Máltækni – hvaða máli skiptir hún fyrir fyrirtæki?

Máltækni – hvaða máli skiptir hún fyrir fyrirtæki?

Manneskjan er í sífellt auknum mæli farin að tala við allskonar tól og tæki. Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði á síðasta ári samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar. Markmið áætlunarinnar er að tryggja að hvers kyns tæki og tól tali og skilji íslensku og tungumálinu verði þar með forðað frá stafrænum dauða vegna yfirburðastöðu enskunnar.

En hvaða máli skiptir þetta fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu?

Við fáum til okkar Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms sem segir okkur frá verkefninu eins og það snýr að fyrirtækjum. Erindið ber yfirskriftina Rödd fólksins – máltækni í daglegu lífi.

Einnig kemur til okkar Arnar Gísli Hinriksson, frá netmarkaðsstofunni DigiDo. Leit á netinu fer sífellt meira fram með röddinni og nauðsynlegt er orðið fyrir fyrirtæki að leitarvélarbesta með það í huga. Það sem meira er, niðurstöður leitarinnar eru og verða í sífellt meira mæli veittar með raddskilaboðum frá aðilum eins og Siri, Alexa, Google Home og fleiri og eru svörin þá almennt bara það eina efsta sem kemur upp í leitinni. Þetta mun hafa sífellt meiri áhrif fyrir íslensk fyrirtæki í samkeppni við stóra erlenda risa á leitarvélunum. Arnar mun ræða þessa stóru áskorun, hvort eitthvað er til ráða og þá hvað.

Hvenær: Fimmtudagur 29. ágúst 2019

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

SKRÁNING HÉR:

 

* indicates required




Fylgstu með!

Ritz Carlton þjónustuskólinn – sérkjör fyrir SVÞ félaga

Ritz Carlton þjónustuskólinn – sérkjör fyrir SVÞ félaga

Hvenær: Fimmtudaginn 12. september kl. 8:30-12:30

Hvar: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut, Reykjavík

Í september næstkomandi verður boðið upp á einstakt námskeið frá Ritz Carlton á sérkjörum fyrir SVÞ félaga. Ritz Carlton eru margrómaðir fyrir frábæra þjónustu og hafa í næstum tvo áratugi kennt öðrum fyrirtækjum aðferðafræðina til að tryggja topp þjónustugæði. Meðal þeirra framúrskarandi fyrirtækja sem hafa notað aðferðafræði Ritz Carlton við mótun á allri sinni þjónustu eru Apple, en verslanir þeirra vekja heimsathygli fyrir frábæra þjónustu, með hlutum eins og „genius bar“ og fleiru.

Stjórnandi frá Ritz Carlton mun leiða hálfs dags vinnustofu sem hjálpar þátttakendum, á hagnýtan hátt, að láta sín fyrirtæki skara framúr með fyrsta flokks þjónustu.

 

Námskeiðslýsing

 

  • Farið verður yfir fimm lykilþætti sem viðskiptavinir þurfa og vilja að sá sem veitir þjónustu búi yfir, óháð því fyrir hvaða fyrirtæki eða í hvaða geira viðkomandi starfar.
  • Lykilþjónustuþættir Ritz-Carlton: Yfirlit yfir þá þjónustueiginleika sem leiða til raunverulegra sambanda og mikilvægi sálfræði í þjónustu.
  • Skýr þjónustustefna: Það er lykilatriði að þjónustupplifun viðskiptavinarins sé alltaf sú sama. Ein leið til að tryggja það hjá Ritz-Carlton er með því að nota hin þrjú þrep þjónustu.
  • Máttur ráðandi þjónustu: Þú munt komast að því hvernig á að sjá fyrir og vinna með þarfir viðskiptavinarins í gegnum þjónustuupplifunina, þar með talið hvernig á að bæta skynjun með því að nýta augnablikið, hvernig nýta á lykilatriði úr CRM fræðum og hvernig á að notfæra sér það að koma viðskiptavinum á óvart og gleðja þá.
  • Tilfinningalegar tengingar: Umræða um muninn á hlutlægum og tilfinningalegum eiginleikum og af hverju þessi munur er lykilatriði þegar kemur að vörumerkjatryggð.

 

Hagnýtu upplýsingarnar

 

Hvenær: fimmtudaginn 12. september, kl. 8:30-12:30 – Ath! Aðeins þessi eina dagsetning og takmarkað sætaframboð.

Hvar: Hilton Reykjavík Nordica

Fyrir hverja hentar þetta: Námskeiðið er fyrir alla sem stjórna, móta eða hafa áhrif á þjónustuupplifun viðskiptavina fyrirtækja af öllum stærðum, og í öllum atvinnugreinum.

Verð: Verð fyrir SVÞ félaga er 54.900 kr. per þátttakanda ef bókað er fyrir 7. júní (annars 69.900 kr).

 

Kaupauki fyrir SVÞ félaga!

