16/12/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Innherji birtir í dag grein eftir Benedikt S. Benediktsson, lögfræðing SVÞ Samtaka verslunar og þjónustu undir heitinu Í vasa hvers?
Þar vísar Benedikt m.a. í hádegisfréttir Bylgjunnar, hinn 13. desember síðastliðinn, gagnrýndi formaður Samfylkingarinnar stuðning stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í viðtalinu lét hún í ljós afstöðu sem var efnislega á þá leið að svokölluð leigubremsa væri nauðsynleg svo komið yrði í veg fyrir að boðuð 13,8% hækkun húsnæðisbóta færi að öllu leyti til leigusala. Í sama fréttatíma sagði þingmaður Flokks fólksins efnislega að húsnæðisbætur ýttu undir hækkanir og gaf í skyn að þær væru í raun fé sem rynni beint til leigusala.
Athygli vekur að hvorki formaðurinn né þingmaðurinn nefndu framboðsskort á húsnæði sem rót hækkunar húsnæðiskostnaðar.
Þá heldur Benedikt áfram og segir; Skilja verður formanninn og þingmanninn þannig að með leigubremsu sé átt við það sem hefur verið nefnt leiguþak, eða á ensku rent control. Þar er á ferðinni eitt umdeildasta fyrirbæri leiguréttar þar sem í sögunni er að finna dæmi um að tilvist leigubremsu hafi til lengri tíma litið fækkað leiguhúsnæði í tilteknum borgum um allt að 15%. Auðsætt er að slík niðurstaða mundi gagnast fáum. Orð þeirra má einnig skilja þannig að húsnæðisbætur séu óþarfar sé litið til hagsmuna leigjenda. Má jafnvel, með skreytni, skilja þær þannig að það sé í raun formsatriði að greiða húsnæðisbætur til leigjenda, einfaldara væri að greiða fjárhæðir þeirra beint til leigusala. Slíkur skilningur endurspeglar raunveruleikann hins vegar ekki vel.
Fyrir það fyrsta eru fjölmargir þættir sem jafnan hafa áhrif á rekstrarforsendur leigusala, meðal annars viðhaldskostnaður, fasteignagjöld, kostnaður vegna trygginga, breytingar á húsgjöldum og breytingar á öðrum kostnaði. Þá getur fjárhæð húsaleigu tekið mið af því hvort sett sé trygging fyrir skilvísri greiðslu eður ei og hvort leiga hafi verið greidd fyrirfram. Í öðru lagi eru flestir húsaleigusamningar gerðir til nokkurs tíma, þeim þinglýst og engin dæmi virðast um að í þeim sé kveðið á um að leigufjárhæð breytist til samræmis við breytingar á húsnæðisstuðningi.
Í þriðja lagi er það ófrávíkjanleg regla húsaleigulaga að þrátt fyrir að aðilum sé frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvernig hún skuli breytast á leigutíma skuli hún vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja. Þar gildir það meginviðmið að markaðsleiga sambærilegs húsnæðis skuli lögð til grundvallar ásamt atriðum á borð við almennan húsnæðiskostnað, staðsetningu, ástand og gerð eignar, endurbætur og viðhald, leigutíma og fyrirframgreidda leigu. Í framkvæmd hefur því verið slegið föstu að leigusala sé ekki heimilt að hækka leigufjárhæð einhliða á leigutíma nema að því leyti sem kveðið er á um í leigusamningi. Strangar kröfur eru gerðar til leigusala þegar kemur að hækkun leigu á leigutíma þó hún sé heimil samkvæmt húsaleigusamningi.
Í fjórða lagi þarf að horfa til þess að þegar samið hefur verið um húsaleigu er samningurinn annað hvort tímabundinn eða ótímabundinn. Sé hann ótímabundinn er sex mánaða lágmarksuppsagnarfrestur lögbundinn í tilviki íbúðarhúsnæðis en tólf mánaða frestur sé samningurinn til lengri tíma en tólf mánaða í tilviki leigusala sem leigja íbúðarhúsnæði í atvinnuskyni.
Húsaleigusamningar eru gagnkvæmir og jafnan gerðir í ljósi þess að báðir aðilar telja sig betur setta en án þeirra. Það eru hagsmunir beggja að hið leigða húsnæði sé vel úr garði gert og endurspeglar leigufjárhæð jafnan slíka stöðu. Það eru jafnframt hagsmunir beggja að framboð leiguhúsnæðis sé nægt. Það er ekki rétt, sem virðist hafa verið gefið í skyn, að aukinn húsnæðisstuðningur renni nær beint og óskipt í vasa leigusala. Þó húsaleiga geti vissulega tekið hækkun á sama tíma og húsnæðisbætur hækka eru fjölmargir aðrir þætti sem hafa áhrif bæði til lækkunar á hækkunar. Myndin er ekki eins svarthvít og gefið er til kynna. Hins vegar er alveg ljóst að framboð á húsnæði er ekki nægilegt.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA Á INNHERJA
30/11/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun þar sem velt var upp að verðbólgan virðist ekki vera á niðurleið þrátt fyrir spár og víða heyrast þær gagnrýnisraddir að verslanir haldi verðinu uppi þrátt fyrir lækkun á heimsmarkaðsverði í ýmsum vöruflokkum.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA!
29/11/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Morgunblaðið birtir í gær viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu þar sem hann er m.a. spurður út í breyttar verslunarhegðanir íslendinga á tímum tilboðsdaga s.s. dagur einhleypra, (Singles Day), Svartur föstudagur (Black Friday) og rafrænn mánudagur (Cyber Monday).
