Tökum vel á móti erlendu starfsfólki

Mikilvægt er að Íslendingar taki vel á móti erlendu starfsfólki sem þjóðfélagið þarf á að halda næstu ár og áratugi. Risavaxnar áskoranir á íslenskum vinnumarkaði eru framundan vegna öldrunar þjóðarinnar og mikillar örorkubyrði, en til að standa undir góðum hagvexti og lífskjörum til framtíðar þarf Ísland á erlendu starfsfólki að halda.

Ísland er að þróast í fjölmenningarsamfélag en því er spáð að hlutfall erlendra ríkisborgara verði orðið 20% innan ekki langs tíma en hlutfallið er 8% í dag. Erlent starfsfólk er því lykill að fjölbreyttum og öflugum vinnumarkaði og nauðsynleg forsenda þess að auka samkeppnishæfni landsins.

Samtök atvinnulífsins ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samorku og Samtökum verslunar og þjónustu stóðu fyrir vel heppnuðum fundi um erlent starfsfólk á Íslandi í Húsi atvinnulífsins í vikunni en þar voru sagðar reynslusögur fyrirtækja sem hafa ráðið erlent starfsfólk í vinnu.  Um var að ræða fund í fundaröðinni Menntun og mannauður.

Sjá nánar hér

Menntun og mannauður – Fræðsla erlendra starfsmanna.

Næsti fundur í menntaröðinni Menntun og mannauður verður þriðjudaginn 19. apríl kl. 8.30-10:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni, 35, 1. hæð. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016.

Á fundinum verður fjallað um erlent starfsfólk og fræðslu.

DAGSKRÁ

Erlendir starfsmenn – áskoranir og tækifæri.
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri – Strætó.

Að skilja íslensku rýfur einangrun
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri – Hýsing, Vöruhótel.

Innflutningshöft á þekkingu?
Margrét Jónsdóttir, starfsmanna- og skrifstofustjóri – Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Spurningar og spjall

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Allir velkomnir en nauðynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Skráning hér

Hvaða hagsmuna átt þú að gæta í þínum rekstri?

Haldinn verður kynningarfundur fyrir verslunar- og þjónustuaðila miðborgarinnar miðvikudaginn 20. apríl nk.  Fundurinn verður í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, og hefst kl. 8:30.

Fundurinn er framhald stefnumótandi fundar sem SVÞ átti með fulltrúum miðborgarinnar  þar sem skoðað var  hvar hagsmunir verslunar- og þjónustuaðila í miðborginni færu saman með hagsmunum SVÞ.  Ljóst var að áhugi er fyrir því að SVÞ og miðborgin taki höndum saman í hagsmunagæslu.

Dagskrá fundar

Starfsfólk SVÞ, ásamt framkvæmdastjóra, Andrési Magnússyni, kynnir starfsemi samtakanna, helstu niðurstöður stefnumótunarfundarins og stýrir umræðum um næstu skref.

Auglýsing til útprentunar.

Oops! We could not locate your form.

Frá ráðstefnu SSSK – Ábyrgð okkar allra

SSSK hélt glæsilega ráðstefnu undir yfirskriftinni „Ábyrgð okkar allra“ fyrir fullu húsi í Gamla bíói föstudaginn 11. mars sl. undir styrkri stjórn Ólafar Kristínar Sívertsen fagstjóra Skóla ehf.

Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður samtakanna ávarpaði ráðstefnugesti og orðaði m.a. mikilvægi frelsis, fjölbreytni og fagmennsku.

Fyrirlestra fluttu Elín María Björnsdóttir, alþjóðlegur ráðgjafi hjá stofnun FranklinCovey með fyrirlestur undir yfirskriftinni „Sjö venjur til árangurs“ og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni, fyrirlestur undir yfirskriftinni „Umhverfisvitund og vald þekkingar“. Fengu báðir fyrirlesarar mjög góðar undirtektir gesta.

