Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Reykjavík síðdegis 1. desember þar sem hann ræddi óbreyttar sóttvarnaraðgerðir til 9. desember. Óskir samtakanna eru að í matvöru- lyfjaverslunum sem eru yfir 1 þúsund fermetrar að stærð geti verið allt að 100 manns í einu og svo 1 fyrir hverja 10 fermetra í viðbót, og í öðrum verslunum upp í 20 manns. Þannig var fyrirkomulagið í vor. Hann segir samtökin hafa haft ástæðu til að ætla að hljómgrunnur hefði verið fyrir þessari tillögu áður en þriðja bylgjan hófst en svo hafi ekki orðið.

Samtökin gagnrýna einnig skort á fyrirsjáanleika, samræmi og samráði bæði við verslanir og atvinnulífið almennt. Erfitt sé fyrir fyrirtæki að skipuleggja sig þegar upplýsingar berist með stuttum fyrirvara, líkt og t.d. var núna þegar aðgerðir voru framlengdar. Ósamræmi er í því t.d. að litlar lyfjaverslanir geti haft 50 manns inni hjá sér, á meðan risastórar verslanir, t.d. byggingavöruverslanir, mega einungis hafa 10 manns í einu.

Andrés segir lítið sem ekkert samráð vera við sóttvarnaryfirvöld, þau séu helst í gegnum fjölmiðla og ekki hafi borist nein almennileg viðbrögð við þessum sjónarmiðum.

Ljóst er að nýliðinn mánuður verður metmánuður í netverslun en jafnramt liggur fyrir að það mun ekki brúa það bil sem þarf til að bæta upp að fólk geti ekki verslað með hefðbundnum hætti. Mikið vanti upp á að sóttvarnaryfirvöld horfi lausnamiðuð á málin.

Hlustaðu á viðtalið hér:

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Framkvæmdastjóri SVÞ segir sykurskatt eina verstu skattheimtuna

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var mjög skýr í þegar Mbl.is ræddi við hann um hugmyndir starfshóps heilbrigðisráðherra um sykurskatt. Sagði hann samtökin vera alfarið á móti svona neyslustýringasköttum og hafa alltaf verið það. Hann sagði sambærilegan skatt á árunum 2009-2013 vera eina verstu skattheimtu sem hann hafi þurft að eiga við á öllum ferli sínum í hagsmunagæslu og að hann hafi ekki skilað markmiðum sínum, hvorki lýðheilsu- né tekjumarkmiðum.

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA

 

Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja ekki lagastoð fyrir frestun skurðaðgerða

Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja ekki lagastoð fyrir frestun skurðaðgerða

Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja að landlækni hafi skort lagastoð fyrir að fresta valkvæðum skurðaðgerðum. Samtökin hafa sent heilbrigðisráðneytinu erindi og gert grein fyrir þeirri afstöðu. Virðist sem landlæknir hafa grundvallað fyrirmæli sín á lagaákvæði sem veitir slíkri frestun ekki stoð. Undir slíkum kringumstæðum verður að líta svo á að engin fyrirmæli hafi verið gefin út varðandi frestunina.

SVÞ og VR hvetja stjórnvöld til stefnumótunar og aðgerða í stafrænum málum

SVÞ og VR hvetja stjórnvöld til stefnumótunar og aðgerða í stafrænum málum

SVÞ og VR sendu í dag hvatningu og tillögur til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. 

Heimsfaraldur COVID-19 hefur hraðað stafrænni þróun gríðarlega og ýtir enn frekar undir það bil sem þegar var farið að myndast meðal þeirra sem hafa og ekki hafa stafræna hæfni, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga. Einnig hafa fjölmargir aðilar, á borð við OECD, World Economic Forum og Sameinuðu þjóðirnar, lýst því yfir að faraldurinn hafi aukið enn á mikilvægi þess að brúa hið stafræna bil og að stafræn þróun muni leika lykilhlutverk við að koma efnahagskerfum heimsins úr kórónuveirukreppunni. 

Í hvatningunni lýsa SVÞ og VR miklum áhyggjum af stöðu stafrænnar þróunar í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði og skorti á stafrænni hæfni. Í greinargerð með tillögunum er m.a. vitnað í alþjóðlegar rannsóknir sem sýna að Ísland er að dragast verulega aftur úr þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, ekki síst Norðurlandaþjóðunum, sem allar eru í fararbroddi í stafrænni þróun á heimsvísu. Þá er einnig bent á að mikil tækifæri séu til norræns samstarfs á þessu sviði og eru SVÞ og VR til að mynda þegar búin að koma á samstarfi við öfluga norræna aðila, m.a. um samstarf við Stafrænt hæfnisetur, sem er einn hluti af tillögum þeirra. 

Lesa má hvatninguna í heild sinni hér.

Lagðar eru fram fimm tillögur til að hraða stafrænni þróun hjá íslenskum fyrirtækjum og starfsfólki: 

  • Komið verði á samstarfsvettvangi stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífs, vinnumarkaðar og háskólasamfélags til að vinna að öflugri stafrænni framþróun í íslensku samfélagi og atvinnulífi,   
  • Mótuð verði heildstæð stefna í stafrænum málum fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf og farið í markvissar aðgerðir til að stuðla að stafrænni framþróun,   
  • Sett verði á fót Stafrænt hæfnisetur til eflingar stafrænni hæfni í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði, 
  • Skattfrádráttur rannsóknar- og þróunarverkefna verði útvíkkaður til að ná til stafrænna umbreytingaverkefna,
  • Áhersla verði lögð á það í menntastefnu og aðgerðum að efla stafræna færni á öllum skólastigum. 

Þegar er hafið samtal við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og menntamálaráðuneytið og undirbúningur að Stafrænu hæfnisetri er hafinn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. 

Tillögurnar verða kynntar frekar á aðalfundi faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi sem fram fer í dag og verður sá hluti fundarins sýndur í beinni útsendingu í Facebook hóp SVÞ sem helgaður er stafrænum málum hér.

Nánari upplýsingar um tillögurnar, og greinargerð sem þeim fylgir má lesa hér fyrir neðan:

Click to read Stafræn þróun – hvatning til stjórnvalda

Formaðurinn í Bítinu um eflingu stafrænnar hæfni

Formaðurinn í Bítinu um eflingu stafrænnar hæfni

Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, var í Bítinu hjá Heimi og Gulla í morgun þar sem hann ræddi þörfina til að efla Ísland í stafrænni þróun, ekki síst stafrænni hæfni. Ísland stendur mun aftar en mörg þau lönd sem við berum okkur saman við, s.s. Norðurlöndin og ýmis lönd í Vestur-Evrópu og þörf er á því að fara í heildstæða stefnumótun og markvissar aðgerðir til að taka á þessum málum.

SVÞ og VR munu á morgun senda hvatningu og tillögur til ríkisstjórnarinnar um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Á aðalfundi faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi, sem haldin verður í fyrramálið, verður sú hvatning og þær tillögur kynntar og verður sá hluti fundarinns í beinni útsendingu í stafrænum hóp SVÞ á Facebook hér frá 8:30 til ca. 9:30

Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan:

Ekkert eftirlit með eftirlitinu?

Ekkert eftirlit með eftirlitinu?

Benedikt Benediktsson, lögfræðingur SVÞ skrifar í Fréttablaðið þann 9. september sl.

Aðvörun: Í þessari grein er orðið „eftirlit“ svo margtuggið að það mætti halda að engin hafi annast eftirlit með skrifunum. Það er í stuttu máli kórrétt og sennilega ámælisvert.

