18/11/2016 | Fréttir, Umhverfismál, Viðburðir
Málþing í austurhluta Tjarnarsalarins í Ráðhúsi Reykjavíkur
Fimmtudaginn 24. nóvember 2016, kl. 8:30-12:00.
Boðið verður upp á kaffi og vörukynningu á umhverfisvænni umbúðum.
Skráning hér
DAGSKRÁ FUNDARINS
Ávarp Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur
UMBÚÐIR OG UMHVERFIÐ
Kristín Linda Árnadóttir frá Umhverfisstofnun
HLUTVERK UMBÚÐA OG LEIÐIR TIL AÐ LÁGMARKA NOTKUN
Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins
HLUTVERK OG VALD SVEITARFÉLAGA Í AÐ DRAGA ÚR UMBÚÐAAUSTRI
Eygerður Margrétardóttir frá Reykjavíkurborg
ÖRKYNNINGAR
— KAFFI OG VÖRUKYNNINGAR —
EFNI, UMBÚÐIR, SAMHENGI
Garðar Eyjólfsson frá Listaháskóla Íslands
UMBÚÐIR OG MATVÆLI
Óskar Ísfeld frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
UMBÚÐANOTKUN HJÁ VEITINGASÖLUM
Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir frá Gló og Rakel Eva Sævarsdóttir frá Borðinu
Fundarstjóri verður Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar
AÐGANGUR ER ÓKEYPIS OG ALLIR ERU VELKOMNIR.
Biðjum þó alla að skrá sig svo hægt sé að áætla fjölda og draga
úr matarsóun.
Strætóleiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 14 stoppa hjá Ráðhúsinu
sem upplagt er að nýta sér!
Dagskráin á pdf sniði


17/11/2016 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
SVÞ héldu þann 17. nóvember félagsfund þar sem kynntar voru þær breytingar sem hafa verið gerðar á evrópsku regluverki um persónuverndarlöggjöf. Eins og fram kom á fundinum er um að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi þar sem vernd persónuupplýsinga einstaklinga er tryggð enn frekar og munu reglurnar einnig efla hinn stafræna innri markað Evrópu. Í samræmi við EES-skuldbindingar íslenska ríkisins ber að innleiða þessar breyttu reglur í innlendan rétt í maí 2018.
Frummælendur á fundinum voru frá Persónuvernd, þ.e. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, og Vigdís Eva Líndal, verkefnastjóri EES-mála hjá stofnuninni. Kynnti Helga Þórisdóttir hina nýju Evrópureglugerð um persónuvernd og það breytta landslag sem fram undan er í persónuverndarmálum hérlendis, og í framhaldinu fjallaði Vigdís Eva Líndal nánar um einstaka skyldur sem fyrirtæki þurfa sérstaklega að huga að til að mynda aukna fræðslu til neytenda, skipun persónuverndarfulltrúa, gerð persónusniða o.fl.
Á fundinum kom fram breytingarnar munu að óbreyttu taka gildi hérlendis í maí 2018 og fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína að breyttum og auknum kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga t.d. til fræðslu og aðgangs að upplýsingum eru bætt og eftirlit persónuverndarstofnana aukið. Aukin ábyrgð fyrirtækja, stórauknar sektarheimildir eftirlitsstofnana og ríkari kröfur til öryggis persónuupplýsinga gera persónuvernd að lykilatriði í rekstri fyrirtækja sem vinna slíkar upplýsingar.
Gagnlegar umræður sköpuðust um þessi málefni á fundinum og er einnig ljóst að margt á enn eftir að skýrast um framkvæmdina samhliða innleiðingu á regluverkinu. Hins vegar er mikilvægt að fyrirtæki hefji sem fyrst undirbúning að því að aðlaga starfsemi sína að breyttu regluverki.
Kynningar frá fundinum:
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar – Ný Evrópureglugerð um persónuvernd og það breytta landslag sem fram undan er í persónuverndarmálum hérlendis
Vigdís Eva Líndal, verkefnastjóri EES-mála hjá Persónuvernd – Skyldur sem fyrirtæki þurfa sérstaklega að huga að
Hlekkur inn á heimasíðu Persónuverndar þar sem unnt er að nálgast frekari upplýsingar og kynningarefni.
http://www.personuvernd.is/ny-personuverndarloggjof-2018/
17/11/2016 | Fréttir, Menntun, Viðburðir
Óskað eftir tilnefningum
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 2. febrúar 2017. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 12. desember nk.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2017, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru:
• að skipulögð fræðsla sé innan fyrirtækisins,
• að stuðlað sé að markvissri menntun og fræðslu,
• að sem flest starfsfólk taki virkan þátt og
• að hvatning til frekari þekkingaröflunar sé til staðar.
Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:
• að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu, innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja,
• samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja.
Skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta verkefni. Vinsamlega skilið greinargerð, að hámarki þrjár A4 blaðsíður þar sem rökstutt er hvers vegna viðkomandi fyrirtæki er tilnefnt og hvernig það uppfyllir viðmiðin sem liggja.
Tilnefningar sendist í tölvupósti á sa@sa.is– eigi síðar en mánudaginn 12. desember nk.
Ekki er tekið við tilnefningum eða gögnum eftir þann tíma.
Verðlaunin verða veitt á Menntadegi atvinnulífsins 2. febrúar 2017 en þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn.
Íslensk máltækni, menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu.
Marel var valið menntafyrirtæki ársins 2015 og Síldarvinnslan á Neskaupstað menntasproti ársins. Samskip var fyrsta fyrirtækið til að hljóta menntaverðlaunin 2014 og ferðaþjónustufyrirtækið Nordic Visitor var fyrsti menntasprotinn.
Hægt er að horfa á innslög um verðlaunahafana 2016 hér að neðan í Sjónvarpi atvinnulífsins.
Icelandair er menntafyrirtæki ársins 2016
Securitas er menntasproti ársins 2016