Milli atriða fluttu nemendur frá Landakotsskóla frumsamin tónlistaratriði og hlutu mikið lófatak fyrir.

Að lokinni ráðstefnu var boðið upp á léttar veitingar við ljúfan píanóleik.

Myndir frá ráðstefnu

Frá ráðstefnu SVÞ – Hvað hefur örvandi áhrif á kauphegðun?

Frá ráðstefnu SVÞ – Hvað hefur örvandi áhrif á kauphegðun?

Húsfyllir var á ráðstefnu SVÞ sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 17. mars sl. Ari Eldjárn kynnti fyrirlesara og kitlaði hláturtaugar ráðstefnugesta eins og honum einum er lagið.

Í ávarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra gætti bjartsýni gagnvart íslenskri verslun sem hann taldi að ætti að geta staðið verslun í nágrannalöndum jafnfætis á samkeppnisgrundvelli í kjölfar afnáms tolla og vörugjalda. Kom einnig fram í máli ráðherra að vísitölur sýndu að verslunin væri að skila þessum ávinningi til neytenda. Þá sagðist ráðherra vera ósáttur við tilboðsauglýsingar Fríhafnarinnar og taldi að ríkið ætti að draga úr umsvifum sínum á þessum markaði.

Margrét Sanders formaður SVÞ lagði áherslu á útvistun verkefna frá hinu opinbera til einkageirans í erindi sínu undir yfirskriftinni „Einkarekstur eða opinber rekstur? – Hugarfarsbreytingar er þörf“. Kom fram í máli formanns að ríkið ætti að huga betur að fjármálum sínum og þyrfti að greina betur hvort það borgi sig alltaf að ráða starfsmann frekar en að úthýsa fleiri verkefnum og kaupa þjónustu frá utanaðkomandi sérfræðingum.

Ken Hughes, sérfræðingur í neytenda- og kauphegðun,  sló síðan botninn í ráðstefnuna með frábæru erindi undir yfirskriftinni“Shopper Marketing & Shopper Centricity“. Í erindi sínu sýndi Ken ráðstefnugestum hvað það er sem fær neytendur til að kaupa og hvernig er hægt að fá þá til að kaupa meira.

Kynning Margrétar Sanders, formanns SVÞ
Myndir frá ráðstefnu

Myndband – nokkrar staðreyndir um mikilvægi verslunar og þjónustu

Opin ráðstefna í boði SVÞ fimmtudaginn 17. mars kl. 14 – 16 á Hilton Reykjavík Nordica. Léttar veitingar í boði að ráðstefnu lokinni.

Opin ráðstefna í boði SVÞ fimmtudaginn 17. mars kl. 14 – 16 á Hilton Reykjavík Nordica. Léttar veitingar í boði að ráðstefnu lokinni.

Hvað hefur örvandi áhrif á kauphegðun?

Ræðumenn:

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Margrét Sanders, formaður SVÞ, flytur áhugavert erindi um þjónustu þar sem hún m.a. sýnir samanburð á mannaráðningum ríkisstofnana og úthýsingu verkefna

Ken Hughes, einn helsti sérfræðingur heims í neytenda- og kauphegðun, leitar svara við eftirfarandi spurningum:

  • Hvers vegna er kaupendamiðað (e. shopper centricity) markaðsstarf ekki lengur valkostur fyrir fyrirtæki á neytendamarkaði heldur hugarfar sem ber að fagna?
  • Af hverju skilar kaupendamiðuð markaðssetning loksins þeim ávinningi sem aldrei fékkst með markaðssetningu vöruflokka (e. category management) og markaðssetningu sem beindist að smásölum (e. trade marketing)?
  • Hvaða gryfjur bíða fyrirtækja við undirbúning að kaupendamiðaðri markaðssetningu (og hvernig er best að forðast þær)?

Ari Eldjárn kitlar síðan hláturtaugarnar með spaugilegum hliðum málanna.

Dagskrá ráðstefnunnar.

Skráning:

Hlökkum til að sjá þig!