi og hægt er á þessi mál á fundinum.
Dagskrá:
- Ávarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra;
- Sendiherra Bretlands á Íslandi, Michael Nevin, fjallar um málið frá sjónarhorni breskra stjórnvalda;
- Jóhanna Jónsdóttir, verkefnastjóri Brexitmála hjá utanríkisráðuneytinu, fjallar um helstu álitaefni sem uppi eru og þörf er að fá svör við.
Sérfræðingar stjórnsýslunnar í Brexit málum munu síðan sitja fyrir svörum í panel að framsöguerindum loknum.
>> Smelltu hér til að tryggja þér miða á tix.is
06/02/2019 | Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Þriðjudaginn 19. febrúar mun SVÞ halda morgunverðarráðstefnu um sjálfbærnimál, undir yfirskriftinni Hagnaðurinn af sjálfbærni – ekki bara samfélagsleg ábyrgð heldur einfaldlega góð viðskipti
Hvar: Grand Hótel Reykjavík
Hvenær: Þriðjudagur 19. febrúar kl. 8:30-10:00
Skráning: https://tix.is/is/event/7554/morgunver-arra-stefna-hagna-urinn-af-sjalfb-rni-/
Aðalerindi: Ávinningur af sjálfbærni? – tækifæri, hagnaður og hagkvæmni
– Dr. Hafþór Ægir frá Circular Solutions
Hver er ávinningurinn af sjálfbærni og loftslagsmálum fyrir reksturinn þinn?
70% af neytendum láta sjálfbærni stýra kauphegðun sinni.
79% fyrirtækja forgangsraða loftslagsbreytingum þegar horft er á Heimsmarkmið SÞ.
Hvaða tækifæri eru til staðar fyrir fyrirtæki til að mæta þessum áskorunum, skapa sér samkeppnisforskot, auka virði vörumerkisins, stýra áhættu í virðiskeðjum, birgjamati o.fl.?
Dr. Hafþór Ægir mun fara yfir helstu tækifæri og möguleika fyrirtækja til þessa að mæta þessum áskorunum, skapa sér samkeppnishæfni og skapa jákvæð áhrif á hina þrískiptu rekstrarafkomu (People, Planet, Profit). Einnig verður farið yfir helstu áhættur sem steðja að fyrirtækjum með alþjóðlegar virðiskeðjur.
Hafþór Ægir er með doktorspróf í verkfræði frá DTU í Danmörku og hefur margra ára reynslu af sjálfbærnimálum og sérhæfingu í sjálfbærni fyrirtækja.
Hafþór er einn af eigendum CIRCULAR Solutions, en fyrirtækið hefur unnið að sjálfbærniverkefnum með fjölda fyrirtækja, svo sem Marel, VÍS, Reykjavíkurborg og Landsvirkjun.
CIRCULAR Solutions er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfbærni fyrirtækja og aðstoðar við að flýta ferlinu í átt að sjálfbærni með betri ákvarðanatöku og beri viðskiptagreind sem skapar virði fyrir fyrirtækið og samfélagið í heild. Að auki starfa hjá fyrirtækinu Bjarni Herrera, forstjóri, Dr. Reynir Smári Atlason, sérfræðingur m.a. í sjálfbærri vöruþróun og Birgir Örn Smárason, sérfræðingur m.a. í sjálfbærum virðiskeðjum í sjávarútvegi.
Erindi úr viðskiptalífinu: Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
Gréta María tók við starfi framkvæmdarstjóra Krónunnar 2018 en gengdi stöðu fjármálastjóra Festi 2 ár þar á undan. Hún var forstöðumaður Hagdeildar Arion Banka frá 2010-2016 en þar áður starfaði hún í fjárstýringu, fyrst hjá Sparisjóðabankanum og síðar Seðlabanka Íslands. Á árunum 2005-2007 starfaði Gréta María í upplýsingatækni hjá VKS og Kögun og sinnti þar gæðamálum og ráðgjöf. Gréta María hefur verið stundakennari frá 2010 fyrst við Verkfræðideild Háskóla Íslands og síðar við MPM námið í Háskóla Reykjavíkur.
Erindi úr viðskiptalífinu: Ina Vikøren, yfirmaður sjálfbærnimála hjá H&M Í Noregi og á Íslandi
Ina er yfir sjálfbærnimálum hjá H&M í Noregi og á Íslandi. Það er hennar hlutverk að tryggja að H&M í báðum löndum nái metnaðarfullum markmiðum sínum um að vera 100% sjálfbært og endurnýtanlegt, 100% heiðarlegt og að réttindi allra séu jöfn og að H&M sé 100% að leiða þessar breytingar á markaðnum.
