Taktu daginn frá – Aðalfundur og ráðstefna SVÞ 14. mars 2019

Taktu daginn frá – Aðalfundur og ráðstefna SVÞ 14. mars 2019

Aðalfundur SVÞ verður haldinn fimmtudaginn 14. mars nk.

Að venju verður haldin vegleg ráðstefna í tengslum við aðalfundinn síðar um daginn. Ráðstefnan fer fram á Hilton Reykjavik Nordica. Aðalfyrirlesari verður Greg Williams, aðalritstjóri WIRED Magazine.

 

Taktu daginn frá!

 

Um Greg Williams:

  • Sérfræðingur í umbreytingaþróun og fyrstur til að vita hvað kemur næst
  • Getur sett fram upplýsingar um flóknar breytingar á skemmtilegan og skiljanlegan hátt sem nær til áheyrenda
  • Ögrar áheyrendum og fær þau til að endurhugsa viðskiptamódel til að nýta sem best tæknina sem er að hrista upp í heiminum

Greg Williams er virtur sérfræðingur þegar kemur að tæknibreytingum og hvernig þær hafa áhrif á viðskiptalífið og samfélög okkar í heild. Í starfi sínu sem aðalritstjóri tímaritsins WIRED hittir Greg frumkvöðla, hugsuði, vísindafólk, athafnafólk og skapandi fólk sem er að breyta heiminum og skrifar um fjölmörg málefni á borð við nýsköpun, tækni, viðskipti, sköpun og hugmyndir.

Auk þess að stýra WIRED hefur Greg skrifað fyrir miðla á borð við The Guardian, Obeserver, Arena, The Face, Details og Newsweek. Hann er einnig höfundur fimm skáldsagna undir nafninu Gregory Lee. Ritgerð hans um taugahagfræði (e. neuroeconomics) birtist nýlega í bókinni ‘Connecting Minds, Creating the Future’ ásamt aðilum á borð við Hans Rosling og Bill Gates.

Sem ráðgjafi hefur Greg unnið með fyrirtækjum í orkugeiranum, samskiptum, fjármálum, tísku, tækni og smásölu. Meðal verkefna hans hjá WIRED er að ritstýra árlegri útgáfu blaðsins um það sem búast má við á komandi ári, The WIRED World.

Greg hefur talað víða um heim, m.a. hjá Strelka Institue í Moskvu, Instite of Practicitioners in Advertising í London og hjá Oxford háskóla. Hann hefur stýrt pallborðsumræðum með stjórnendum FTSE 100 og Fortune 500 fyrirtækja m.a. á Advertising Week Europe og fyrir LinkedIn á Cannes Lions.

Greg hefur einstaka hæfileika til að flétta saman sagnahæfileika sína og djúpa þekkingu á framtíð tækni og viðskipta. Saman gerir þetta honum kleift að setja flóknar hugmyndir fram á skemmtilegan og aðgengilegan hátt og undirbúa áheyrendur undir það sem koma skal.

Frekari upplýsingar og skráning síðar. Fylgstu vel með!

Upptaka frá fundi Litla Íslands: „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Upptaka frá fundi Litla Íslands: „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Góður rómur var gerður að fundi Litla Íslands þriðjudagsmorguninn 27. nóvember, undir yfirskriftinni „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Á fundinum kynnti Óttar Snædal, hagfræðingur SA, nýjar hagtölur Litla Íslands og fjórir aðilar sem reka minni fyrirtæki sögðu frá sínum rekstrarveruleika og ræddu svigrúm til launahækkana. Að lokum hélt Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar erindi og ræddi m.a. veruleika fyrirtækja á landsbyggðinni og landsbyggðina sem vænlegan búsetukost.

Streymt var frá fundinum á Facebook og má sjá upptökuna hér:

Geta litlu fyrirtækin hækkað launin?

Geta litlu fyrirtækin hækkað launin?

– opinn umræðufundur Litla Íslands

 

Þriðjudaginn 27. nóvember efnir Litla Ísland til fundar til að ræða um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í því árferði sem ríkir á vinnumarkaðnum í dag. Kjaraviðræður eru í fullum gangi og óhætt að segja að blikur séu á lofti, en þær snerta minni fyrirtæki ekki síður en þau stærri. Yfirskrift fundarins er „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Á fundinum munu atvinnurekendur segja sögur af Litla Íslandi ásamt því að birtar verða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands um launagreiðslur og umfang lítilla fyrirtækja.

