Fólk ferðast og það eyðir ekki sömu pen­ing­un­um tvisvar!

Fólk ferðast og það eyðir ekki sömu pen­ing­un­um tvisvar!

Morgunblaðið birtir í gær viðtal við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu þar sem hann er m.a. spurður út í breyttar verslunarhegðanir íslendinga á tímum tilboðsdaga s.s. dagur einhleypra, (Singles Day), Svartur föstudagur (Black Friday) og rafrænn mánudagur (Cyber Monday).

Í viðtalinu bendir Andrés m.a. á að „Bara fyr­ir ör­fá­um árum var versl­un í des­em­ber 40% meiri en í nóv­em­ber. Núna er mun­ur­inn 20%. Des­em­ber er enn þá af­ger­andi stærst­ur en mun­ur­inn hef­ur minnkað á milli þess­ara tveggja mánaða síðan svona 2018-2019 sem eru eig­in­lega einu sam­an­b­urðar­hæfu árin. Það er eig­in­lega úti­lokað að taka árin 2020 og 2021 til sam­an­b­urðar.“ 

Þá bendir Andrés einnig á að Covid-árin ekki vera sam­an­b­urðar­hæf því þá ferðuðust Íslend­ing­ar lítið til út­landa. Viðskipti hafi gengið vel fyr­ir sig hér á landi af þeirri ástæðu.

„Nú er miklu stærri hluti viðskipta sem fer fram er­lend­is. Íslend­ing­ar ferðast eins og ég veit ekki hvað,“ seg­ir Andrés.Hann seg­ir ut­an­lands­ferðir Íslend­inga eitt­hvað spila inn í sölu hér á landi en minna sé um að flug­fé­lög­in aug­lýsi bein­lín­is versl­un­ar­ferðir til út­landa eins og áður var gert „Engu að síður, fólk ferðast og það eyðir ekki sömu pen­ing­un­um tvisvar, svo mikið er víst.“ segir Andrés að lokum.

SMELLTU HÉR til að lesa allt viðtalið.

RSV | Kortanotkun innanlands stendur nánast í stað

RSV | Kortanotkun innanlands stendur nánast í stað

Viðskiptablað Morgunblaðsins birtir í dag, 23.nóvember viðtal við forstöðukonu Rannsóknaseturs verslunarinnar RSV, Sigrúnu Ösp Sigurjónsdóttur um kortaveltu landsmanna innan og utan landsteinanna.

Í viðtalinu segir Sigrún Ösp m.a. að greiðslukortanotkun Íslendinga hefur verið að aukast það sem af er þessu ári og er aukningin nær alfarið komin til vegna ferðalaga landsmanna út í heim.  Þá bendir hún á að þrátt fyrir að kortanotkun innanlands standi nánast í staðámilli ára þá þurfi kaupmenn ekki að kvíða jólavertíðinni fram undan. „Það hefur verið mikill kraftur í einkaneyslunni á árinu en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar á þessu ári sé frekar drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og af aukinni veltu erlendis, en utanlandsferðum Íslendinga hefur fölgað mikið í ár. Kortaveltan gefur til kynna að einkaneysla verði áfram kröftug út árið,“ segir hún.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Viðtal við Sigrúnu Ösp forstöðukonu RSV

Frá lögfræðisviði SVÞ | Mikilvægi réttra verðmerkinga

Frá lögfræðisviði SVÞ | Mikilvægi réttra verðmerkinga

Á þessu ári hefur kærunefnd vöru- og þjónustukaupa fellt þrjá úrskurði sem tilefni er til vekja athygli á. Í öllum tilvikum var deilt um hvort verslun væri bundin við ranga verðmerkingu á söluvörum. Úrlausnir kærunefndarinnar gefa til kynna að vanda þarf til verka við verðmerkingar, hvort heldur er á verslunarvörum í hefðbundinni verslun eða þegar slíkar vörur eru seldar í netverslun.

Í tveimur úrskurðum kærunefndarinnar frá 28. janúar 2022 var deilt um hvort verslun væri skylt að efna samninga um sölu á verkfærasettum þar sem mistök höfðu leitt til þess að uppgefið tilboðsverð nam aðeins 10% af því verði sem til stóð að bjóða. Ekki var fallist á kröfu neytanda og var verslunin því óbundin af hinu ranga verði. Í úrskurði kærunefndarinnar frá 18. október 2022 var deilt um hvort verslun væri skylt að efna samning um kaup á fjórhjóli þar sem mistök höfðu leitt til þess að verð þess hafði verið merkt einni milljón króna lægra en til stóð. Fallist var á kröfu neytanda og var úrskurðurinn efnislega á þá leið að versluninni væri skylt að standa við hið rangt merkta verð.

