RSV | Kortanotkun innanlands stendur nánast í stað

RSV | Kortanotkun innanlands stendur nánast í stað

Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag, 23.nóvember viðtal við forstöðukonu Rannsóknaseturs verslunarinnar RSV, Sigrúnu Ösp Sigurjónsdóttur um kortaveltu landsmanna innan og utan landsteinanna.

Í viðtalinu segir Sigrún Ösp m.a. að greiðslukortanotkun Íslendinga hefur verið að aukast það sem af er þessu ári og er aukningin nær alfarið komin til vegna ferðalaga landsmanna út í heim.  Þá bendir hún á að þrátt fyrir að kortanotkun innanlands standi nánast í staðámilli ára þá þurfi kaupmenn ekki að kvíða jólavertíðinni fram undan. „Það hefur verið mikill kraftur í einkaneyslunni á árinu en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar á þessu ári sé frekar drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og af aukinni veltu erlendis, en utanlandsferðum Íslendinga hefur fölgað mikið í ár. Kortaveltan gefur til kynna að einkaneysla verði áfram kröftug út árið,“ segir hún.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Viðtal við Sigrúnu Ösp forstöðukonu RSV

Markaðs- og kynningastjóri SVÞ hlýtur WEF Women Economic Forum viðurkenningu sem framúrskarandi leiðtogi 2022.

Markaðs- og kynningastjóri SVÞ hlýtur WEF Women Economic Forum viðurkenningu sem framúrskarandi leiðtogi 2022.

Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu tók á móti alþjóðlegri viðurkenningu WEF Women Economic Forum undir liðnum Excellece in Entrepreneurship fyrir störf sín við hátíðlega athöfn sem haldin var á Möltu laugardaginn 5.nóvember s.l.

World Economic Forum eða WEF „Excellence in Entrepreneurship“ viðurkenningin er veitt leiðtogum sem hafa staðið uppúr með sinni sérstöku sýn, áræðni, frumkvöðlastarfsemi og eru leiðtogar sem eru öðrum fyrirmynd, hvatning og leiðarljós í umræðu og fræðslu sem þarf til að leiða næstu framtíðarskref í meira meðvitaðri og valdefldandi leiðtogastörfum.

„Samtökin eru stolt af því að hafa meðal starfsfólks síns einstaklinga sem hafa skarað fram úr með þeim hætti sem Rúna hefur gert og óskum henni innilega til hamingju með viðurkenninguna“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ við þetta tækifæri.

Meðal þeirra sem hafa hlotið WEF viðurkenninguna til þessa má nefna:
H.E Marie-Louise Coleiro Preca, fyrrum forseti Möltu;
H.E. Laura Chinchilla Miranda, fyrrum forseti Costa Rica (2010-2014);
H.E. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti íslands (1980-1996);
H.E Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada
H.E. Julia Gillard, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu (2010–2013)
H.E. Maria Fernanda Espinosa Garces, forseti UN General Assembly, Ecuador
H.E. Marta Lucía Ramírez, varaforseti Kólumbíu
HE Dr Jehan Sadat, fyrrum forsetafrú Egyptalands
H.E. Dr. Gertrude I. Mongella, fyrrum forseti Tanzaníu
H.E. Cherie Blair, stofnandi, Cherie Blair Foundation Bretlandi

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500
andres(hja)svth.is

Fréttatilkynning – WEF viðurkenning 2022

Mikil breyting á vinnumarkaði | Viðskiptablað Morgunblaðsins

Mikil breyting á vinnumarkaði | Viðskiptablað Morgunblaðsins

Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Ingólf Bender, aðalhagfræðing SI um mikla breytingu á vinnumarkaði.

Þar kemur m.a. fram að hlutfall erlendra ríkisborgara sem búsettir eru í sveitarfélögum í kringum höfuðborgarsvæðið hefur tvöfaldast frá miðju ári 2010.