Í viðtalinu bendir Andrés m.a. á að „Bara fyrir örfáum árum var verslun í desember 40% meiri en í nóvember. Núna er munurinn 20%. Desember er enn þá afgerandi stærstur en munurinn hefur minnkað á milli þessara tveggja mánaða síðan svona 2018-2019 sem eru eiginlega einu samanburðarhæfu árin. Það er eiginlega útilokað að taka árin 2020 og 2021 til samanburðar.“
Þá bendir Andrés einnig á að Covid-árin ekki vera samanburðarhæf því þá ferðuðust Íslendingar lítið til útlanda. Viðskipti hafi gengið vel fyrir sig hér á landi af þeirri ástæðu.
„Nú er miklu stærri hluti viðskipta sem fer fram erlendis. Íslendingar ferðast eins og ég veit ekki hvað,“ segir Andrés.Hann segir utanlandsferðir Íslendinga eitthvað spila inn í sölu hér á landi en minna sé um að flugfélögin auglýsi beinlínis verslunarferðir til útlanda eins og áður var gert „Engu að síður, fólk ferðast og það eyðir ekki sömu peningunum tvisvar, svo mikið er víst.“ segir Andrés að lokum.
SMELLTU HÉR til að lesa allt viðtalið.
23/11/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag, 23.nóvember viðtal við forstöðukonu Rannsóknaseturs verslunarinnar RSV, Sigrúnu Ösp Sigurjónsdóttur um kortaveltu landsmanna innan og utan landsteinanna.
Í viðtalinu segir Sigrún Ösp m.a. að greiðslukortanotkun Íslendinga hefur verið að aukast það sem af er þessu ári og er aukningin nær alfarið komin til vegna ferðalaga landsmanna út í heim. Þá bendir hún á að þrátt fyrir að kortanotkun innanlands standi nánast í staðámilli ára þá þurfi kaupmenn ekki að kvíða jólavertíðinni fram undan. „Það hefur verið mikill kraftur í einkaneyslunni á árinu en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar á þessu ári sé frekar drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og af aukinni veltu erlendis, en utanlandsferðum Íslendinga hefur fölgað mikið í ár. Kortaveltan gefur til kynna að einkaneysla verði áfram kröftug út árið,“ segir hún.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ
23/11/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Í fjölmiðlum
Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu tók á móti alþjóðlegri viðurkenningu WEF Women Economic Forum undir liðnum Excellece in Entrepreneurship fyrir störf sín við hátíðlega athöfn sem haldin var á Möltu laugardaginn 5.nóvember s.l.
World Economic Forum eða WEF „Excellence in Entrepreneurship“ viðurkenningin er veitt leiðtogum sem hafa staðið uppúr með sinni sérstöku sýn, áræðni, frumkvöðlastarfsemi og eru leiðtogar sem eru öðrum fyrirmynd, hvatning og leiðarljós í umræðu og fræðslu sem þarf til að leiða næstu framtíðarskref í meira meðvitaðri og valdefldandi leiðtogastörfum.
„Samtökin eru stolt af því að hafa meðal starfsfólks síns einstaklinga sem hafa skarað fram úr með þeim hætti sem Rúna hefur gert og óskum henni innilega til hamingju með viðurkenninguna“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ við þetta tækifæri.
Meðal þeirra sem hafa hlotið WEF viðurkenninguna til þessa má nefna:
H.E Marie-Louise Coleiro Preca, fyrrum forseti Möltu;
H.E. Laura Chinchilla Miranda, fyrrum forseti Costa Rica (2010-2014);
H.E. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti íslands (1980-1996);
H.E Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada
H.E. Julia Gillard, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu (2010–2013)
H.E. Maria Fernanda Espinosa Garces, forseti UN General Assembly, Ecuador
H.E. Marta Lucía Ramírez, varaforseti Kólumbíu
HE Dr Jehan Sadat, fyrrum forsetafrú Egyptalands
H.E. Dr. Gertrude I. Mongella, fyrrum forseti Tanzaníu
H.E. Cherie Blair, stofnandi, Cherie Blair Foundation Bretlandi
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500
andres(hja)svth.is
Fréttatilkynning – WEF viðurkenning 2022
19/10/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum
Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Ingólf Bender, aðalhagfræðing SI um mikla breytingu á vinnumarkaði.
Þar kemur m.a. fram að hlutfall erlendra ríkisborgara sem búsettir eru í sveitarfélögum í kringum höfuðborgarsvæðið hefur tvöfaldast frá miðju ári 2010.
Í viðtalinu bendir Andrés m.a. á að á þeim tíma sem hann hefur verið framkvæmdastjóri SVÞ hefur aldrei verið kvartað jafn mikið yfir erfiðleikum við að ráða starfsfólk til starfa. Og þá sérstaklega fólk sem stenst sérstakar hæfniskröfur.
Andrés bendir einnig á að ef að við tökum heildsölu og smásöluverslanir sérstaklega þá eru þessar greinar að ganga í gegnum umbreytingu á stafrænu tækninni sem eru meiri en við höfum séð áratugum saman. Það á ekki einungis við um Ísland heldur stöðuna allstaðar í Evrópu. Þetta kallar á breyttar hæfniskröfur á starfsfólki og þetta er ein af þremur stærstu áskorunum sem blasir við greininni. Hinar tvær eru stafræn umbreyting og sjálfbærni.
SMELLTU HÉR til að nálgast alla greinina.