15/05/2024 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Innlend kortavelta eykst um 0,12% á milli ára
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
Kortavelta innanlands nam 81,8 milljörðum króna í apríl 2024. Það er 0,12% hækkun á milli ára á breytilegu verðlagi. Kortavelta í innlendri netverslun nemur 15,025 ma.kr. og eykst um 17,4% á milli ára. Þá er samdráttur í neyslu ferðamanna á landinu í apríl en erlend kortavelta nemur 16,75 ma.kr. og dregst saman um 23,6% á milli ára.
Innlend kortavelta er tvískipt eftir þjónustu og verslun.
Þjónusta nemur 37,4 milljörðum króna og eykst um 0,8% á milli ára og verslun nemur 44,4 milljörðum króna og dregst saman um 0,5% á milli ára
Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni.
15/04/2024 | Fréttir, Innra starf, Stafræna umbreytingin, Upptaka, Verslun, Þjónusta
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu hátíðlega uppá 25 ára starfsafmælið sitt á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll miðvikudaginn 10.apríl sl., undir þemanu ‘Framtíðin bíður ekki!’
Uppselt var á ráðstefnuna og komust færri að en vildu.
Nú er hægt að nálgast allar upptökur frá 18 viðburðum, fyrirlestrum, pallborðum og Á Trúnó.
Smelltu HÉR til að nálgast sérstaka afmælisútgáfu myndaalbúm sem verður opið til 7.maí nk.
Ath! félagsfólk SVÞ hefur ótakmarkaðan aðgang að öllu efni ráðstefnunnar inn á ‘Mínar síður’
15/04/2024 | Fréttir, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu héldu uppá 25 ára starfsafmæli samtakanna með glæsilegri ráðstefnu á Parliament Hótel Reykjavik v/Austurvöll undir heitinu ‘Framtíðin bíður ekki’
Við komum til með að birta öll myndbönd frá ráðstefnunni á næstu dögum, en hér kemur smá stemningsmyndband sem gefur innsýn inn í ráðstefnuna.
12/04/2024 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hélt uppá 25 ára starfsafmælið á Parliament Hótel Reykjavik við Austurvöll 10.apríl sl.
Af því tilfefni gaf Viðskiptablaðið út sérstakt SVÞ blað, yfirfullt af viðtölum og greinum frá fólki og fyrirtækjum innan samfélags SVÞ.
Þú getur nálgast blaðið hér fyrir neðan.
25 ára afmælisblað SVÞ 10.apríl 2024

08/03/2024 | Fréttir, Greining, Verslun
Kortavelta innanlands eykst um 7,1% á milli ára.
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag tölur um kortaveltu febrúar mánaðar. Þar kemur m.a. fram að kortavelta Íslendinga nemur 80,3 milljörðum króna í febrúar 2024 samanborið við 75 milljarða króna í febrúar 2023 og eykst um 7,1% á milli ára á breytilegu verðlagi.
Í fréttabréfi RSV kemur einnig fram að;
- Erlend kortavelta nemur 18,9 milljörðum króna í febrúar 2024 og stendur í stað, var það sama í febrúar 2023.
- Innlend netverslun heldur áfram að vaxa og nemur 15,3 milljörðum króna og hækkar um 20,6% á milli ára.
Nánari upplýsingar um aðra undirflokka má nálgast á Veltunni – SMELLA HÉR!
Rannsóknasetur verslunarinnar RSV birtir mánaðarlega gögn um kortaveltu á Veltunni, www.veltan.is. Kortaveltan er sundurliðuð eftir þjóðerni og tegundum verslana og þjónustu auk þess sem netverslun er sundurgreind frá verslun í búðum og kortavelta erlendra ferðamanna er skoðuð sérstaklega.
28/02/2024 | Fréttir, Verslun, Viðburðir
25 ára afmælisráðstefna SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
SKRÁNING HÉR!
Framtíðin bíður ekki
Vertu með á 25 ára afmælisráðstefnu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu!
Stafræn þróun í verslun og þjónustu í sinni víðustu mynd.
Dagur: miðvikudagurinn 10.apríl 2024
Tími: 13:00 – 18:00
Staður: Gamli NASA, Parliament Hótel v/Austurvöll
________
Á ráðstefnunni verður boðið upp á 18 viðburði með lotufyrirkomulagi (e. breakout sessions) í fjórum þemum.
Framtíð verslunar og þjónustu, mannauðurinn, fjármál og fjárfestingar og sala og markaðsmál.
Ráðstefnan á erindi við:
- – rekstraraðila í verslunar og þjónustugreinum,
- – stjórnendur og starfsfólk í verslunar og þjónustu fyrirtækjum,
- – eigendur og stjórnendur fyrirtækja í samstarfi við og með hagsmuni af verslun og þjónustu,
- – fjárfesta í greininni,
- – rannsóknaraðila í háskólaumhverfinu
og alla þá sem hafa áhuga á og vilja afla sér aukinnar þekkingar á þróun greinarinnar á Íslandi næstu ár.
Þá eru háskólanemar í greinum sem tengjast stafrænni þróun, framtíðarþróun í viðskiptalífi sérstaklega hvattir til að taka þátt.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING SMELLTU HÉR!
*Takmarkað sætaframboð!