Af lestri úrskurðanna verður ráðið að það hallar í verulegum atriðum á verslunina þegar mistök verða við verðmerkingu. Því er afar brýnt að ganga úr skugga um að vörur sé rétt verðmerktar. Hafa ber í huga að ákvæði 5. mgr. 3. gr. reglna nr. 536/2011, um verðmerkingar og einingarverð við sölu á vörum, eru svohljóðandi:

Fyrirtæki skal selja vöru á því verði sem verðmerkt er einnig þótt um mistök sé að ræða. Þetta á hins vegar ekki við ef kaupanda má vera ljóst að um mistök sé að ræða.

Mjög mikið þarf að koma til eigi að takast á sýna fram á að kaupanda hafi verið mistökin ljós.

Nánari upplýsinga má leita hjá Benedikt S. Benediktssyni, lögfræðingi SVÞ, benedikt(hjá)svth.is, s. 864-9136.

Sarpurinn | Ný áskriftarleið RSV

Sarpurinn | Ný áskriftarleið RSV

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar.

Markmið Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er að hafa allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu aðgengilegar á einum stað. Það markmið verður að veruleika í dag, 1.nóvember, þegar rannsóknasetrið opnar nýjan notendavef, Sarpinn. Tilkoma Sarpsins eru mikil tímamót fyrir hagaðila innlendrar verslunar og þjónustu.

Á notendavef RSV, Sarpinum, er hægt að nálgast allar upplýsingar og göng er varða verslun og þjónustu í landinu aðgengilegar á einum stað. Almennt felst starfsemi rannsóknasetursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til fyrirtækja og almennings.

Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra  tölfræði sem stjórnendur í verslun þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma.

Á Sarpinum má nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu.

Mælaborð verslunarinnar.

Mælaborð verslunarinnar lítur dagsins ljós með tilkomu Sarpsins. Þar má einnig finna kortaveltusvæði með gögnum RSV um kortaveltu, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna og vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu.

Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV sem gefinn verður út í fyrsta sinn á árinu 2022. Sarpurinn verður í stöðugri þróun og munu spennandi nýjungar reglulega líta þar dagsins ljós.

SMELLTU HÉR til að finna hvaða áskriftarleið Sarpsins hentar þinni verslun.

Taktu þátt í leitinni að ‘Jólagjöf ársins 2022’

Taktu þátt í leitinni að ‘Jólagjöf ársins 2022’

RSV (Rannsóknasetur Verslunarinnar) leitar til innlendra verslana eftir tillögum að jólagjöf ársins!

Nú er komið að hinu árlega verkefni RSV um jólagjöf ársins!
Jogging gallinn varð fyrir valinu í fyrra en hvað verður í jólapakkanum í ár?

Verkefnið fer þannig fram að upplýsinga er aflað frá neytendum og verslunum um vinsælar sérvörur í aðdraganda jóla. Rýnihópur RSV, sem skipaður er völdum neytendafrömuðum, mun svo koma saman og velja jólagjöf ársins út frá gefnum upplýsingum og forsendum.

Niðurstaðan verður að þessu sinni birt þann 1. desember nk.

Til að fá upplýsingar um hvaða vörur seljast best í aðdraganda jóla leitum við til ykkar sem rekið verslanir í landinu. Við tryggjum að gagnaskil fari fram með einföldum hætti svo þátttaka verði sem minnst íþyngjandi.

Við hvetjum ykkur til að taka þátt! Hverjar verða þrjár mest seldu vörurnar í þinni verslun á tímabilinu 1. október til 20. nóvember?

Þátttaka tilkynnist með tölvupósti á netfangið rsv@rsv.is. Tilkynning um þátttöku skal innihalda upplýsingar um nafn verslunar og tengilið hennar.
Þátttakendur fá sendar upplýsingar um vefform fyrir gagnaskil í tölvupósti. Einnig er hægt að óska eftir símtali og skila þannig upplýsingunum munnlega. Gagnaskil fara fram dagana 21.-24. nóvember nk.

Ferðamannavelta í september jókst um 18,4% á milli ára.

Ferðamannavelta í september jókst um 18,4% á milli ára.

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag skýrslu yfir heildargreiðslukortuveltu í september s.l.

Heildar greiðslukortavelta* í september sl. nam rúmum 111,2 milljörðum kr. og jókst um 18,4% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis hefur ekki mælst hærri í septembermánuði, að nafnvirði, frá upphafi mælinga árið 2012. Aðeins einu sinni hefur ferðamannaveltan í september mælst hærri að raunvirði, það var árið 2018. Kortavelta erlendra ferðamanna nam tæpum 26,8 milljörðum kr. í september sl. og dróst saman um tæp -29,4% á milli mánaða en jókst um 45% á milli ára. Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir 38,6% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í september sl. Þjóðverjar komu næstir með 6,7% og svo Bretar með 6,6%.

Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 84,4 milljörðum kr. í september sl. og jókst um 11,9% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 42,9 milljörðum kr. sem er 5,28% meira en á sama tíma í fyrra. Innlend kortavelta í þjónustu nam tæpum 41,5 milljarði kr. og jókst hún um tæp 19,8% á milli ára.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA SKÝRSLUNA