26/04/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun
Samtök verslunar og þjónustu fagna því sérstaklega að Samkaup er menntafyrirtæki ársins 2022 sem voru hátíðlega afhend af Forseta Íslands á Menntadegi atvinnulífsins í gær.
Frá því Samkaup vann menntasprota atvinnulífsins árið 2020 hefur uppbyggingarstarfinu verið haldið áfram með þeirri niðurstöðu að Samkaup eru menntafyrirtæki ársins 2022. Markvissar mælingar fara fram á árangri í þjálfun og þróun starfsmanna sem staðfesta jákvæða og mjög sterka stöðu í fræðslu og þjálfunarmálum innan Samkaupa.
Í frétt frá Samtökum atvinnulífsins kemur fram að Samkaup reka yfir 60 verslanir víðsvegar um landið og hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 1400. Í rekstri verslana á dagvöru-markaði felast margar áskoranir þar sem grunnurinn að gæðum og góðri þjónustu er fjölbreytni og sveigjanleiki til að uppfylla fjölþættar þarfir viðskiptavinanna í öllum byggðum landsins.
Ljóst er að Samkaup leggur mikinn metnað í vera eftirsóknarverður vinnustaður með markvissri uppbyggingu starfsfólks þar sem lögð er áhersla á tækifæri þess til að eflast og þroskast bæði persónulega og í starfi. Í þessu skyni er unnið jöfnum höndum með skipulagða fræðslu innan fyrirtækisins en einnig í samstarfi við ytri fræðsluaðila þar sem starfsfólk getur stundað nám með vinnu og um leið skapað sér grunn til áframhaldandi náms síðar meir. Mikilvægt er að Samkaup veita starfsfólki sérstakan stuðning í þessu skyni.
Með því að styrkja einstaklinga til starfsþróunar er einnig lagður grunnur að framtíðar leiðtogum innan fyrirtækisins og menntunarstig innanfyrirtækisins hækkar sem aftur skilar sér í eftirsóknarverðum vinnustað, starfsánægju og jákvæðu viðhorfi starfsfólk til þeirra færni sem mikilvæg er í kaupmennsku, þjónustu og verslunarrekstri almennt. Mjög jákvætt er að sjá þá áherslu sem lögð er á fjölbreyttar menntaleiðir innan fyrirtækisins sem ná til breiðs hóps starfsfólks sem einnig miðlar þekkingunni á milli vinnustöðva innan fyrirtækisins
Ljóst er að Samkaup gera sér grein fyrir því að mannauðurinn er mikilvægasta auðlind fyrirtækja og blómstri hún blómstrar fyrirtækið.
Til hamingju Samkaup!
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA FRÉTT FRÁ SA.IS
Mynd: Frá Samtökum atvinnulífsins
22/04/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Markaðsmál-innri, Netverslun-innri, Stafræna umbreytingin, Stafrænt-innri, Verslun, Þjónusta
Stafræni hæfniklasinn – hvernig nýtist hann litlum og meðalstórum fyrirtækjum
Miðvikudaginn 4.maí n.k. fáum við Evu Karen Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans til að segja okkur frá starfsemi klasans og hvernig hann getur nýst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í sinni stafrænu vegferð.
Eva mun greina okkur frá helstu markmiðum og verkefnum Stafræna hæfniklasans en Stafræni hæfniklasinn er samvinnuverkefni SVÞ. VR og HR og var stofnaður formlega í ágúst 2021. Þá mun Eva Karen einnig greina frá því hvað Stafræni hæfniklasinn hefur uppá að bjóða og hvernig fyrirtæki geta sótt þangað verkfæri, þekkingu og fræðslu í sinni stafrænu vegferð.
Viðburðurinn sem hefst kl. 08:30, verður haldinn á Zoom svæði samtakanna, skráning er nauðsynleg.
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁÐU ÞIG HÉR
12/04/2022 | Fréttir, Stjórnvöld, Verslun
Matvælstofnun (MAST) birtir í dag sérstaka frétt um stöðu mála vegna matvæla og hráefniskorts vegna stríðsins í Úkraínu.
Þar segir m.a. vegna stríðsins í Úkraínu standa ýmsir matvælaframleiðendur frammi fyrir skorti á vissum hráefnum, einna helst sólblóma olíu og sólblóma lesítíni. Þess vegan getur komið upp sú staða að breyta þarf uppskriftum samsettra vara með litlum fyrirvara. Í mörgum tilfellum eiga framleiðendur lager af forprentuðum matvælaumbúðum með innihaldslistum í samræmi við hefðbundna uppskrift. Íslensk stjórnvöld vilja því koma til móts við framleiðendur og innflytjendur með ákveðinn sveigjanleika við framfylgd löggjafar um matvælaupplýsingar (merkingar matvæla) sem kveður á um að innihaldslistar skuli tilgreina öll innihaldsefni vöru og ekki önnur.
