21/09/2016 | Fréttir, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Viðburðir
Samtök heilbrigðisfyrirtækja, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar miðvikudaginn 28. september um tækifæri og áskoranir í íslenskri heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigð samkeppni er yfirskrift fundarins en þar munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna m.a. taka þátt í umræðum um stefnumörkun flokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2016.
DAGSKRÁ
Heilbrigð samkeppni
Tryggvi Másson, viðskiptafræðingur á efnahagssviði SA.
Hvert stefnum við?
Dr. Stefán E. Matthíasson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja.
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?
Umræður um áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu:
Ásta Guðrún Helgadóttir, Pírötum, Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokki, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu og Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum.
Margrét Sanders, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu stýrir fundi og stjórnar umræðum.
Léttur morgunverður og heitt á könnunni frá kl. 8.00.
Allir velkomnir en nauðynlegt er að skrá þátttöku. Skrá hér á vef SA.
Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík í salnum Gullteig kl. 8.30-10.
14/09/2016 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Fundaröðin Menntun og mannauður hefst þriðjudaginn 20. september nk. í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um nýjungar í starfsmenntun að þessu sinni og hvað er í gangi í málaflokknum þetta haustið. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem mun standa til vors 2017.
Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallar um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir fagstjóri hjá SVS fjalla um hvað ber hæst hjá SVS. Þá mun Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsluseturs iðnaðarins, fjalla um nýjungar hjá Iðunni.
Að loknum erindum verður boðið upp á spurningar og spjall.
Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
Fundirnir fara fram í salnum Kviku í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, þriðja þriðjudag í mánuði.
Skráning á vef SA.
07/06/2016 | Fréttir, Viðburðir
Litla Ísland efnir til opins fræðslufundar í Húsi atvinnulífsins föstudaginn 10. júní kl. 8.30-10. Þar verður fjallað um samningamál lítilla fyrirtækja og skipulag en fundurinn er hluti af fundaröð Litla Íslands um farsælan rekstur. Nokkrir lykilþættir einkenna vel rekin fyrirtæki og er farið yfir þá í fundaröðinni.
Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en vinsamlegast skráið þátttöku hér á vef SA.
Fundurinn fer fram í salnum Kviku á 1. hæð í Borgartúni 35 í Reykjavík.
Inga Björg Hjaltadóttir héraðsdómslögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus mun fjalla um helstu samninga í fyrirtækjarekstri og mikilvægi vandaðrar samningagerðar.
Þá mun Thomas Möller hagverkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri Rýmis Ofnasmiðjunnar fjalla um skipulag, ákvörðunartöku og eftirfylgni í daglegum störfum stjórnenda. Thomas mun m.a. fjalla um mikilvægi skýrleika (e. clarity) í rekstri og svörunar til starfsfólks (e. feedback). Hann mun einnig fjalla um helstu strauma í framkvæmd stefnumótunar (e. execution).
Thomas hefur starfað við stjórnun í um 35 ár og mun miðla af sinni reynslu og segja frá því hvað hefur reynst best á þessum sviðum stjórnunar. Thomas er stundakennari á Bifröst og hefur haldið námskeið um stjórnun hérlendis og í Danmörku á síðustu árum. Rými Ofnasmiðjan hefur vaxið hratt á síðustu árum og skilað góðum árangri.
Að loknum erindum gefst fundargestum að spyrja spurninga og taka þátt í umræðum.
Grunnurinn að góðum rekstri er sterkur rekstrargrunnur, þar sem starfsmannamál, bókhald, markaðsmál, skipulag, samningar og markmiðasetning spilar saman.
31/05/2016 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Fundaröð Litla Íslands um farsælan rekstur lítilla fyrirtækja er nú í fullum gangi en næsti fundur er nk. föstudag 3. júní og fjallar um starfsmenn og markmið.
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, MBA, atvinnufélagsfræðingur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus ræðir um réttu skrefin fyrir stjórnendur í átt að stefnumiðaðri mannauðsstjórnun og tengingu við góðan rekstrarárangur. Farið verður yfir helstu tól og tæki stjórnandans í mannauðsmálum.
Símon Þorleifsson rekstrarverkfræðingur og ráðgjafi í viðskiptagreind og árangursstjórnun hjá Capacent fjallar um markmiðasetningu sem byggir á framtíðarsýn stjórnenda og eigenda. Lögð er áhersla á að markmið séu skýr, hnitmiðuð og styðji við sýn stjórnenda um framtíð fyrirtækisins. Sýnd verða nokkur dæmi um markmið og hvernig fljótlegast er að setja fram markmið og viðeigandi mælikvarða ásamt dæmum um aðgerðir til að ná framúrskarandi árangri.
Að loknum erindum gefst góður tími til að spjalla og spyrja spurninga en fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í salnum Kviku á 1. hæð. Allir framtakssamir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan. Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
Grunnurinn að góðum rekstri er sterkur rekstrargrunnur. Nokkrir lykilþættir einkenna fyrirtæki með sterkan rekstrargrunn og er farið yfir þá í fundaröðinni sem lýkur föstudaginn 10. júní. Þá verður fjallað um samninga í fyrirtækjarekstri og skipulag, ákvarðanir og eftirfylgni í daglegum störfum.
