Upptaka og glærur frá fræðslufundi um innflutt kjöt

Upptaka og glærur frá fræðslufundi um innflutt kjöt

Húsfyllir var á fræðslufundi Matvælastofnunar um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti þann 28. nóvember sl.

Upptöku frá fundinum má sjá hér:

Glærur fyrirlesara má nálgast hér fyrir neðan:

Breyttar reglur um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands og staðan á Íslandi og í Evrópu

Brigitte Brugger og Vigdís Tryggvadóttir, MAST

Kampýlóbakter í alifuglakjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja

Svava Liv Edgarsdóttir, MAST

Salmonella í eggjum og kjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja

Héðinn Friðjónsson, MAST

Eftirlit og viðurlög

Dóra S. Gunnarsdóttir, MAST

Umsögn SVÞ o.fl. um frumvarp um innheimtu opinberra skatta og gjalda

Umsögn SVÞ o.fl. um frumvarp um innheimtu opinberra skatta og gjalda

Umsögn SVÞ og annarra samtaka innan Samtaka atvinnulífsins voru gerð nokkuð góð skil í umfjöllun Viðskiptablaðsins þann 28. nóvember sl. Gagnrýna samtökin harðlega inheimtukafla tekjuskattslaganna og lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda sem fellur inn í hin nýju lög. Harðlega er settt út á þá grein frumvarpsins sem fjallar um endurgreiðslu opinbers fjár og klýkur greininni með tilvitnun í umsögnina með orðunum: „Niðurstaðan á að verða sú að ríkið nýtur fullra bóta vegna vangreiðslu skatta og gjalda í formi dráttarvaxta frá gjalddaga en gjaldendur ekki. Það er hreint út sagt afkáraleg niðurstaða.“

Umfjöllunina í heild sinni má lesa á vef Viðskiptablaðsins hér: https://www.vb.is/frettir/rikid-akvedi-timamark-vaxta-sjalft/158647/

Fræðslufundur MAST: Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti

Fræðslufundur MAST: Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti

Matvælastofnun heldur fræðslufund um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til Íslands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 – 15:00 í húsnæði stofnunarinnar að Dalshrauni 1b í Hafnarfirði.

Markmið fundar er að upplýsa um þær reglur sem brátt taka gildi um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands og þær kröfur sem innflytjendur og dreifingaraðilar þurfa að uppfylla. Farið verður yfir viðbótartryggingar vegna salmonellu og sérreglur um kampýlóbakter.

Dagskrá:

  • Breyttar reglur um innflutning á fersku hráu kjöti til Íslands
  • Staðan á Íslandi og í Evrópu
  • Kampýlóbakter í alifuglakjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja
  • Salmonella í eggjum og kjöti – ábyrgð matvælafyrirtækja
  • Eftirlit og viðurlög

Fundurinn er ætlaður matvælafyrirtækjum, einkum þeim sem flytja inn og dreifa hráum dýraafurðum, og öðrum áhugasömum.

Tilefni fundar er afnám frystikröfu og leyfisveitingar á innfluttum hráum dýraafurðum í kjölfar EFTA dóms.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að sérreglum um kampýlóbakter í alifuglakjöti og öflun viðbótartrygginga vegna salmonellu í samstarfi við Matvælastofnun. Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var samþykkt á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar 25. október sl.

Fræðslufundurinn er opinn öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Honum verður streymt í gegnum Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook og upptaka gerð aðgengileg þar og á vef Matvælastofnunar að fundi loknum.

Lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu

Lýsa yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup heilbrigðisþjónustu

Í grein sem birtist á Vísi í dag lýsa forsvarsmenn fimm félaga í heilbrigðisþjónustu yfir vantrausti á núverandi kerfi við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu og krefjast þess að stjórnvöld grípi inní áður en varanlegar skemmdir verða á mikilvægum lykilþáttum heilbrigðisþjónustu landsmanna.

Í nýrri úttekt KPMG kemur fram að verulegar brotalamir eru á núverandi kerfi sem geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þjónustuveitanda og þjónustuþega. Ennfremur segja greinarhöfundar að Sjúkratryggingar Íslands valdi ekki núverandi hlutverki sínu og séu engan veginn í stakk búnar til að taka við innkaupum á allri heilbrigðisþjónustu, líkt og fyrirhugað er skv. núverandi heilbrigðisstefnu.

Greinina í heild sinni má lesa hér á vefnum visir.is.

Greinina skrifa:
Elín Sigurgeirsdóttir, f.v. formaður Tannlæknafélags Íslands
Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu
Haraldur Sæmundsson, formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara
Jón Gauti Jónsson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur

Upptaka frá upplýsingafundi um peningaþvætti

Upptaka frá upplýsingafundi um peningaþvætti

Fimmtudaginn 31. október stóðu SVÞ, SAF og SI fyrir upplýsingafundi um skyldur tilkynningaskyldra aðila innan raða samtakanna vegna stöðu Íslands á gráum lista Financial Action Task Force (FATF) vegna vegna ónógra varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á fundinum héldu eftirtaldir aðilar erindi:

Eiríkur Ragnarsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra

Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur hjá Ríkisskattstjóra

Hér má hlaða niður glærum Eiríks og Birkis á PDF formi: RKS kynning – SVÞ 31. okt 2019

Áslaug Jósepsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis Dómsmálaráðuneytisins

Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður á sviði fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum

Hér má hlaða niður glærum Áslaugar og Guðrúnar á PDF formi: DMR og Seðlabankinn Kynning SVÞ 31. október

Upptöku frá fundinum má nú sjá hér fyrir neðan: