31/01/2017 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla, Viðburðir
Þriðjudaginn 24. janúar sl. bauð SSSK upp á námskeið fyrir skólastjórnendur um ánægju og vellíðan á vinnustað. Á námskeiðinu var farið yfir grundvallaratriði varðandi starfsánægju og samskipti, samskiptafærni, fjallað um viðhorf til verkefna, og vinnustaðar. Sérstaklega var unnið með hrós og endurgjöf og fleiri leiðir til að hlúa að góðu andrúmslofti / vinnustaðamenningu.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar sá um námskeiðið og var með framsögu.
Námskeiðið var mjög vel sótt og almenn ánægja með námsefnið og fyrirlesarann.
Nánari upplýsingar um Sigríði Huldu
14/10/2016 | Flutningasvið, Fréttir
Frá og með 1. janúar 2017 verða heilbrigðisvottorð farmanna aðeins gefin út af læknum sem hafa fengið viðurkenningu Samgöngustofu. Réttindamenn, m.a. skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar, sem starfa á farþega- og flutningaskipum þurfa að vera með gilt alþjóðlegt atvinnuskírteini. Slík skírteini eru gefin út skv. STCW-alþjóðasamþykktinni sem snýr að menntun, þjálfun, skírteinum og vaktstöðu sjómanna. Umsókn farmanna um útgáfu eða endurnýjun STCW-atvinnuskírteinis þarf að fylgja heilbrigðisvottorð frá viðurkenndum lækni. Slík heilbrigðisvottorð munu gilda í tvö ár, en ekki fimm ár eins og hingað til.
Ástæða þessa eru breytingar á STCW-alþjóðasamþykktinni sem Ísland er aðili að, skv. reglugerð nr. 676/2015 um menntun og þjálfun farmanna á farþega- og flutningaskipum.
Samgöngustofa hefur að undanförnu, í samstarfi við Embætti landlæknis og Læknafélagið, kynnt þessa breytingu fyrir læknum. Opnað hefur verið fyrir umsóknir þeirra um viðurkenningu á vef Samgöngustofu. Samgöngustofa mun birta á vef sínum lista yfir viðurkennda sjómannalækna.
Sjá nánar á vef Samgöngustofu.
07/10/2016 | Fréttir, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur látið útbúa leiðbeiningar um innra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum og sent til allra leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Leiðbeiningarnar:
Innra mat leikskóla
Innra mat grunnskóla
Innra mat framhaldsskóla
Til þess að leiðbeiningarnar nýtist skólum sem best við gerð innra mats fer ráðuneytið þess á leit við þá skóla sem nota leiðbeiningarnar í vetur að þeir sendi athugasemdir og tillögur um breytingar á innihaldi og texta leiðbeininganna á netfangið postur@mrn.is fyrir 10. júní 2017. Allar tillögur eru vel þegnar.
28/09/2016 | Fréttir, Samtök heilbrigðisfyrirtækja
Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins kynnti í morgun greiningu sína á íslensku heilbrigðiskerfi á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Samtaka verslunar og þjónustu undir yfirskriftinni „Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu“ . Framsögu hafði Tryggvi Másson, viðskiptafræðingur á efnahagssviði SA.
Dr. Stefán E. Matthíasson formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja flutti erindi undir yfirskriftinni „Hvert stefnum við“ þar sem hann greindi stöðu íslensks heilbrigðiskerfis.
Að loknum framsögum gafst fundargestum tækifæri til að beina spurningum til fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem lýstu áherslum og stefnumörkun sinna flokka til heilbrigðismála í aðdraganda Alþingiskosninga 2016.
Margrét Sanders, formaður SVÞ stýrði umræðum.
Glærur frá fundinum:
Hvert stefnum við? – Dr. Stefán E. Matthíasson
Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu – Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun á vef SA
21/09/2016 | Fréttir, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Viðburðir
Samtök heilbrigðisfyrirtækja, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar miðvikudaginn 28. september um tækifæri og áskoranir í íslenskri heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigð samkeppni er yfirskrift fundarins en þar munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna m.a. taka þátt í umræðum um stefnumörkun flokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2016.
DAGSKRÁ
Heilbrigð samkeppni
Tryggvi Másson, viðskiptafræðingur á efnahagssviði SA.
Hvert stefnum við?
Dr. Stefán E. Matthíasson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja.
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?
Umræður um áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu:
Ásta Guðrún Helgadóttir, Pírötum, Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokki, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu og Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum.
Margrét Sanders, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu stýrir fundi og stjórnar umræðum.
Léttur morgunverður og heitt á könnunni frá kl. 8.00.
Allir velkomnir en nauðynlegt er að skrá þátttöku. Skrá hér á vef SA.
Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík í salnum Gullteig kl. 8.30-10.