Í viðtalinu bendir Andrés m.a. á að á þeim tíma sem hann hefur verið framkvæmdastjóri SVÞ hefur aldrei verið kvartað jafn mikið yfir erfiðleikum við að ráða starfsfólk til starfa. Og þá sérstaklega fólk sem stenst sérstakar hæfniskröfur.

Andrés bendir einnig á að ef að við tökum heildsölu og smásöluverslanir sérstaklega þá eru þessar greinar að ganga í gegnum umbreytingu á stafrænu tækninni sem eru meiri en við höfum séð áratugum saman.  Það á ekki einungis við um Ísland heldur stöðuna allstaðar í Evrópu.  Þetta kallar á breyttar hæfniskröfur á starfsfólki og þetta er ein af þremur stærstu áskorunum sem blasir við greininni.  Hinar tvær eru stafræn umbreyting og sjálfbærni.

SMELLTU HÉR til að nálgast alla greinina.

Viðskiptablað Morgunblaðsins 19.okt 2022 - Mikil breyting á vinnumarkaði

Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?

Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?

Vísir [umræðan] birtir í dag grein eftir Jón Ólaf Halldórsson, formann Samtaka verslunar og þjónustu og Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar undir heitinu: „Ríkisstjórn Íslands leggst gegn hröðum orkuskiptum – eða hvað?“

Þar benda þeir m.a. á að Ísland hefur skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar um 29% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram enn metnaðarfyllra landsmarkmið um 55% samdrátt. Það þýðir að draga þarf úr losun um 1,3 milljónir tonna koltvísýringsígilda (CO2í) á næstu 8 árum. Að auki hefur kolefnishlutleysi árið 2040 verið lögfest.

En aðgerðir stjórnvalda hafa undanfarið ekki verið í neinu samræmi við skuldbindingar og metnaðarfull markmið. Á ríkið getur fallið kostnaður sem nemur allt að 10 milljörðum kr. á ári náist samdráttarskuldbindingar ekki í tæka tíð og í því samhengi er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt fjármálafrumvarpinu sem lagt var fram í vikunni áformar ríkið að greiða 800 milljónir kr. í ljósi vanefnda á þessu sviði. Nýkynnt fjárlagafrumvarp varpar ljósi á áform sem munu vinna harkalega gegn því að við stöndum við skuldbindingar. Allt útlit er fyrir að útsöluverð rafbíla muni hækka um þriðjung á næsta ári vegna aðgerða stjórnvalda.

LESA ALLA GREININA HÉR

„Barnvæn bylting“ Bóas Hallgrímsson varamaður í stjórn SSSK skrifar

„Barnvæn bylting“ Bóas Hallgrímsson varamaður í stjórn SSSK skrifar

Bóas Hallgrímsson, varamaður í stjórn SSSK skrifar grein sem birtist á VÍSI.is í dag 6.september 2022 þar sem hann svarar skoðunargrein Haraldars Freys Gíslasonar, formanns Félagsleiksskólakennara um hagsmuni barna séu ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál.

SMELLIÐ HÉR til að lesa alla greinina.

 

„Konungurinn gerir ekki rangt“

„Konungurinn gerir ekki rangt“

VISIR.IS birtir í dag grein eftir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu undir fyrirsögninni: „Konungurinn gerir ekki rangt“.

Þar segir Andrés;

Umfang hins opinbera í efnahagslífinu er verulegt og hefur, samkvæmt upplýsingum frá OECD, aukist nokkuð hratt frá árinu 2016. Óvíða er þó umfang hins opinbera meira en í heilbrigðiskerfinu. Nýverið höfum við tekist á við áskoranir þar sem mjög reyndi á heilbrigðiskerfið og innviði þess. Nú þegar allt bendir til þess að við komum út úr þeirri áraun standandi hefur stjórnendum og starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu með réttu verið hampað og þökkuð vel unnin störf við erfiðar aðstæður.

