Ráðstefna SVÞ og SFF 1.júní n.k.

Ráðstefna SVÞ og SFF 1.júní n.k.

Notkun reiðufjár í verslun og þjónustu er yfirskrift ráðstefnu sem Samtök fjármálafyrirtækja og Samtök verslunar og þjónustu standa sameiginlega.

Dagsetning: fimmtudaginn 1. júní 2023
Staður: Grand hótel Reykjavík.
Tími:     9:00 til 11:00.

Á fundinum mun Bengt Nilervall hjá Svensk Handel halda erindi um reynslu Svía á þessu sviði. Auk þess mun Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, fara yfir hvernig málið horfi við Seðlabankanum. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem meðal annars verður rýnt í notkun reiðufjár út frá sjónarhóli fjármálastofnana, verslunar og lögregluyfirvalda.

Dagskrá:

  • Bengt Nilervall hjá Svensk Handel.
  • Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Pallborðsumræður:

  • Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi.
  • Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
  • Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.

Smelltu HÉR fyrir skráningu.

Umræða um styttingu opnunartíma verslana orðin háværari.

Umræða um styttingu opnunartíma verslana orðin háværari.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu bendir á í viðtali í Morgunblaðinu í dag að umræða um stytt­ingu opn­un­ar­tíma versl­ana komi reglu­lega upp í sam­fé­lag­inu, en að hún virðist sí­fellt meira áber­andi.

Hann seg­ir marga þætti spila inn í aukna umræðu um mál­efnið og nefn­ir sem dæmi launa­kostnað, breytt viðskipta­mynst­ur og breytta neyslu­hegðun. Þegar allt þetta komi sam­an sé þörf­in fyr­ir langa opn­un­ar­tíma minni.

Þá ítrekar Andrés að hins veg­ar að sam­tök­in sjálf taki ekki af­stöðu eða leggi nein­ar lín­ur varðandi mál­efnið vegna sam­keppn­islaga, og sé það und­ir hverju og einu fyr­ir­tæki að ákv­arða eig­in opn­un­ar­tíma.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ

Kortaveltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mars og apríl mánaða

Kortaveltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mars og apríl mánaða

Kortavelta dregst saman á milli mánaða.

Heildar greiðslukortavelta* hérlendis í apríl sl. nam tæpum 104 milljörðum kr. Veltan dróst saman um rúm 4,5% á milli mánaða en jókst um 11,8 % á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 82 milljörðum kr. en velta innlendra korta dróst saman um rúm 5,3% á milli mars og aprílmánaðar. Veltan jókst þó um rúm 4,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 21,9 milljörðum kr. Veltan dróst lítillega saman á milli mars og aprílmánaðar, um rúmt 1,5%, en jókst um 53,6% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í apríl sl. var 8,3% en framlag innlendra korta 3,6%.

SJÁ NÁNAR INNÁ VEF RSV HÉR! 

Ný skýrsla McKinsey & EuroCommerce ‘The State of Grocery Retail 2023’

Ný skýrsla McKinsey & EuroCommerce ‘The State of Grocery Retail 2023’

McKinsey og EuroCommerce birtir í dag skýrsluna ‘Living with and responding to uncertainty: The State of Grocery Retail 2023.’  Skýrslan gefur innsýn inní áskoranir matvælaverslana í Evrópu útfrá viðtölum við stjórnendur frá 50 fyrirtækjum í matvælaverslunum í Evrópu sem og könnun frá yfir 12 þúsund neytenda frá níu evrópu löndum.

Sjá fréttatilkynningu frá McKinsey & EuroCommerce – HÉR! 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR SKÝRSLU McKINSEY

Kortavelta jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Frá Rannsóknasetri verslunarinnar.

Heildar greiðslukortavelta hérlendis í mars sl. nam rúmum 108 milljörðum kr. og jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Heildar kortavelta innlendra greiðslukorta hérlendis nam rúmum 86 milljörðum kr. og jókst um tæp 14% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 45,6 milljörðum kr. í mars sl. og jókst um rúm 13,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Framlag stórmarkaða og dagvöruverslana til ársbreytingarinnar er stærst, tæp 9,7%. Meðfylgjandi mynd sýnir ársbreytingu kortaveltu innlendra korta í verslun innanlands og framlag tegunda verslana til breytingarinnar.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR INNÁ VEF RSV HÉR! 

Um gróða dagvöruverslana | Visir.is

Um gróða dagvöruverslana | Visir.is

Visir birtir í dag grein frá Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu undir fyrirsögninni: ‘Um gróða dagvöruverslana’.

Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. Nýlega var það t.d. fullyrt þar á bæ að dagvöruverslanir hefðu undanfarið, og í ríkara mæli en áður, velt verðhækkunum frá birgjum yfir á neytendur. Ekki var að sjá að þessi staðhæfing væri sérstaklega rökstutt.

Eins og öllum er kunnugt þá hafa verðhækkanir frá birgjum, bæði vegna innfluttrar vöru og innlendrar, verið nær fordæmalausar undanfarna mánuði. Ástæður þess ættu öllum að vera kunnar, en bæði heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa haft veruleg áhrif á framleiðslu- og flutningskostnað um allan heim, með tilheyrandi áhrifum á vöruverð.

Fyrir nokkru birti Samkeppniseftirlitið sk. framlegðargreiningu fyrir nokkra lykilmarkaði á smásölustigi. Einn þessara markaða var dagvöruverslun. Meðal þeirra fullyrðinga sem eftirlitið setur þar fram er að álagning í smásölu á Íslandi sé há í alþjóðlegum samanburði. Þessi fullyrðing er ein af fjölmörgum ágöllum sem hagsmunaaðilar hafa gert athugasemdir við enda á hún ekki við rök að styðjast. Það er beinlínis ekkert í greiningu eftirlitsins sem styður þessa staðhæfingu. Hvorki framlegðar- né hagnaðarhlutfall fyrirtækja á þessum markaði hefur aukist undanfarin ár. Velta fyrirtækja í þessum greinum jókst mikið á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en álagning jókst hins vegar ekki.

Nú hafa þrjú stærstu fyrirtækin á dagvörumarkaði nýlega birt uppgjör sín. Ekkert í þeim uppgjörum styður fullyrðingar ASÍ og Samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti hafa fyrirtæki á þessum markaði tekið á sig framlegðarskerðingu og með því móti lagt sitt af mörkum til að vinna bug á verðbólgunni sem er hinn sameiginlegi óvinur atvinnulífs og heimila.

SMELLIÐ HÉR til að nálgast greinina á Visir.is