FRÉTTIR OG GREINAR
Formaður SVÞ hjá Jóni G á Hrinbraut: Íslendingar eru meistarar að fara í gegnum krísur!
Jón Ólafur Halldórsson var gestur Jóns G. á Hringbraut þann 18. mars þar sem hann ræddi ástandið í atvinnulífinu á tímum COVID19, aðgerðir stjórnvalda og Seðlabankans, stöðuna í versluninni, mikilvægi stafrænnar þróunar – ekki síst í þessu samhengi, olíuverð og sameiningarkraft þjóðarinnar.
Formaður SVÞ og hagfræðingur SA Í bítinu um viðskiptalífið og fyrirtækin
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ og Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur SA, voru hjá Heimi og Gulla Í bítinu í morgun þar sem þau ræddu atvinnulífið á tímum COVID19, aðgerðir yfirvalda, og áskoranir fyrirtækja. Hér geturðu hlustað á þáttinn:
Mælst til að starfsfólk verslana noti eingöngu NITRIL hanska
Ábendingar hafa borist frá starfsfólki sem hefur ofnæmi fyrir latex og foreldrum barna með bráðaofnæmi fyrir latex, vegna hanskanotkunar í verslunum. SVÞ mælist til þess og óskar eftir við stjórnendur verslana að starfsfólk noti eingöngu NITRIL hanska og ef viðskiptavinum er boðið upp á hanska að það séu þá einnig NITRIL hanskar.
Óþarfar áhyggjur af birgðastöðu á mat og lyfjum
Framkvæmdastjóri SVÞ, Andrés Magnússon, tók þátt í blaðamannafundi ásamt yfirlögregluþjóni, landlækni og sóttvarnalækni sl. fimmtudag þar sem hann lagði áherslu á að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af matar- eða lyfjabirgðum.
Snertilausnar lausnir í viðskiptum
Eftirfarandi orðsending hefur borist frá almannavarnarnefnd Ríkislögreglustjóra til að hvetja fyrirtæki til að nota sem mest snertilausar vausnir í viðskiptum.
Við erum öll á sama báti
Atvinnulífið hvetur fólk og fyrirtæki til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að samkomubann vegna COVID-19 skili árangri. Með góðri samvinnu mun okkur takast að lágmarka neikvæð áhrif, tryggja heilsu fólks og verja störf og rekstur fyrirtækja.
Ávarp ráðherra á ráðstefnu SVÞ 12. mars 2020
Hér má horfa á ávarp ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, á ráðstefnu SVÞ, Kveikjum á okkur! – um stafræna tækni og nýtt hugarfar, sem fram fór þann 12. mars 2020.
Ávarp formanns á ráðstefnu SVÞ 12. mars 2020
Hér má horfa á og lesa ávarp Jóns Ólafs Halldórssonar, forstjóra Olíuverzlunar Íslands og formanns SVÞ á ráðstefnu SVÞ, Kveikjum á okkur! – um stafræna tækni og nýtt hugarfar sem fram fór þann 12. mars 2020.
SAMAN ERUM VIÐ STERKARI!
Með aðild hefurðu áhrif sem hluti af sterkum hópi íslenskra fyrirtækja í verslun og þjónustu!