Við megum þó ekki gleyma okkur í neinum fagnaðarlátum. Það virðist stöðugt þurfa að minna á að gagnsæi og heiðarleiki eru grundvallaratriði í skipulagi og starfi handhafa ríkisvaldsins. Þeim sem fara með opinbert vald ber að halda þessi grundvallaraatriði í heiðri í öllum sínum störfum. Það á einnig við um stjórnendur í heilbrigðiskerfinu og eftirlitsstofnanir þess.

Embætti landlæknis

Hinn 22. ágúst síðastliðinn birti embætti landlæknis yfirlýsingu þar sem fram kom að það hefði stefnt einkafyrirtæki fyrir dómstóla. Eyddi embættið mörgum orðum í að réttlæta aðgerðina. Fluttar voru fréttir af yfirlýsingunni sem birtust víða. Rétt er að taka fram að málatilbúnaður embættisins snýr m.a. að því að fyrirtækið hafi runnið út á fresti til að kæra málið til kærunefndar útboðsmála og því hafi nefndin ekki mátt taka kæru þess til umfjöllunar. Það vekur sérstaka athygli að embætti landlæknis kýs að senda frá sér opinbera yfirlýsingu í tilefni af stefnunni enda er það ekki almennur vani hjá opinberum stofnunum að senda út yfirlýsingar af slíku tilefni. Menn geta svo spurt hver ástæðan er!

Í þessu samhengi er rétt að nefna að fjölmiðlafólk, einstaklingar og fyrirtæki hafa ítrekað þurft að leita til úrskurðarnefndar upplýsingamála til að fá aðgang að gögnum landlæknisembættisins, m.a. samningum sem það er aðili að. Í einum úrskurðinum segir m.a.: Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem fram koma í samstarfssamningnum séu til þess fallnar að valda […] tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Að undanförnu hafa Samtök verslunar og þjónustu, fyrir hönd aðildarfyrirtækja sinna, sent embættinu beiðni um upplýsingar. Efnisleg svör hafa ekki borist.

Landspítali

Landspítalinn er langstærsti veitandi heilbrigðisþjónustu í landinu. Spítalinn er í ljósi stærðar sinnar stærsti og jafnvel eini viðskiptavinur margra fyrirtækja sem starfandi eru á heilbrigðissviðinu, bæði sem birgjar og þjónustuveitendur. Mörg þeirra eru aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu. Þó að samskiptin hafi breyst til batnaðar hafa samtökin oftlega þurft að aðstoða fyrirtækin vegna viðskipta þeirra við Landspítalann, einkum vegna aðstæðna sem rekja má til þeirrar yfirburðarstöðu sem spítalinn hefur sem kaupandi vöru eða þjónustu.

Fjárfrekur málaflokkur

Innkaup hins opinbera eru umfangsmikil, ekki síst á sviði heilbrigðismála. Miklir fjármunir renna til málaflokksins, enda eru útgjöld til heilbrigðismála stærsti útgjaldaliður hin opinbera. Ákvæðum laga um opinber innkaup er bæði ætlað að stuðla að hagkvæmum innkaupum og virkri samkeppni. Í eðli sínu geta innkaupin talist ígildi úthlutunar takmarkaðra gæða. Því hefur verið

lagt kapp á að veita fyrirtækjum rétt til að láta reyna á hvort rétt hafi verið að innkaupum staðið. Það eru hagsmunir allra að bæði fyrirtækin og hið opinbera nái sem bestri niðurstöðu.

Eitt er að handhafar ríkisvaldsins vilji gera góð kaup eða séu ósáttir við lagatúlkun og leiti leiða til að fá hana endurskoðaða. Farvegur fyrir slíkt er til staðar og er öllum kunnur. Annað er þegar því fylgja orð og athafnir sem hafa það yfirbragð að þeir átti sig hvorki á stöðu sinni né beri virðingu fyrir mögulegum viðsemjendum sínum. Í því endurspeglast hið forna viðhorf að konungurinn gerir ekki rangt.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu

LESA GREININA INNÁ VÍSIR.IS