11/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Hækkanir á ýmiss konar vöru og þjónustu hafa verið mjög áberandi í umræðunni síðustu daga. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ segir m.a. í viðtali í Fréttablaðinu í dag; „Allir eru sammála um að svona miklar hækkanir hafa ekki sést nema kannski á stríðstímum. Þetta eru mjög skrítnir tímar,“
Að sögn Andrésar hafa frá því seint á síðasta ári orðið fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Því til viðbótar séu hækkanir á flutningskostnaði einnig miklar.
LESTU ALLA FRÉTTINA HÉR
Mynd: Fréttablaðið
10/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stafræna umbreytingin, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu og Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósent voru gestir þáttarins Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir sögðu frá niðurstöðu frá könnun Prósent á vefverslunarhegðun íslendinga og kynntu til leiks Netverslunarpúlsinn, mælaborð íslenskrar netverslunar.
HLUSTAÐU Á VIÐTALIÐ HÉR
05/11/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ var gestur Samfélagsins á RÚV og talaði um m.a um birtingarmynd framleiðslukerfis heimsins á tímum COVID og hvaða afleiðingu hún hefur á íslenska verslun núna þegar jólaverslun er að hefjast.
HLUSTAÐU Á ALLT VIÐTALIÐ HÉR
Viðtalið við Andrés hefst á 00:26:27
28/10/2021 | COVID19, Fréttir, Í fjölmiðlum
Rætt er við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, í Fréttablaðinu 28. október þar sem hann segir ekki stefna í vöruskort hér á landi en að faraldurinn hafi haft áhrif á framleiðslukerfi heimsins. Afhendingartími ýmissa vara hafi dregist. „Það er einfaldlega vegna þess að ýmsir íhlutir, til dæmis í bíla og húsgögn, eru framleiddir á fáum stöðum í heiminum og það þarf ekki meira til en að einni verksmiðju sé lokað vegna Covid til að afhendingartíminn lengist.“
18/10/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Morgunvaktinni á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi um hversu lengi vörur eru að berast til landsins og að kaupmenn óttist að jólavörur skili sér ekki í tæka tíð fyrir jól.
18/10/2021 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Í viðtali við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, í Viðskiptablaðinu og á Vb.is nýlega kemur fram að SVÞ óttast frekari verðbólguþrýstings vegna hrávöruverðhækkana og sumar verslanir hafa áhyggjur af afhendingu jólavarnings.
Viðtalið má sjá hér á vb.is og á bls. 10 í nýjasta tölublaði Víðskiptablaðsins.
Mynd: Haraldur Guðjónsson fyrir Viðskiptablaðið