Bylting og breytingar í þjónustu og verslun – opin ráðstefna fimmtudaginn 23. mars

Anna Felländer, ráðgjafi og hagfræðingur, mun fjalla um í sinni framsögu áhrif stafrænu byltingarinnar á verslun og þjónustu og þær breytingar sem eru framundan í þeim efnum. Breytt neysluhegðun aldamótakynslóðarinnar felur í sér ögrandi verkefni fyrir alla sem starfa við verslun og þjónustu í dag. Þróunin er hröð og á sér stað um allan heim því verður fróðlegt að heyra í einum helsta sérfræðingi nútímans á þessu sviði miðla af reynslu sinni og þekkingu. Þá mun Landsbankinn kynna niðurstöður nýrrar greiningar á stöðu, þróun og horfum í íslenskri verslun. Jafnframt mun formaður SVÞ, Margrét Sanders, og ráðherra ferðamála, iðnaðar, og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir halda tölu.

Oops! We could not locate your form.

 

Auglýsing

Kuðungurinn – Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem er veitt árlega.
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta Kuðunginn fyrir árið 2016. Kuðungurinn verður afhentur á Degi umhverfisins 25. apríl.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Kuðungsins þarf fyrirtækið eða stofnunin að hafa skarað fram úr á einu eða fleiri eftirtöldum sviðum: Umhverfisstjórnun, innleiðingu nýjunga í umhverfisvernd, hreinni framleiðslutækni, lágmörkun úrgangs, mengunarvörnum, umhverfisvænni vöruþróun, framlagi til umhverfismála eða vinnuumhverfi.

Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en 17. mars næstkomandi, merktar ,,Kuðungurinn 2016″, á póstfangið postur@uar.is eða með pósti í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Upplýsingar á vef ráðuneytisins um fyrirtæki og stofnanir sem hlotið hafa Kuðunginn.

Samskipti og starfsgleði: Hlakkar þú til að mæta í vinnuna?

Þriðjudaginn 24. janúar sl. bauð SSSK upp á  námskeið fyrir skólastjórnendur um ánægju og vellíðan á vinnustað. Á námskeiðinu var farið yfir grundvallaratriði varðandi starfsánægju og samskipti, samskiptafærni, fjallað um viðhorf til verkefna, og vinnustaðar. Sérstaklega var unnið með hrós og endurgjöf og fleiri leiðir til að hlúa að góðu andrúmslofti / vinnustaðamenningu.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar sá um námskeiðið og var með framsögu.

Námskeiðið var mjög vel sótt og almenn ánægja með námsefnið og fyrirlesarann.

Nánari upplýsingar um Sigríði Huldu

Frá námskeiði um skattamál

Miðvikudaginn 25. janúar sl. bauð SVÞ félagsmönnum á námskeið um skattamál í samvinnu við KPMG ehf. Þau Steingrímur Sigfússon og Guðrún Björg Bragadóttir frá Skatta- og lögfræðisviði KPMG ehf. tóku m.a. fyrir eftirtalin atriði á námskeiðinu: Tekjuskráning, frádráttarbær kostnaður, ófrádráttarbæra kostnaður, launakostnaður og hlunnindi, verktakar vs. launamenn, reglur um dagpeninga, helstu reglur um virðisaukaskatt og hvað ber að varast og afdráttarskatta vegna keyptrar erlendrar þjónustu.

Námskeiðið var vel sótt og mikið um spurningar.

Hér má nálgast glærur frá námskeiðinu.

 

Menntadagur atvinnulífsins 2017

NÝJASTA MÁLTÆKNI & VÍSINDI
Menntadagur atvinnulífsins 2017 verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar  á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá og skráning hér að neðan.

DAGSKRÁ KL. 8.30-10.15

Íslensk máltækni og atvinnulífið
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Ávarp menntamálaráðherra
Kristján Þór Júlíusson.

Íslenska í stafrænum heimi
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Áhrif máltækni á rekstur og þjónustu fyrirtækja
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum.

Á íslensku má alltaf finna svar
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld.

Að tala íslensku við tölvur
Jón Guðnason, lektor við Háskólann í Reykjavík.

Málið og atvinnulífið
Guðfinna S. Bjarnadóttir

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir Menntaverðlaun atvinnulífsins.
Menntafyrirtæki ársins 2017 verður valið ásamt Menntasprota ársins.

menntaverdlaun-2017-haus

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að lokinni sameiginlegri dagskrá verður boðið upp á kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna sig á Menntatorgi.

Eftir kaffihlé verður boðið upp á þrjár áhugaverðar málstofur.

MÁLSTOFUR KL. 10.45-12.15

HÆFNI, FRÆÐSLA OG ARÐSEMI Í FERÐAÞJÓNUSTU

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
David Allen, framkvæmdastjóri Fólks í fyrirrúmi (e. People 1st), Skotlandi.
María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Pallborðsumræður þar sem þátt taka Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, Ásberg Jónsson, stjórnarformaður og stofnandi Nordic Visitor, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna -og gæðasviðs Icelandair hótela og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landsnámssetursins í Borgarnesi.
Fundarstjóri er Óskar Finnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela.
Þetta er í fjórða skipti sem menntadagur atvinnulfsins er haldinn en hann er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

FAGHÁSKÓLINN

Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent.
Runólfur Ágústsson, ráðgjafi mennta og menningarmálaráðuneytis.
Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, fagstjóri starfsmenntamála VR.
Pallborðsumræður. Auk frummælenda taka þátt Jón B. Stefánsson skólameistari Tækniskólans, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA og Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
Fundarstjóri er Pétur Reimarsson forstöðumaður hjá SA

TÆKNIÞRÓUN OG BREYTTAR ÁHERSLUR Í MENNTAMÁLUM

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, námssálfræðingur hjá Tröppu.
Ingvi Hrannar Ómarsson, Grunnskólum Skagafjarðar.
Ingvi Ásgeirsson og Trausti Björn Ríkharðsson hjá BL.
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Pallborðsumræður. Auk frummælenda taka þátt Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Haukur Harðarson, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Fundarstjóri er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.

Skráning á vef SA.