Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna verður haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins í næsta mánuði. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.
Innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og framkvæmdastjóri Barnaheilla hafa skrifað skólastjórnendum grunn- og framhaldsskóla og óskað eftir að fjallað verði um mannréttindi barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki barnasáttmálann. Þegar nær dregur verða skólum sendar frekari upplýsingar og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem hægt yrði að vinna að í tilefni dagsins. Einnig er bent á vefinn barnasattmali.is í þessu samhengi.

Verður 18. nóvember
Þar sem 20. nóvember ber uppá sunnudag hefur verið ákveðið að dagur helgaður mannréttindum barna verði föstudagurinn 18. nóvember.

Menntun og mannauður – morgunverðarfundur 18. okt. – streymi

SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA

STARFSÞJÁLFUN Í FYRIRTÆKJUM

Morgunverðarfundur þriðjudaginn 18. október kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð

DAGSKRÁ 

Kynning á TTRAIN verkefninu  (Tourism training)*
Magnús Smári Snorrason, verkefnastjóri þróunar á alþjóðasviði Háskólans á Bifröst.

Verkefnið snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækja sem sjá um að þjálfa nýja starfsmenn á vinnustaðnum og endurmennta þá sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni RETRAIN hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi. Þessi verkefni hafa mælst mjög vel fyrir og má yfirfæra til notkunar í fleiri tegundum fyrirtækja.

„Hvernig notum við skapandi aðferðir við þjálfun á vinnustöðum?“
Signý Óskarsdóttir, eigandi Creatrix sem sérhæfir sig í verkefnum og ráðgjöf sem tengjast skapandi hugsun, samfélagslegri nýsköpun og þróunarvinnu.

Hvernig getur TTRAIN verkefnið* nýst fyrirtækjum?

  • Aðalheiður Hannesdóttir, verkefnastjóri gæðamála og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna-og gæðasviðs Icelandair hótela.
  • Sigríður Inga Þorkelsdóttir tengiliður við hótel og upplýsingamiðstöðvar og Lára B. Þórisdóttir,  afgreiðslustjóri Reykjavík Excursions.
  • Elísabet Einarsdóttir, starfsmannastjóri Íslandshótela.

Fundarstjóri er María Guðmundsdóttir fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Fundurinn hefst kl. 8.30 og verður lokið kl. 10.00.

Fundurinn er hluti af fundarröðinni Menntun og mannauður í Húsi atvinnulífsins veturinn 2016-2017. Næsti fundur er 15. nóvember.

SKRÁNING HÉR.

Menntun og mannauður – Nýjungar í starfsmenntun

Nýjungar í starfsmenntun var yfirskrift á fyrsta fundi haustsins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins þann 20. sept. sl. Á fundinum var fjallað um nýjungar í starfsmenntun og það sem er nýjast í þessum málaflokki.

Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallaði um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir, fagstjóri hjá SVS, fjölluðu um hvað bar hæst hjá SVS. Þá sagði Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsuseturs iðnaðarins, frá helstu nýjungum hjá Iðunni. Að erindum loknum var boðið upp á spurningar og spjall.

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem stendur til vors 2017 þriðja þriðjudag í mánuði.

 

Heilbrigð samkeppni – morgunverðarfundur 28. sept. nk.

Samtök heilbrigðisfyrirtækja, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar miðvikudaginn 28. september um tækifæri og áskoranir í íslenskri heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigð samkeppni er yfirskrift fundarins en þar munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna m.a. taka þátt í umræðum um stefnumörkun flokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2016.

DAGSKRÁ

Heilbrigð samkeppni
Tryggvi Másson, viðskiptafræðingur á efnahagssviði SA.

Hvert stefnum við?
Dr. Stefán E. Matthíasson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja.

Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?

Umræður um áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu:

Ásta Guðrún Helgadóttir, Pírötum, Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokki, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu og Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum.

Margrét Sanders, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu stýrir fundi og stjórnar umræðum.

Léttur morgunverður og heitt á könnunni frá kl. 8.00.

Allir velkomnir en nauðynlegt er að skrá þátttöku. Skrá hér á vef SA.

Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík í salnum Gullteig kl. 8.30-10.

heilbrigd-logosupa

 

 

 

 

Nýjungar í starfsmenntun

Fundaröðin Menntun og mannauður hefst þriðjudaginn 20. september nk. í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um nýjungar í starfsmenntun að þessu sinni og hvað er í gangi í málaflokknum þetta haustið. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem mun standa til vors 2017.

Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallar um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir fagstjóri hjá SVS fjalla um hvað ber hæst hjá SVS. Þá mun Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsluseturs iðnaðarins, fjalla um nýjungar hjá Iðunni.

Að loknum erindum verður boðið upp á spurningar og spjall.

Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Fundirnir fara fram í salnum Kviku í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, þriðja þriðjudag í mánuði.

Skráning á vef SA.

Samningamál lítilla fyrirtækja og skipulag

Litla Ísland efnir til opins fræðslufundar í Húsi atvinnulífsins föstudaginn 10. júní kl. 8.30-10. Þar verður fjallað um samningamál lítilla fyrirtækja og skipulag en fundurinn er hluti af fundaröð Litla Íslands um farsælan rekstur. Nokkrir lykilþættir einkenna vel rekin fyrirtæki og er farið yfir þá í fundaröðinni.

Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en vinsamlegast skráið þátttöku hér á vef SA.

Fundurinn fer fram í salnum Kviku á 1. hæð í Borgartúni 35 í Reykjavík.

undefined

Inga Björg Hjaltadóttir héraðsdómslögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus mun fjalla um helstu samninga í fyrirtækjarekstri og mikilvægi vandaðrar samningagerðar.

Þá mun Thomas Möller hagverkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri Rýmis Ofnasmiðjunnar fjalla um skipulag, ákvörðunartöku og eftirfylgni í daglegum störfum stjórnenda. Thomas mun m.a. fjalla um mikilvægi skýrleika (e. clarity) í rekstri og svörunar til starfsfólks (e. feedback). Hann mun einnig fjalla um helstu strauma í framkvæmd stefnumótunar (e. execution).

Thomas hefur starfað við stjórnun í um 35 ár og mun miðla af sinni reynslu og segja frá því hvað hefur reynst best á þessum sviðum stjórnunar. Thomas er stundakennari á Bifröst og hefur haldið námskeið um stjórnun hérlendis og í Danmörku á síðustu árum.  Rými Ofnasmiðjan hefur vaxið hratt á síðustu árum og skilað góðum árangri.

Að loknum erindum gefst fundargestum að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum.

Grunnurinn að góðum rekstri er sterkur rekstrargrunnur, þar sem starfsmannamál, bókhald, markaðsmál, skipulag, samningar og markmiðasetning spilar saman.