Troðfullt hús, upptaka og RÚV fréttir af tölvuglæpaviðburði SVÞ
Það var fullt út úr dyrum á vel heppnuðum hádegisfundi SVÞ um tölvuglæpi s.l. miðvikudag, 16. október. Á fundinum sagði Orri Hlöðversson, forstjóri Frumherja, frá reynslu fyrirtækisins af því er tölvuþrjótar reyndu að stela 5 milljónum króna af fyrirtækinu en tókst ekki. Það sem varð Frumherja til bjargar var frétt sem gjaldkeri fyrirtækisins sá fyrir tilviljun og snör viðbrögð viðskiptabanka Frumherja. Ragnar Sigurðsson, heiðarlegur hakkar (e. certified ethical hacker) og framkvæmdastjóri AwareGO ræddi helstu leiðir sem tölvuþrjótar nota til að fremja glæpi sína og hvernig fyrirtæki geta varið sig.
RÚV mætti á staðinn og tók viðtal við frummælendur og má sjá fréttina með því að smella hér eða á myndina hér fyrir neðan og smella svo á 00:07:35 – Netöryggi íslenskra fyrirtækja ábótavant, undir myndbandinu á vef RÚV.
Viðburðinum var streymt í heild sinni inn á lokaðan Facebook hóp SVÞ félaga og geta félagar sem ekki komust eða sáu streymið á miðvikudaginn nú séð upptöku af honum hér inni í hópnum. Athugið að svara þarf nokkrum spurningum til að sækja um aðgang og að hópurinn er eingöngu fyrir þá sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum SVÞ.
Við hvetjum alla til að vera á varðbergi gagnvart tölvuglæpum og munum halda áfram að fræða félagsmenn um þær hættur sem til staðar eru og hvernig má verjast þeim.
Aðalfundur Faghóps um stafræna verslun
Umbúðir og endurvinnsla: Hvernig getur þitt fyrirtæki lagt sitt af mörkum fyrir umhverfið?
Hádegisfundur: Svona stel ég 100 milljónum króna af fyrirtækinu þínu!
Upptaka frá menntamorgni atvinnulífsins um rafræna fræðslu
Menntamorgun atvinnulífsins um rafræna fræðslu var haldinn 3. október. Fundurinn var vel sóttur og þóttu erindin áhugaverð, og þá sérstaklega sú innsýn sem fundargestir fengu inn í rafræna fræðslu hjá Arion banka og Origo.
Fundinum var streymt á Facebook og má nú sjá upptöku frá honum hér fyrir neðan.
