25/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Tími stórinnkaupa er að renna upp með svokölluðum ‘Lokkunardögum’. Verðbólga, áframhaldandi vangaveltur um vöruskort, almennar hækkanir á vöruflutningum og almennt ástandið í heiminum.
Í Kastljósi í gærkveldi ræddu Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakana um stöðu verslunar í landinu á fordæmalausum tímum.
SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA Á ALLT VIÐTALIÐ
22/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Umhverfismál
Ölgerðin, sem hefur verið í framvarðarsveit íslenskra fyrirtækja á sviði sjálfbærni tekur nú enn eitt skrefið í átt að minnka kolefnisspor sitt.
Mbl.is fjallar um markmið Ölgerðarinnar en þar kemur m.a. fram að Ölgerðin hefur mælt og fylgst náið með losun frá öllum rekstri frá árinu 2015 og hefur á þeim tíma minnkað kolefnisspor sitt um 65%. Fyrirtækið gengur nú enn lengra og hefur lagt í umtalsverða vinnu við að ná utan um kolefnisspor virðiskeðjunnar út frá vísindalegum viðmiðum Science Based Targets.
Niðurstaðan er sú að eigin rekstur Ölgerðarinnar leiðir af sér undir 10% af áhrifum en yfir 90% verða til í aðfangakeðjunni sjálfri. Þannig má nefna að um 35% af kolefnissporinu sem mælist er vegna framleiðslu á umbúðum.
Vilja sína öðrum fyrirtækjum gott fordæmi
„Það er mikilvægt að fyrirtæki komi að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum sett okkur þessi markmið og nú er ekki aftur snúið. Þessu verður náð m.a. með orkuskiptum sem er nú þegar hafið og með því að setja allan kraft í það að bæta ferla fyrirtækisins út frá hringrásahagkerfinu, frá hráefnum og umbúðum til endurvinnslu. Við viljum sína öðrum fyrirtækjum gott fordæmi en Ísland mun aldrei ná loftslagsmarkmiðum sínum nema að fyrirtækin taki þátt,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar
LESIÐ ALLA GREININA HÉR
Mynd: MBL.is
22/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var í viðtali á Morgunútvarpi RÁSAR 2 í morgun ásamt Birni Einarssyni, framkvæmdastjóra Sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip þar sem þeir töluðu um að enginn vöruskortur væri fyrirsjáanlegur á landinu fyrir jólin.
HLUSTA Á ALLT VIÐTALIÐ Á RÁS 2 HÉR
17/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Fréttablaðið fjallar í dag um nýjustu könnun Prósent sem fór fram dagana 30.október til 7. nóvember 2021.
Þar kemur m.a. fram að um 92 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru líkleg til að kaupa jólagjafir í íslenskum verslunum, um 56 prósent í íslenskum vefverslunum, um 17 prósent í verslunum erlendis og um 27 prósent í erlendum vefverslunum.
HÉR ER HÆGT AÐ NÁLGAST ALLA FRÉTTINA
11/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Hækkanir á ýmiss konar vöru og þjónustu hafa verið mjög áberandi í umræðunni síðustu daga. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ segir m.a. í viðtali í Fréttablaðinu í dag; „Allir eru sammála um að svona miklar hækkanir hafa ekki sést nema kannski á stríðstímum. Þetta eru mjög skrítnir tímar,“
Að sögn Andrésar hafa frá því seint á síðasta ári orðið fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Því til viðbótar séu hækkanir á flutningskostnaði einnig miklar.
LESTU ALLA FRÉTTINA HÉR
Mynd: Fréttablaðið
10/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stafræna umbreytingin, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent voru gestir þáttarins Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir sögðu frá niðurstöðu frá könnun Prósent á vefverslunarhegðun íslendinga og kynntu til leiks Netverslunarpúlsinn, mælaborð íslenskrar netverslunar.
HLUSTAÐU Á VIÐTALIÐ HÉR