15/11/2016 | Fréttir, Viðburðir
Í tilefni af útgáfu Margrétar Reynisdóttur hjá Gerum betur ehf. á fimmtu bókinni í ritröð: 50 uppskriftir að góðri þjónustu býður SVÞ ykkur að hlusta á reynslusögur meistaranna. Margrét mun kynna bókina auk þess sem forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja deila reynslu sinni.

Tími: Þriðjudaginn, 22. nóvember, kl 8.30-10. Morgunkaffi og meðlæti frá kl. 8.15
Staður: SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu, Kvika, Borgartúni 35
Aðgangseyrir: 5.990 kr. Innifalið: Bókin 50 uppskriftir að góðri þjónustu (2016) – fullt verð 6.490 kr.
Fyrirlesarar sem deila sínum uppskriftum að þjónustu:
• Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjónlags og Eyeslands
• Sigurbjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri Bakarameistarans
• Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR
Oops! We could not locate your form.
10/11/2016 | Fræðsla, Fréttir, Viðburðir
Fimmtudaginn 10. nóv. var haldinn félagsfundur á vegum SVÞ um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu. Á fundinum héldu fulltrúar frá Neytendastofu, þ.e. sviðsstjóri og lögfræðingur neytendaréttarsviðs stofnunarinnar, erindi þar sem starfsemi Neytendastofu var kynnt ásamt því að kynnt voru helstu lög og reglur sem gilda um sölu á vörum og þjónustu á netinu.
Á fundinum var kynnt fyrir fundargestum ákvæði nýrra laga um neytendasamninga og hvaða breytingar þau hafa í för með sér fyrir netsölu. Þá var einnig lögð sérstök áhersla á almenna upplýsingaskyldu seljenda samkvæmt lögunum og var megináhersla lögð á að fara yfir skyldur seljenda og réttindi neytenda við fjarsölu og sölu utan fastrar starfsstöðvar. Ásamt því að kynna þær skyldur sem hvíla á seljendum var einnig farið yfir þau tilvik sem takmarka réttindi neytenda, s.s. varðandi fresti til að skila vörum og hvaða vörum ekki er unnt að skila.
Fram kom á fundinum mikilvægi þess að seljendur birti á sölusíðum fullnægjandi upplýsingar um starfsemi sína og þá vöru sem stendur þar neytendum til boða, þ.m.t. eiginleika hennar. Kom m.a. fram í máli lögfræðings Neytendastofu að ófullnægjandi upplýsingar geta í ákveðnum tilvikum lengt þann frest sem neytendur hafa til að falla frá kaupum. Þá var ítrekað mikilvægi þess að verðupplýsingar séu settar fram á skýran og greinargóðan hátt sem og réttur aðila til að falla frá kaupum ásamt þeim úrræðum sem neytendum standa til boða vegna ágreiningsmála.
Fulltrúar Neytendastofu vöktu að lokum sérstaka athygli á reglugerð um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi þar sem birtar eru staðlaðar leiðbeiningar vegna uppsagnar á kaupum. Var mælt með því að seljendur styðjist við þær leiðbeiningar, hvort sem þær væru nýttar orðréttar eða þær staðfærðar hjá hverjum og einum. Þá bentu þeir á að seljendur geta leitað til Neytendastofu, m.a. til að bera undir stofnunina framsetningu á upplýsingum á sölusíðum.
Kynning Neytendastofu
Hlekkur inn á reglugerð 435/2016 um nýtingu réttar til að falla frá samningi
Umfjöllun á vef Neytendastofu um sölu í fjarsölu eða utan fastrar starfsstöðvar
10/11/2016 | Fréttir, Viðburðir
SVÞ boðar til félagsfundar um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.
Nýlega voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Áætlað er að breytingarnar taki gildi hérlendis í maí 2018 og fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína að breyttum – og auknum – kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga t.d. til fræðslu og aðgangs að upplýsingum eru bætt og eftirlit persónuverndarstofnana aukið. Aukin ábyrgð fyrirtækja, stórkauknar sektarheimildir eftirlitsstofnana og ríkari kröfur til öryggis persónuupplýsinga gera persónuvernd að lykilatriði í rekstri fyrirtækja sem vinna slíkar upplýsingar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, mun kynna nýja Evrópureglugerð um persónuvernd og það breytta landslag sem fram undan er í persónuverndarmálum hérlendis.
Vigdís Eva Líndal, verkefnastjóri EES-mála hjá Persónuvernd, mun í kjölfarið fjalla nánar um einstaka skyldur sem fyrirtæki þurfa sérstaklega að huga að til að mynda aukna fræðslu til neytenda, skipun persónuverndarfulltrúa, gerð persónusniða ofl.
Oops! We could not locate your form.