Síðdegisfundur um verðbréfamarkaðinn, með Nasdaq Iceland

Síðdegisfundur um verðbréfamarkaðinn, með Nasdaq Iceland

Samtök verslunar og þjónustu og Nasdaq Iceland (Kauphöllin) efna til síðdegisfundar um verðbréfamarkaðinn, miðvikudaginn 27. mars kl. 16:00 – 17:30 hjá Kauphöllinni, Laugavegi 182.

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland fer yfir stöðuna á markaði og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins fasteignafélags, fer yfir sjö ára reynslu sína af því að stjórna skráðu félagi, hvernig markaðurinn hefur nýst Reginn í að vaxa og dafna og framtíðarsýn þeirra.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum SVÞ og eru þeir hvattir til að mæta og kynnast starfsemi Nasdaq á Íslandi.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á saradogg(hjá)svth.is

Örráðstefna: Stafræn þjónusta – spennandi möguleikar

Hvar: Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

Hvenær: Þriðjudaginn 2. apríl kl. 8:30-10:00

Þjónusta sem áður hefur verið veitt á staðnum er sífellt meira að færast yfir á stafrænan vettvang. Þó að ekki sé hægt að klippa viðskiptavini eða nudda þá í gegnum netið eru fjölmargar aðrar þjónustur vel til þess fallnar að nýta sér stafrænar lausnir og þar með stækka markaðssvæðið, spara kostnað o.fl. SVÞ fær til sín góða gesti til að ræða stafræna umbreytingu á þjónustu og meðal annars heyrum við frá þremur nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að brjóta blað í því hvernig þjónusta er nú veitt í gegnum netið. 

 

Arndís Thorarensen frá Parallel: Leiðin að árangursríkri stafrænni þjónustu

Stafræn þjónusta og krafa um hraðar breytingar krefst nýrrar hugsunar á þjónustuupplifun og framkvæmd verkefna. Fjallað verður um mikilvægi þess að tileinka sér nýsköpun í þjónustuframboði og hvernig hægt er að breyta skipulagi til að framleiða stafræna ferla sem mæta væntingum neytenda. 

 

Sögur frá fyrirtækjum sem gert hafa spennandi hluti í stafrænni þjónustu:

 

Mín líðan: Sálfræðimeðferð á netinu

Mín líðan veitir sálfræðimeðferð við þunglyndi og félgaskvíða og er öll þjónustan veitt í gegnum netið. Sveinn Óskar Hafliðason hagfræðingur segir frá fyrirtækinu, en Sveinn Óskar hefur unnið með fyrirtækinu m.a. að sölu- og markaðsmálum.

 

Kara connect: Hugbúnaður fyrir sérfræðinga í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu

Kara connect gerir meðferðaraðilum í heilbrigðs-, velferðar- og menntakerfinu kleift að vinna með fólki í gegnum netið. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara connects segir okkur frá.

 

AwareGO: Tölvuöryggisþjálfun (e. cyber security awareness training)

AwareGO færir tölvuöryggisþjálfun úr löngum (leiðinlegum) fyrirlestrum yfir í stutt myndbönd sem deilt er markvisst í gegnum netið. Ragnar Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri segir okkur frá.

 

SKRÁNING HÉR:

* indicates required




Metþátttaka á opinni ráðstefnu SVÞ, Keyrum framtíðina í gang!

Metþátttaka á opinni ráðstefnu SVÞ, Keyrum framtíðina í gang!

Metþátttaka var á opinni ráðstefnu SVÞ þann 14. mars undir yfirskriftinni Keyrum framtíðina í gang! Um 450 manns fylltu salinn á Hilton Nordica.

Aðalræðumaður var Greg Williams, aðalritstjóri tímaritsins WIRED og ræddi hann þá öru tækniþróun sem atvinnulífið og samfélagið allt stendur frammi fyrir nú á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar og áhrif hennar. Félagsmenn í SVÞ geta fengið aðgang að lokuðum Facebook hóp hér, þar sem sjá má upptöku af fyrirlestrinum.

Einnig tók til máls Margrét Sanders, fráfarandi formaður SVÞ. Í ræðu sinni notaði hún orð Jóns Baldvinssonar, formanns ASÍ frá árinu 1938, til að gagnrýna aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaradeilu. Hún ræddi einnig breytingar á vinnutíma, breytingar sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni, menntun innan verslunar- og þjónustugeirans, afnám vörugjalda og úthýsingu verkefna frá hinu opinbera til einkageirans. Frekari umfjöllun um ræðu Margrétar og upptöku af henni má sjá hér.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru connect ehf. hélt erindi og gagnrýndi m.a. harðlega stefnuleysi stjórnvalda í þeirri stafrænu umbreytingu sem í gangi er í atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Ræðu Þorbjargar má sjá á Facebook síðu SVÞ hér.

Einnig má sjá upptöku af pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar á Facebook hér.