Tímabundið, á meðan ástandið varir, er mögulegt fyrir matvælafyrirtæki sem verða fyrir skorti á hráefnum vegna stríðsins í Úkraínu að nota áfram forprentaðar umbúðir að nokkrum skilyrðum uppfylltum:
- Að kröfur varðand ofnæmis- og óþolsvalda séu alltaf virtar svo ekki skapist hætta fyrir neytendur
- Að framleiðendur séu sannarlega að verða fyrir skorti á hráefnum vegna stríðsins og geti ekki fengið sama hráefni annarsstaðar frá.
- Ef útskipti hráefnis hefur veruleg áhrif á umrædd matvæli og/eða ef óerfðabreyttum hráefnum er skipt út fyrir erfðabreytt, verða framleiðendur að upplýsa neytendur á einhvern hátt um það s.s. með skiltum í verslunum eða annarskonar upplýsingagjöf, t.d. á heimasíðu eða samfélagsmiðlum auk þess að sinn eftirlitsaðila (Matvælastofnun eða Heilbrigðiseftirlit) um það.
- Eftir sem áður eru matvælafyrirtæki ábyrg fyrir því að öll hráefni sem notuð eru við framleiðslu matvæla uppfylli almennar kröfur matvælalöggjafar s.s. um öryggi og efnainnihald og að rekjanleiki sé ávallt tryggður.
SJÁ HEILDARFRÉTT HÉR
06/04/2022 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag árlega samantekt á kortaveltu á Íslandi fyrir árið 2021.
Heildar greiðslukortavelta á Íslandi nam rúmum 1040 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 12,6% á milli ára að raunvirði. Kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 918,7 milljörðum kr. og jókst um 7,6% á milli ára að raunvirði. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 121,4 milljörðum kr. og jókst um rúm 75% á milli ára að raunvirði.
Nánar má lesa um kortaveltu á Íslandi árið 2021 í árlegri samantekt RSV hér.
Nokkrir punktar frá skýrslu RSV:
- Heildar greiðslukortavelta* nam rúmun 1040 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 12,6% á milli ára að raunvirði
- Kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 918,7 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 7,6% á milli ára að raunvirði
- Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 528 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 5,5% að raunvirði á milli ára
- Innlend kortavelta í verslun á netinu nam tæpum 37,5 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 13% á milli ára að raunvirði
- Innlend kortavelta í verslun á netinu hefur aukist um 238% að raunvirði ef horft er til ársins 2018
- Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 391 milljarði kr. árið 2021 og jókst um 10,5% á milli ára að raunvirði
- Velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmlega 158 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 41% að raunvirði frá fyrra ári
- Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 121,4 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um rúm 75% á milli ára að raunvirði
- Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi árið 2021 var 13,2% en sama hlutfall var um 30-34% árin fyrir heimsfaraldur
- Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir rúmlega 40% af allri erlendri kortaveltu hérlendis árið 2021
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA SKÝRSLU RSV.
30/03/2022 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Umhverfismál, Verslun, Þjónusta
Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir mælt árangur á samfélagslegri ábyrgð?
Miðvikudaginn 6.apríl n.k. ætlar Rósbjörg Jónsdóttir fulltrúa SPI á Íslandi að fræða okkur um leiðir til að mæla raunverulegan árangur á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og stofnana.
Rósbjörg mun deila sýn og segja frá hvernig aðgerðir atvinnulífsins geta raunverulega haft áhrif á samfélög og deilir með okkur;
- Hvað er Framfaravogin?
- Hvernig er hægt að nýta slíkt verkfæri?
- Hvernig finnum við okkar hlutverk í samfélaginu?
Um fyrirlesarann:
Rósbjörg Jónsdóttir er íslenski samstarfsaðili Social Progress Imperative (SPI) á Íslandi.
ATH!
Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG
14/02/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Innherji á VÍSI.is fjallar í dag um nýjustu tölur frá Rannsóknasetri verslunarinnar.
Í fréttinni kemur m.a. fram að heildarkortavelta Íslendinga innanlands nam rúmum 66 milljörðum króna í janúar á þessu ári og jókst um 3,4 prósent frá sama tímabili árið áður miðað við breytilegt verðlag. Er þetta minnsti vöxturinn á milli ára frá því í október 2020. Þá bendir Innherji einnig á að áfram er mikil aukning í kortaveltu í verslun á netinu sem jókst um 22 prósent í janúar og var samtals 11,3 milljarðar króna. Ef horft er aftur til janúar 2020 þá nemur aukningin tæplega 200 prósentum.
LESA ALLA FRÉTT HÉR