 

SVÞ félagar eiga að auki kost á tveggja klst. framhaldsvinnustofu þann 16. september þar sem þeir Guðmundur Arnar Guðmundsson frá Markaðsakademíunni og Árni Árnason frá Árnasonum fara dýpra í efni vinnustofunnar. Nánari upplýsingar síðar.

Takmarkað sætaframboð á framhaldsvinnustofuna – fyrstir koma fyrstir fá!

 

smelltu hér til að skrá þig

 

 

 

ATHUGIÐ! TIL AÐ VIRKJA AFSLÁTTINN ÞARF AÐ SETJA (SVÞ)“ Á EFTIR NAFNI FYRIRTÆKIS VIÐ SKRÁNINGU!

Sæfivörur: Kynningarfundur um skyldur framleiðenda og innflytjenda

Sæfivörur: Kynningarfundur um skyldur framleiðenda og innflytjenda

Vissir þú að sótthreinsivörur þurfa markaðsleyfi?

 

Umhverfisstofnun og Samtök verslunar og þjónustu bjóða til kynningarfundar um sæfivörur og skyldur framleiðenda og innflytjenda.

Hvenær: miðvikudaginn 29. maí kl. 10:30-11:30

Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Aðildarfyrirtækjum Samtaka iðnaðarins og Félags atvinnurekenda er einnig boðið til fundarins.

 

Fyrir hverja er fundurinn?

Fyrirtæki innan SVÞ, SI og FA sem flytja inn, markaðssetja og nota sæfivörur.

 

Hvað eru sæfivörur?

Sæfivörur (biocides) eru efnavörur sem innihalda eitt eða fleiri virk efni sem ætlað er að eyða hættulegum lífverum, bægja þeim frá eða gera þær skaðlausar með efna- eða líffræðilegum aðferðum. Sæfivörur skiptast í 22 vöruflokka, sem tengjast notkun þeirra. Þar er að finna m.a. sótthreinsandi vörur fyrir menn og dýr, einnig vörur til sótthreinsunar á yfirborðsflötum, viðarvarnarefni, skordýraeyða, nagdýraeitur, gróðurhindrandi vörur (t.d. botnmálning á skipum), og ýmis rotvarnarefni til nota í iðnaði.

 

Þessi þjónusta – skiptir hún einhverju máli?

Þessi þjónusta – skiptir hún einhverju máli?

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
Hvenær: Þriðjudaginn 21. maí kl. 8:30-10:00

Nýverið hlaut verslun Bláa Lónsins við Laugaveg Njarðarskjöldinn, verslunarverðalun sem veitt eru meðal verslana í miðborginni sem miða einkum á ferðamenn. Í umsögn dómnefndar um verðlaunin var sérstaklega tekið fram að verslunin bar af þegar kom að þjónustu.

Mikilvægi góðrar þjónustu verður seint ofmetið, ekki síst nú þegar fólk sækir í auknum mæli verslun og þjónustu í sjálfsafgreiðslu í gegnum netið. Fyrir verslanir getur þjónustuupplifunin skipt sköpum í samkeppni við netið en ekki síður til að ná sölunni þegar viðskiptavinurinn er kominn inn fyrir þröskuldinn. Þjónustufyrirtæki eru í harðri samkeppni og það skiptir öllu máli hvernig upplifunin er af þjónustunni þegar viðskiptavinurinn velur þjónustuaðila. Umsagnir og einkunnagjöf á netmiðlum geta hreinlega verið lífsspursmál fyrir mörg fyrirtæki, einkum í ferðageiranum.

Við fáum til okkar Fanney Þórisdóttur sem sér um þjálfun starfsfólks Bláa Lónsins. Fanney mun tala um mikilvægi þjálfunar starfsfólks þegar kemur að þjónustu og gefa okkur innsýn í hvernig þessir hlutir eru gerðir hjá Bláa Lóninu.

Fanney starfar hjá Bláa lóninu við fræðslustōrf. Fanney hóf stōrf sem gestgjafi Bláa lónsins árið 2016 en undinfarið ár hefur Fanney þróað og kennt fjōlbreyttar fræðsludagskrá innan Bláa lónsins fyrir starfsmenn í SPA á Silica og Retreat hótel og unnið markvisst starf með verslunum Lónsins og sōlu- og þjónustudeild. Hún er einnig annar eigenda markþjálfunar- og fræðslu fyrirtækisins Lífsstefnu og er landsforseti JCI á Íslandi árið 2019.

Fanney er tómstunda- og félagsmálafræðingur og stjórnendamarkþjálfi að mennt. Hennar helsta sérgrein er samskipti og líkamstjáning og hefur hún setið fjölbreytt námskeið hérlendis og erlendis uim það efni. Frá árinu 2012 hefur Fanney leiðbeint bæði börnum og fullorðnum á hinum ýmsu námskeiðum sem miða að ræðumennsku og framkomu, samskiptum og líkamstjáningu, menningarlæsi, viðburðarstjórnun og leiðtogafræði svo dæmi séu tekin.  

