Frá ráðstefnu SSSK – SKÖPUM FRAMTÍÐINA – Nýjasta tækni og vísindi

Það ríkti mikil gleði og kátína á glæsilegri ráðstefnu SSSK 3. mars sl. í Hörpunni. Yfirskrift ráðstefnunnar sem haldin var í fullum sal Norðurljósa var „SKÖPUM FRAMTÍÐINA – Nýjasta tækni og vísindi“

Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður samtakanna ávarpaði ráðstefnugesti og og nefndi mikilvægi þess að við höfum ólíka og fjölbreytta valkosti í skólastarfi.

Að loknu ávarpi formanns steig í pontu forsetafrú Íslands Eliza Reid, sem heillaði ráðstefnugesti með alúðlegri framkomu og persónutöfrum.

Fyrirlestra fluttu Kristján Ómar Björnsson, heilsustjóri NÚ með fyrirlestur undir yfirskriftinni „Stofnaðu skóla! Áhugasviðstengdir grunnskólar. Er það framtíðin?, Ingvi Hrannar Ómarsson, verkefnastjóri í nýsköpun, skóla- og tækniþróun í grunnskólum í Skagafirði með fyrirlestur undir yfirskriftinni „Framtíðin þeirra“, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og eigandi Köru Connect og Tröppu ehf.  var með fyrirlestur undir yfirskriftinni „Netfæddir nemendur“. Síðust tók til máls Anna Steinsen stofnandi og eigandi KVAN og jógakennari með erindi sem var með yfirskriftina „Lykill að hamingju barna er að þjálfa samskipti og styrkleika“

Miklar og góðar undirtektir voru við erindum allra fyrirlesara. Milli atriða voru ráðstefnugestir þjálfaðir í keðjusöng og tilheyrandi klappi og hreyfingu undir leiðsögn Nönnu Hlífar Ingvadótturfrá Landakotsskóla. Skemmtu allir sér mjög vel í þessu atriði sem var óvænt og skemmtilegt.

Ráðstefnan fór fram undir styrkri stjórn Ingibjargar Jóhannsdóttur skólastjóra Landakotsskóla.

Að lokinni ráðstefnu var boðið upp á léttar veitingar í Björtuloftum.

Myndir frá ráðstefnu.

Bylting og breytingar í þjónustu og verslun – opin ráðstefna fimmtudaginn 23. mars

Anna Felländer, ráðgjafi og hagfræðingur, mun fjalla um í sinni framsögu áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu og þær breytingar sem eru framundan í þeim efnum. Breytt neysluhegðun aldamótakynslóðarinnar felur í sér ögrandi verkefni fyrir alla sem starfa við verslun og þjónustu í dag. Þróunin er hröð og á sér stað um allan heim því verður fróðlegt að heyra í einum helsta sérfræðingi nútímans á þessu sviði miðla af reynslu sinni og þekkingu. Þá mun Landsbankinn kynna niðurstöður nýrrar greiningar á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Jafnframt mun formaður SVÞ, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar, og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir halda tölu.

Oops! We could not locate your form.

 

Auglýsing

Kuðungurinn – Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem er veitt árlega.
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn fyrir árið 2016. Kuðungurinn verður afhentur á Degi umhverfisins 25. apríl.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Kuðungsins þarf fyrirtækið eða stofnunin að hafa skarað fram úr á einu eða fleiri eftirtöldum sviðum: Umhverfisstjórnun, innleiðingu nýjunga í umhverfisvernd, hreinni framleiðslutækni, lágmörkun úrgangs, mengunarvörnum, umhverfisvænni vöruþróun, framlagi til umhverfismála eða vinnuumhverfi.

Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en 17. mars næstkomandi, merktar ,,Kuðungurinn 2016″, á póstfangið postur@uar.is eða með pósti í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Upplýsingar á vef ráðuneytisins um fyrirtæki og stofnanir sem hlotið hafa Kuðunginn.

Samskipti og starfsgleði: Hlakkar þú til að mæta í vinnuna?

Þriðjudaginn 24. janúar sl. bauð SSSK upp á  námskeið fyrir skólastjórnendur um ánægju og vellíðan á vinnustað. Á námskeiðinu var farið yfir grundvallaratriði varðandi starfsánægju og samskipti, samskiptafærni, fjallað um viðhorf til verkefna, og vinnustaðar. Sérstaklega var unnið með hrós og endurgjöf og fleiri leiðir til að hlúa að góðu andrúmslofti / vinnustaðamenningu.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar sá um námskeiðið og var með framsögu.

Námskeiðið var mjög vel sótt og almenn ánægja með námsefnið og fyrirlesarann.

Nánari upplýsingar um Sigríði Huldu

Frá námskeiði um skattamál

Miðvikudaginn 25. janúar sl. bauð SVÞ félagsmönnum á námskeið um skattamál í samvinnu við KPMG ehf. Þau Steingrímur Sigfússon og Guðrún Björg Bragadóttir frá Skatta- og lögfræðisviði KPMG ehf. tóku m.a. fyrir eftirtalin atriði á námskeiðinu: Tekjuskráning, frádráttarbær kostnaður, ófrádráttarbæra kostnaður, launakostnaður og hlunnindi, verktakar vs. launamenn, reglur um dagpeninga, helstu reglur um virðisaukaskatt og hvað ber að varast og afdráttarskatta vegna keyptrar erlendrar þjónustu.

Námskeiðið var vel sótt og mikið um spurningar.

Hér má nálgast glærur frá námskeiðinu.