04/12/2019 | Fréttir, Stjórnvöld, Verslun
Húsfyllir var á fræðslufundi Matvælastofnunar um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti þann 28. nóvember sl.
Upptöku frá fundinum má sjá hér:
Glærur fyrirlesara má nálgast hér fyrir neðan:
Breyttar reglur um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands og staðan á Íslandi og í Evrópu
Brigitte Brugger og Vigdís Tryggvadóttir, MAST
Kampýlóbakter í alifuglakjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja
Svava Liv Edgarsdóttir, MAST
Salmonella í eggjum og kjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja
Héðinn Friðjónsson, MAST
Eftirlit og viðurlög
Dóra S. Gunnarsdóttir, MAST
02/12/2019 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Umsögn SVÞ og annarra samtaka innan Samtaka atvinnulífsins voru gerð nokkuð góð skil í umfjöllun Viðskiptablaðsins þann 28. nóvember sl. Gagnrýna samtökin harðlega inheimtukafla tekjuskattslaganna og lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda sem fellur inn í hin nýju lög. Harðlega er settt út á þá grein frumvarpsins sem fjallar um endurgreiðslu opinbers fjár og klýkur greininni með tilvitnun í umsögnina með orðunum: „Niðurstaðan á að verða sú að ríkið nýtur fullra bóta vegna vangreiðslu skatta og gjalda í formi dráttarvaxta frá gjalddaga en gjaldendur ekki. Það er hreint út sagt afkáraleg niðurstaða.“
Umfjöllunina í heild sinni má lesa á vef Viðskiptablaðsins hér: https://www.vb.is/frettir/rikid-akvedi-timamark-vaxta-sjalft/158647/
19/11/2019 | Fræðsla, Fréttir, Stjórnvöld, Viðburðir
Matvælastofnun heldur fræðslufund um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til Íslands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 – 15:00 í húsnæði stofnunarinnar að Dalshrauni 1b í Hafnarfirði.
Markmið fundar er að upplýsa um þær reglur sem brátt taka gildi um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands og þær kröfur sem innflytjendur og dreifingaraðilar þurfa að uppfylla. Farið verður yfir viðbótartryggingar vegna salmonellu og sérreglur um kampýlóbakter.
Dagskrá:
- Breyttar reglur um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands
- Staðan á Íslandi og í Evrópu
- Kampýlóbakter í alifuglakjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja
- Salmonella í eggjum og kjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja
- Eftirlit og viðurlög
Fundurinn er ætlaður matvælafyrirtækjum, einkum þeim sem flytja inn og dreifa hráum dýraafurðum, og öðrum áhugasömum.
Tilefni fundar er afnám frystikröfu og leyfisveitingar á innfluttum hráum dýraafurðum í kjölfar EFTA dóms.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að sérreglum um kampýlóbakter í alifuglakjöti og öflun viðbótartrygginga vegna salmonellu í samstarfi við Matvælastofnun. Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var samþykkt á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar 25. október sl.
Fræðslufundurinn er opinn öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Honum verður streymt í gegnum Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook og upptaka gerð aðgengileg þar og á vef Matvælastofnunar að fundi loknum.
11/11/2019 | Fréttir, Greinar, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Stjórnvöld
Í grein sem birtist á Vísi í dag lýsa forsvarsmenn fimm félaga í heilbrigðisþjónustu yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna.
Í nýrri úttekt KPMG kemur fram að verulegar brotalamir eru á núverandi kerfi sem geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega. Ennfremur segja greinarhöfundar að Sjúkratryggingar Íslands valdi ekki núverandi hlutverki sínu og séu engan veginn í stakk búnar til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu, líkt og fyrirhugað er skv. núverandi heilbrigðisstefnu.
Greinina í heild sinni má lesa hér á vefnum visir.is.
Greinina skrifa:
Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands
Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur
31/10/2019 | Fræðsla, Fréttir, Stjórnvöld, Viðburðir
Fimmtudaginn 31. október stóðu SVÞ, SAF og SI fyrir upplýsingafundi um skyldur tilkynningaskyldra aðila innan raða samtakanna vegna stöðu Íslands á gráum lista Financial Action Task Force (FATF) vegna vegna ónógra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á fundinum héldu eftirtaldir aðilar erindi:
Eiríkur Ragnarsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra
Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra
Hér má hlaða niður glærum Eiríks og Birkis á PDF formi: RKS kynning – SVÞ 31. okt 2019
Áslaug Jósepsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis Dómsmálaráðuneytisins
Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Hér má hlaða niður glærum Áslaugar og Guðrúnar á PDF formi: DMR og Seðlabankinn Kynning SVÞ 31. október
Upptöku frá fundinum má nú sjá hér fyrir neðan:
23/10/2019 | Fréttir, Innra starf, Stjórnvöld