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.

 

SKRÁNING

* indicates required




Fylgstu með!

Fyrirlestur: Að lifa af í breyttum heimi verslunar og þjónustu

Fyrirlestur: Að lifa af í breyttum heimi verslunar og þjónustu

Omni Channel stefnumörkun sem eykur samkeppnishæfni þíns fyrirtækis

 

Fyrirlesari: Edda Blumenstein, ráðgjafi og doktorsnemi í Organisational Change og Omni channel sölu og markaðsstefnu við Leeds University Business School (eddablumenstein.com og Linkedin). 

Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Hvenær: Þriðjudaginn 29. janúar 2019, kl. 8:30-10:00

 

Mikil umræða hefur verið um áskoranir í nútíma verslun og þjónustu. Stóra spurningin er: Af hverju lifa sum fyrirtæki af, vaxa og dafna meðan önnur þurfa að loka sjoppunni?

Stafrænar lausnir eru á allra vörum en er innleiðing stafrænna lausna einfaldlega nóg? Rannsóknir sýna að til að vera samkeppnishæf þá er ekki nóg að innleiða bara stafrænar lausnir (svo sem netverslun, app, messenger spjall og tölvupóst) heldur þarf að huga að því hvernig allar þessar leiðir og snertifletir vinna saman með hefðbundinni verslun og þjónustu til að hámarka upplifun viðskiptavina og heildarárangur fyrirtækisins.

Er þitt fyrirtæki að nýta sér þessi tækifæri sem nútíma verslun og þjónusta hefur upp á að bjóða?

Í fyrirlestrinum verður lögð megin áhersla á 3 lykilskref til að lifa af: Skynja, Grípa, Umbreyta.

  • Viðskiptavinur þinn: Þekkir þú væntingar þinna viðskiptavina og ertu að nálgast þá á réttan hátt?
  • Heildar kaupferlið: Viðskiptavinir í dag nota margar mismunandi leiðir til að taka kaupákvörðun og mörg mismunandi tæki. Þekkir þú kaupferli þinna viðskiptavina?
  • Samþætting kanala: Viðskiptavinir í dag krefjast sömu upplifunar hvort sem það er í raunheimum eða stafrænum heimi. Fá viðskiptavinir þínir sömu upplifun hvar sem þeir komast í snertingu við þig?

 

Fyrir hverja hentar þessi fyrirlestur: Verslunar- og þjónustufyrirtæki sem vilja ná samkeppnisforskoti með því að nýta sér þau tækifæri sem nútíma verslun og þjónusta hefur upp á að bjóða.

Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 2.500,-

Í framhaldi af fyrirlestrinum verður haldin eins dags Bootcamp vinnustofa þann 26. febrúar þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að marka sína Omni Channel stefnu undir leiðsögn Eddu.

Hvar: Reykjavík – nánari staðsetning staðfest síðar

Hvenær: Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 9:00-17:00

Nánari upplýsingar um vinnustofuna siðar.

 

Athugið að boða þarf forföll í síðasta lagi á hádegi daginn fyrir námskeið með tölvupósti á svth@svth.is, annars fæst ekki endurgreitt.

Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 28. janúar.

Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að fara á skráningarformið. Athugið að ef þú ert ekki félagsmaður, þá biðjum við þig að ganga frá greiðslu í gegnum hnappinn sem birtist með skráningarstaðfestingunni.

 

 

 

 

 

 

Námskeið: Að byggja upp tölvupóstlistann

Námskeið: Að byggja upp tölvupóstlistann

Hvernig færðu fólk til að skrá sig á póstlistann þinn?

 

Kennari: Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ og SAF

Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Hvenær: Þriðjudaginn 22. janúar kl. 8:30-10:00

Í framhaldi af námskeiði með Þórönnu sem haldið var síðastliðið haust um áhrifaríka markaðssetningu með tölvupósti, verður nú boðið upp á námskeið í því hvernig byggja má upp tölvupóstlista fyrirtækisins til notkunar í markaðssetningu. Ekki er nauðsynlegt að hafa sótt fyrra námskeiðið.

Farið verður yfir hinar ýmsu leiðir til að fá fólk til að skrá sig á listann, svo sem: 

  • Staðsetningar skráningarforma á vefnum 
  • Notkun samfélagsmiðla við að byggja upp póstlistann 
  • Notkun efnis til að fá fólk á listann (efnismarkaðssetning)

Frítt fyrir félagsmenn en aðrir greiða kr. 2.500,-

Athugið að boða þarf forföll í síðasta lagi á hádegi daginn fyrir námskeið með tölvupósti á svth@svth.is, annars fæst ekki endurgreitt.

Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 21. janúar.

Vinsamlegast smelltu á hnappinn til að fara á skráningarformið. Athugið að ef þú ert ekki félagsmaður, þá biðjum við þig að ganga frá greiðslu í gegnum hnappinn sem birtist með skráningarstaðfestingunni.