Fundarstjóri var Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og formaður stýrihóps um nýsköpunarstefnu Íslands.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá ráðstefnunni:

 

Örráðstefna: Bylting í stjórnun – hamingja@vinnustað

Örráðstefna: Bylting í stjórnun – hamingja@vinnustað

Það er óumdeilanlegt að menning fyrirtækja og hamingja á vinnustað fela í sér mikinn ávinning – en samt reynist það áskorun fyrir mörg fyrirtæki að þróa menningu sína og skapa hamingju á vinnustað til leysa úr læðingi þann ávinning sem henni fylgir.

Hvers vegna að setja fókus á menningu fyrirtækja og hamingju á vinnustað?

Hvað er hamingja á vinnustað?

Hvernig er hægt að vinna að því að skapa sveigjanleika, nýsköpun og hamingju á vinnustað?

Manino, Festa, VIRK og SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu sameina krafta sína í að fjalla um málefnið og við fáum reynslusögu úr atvinnulífinu um þróun hamingju á vinnustað.

 

Dagskrá: 

Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdstjóri Festu: Á morgun verður í dag í gær – hamingja á tímum fjórðu inðbyltingarinnar

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK: Getum við öll verið VelVIRK?

Maríanna Magnúsdóttir, Manino: Bylting í stjórnun! – Hamingja@vinnustað

Pétur Hafsteinsson, fjármálastjóri Festi: Reynslusaga um þróun hamingja@vinnustað

Skráning hér:

* indicates required




Hagnaðurinn af sjálfbærni – ekki bara samfélagsleg ábyrgð heldur einfaldlega góð viðskipti

Hagnaðurinn af sjálfbærni – ekki bara samfélagsleg ábyrgð heldur einfaldlega góð viðskipti

SVÞ stóð að morgunverðarráðstefnu þann 19. febrúar um ávinninginn af sjálfbærni og loftslagsmálum fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu.

Dr. Hafþór Ægir frá CIRCULAR Solutions flutti aðalerindi ráðstefnunnar þar sem fjallað var um helstu tækifæri og áskoranir fyrirtækja nú þegar aukin áhersla er á sjálfbærni frá öllum hagaðilum og víðsvegar í virðiskeðjum þeirra. Hann fór yfir sjálfbærnimengið út frá áhrifum á hina þrískiptu rekstrarafkomu (fólk, jörðina, og hagnað) og einnig út frá langtímaáhættustýringarsjónarmiðum.

Gréta María framkvæmdastjóri Krónunnar fjallaði um vegferð Krónunnar í umhverfismálum og hvaða áhrif það hefur haft. Gréta fjallaði jafnframt um hvaða tilgang fyrirtæki eins og Krónan gegna í þessum efnum. Í því samhengi var fjallað umhverfisvænni umbúðir og umhverfisvænni plast fyrir verslanir. Þá nefndi Gréta meðal annars að mikilvægt væri að meira samtal ætti sér stað milli framleiðenda og söluaðila til stuðla að aukinni sjálfbærni í ferlinu.

Ina Vikøren, yfirmaður sjálfbærnimála hjá H&M í Noregi og Íslandi fjallaði um sjálfbærnistefnu og markmið H&M. Þar á meðal hefur H&M einsett sér að fyrir árið 2030 muni öll textílefni vera úr endurunnum efnum eða efnum sem vottuð eru sem sjálfbær. Árið 2040 stefnir H&M svo á að vera 100% loftslagsjákvætt (e. climate positive) þ.e. að öll virðiskeðja H&M hafi jákvæð áhrif loftslagið.

Myndir frá viðburðinum má sjá hér á Facebook.

Glærurnar af fyrirlestrunum má sjá hér fyrir neðan:

Glærur Hafþórs
Glærur Grétu Maríu
Glærur Inu Vikøren

Dagskrá aðalfundar SVÞ 2019

Dagskrá aðalfundar SVÞ 2019

Hinn 14. mars nk. klukkan 12.30 hefst aðalfundur SVÞ á Hilton Nordica.

Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir úrslitum í kjöri til fulltrúaráðs Samtaka atvinnulífsins og kjöri þriggja meðstjórnenda SVÞ fyrir kjörtímabilið 2019-2021.

Sjálfkjörið er í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins en kosning í stjórn SVÞ fer fram með rafrænum hætti. Hér má sjá kynningu á frambjóðendum.

Hinn 4. mars nk. fá félagsmenn sendan tölvupóst með kjörgögnum ásamt leiðbeiningum um það hvernig kosningin fer fram.

DAGSKRÁ AÐALFUNDAR
Boðið verður upp á hádegismat.

12.30 Setning fundar

  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar samtakanna
  • Lýst kosningu í stjórn
  • Ákvörðun árgjalda
  • Kosning löggilts endurskoðanda
  • Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
  • Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál

Vinsamlegast skráið ykkur hér:

* indicates required