14/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum
Skemmtiþátturinn Látum jólin ganga var sýndur í opinni dagskrá Stöðvar 2, sl. fimmtudag, 10. desember. Markmið þáttarins var að stappa stálinu í þjóðarsálina og hvetja landann til að halda viðskiptum sínum innanlands til að efla íslenskt efnahagslíf á COVID tímum.
Sjá má þáttinn hér fyrir neðan og umfjöllun á Vísi hér.
14/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir nýjar sóttvarnarreglur gjörbreyta stöðunni í verslunum nú í aðdraganda jóla en kallar þó enn eftir frekari rýmkun í matvöruverslunum rétt fyrir jólin, eða upp í 200.
10/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum
Látum jólin ganga er jóla-, skemmti-, tónlistar- og viðtalsþáttur í tengslum við átakið Íslenskt – láttu það ganga sem verður í beinni útsendingu í kvöld kl. 19.35 á Stöð 2 pg Vísi. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann Eiðsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða á stóra sviði Borgarleikhússins og fá til sín fjölmarga gesti.
Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi.
Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
09/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Speglinum á RÚV þann 8. desember þar sem hann fagnaði tilslökunum á sóttvarnarráðstöfunum. Hann sagði langflestar verslanir í landinu vel geta lifað við nýjar reglur og aðlagað sig að þeim og þetta væri fagnaðarefni fyrir geirann. Hann sagði algeng stærð á verslunarrýmum í verslunum t.d. í Kringlunni og Smáralindinni um 100m2 og þessar nýju reglur þýða að það megi vera 100 manns inni í slíkum rýmum sem eigi að duga í langflestum tilfellum. Fyrirtækin sem reka starfsemi í stærri rýmum séu líka almennt búin að skipta þeim rýmum upp í fleiri hólf og þessar reglur gjörbreyta því þegar inni í hverju hólfi geti verið 100 manns í stað 10 áður. Andrés segir jafnfram árið hafa verið gott fyrir verslunina þar sem neysla hefur færst erlendis frá og hingað heim.
Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.
09/12/2020 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir, í sjónvarpsfréttum RÚV þann 8. desember, breytingar á sóttvarnarráðstöfunum sem gildi taka fimmtudaginn 10. desember mjög ánægjulegar fyrir verslanir. Hann segir þær munu draga úr biðröðum fyrir framan verslanir en samtökin hafa haft áhyggjur af því að það sé meiri smithætta í allskonar biðröðum fyrir utan verslanir heldur en inni í vel rúmgóðum og loftræstum verslunarrýmum.
Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.
08/12/2020 | COVID19, Fréttir, Stjórnvöld, Verslun
Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.
Sjá hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/08/COVID-19-Tilslakanir-a-sottvarnaradstofunum-fra-10.-desember/
Gilda þessar ráðstafanir til 12. janúar, nema að annað verði tilkynnt en endurskoðunarákvæði eru í reglugerðum um sóttvarnarráðstafanir.