Nánar um fundaröðina og skráning.
Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA eru bakhjarlar Litla Íslands.
25/05/2016 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Litla Ísland er vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Í tilefni sumarkomunnar efnir Litla Ísland til fundaraðar þar sem farsæll rekstur fyrirtækja verður í forgrunni.
Mikilvægt er að undirbúa stofnun fyrirtækis vel og leggja grunn að góðum rekstri strax í upphafi. Grunnurinn að góðum rekstri er sterkur rekstrargrunnur. Nokkrir lykilþættir einkenna fyrirtæki með sterkan rekstrargrunn og verður farið yfir þá í fundaröðinni.
Fyrsti fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. maí í Húsi atvinnulífsins í salnum Kviku kl. 8.30-10, annar fundurinn verður föstudaginn 3. júní og sá þriðji föstudaginn 10. júní á sama stað og tíma. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Skrá þátttöku hér.
Fundirnir þrír eru hugsaðir sem ein heild og því fær fólk mest út úr því að sækja þá alla en einnig er hægt að skrá sig á staka fundi. Dagskrá má sjá hér að neðan en að loknum erindum gefst góður tími fyrir fyrirspurnir og umræður.
Boðið verður upp á kaffi, te og með því auk áhugaverðra fyrirlestra.
Miðvikudagur 25. maí kl. 8.30-10
Bókhald
Bókhald er áttaviti og mikilvægt stjórntæki.
Inga Jóna Óskarsdóttir viðurkenndur bókari, ráðgjafi og eigandi hjá Bókhaldi og kennslu og formaður félags bókhaldsstofa fjallar um lykilatriði í bókhaldi, hvað ber að varast og mikilvægi bókhalds sem stjórntækis í rekstri.
Markaðsmál
Á sandi byggði heimskur maður … markaðsstarfið. Vertu með á hreinu hvernig þú getur byggt það á bjargi.
Þóranna K. Jónsdóttir markaðsnörd hjá Markaðsmálum á mannamáli fjallar um þau atriði sem skipta mestu máli í uppbyggingu öflugs markaðsstarfs en eru jafnframt oft vanrækt hjá fyrirtækjum.
Umræður og fyrirspurnir
Föstudagur 3. júní kl. 8.30-10
Starfsmenn
Starfsmannamál – réttu skrefin fyrir stjórnendur.
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, MBA, atvinnufélagsfræðingur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus fjallar um helstu réttu skrefin í átt að stefnumiðaðri mannauðsstjórnun og tengingu við góðan rekstrarárangur. Farið verður yfir helstu tól og tæki stjórnandans í mannauðsmálum.
Markmið
Ögrandi markmið og þolinmæði.
Símon Þorleifsson rekstrarverkfræðingur og ráðgjafi í viðskiptagreind og árangursstjórnun hjá Capacent fjallar um markmiðasetningu sem byggir á framtíðarsýn stjórnenda og eigenda.
Lögð er áhersla á að markmið séu skýr, hnitmiðuð og styðji við sýn stjórnenda um framtíð fyrirtækisins. Sýnd verða nokkur dæmi um markmið og hvernig fljótlegast er að setja fram markmið og viðeigandi mælikvarða ásamt dæmum um aðgerðir til að ná framúrskarandi árangri.
Umræður og fyrirspurnir
Föstudagur 10. júní kl. 8.30-10
Samningar
Helstu samningar í fyrirtækjarekstri.
Inga Björg Hjaltadóttir héraðsdómslögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus fjallar um helstu samninga í fyrirtækjarekstri og mikilvægi vandaðrar samningagerðar.
Skipulag
Skipulag, ákvörðunartaka og eftirfylgni í daglegum störfum.
Thomas Möller hagverkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri Rýmis fjallar um mikilvægi skýrleika (e. clarity) í rekstri og svörunar til starfsfólks (e. feedback). Hann mun einnig fjalla um helstu strauma í framkvæmd stefnumótunar (e. execution).
Umræður og fyrirspurnir
Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA eru bakhjarlar Litla Íslands.
04/05/2016 | Fréttir, Viðburðir
Samtök iðnaðarins, FRÍSK og Samtök verslunar og þjónustu standa fyrir morgunverðarfundi í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 11. maí kl. 8.30 til 10.00.
Dagskrá:
- Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK
- Stærð íslenska markaðarins – Eru erlendir aðilar að taka bita af kökunni?
Ágúst Þór Ágústsson, aðjúnkt við Viðskiptadeild HÍ – Fjallar um nýlega Capacent skýrslu og lykiltölur markaðarins.
- Hvernig bregðast íslenskir fjölmiðlar / efnisveitur við samkeppninni
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla og markaðar hjá Símanum
- Hver á stefna hins opinbera að vera?
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Græna
- Menningaleg samkeppni: réttar leiðir og rangar
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata
Boðið upp á morgunkaffi.
SKRÁNING