Ina er með meistaragráðu í iðnhagfræði og frumkvöðlafræðum, með áherslu á sjálfbær viðskiptalíkön í hringrásarhagkerfinu. Hún vann áður hjá World Wildlife Fund (WWF), Innovation Norway, norsku umhverfisstofnuninni og sem ráðgjafi í stefnumótun sjálfbærra viðskipta.
Hún hóf störf hjá H&M haustið 2018 vegna þess, eins og hún segir, að “svo víðfemt fyrirtæki og af þessari stærðargráðu ber ekki bara ábyrgð á því að leiða breytingar í átt að sjálfbærari tísku- og hönnunariðnaði heldur er það einnig frábært tækifæri fyrir það.”
28/01/2019 | Fréttir, Viðburðir
Í framhaldi af fyrirlestri Eddu Blumenstein þann 29. janúar undir yfirskriftinni Að lifa af í breyttum heimi verslunar og þjónustu: Omni Channel stefnumörkun sem eykur samkeppnishæfni þíns fyrirtækis, verður haldin heilsdags vinnustofa þann 26. febrúar nk. frá kl. 9-5 þar sem þátttakendur marka omni channel stefnu fyrir sitt fyrirtæki undir leiðsögn Eddu.
Á vinnustofunni munu þáttakendur:
- Kortleggja núverandi stöðu fyrirtækisins síns – Skynja
- Greina tækifæri fyrirtækisins – Grípa
- Setja upp aðgerðaáætlun fyrir sitt fyrirtæki – Umbreyta
Afraksturinn verður skýr stefna og aðgerðaráætlun sem eflir samkeppnishæfni þíns fyrirtækis í sítengdum heimi.
Verð fyrir SVÞ félaga:
Kr. 25.000 fyrir fyrsta aðila frá fyrirtæki en aðrir frá sama fyrirtæki greiða kr. 10.000,-
Verð fyrir aðra:
Kr. 45.000 fyrir fyrsta aðila en aðrir frá sama fyrirtæki greiða kr. 15.000,-
Vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan. Upplýsingar um greiðslu verða sendar megintengilið fyrirtækisins. Skráning er ekki staðfest fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu. Athugið að SVÞ áskilur sér rétt til að afboða vinnustofuna ef ekki er næg þátttaka.
22/01/2019 | Fréttir, Viðburðir
Fyrirlesari: Rúna Magnúsdóttir, stjórnendamarkþjálfi og alþjóðlegur fyrirlesari
Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 25, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 8:30-10:00
Að ganga í takt – eldmóðurinn, gleðin og vinnustaðamenningin er létt og skemmtileg örvinnustofa þar sem farið verður yfir yfir áhrifaríkar leiðir til að efla innra brand fyrirtækisins, bæta starfsandann og búa til vinnustaðamenningu þar sem allir innan fyrirtækisins finna til sín og ganga í takt. Útkoman er:
- Leiðarvísir sem eflir og tengir starfsfólk sterkari böndum við fyrirtækið
- Innsýn í áhrifaríkar leiðir sem opna jákvæð og gefandi samskipti milli starfsmanna og viðskiptavina
- Innsýn í hvernig starfsmenn þínir hafa nú þegar áhrif á vinnustaðamenninguna
Þátttakendur fylla út persónulegan prófíl sem gefur þeim innsýn í þeirra persónuleika og eintak af bókinni The Story of Boxes: The Good, The Bad and The Ugly, þar sem m.a. er farið í afleiðingar þeirra mannlegu hegðunar að setja sjálfa(n) sig og aðra í afmarkandi box. Þessi hugsun kemur oft í veg fyrir að hægt sé að efla starfsandann og fá fólk til að tengjast ytra brandi fyrirtækisins.
Rúna Magnúsdóttir er stjórnendamarkþjálfi og alþjóðlegur fyrirlesari, stofnandi og framkvæmdastjóri The Change Makers, meðstofnandi #NoMoreBoxes og annar höfunda bókarinnar The Story of Boxes: The Good, The Bad and The Ugly. Rúna hefur haldið fyrirlestra og staðið fyrir námskeiðum og vinnustofum víða um heim, nú síðast #NoMoreBoxes Breakfast Club í sendiráðum Íslands í London og Washington auk fyrirhugaðs viðburðar í Georgetown University. Rúna hefur komið fram í fjölmiðlum á borð við Forbes, The Times, Metro og Just Entrepreneur.
Fyrir hverja hentar þessi fyrirlestur: Verslunar- og þjónustufyrirtæki sem vilja efla vinnustaðarmenninguna og tryggja að starfsmenn gangi í takt við stefnu fyrirtækisins.
Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 2.500,-
Athugið að boða þarf forföll í síðasta lagi á hádegi daginn fyrir námskeið með tölvupósti á svth@svth.is, annars fæst ekki endurgreitt.
Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 4. febrúar.
Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að fara á skráningarformið. Athugið að ef þú ert ekki félagsmaður, þá biðjum við þig að ganga frá greiðslu í gegnum hnappinn sem birtist með skráningarstaðfestingunni.
15/01/2019 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Omni Channel stefnumörkun sem eykur samkeppnishæfni þíns fyrirtækis
Fyrirlesari: Edda Blumenstein, ráðgjafi og doktorsnemi í Organisational Change og Omni channel sölu og markaðsstefnu við Leeds University Business School (eddablumenstein.com og Linkedin).
Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 29. janúar 2019, kl. 8:30-10:00
Mikil umræða hefur verið um áskoranir í nútíma verslun og þjónustu. Stóra spurningin er: Af hverju lifa sum fyrirtæki af, vaxa og dafna meðan önnur þurfa að loka sjoppunni?
Stafrænar lausnir eru á allra vörum en er innleiðing stafrænna lausna einfaldlega nóg? Rannsóknir sýna að til að vera samkeppnishæf þá er ekki nóg að innleiða bara stafrænar lausnir (svo sem netverslun, app, messenger spjall og tölvupóst) heldur þarf að huga að því hvernig allar þessar leiðir og snertifletir vinna saman með hefðbundinni verslun og þjónustu til að hámarka upplifun viðskiptavina og heildarárangur fyrirtækisins.
Er þitt fyrirtæki að nýta sér þessi tækifæri sem nútíma verslun og þjónusta hefur upp á að bjóða?
Í fyrirlestrinum verður lögð megin áhersla á 3 lykilskref til að lifa af: Skynja, Grípa, Umbreyta.
- Viðskiptavinur þinn: Þekkir þú væntingar þinna viðskiptavina og ertu að nálgast þá á réttan hátt?
- Heildar kaupferlið: Viðskiptavinir í dag nota margar mismunandi leiðir til að taka kaupákvörðun og mörg mismunandi tæki. Þekkir þú kaupferli þinna viðskiptavina?
- Samþætting kanala: Viðskiptavinir í dag krefjast sömu upplifunar hvort sem það er í raunheimum eða stafrænum heimi. Fá viðskiptavinir þínir sömu upplifun hvar sem þeir komast í snertingu við þig?
Fyrir hverja hentar þessi fyrirlestur: Verslunar- og þjónustufyrirtæki sem vilja ná samkeppnisforskoti með því að nýta sér þau tækifæri sem nútíma verslun og þjónusta hefur upp á að bjóða.
Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 2.500,-
Í framhaldi af fyrirlestrinum verður haldin eins dags Bootcamp vinnustofa þann 26. febrúar þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að marka sína Omni Channel stefnu undir leiðsögn Eddu.
Hvar: Reykjavík – nánari staðsetning staðfest síðar
Hvenær: Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 9:00-17:00
Nánari upplýsingar um vinnustofuna siðar.
Athugið að boða þarf forföll í síðasta lagi á hádegi daginn fyrir námskeið með tölvupósti á svth@svth.is, annars fæst ekki endurgreitt.
Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 28. janúar.
Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að fara á skráningarformið. Athugið að ef þú ert ekki félagsmaður, þá biðjum við þig að ganga frá greiðslu í gegnum hnappinn sem birtist með skráningarstaðfestingunni.
15/01/2019 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Hvernig færðu fólk til að skrá sig á póstlistann þinn?
Kennari: Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og SAF
Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 22. janúar kl. 8:30-10:00
Í framhaldi af námskeiði með Þórönnu sem haldið var síðastliðið haust um áhrifaríka markaðssetningu með tölvupósti, verður nú boðið upp á námskeið í því hvernig byggja má upp tölvupóstlista fyrirtækisins til notkunar í markaðssetningu. Ekki er nauðsynlegt að hafa sótt fyrra námskeiðið.
Farið verður yfir hinar ýmsu leiðir til að fá fólk til að skrá sig á listann, svo sem:
- Staðsetningar skráningarforma á vefnum
- Notkun samfélagsmiðla við að byggja upp póstlistann
- Notkun efnis til að fá fólk á listann (efnismarkaðssetning)
Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 2.500,-
Athugið að boða þarf forföll í síðasta lagi á hádegi daginn fyrir námskeið með tölvupósti á svth@svth.is, annars fæst ekki endurgreitt.
Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 21. janúar.
Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að fara á skráningarformið. Athugið að ef þú ert ekki félagsmaður, þá biðjum við þig að ganga frá greiðslu í gegnum hnappinn sem birtist með skráningarstaðfestingunni.