Láttu þig málið varða og taktu þátt í fundinum!

 

DAGSKRÁ

Nýjar hagtölur Litla Íslands – Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði SA

Sögur af Litla Íslandi:

  • Brynja Brynjarsdóttir, eigandi Hraunsnefs sveitahótels ehf.
  • Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri Raftákn verkfræðistofu
  • Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar
  • Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Rok restaurant ehf.

Mikilvægi lítilla fyrirtækja – Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðabæjar

Fundarstjóri: Sigmar Vilhjálmsson, atvinnurekandi

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!
Ánægja með ráðstefnu um Alipay – mikil tækifæri í sölu til kínverskra ferðamanna

Ánægja með ráðstefnu um Alipay – mikil tækifæri í sölu til kínverskra ferðamanna

Mikil ánægja var með sameiginlega ráðstefnu SVÞ og SAF um Alipay og viðskipti við kínverska ferðamenn, sem haldin var 8. nóvember sl.

Xiaoquion Hu, yfirmaður viðskiptaþróunar DACH og CEE, Alipay Europe kynnti Alipay greiðslulausnina. Í máli hennar kom fram að Kínverjar eyða mest allra ferðamanna – tvisvar sinnum meira en næsta þjóð, sem er Bandaríkjamenn. Alipay er mest notaða greiðslulausnin í Kína og er í dag stærsta greiðslulausn í heimi með yfir 870 milljón virka notendur.

Í máli Gunnhildar Vilbergsdóttur, deildarstjóra viðskipta á viðskiptasviði Keflavíkurflugvallar kom fram að þær verslanir á Keflavíkurflugvelli sem tekið hafa upp Alipay eru nú þegar að sjá árangur. Aukning hefur orðið í sölu og starfsfólk tekur eftir ánægju kínverskra ferðamanna með möguleikann á greiðslu með Alipay.

Danielle Neben, markaðsstóri ePassi Iceland (þjónustuaðili Alipay á Íslandi) flutti einnig erindi undir yfirskriftinni „Welcoming Chinese tourists in Iceland, Chinese culture and marketing opportunities”. Í erindinu komu fram ýmis góð ráð varðandi hvernig best er að taka á móti kínverskum ferðamönnum og þjónusta þá.

Viðskiptablaðið birti í síðustu viku viðtal við Xiaoquion Hu og má sjá hluta af því á vef vb.is hér og annan hluta hér. Viðtalið í heild má sjá í blaðinu.

Á myndinni má sjá, frá vinstri til hægri: Xiaoqiong Hu (Alipay), Jóhannes Þór Skúlason (SAF), Jin Zhijian (Sendiherra Kína á Íslandi), Danielle Neben (ePassi), Gunnhildur Vilbergsdóttir (Isavia), Niklas Löfgren (ePassi), Daniela Nittoli (ePassi)

Námskeið: Leitarvélabestun vefverslana, 13. nóvember 2018

Námskeið: Leitarvélabestun vefverslana, 13. nóvember 2018

Markaðssetning á leitarvélum er gríðarlega mikilvæg fyrir verslanir sem selja vörur og þjónustu á netinu. Umferð inn á vefsíður kemur í dag almennt mest í gegnum leitarvélar og því mikilvægt að fyrirtæki séu með vöruframboð sitt sýnilegt þegar mögulegir viðskiptavinir eru í kauphugleiðingum.

Farið verður yfir möguleika á leitarvélum, hvernig fyrirtæki geta aukið sýnileika sinn og netsölu með leitarvélabestun.

13. nóvember kl. 9:00-12:00 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík

Kennari: Styrmir Másson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Sahara.

Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða 4.000kr.

 

SKRÁNING – Námskeið í leitarvélabestun vefverslana

Þriðjudaginn 13. nóvember kl. 9:00-12:00

Vinsamlegast athugið. Flestir viðburðir á vegum SVÞ eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Í skráningarforminu hér fyrir neðan ert þú beðin(n) um að merkja við hvort fyrirtækið þitt er aðili að SVÞ eða ekki. Ef fyrirtækið er ekki aðili biðjum við þig vinsamlegast um að greiða fyrir viðburðinn á staðfestingarsíðunni sem birtist eftir skráningu.

* indicates required




Ertu félagi í SVÞ?