Ef maður gúgglar orðin „eftirlit brást“ fást fjölmargar leitarniðurstöður. Ef tekin eru handahófskennd dæmi virðast menn t.d. telja að eftirlit hafi brugðist á sviði starfsemi vistheimila, opinberra innkaupa, umhverfismála, heilbrigðismála, fjármálastofnana, rekstrar sendiráða, dýravelferðar og matvæla, fiskeldis, landamæragæslu og mannvirkjagerðar. Ef lesið er milli línanna vaknar oft grundvallar spurningin hvort það sé virkilega svo að engin hafi eftirlit með eftirlitinu? Margar ástæður geta reynst vera fyrir því að eftirlit bregst. Til að mynda taldi ein af rannsóknarnefndum Alþingis að slíka ástæðu mætti rekja til útbreidds skeytingarleysis í umgengni við eftirlit, skilningsleysi á því hvað gerir eftirlit virkt og trúverðugt og áhrifa pólitískra ráðninga. Önnur rannsóknarnefnd taldi ekkert mikilvægara en að eftirlitsaðilar væru óháðir og eftirlitsheimildir þeirra væru ótvíræðar.

Hvað gerist þegar eftirlit bregst?

Þegar eftirlit hefur brugðist getur komið til þess að Ríkisendurskoðun eða umboðsmaður Alþingis dragi af því ályktanir. Endapunkturinn er oft sá að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ályktar um brestina. Fjölmiðlar taka við og við skrælingjarnir eigum ekki orð yfir því allsherjareftirlitsleysi sem ríkir. Sumir ganga svo langt að kalla eftir afsögn einhvers eða jafnvel refsingu. Það eru oft endalok málsins.

Af hverju gerum við þetta ekki betur?

En er ekki til skilvirkari leið til eftirlits með eftirliti en eftiráeftirlit sem skilar eftirlitsniðurstöðu sem efnislega felur í sér að einhver annar hafi brugðist við eftirlit? Svarið við spurningunni er jákvætt, bæði skilvirkara og vandaðra eftirlit með eftirliti er ekki bara til heldur er það í notkun á Íslandi. „HA!“ mundi einhver eflaust segja, „getur það verið?“

Um síðustu áramót voru 269.825 fólksbílar skráðir á Íslandi og eigendur þeirra fara með bílinn í reglulega skoðun á skoðunarstöð. Skoðunarstöðvum hefur verið falið að hafa eftirlit með því að ökutæki séu í ásættanlegu ásigkomulagi enda getur notkun þeirra verið frekar hættuleg. Til að skoðunarstöð sé heimilt að stunda bifreiðaskoðun þarf hún hafa hafa fengið svokallaða faggildingu. Í grófum dráttum er faggilding ekkert annað en vottorð um að starfsemi skoðunarstöðvarinnar sé í lagi, starfsmennirnir viti hvað þeir eru að gera og „eitthvað annað“ sé ekki að hafa áhrif á niðurstöðu skoðunar. Til að skoðunarstöð fái faggildingu og viðhaldi henni þarf hún að uppfylla ýmis skilyrði. Skilyrðin eru í grundvallaratriðum ákveðin á alþjóðlegum vettvangi og stefna þau að því að auka traust neytenda á vörum og þjónustu. Þegar ég fer með bílinn í skoðun get ég treyst því að einhver hefur eftirlit með skoðunarstöðinni. Því þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að kaupa köttinn í sekknum og haldi út á þjóðveginn á stórhættulegu tæki eða labbi ella heim eftir að skráningarnúmerið hefur að ósekju verið fjarlægt af bílnum.

Og hvað svo?

En þá kynni einhver að spyrja: „Fyrst fargsnyrpling er til (Innskot: Það getur verið erfitt að muna orðið faggilding) af hverju hafa ekki allir eftirlitsaðilar faggildingu?“. Á því eru margar skýringar og meðal þeirra eru lítil meðvitund um tilvist faggildingar, takmarkaður skilningur á faggildingu, m.a. af hálfu stjórnvalda og neytenda, og sérstakur áhugi þeirra sem hafa eftirlit á því að sæta ekki of miklu eftirliti sjálfir og þá helst aðeins eftirliti frá þeim sem þeir þekkja.