Frá félagsfundi um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu

Fimmtudaginn 10. nóv. var haldinn félagsfundur á vegum SVÞ um réttindi og skyldur vegna sölu á netinu. Á fundinum héldu fulltrúar frá Neytendastofu, þ.e. sviðsstjóri og lögfræðingur neytendaréttarsviðs stofnunarinnar, erindi þar sem starfsemi Neytendastofu var kynnt ásamt því að kynnt voru helstu lög og reglur sem gilda um sölu á vörum og þjónustu á netinu.

Á fundinum var kynnt fyrir fundargestum ákvæði nýrra laga um neytendasamninga og hvaða breytingar þau hafa í för með sér fyrir netsölu. Þá var einnig lögð sérstök áhersla á almenna upplýsingaskyldu seljenda samkvæmt lögunum og var megináhersla lögð á að fara yfir skyldur seljenda og réttindi neytenda við fjarsölu og sölu utan fastrar starfsstöðvar. Ásamt því að kynna þær skyldur sem hvíla á seljendum var einnig farið yfir þau tilvik sem takmarka réttindi neytenda, s.s. varðandi fresti til að skila vörum og hvaða vörum ekki er unnt að skila.

Fram kom á fundinum mikilvægi þess að seljendur birti á sölusíðum fullnægjandi upplýsingar um starfsemi sína og þá vöru sem stendur þar neytendum til boða, þ.m.t. eiginleika hennar. Kom m.a. fram í máli lögfræðings Neytendastofu að ófullnægjandi upplýsingar geta í ákveðnum tilvikum lengt þann frest sem neytendur hafa til að falla frá kaupum. Þá var ítrekað mikilvægi þess að verðupplýsingar séu settar fram á skýran og greinargóðan hátt sem og réttur aðila til að falla frá kaupum ásamt þeim úrræðum sem neytendum standa til boða vegna ágreiningsmála.

Fulltrúar Neytendastofu vöktu að lokum sérstaka athygli á reglugerð um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi þar sem birtar eru staðlaðar leiðbeiningar vegna uppsagnar á kaupum. Var mælt með því að seljendur styðjist við þær leiðbeiningar, hvort sem þær væru nýttar orðréttar eða þær staðfærðar hjá hverjum og einum. Þá bentu þeir á að seljendur geta leitað til Neytendastofu, m.a. til að bera undir stofnunina framsetningu á upplýsingum á sölusíðum.

Kynning Neytendastofu

Hlekkur inn á reglugerð 435/2016 um nýtingu réttar til að falla frá samningi

Umfjöllun á vef Neytendastofu um sölu í fjarsölu eða utan fastrar starfsstöðvar

Félagsfundur 17. nóv. nk. – Ný Evrópureglugerð um persónuvernd

SVÞ boðar til félagsfundar  um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, Húsi atvinnulífins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Nýlega voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Áætlað er að breytingarnar taki gildi hérlendis í maí 2018 og  fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki að aðlaga starfsemi sína að breyttum – og auknum – kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga t.d. til fræðslu og aðgangs að upplýsingum eru bætt og eftirlit persónuverndarstofnana aukið. Aukin ábyrgð fyrirtækja, stórkauknar sektarheimildir eftirlitsstofnana og ríkari kröfur til öryggis persónuupplýsinga gera persónuvernd að lykilatriði í rekstri fyrirtækja sem vinna slíkar upplýsingar.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, mun kynna nýja Evrópureglugerð um persónuvernd og það breytta landslag sem fram undan er í persónuverndarmálum hérlendis.

Vigdís Eva Líndal, verkefnastjóri EES-mála hjá Persónuvernd, mun í kjölfarið fjalla nánar um einstaka skyldur sem fyrirtæki þurfa sérstaklega að huga að til að mynda aukna fræðslu til neytenda, skipun persónuverndarfulltrúa, gerð persónusniða ofl.

Oops! We could not locate your form.

 

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna verður haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins í næsta mánuði. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.
Innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og framkvæmdastjóri Barnaheilla hafa skrifað skólastjórnendum grunn- og framhaldsskóla og óskað eftir að fjallað verði um mannréttindi barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki barnasáttmálann. Þegar nær dregur verða skólum sendar frekari upplýsingar og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem hægt yrði að vinna að í tilefni dagsins. Einnig er bent á vefinn barnasattmali.is í þessu samhengi.

Verður 18. nóvember
Þar sem 20. nóvember ber uppá sunnudag hefur verið ákveðið að dagur helgaður mannréttindum barna verði föstudagurinn 18. nóvember.

Menntun og mannauður – morgunverðarfundur 18. okt. – streymi

SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA

STARFSÞJÁLFUN Í FYRIRTÆKJUM

Morgunverðarfundur þriðjudaginn 18. október kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð

DAGSKRÁ 

Kynning á TTRAIN verkefninu  (Tourism training)*
Magnús Smári Snorrason, verkefnastjóri þróunar á alþjóðasviði Háskólans á Bifröst.

Verkefnið snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækja sem sjá um að þjálfa nýja starfsmenn á vinnustaðnum og endurmennta þá sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni RETRAIN hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi. Þessi verkefni hafa mælst mjög vel fyrir og má yfirfæra til notkunar í fleiri tegundum fyrirtækja.

„Hvernig notum við skapandi aðferðir við þjálfun á vinnustöðum?“
Signý Óskarsdóttir, eigandi Creatrix sem sérhæfir sig í verkefnum og ráðgjöf sem tengjast skapandi hugsun, samfélagslegri nýsköpun og þróunarvinnu.

Hvernig getur TTRAIN verkefnið* nýst fyrirtækjum?

  • Aðalheiður Hannesdóttir, verkefnastjóri gæðamála og Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna-og gæðasviðs Icelandair hótela.
  • Sigríður Inga Þorkelsdóttir tengiliður við hótel og upplýsingamiðstöðvar og Lára B. Þórisdóttir,  afgreiðslustjóri Reykjavík Excursions.
  • Elísabet Einarsdóttir, starfsmannastjóri Íslandshótela.

Fundarstjóri er María Guðmundsdóttir fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Fundurinn hefst kl. 8.30 og verður lokið kl. 10.00.

Fundurinn er hluti af fundarröðinni Menntun og mannauður í Húsi atvinnulífsins veturinn 2016-2017. Næsti fundur er 15. nóvember.

SKRÁNING HÉR.

Menntun og mannauður – Nýjungar í starfsmenntun

Nýjungar í starfsmenntun var yfirskrift á fyrsta fundi haustsins í fundaröðinni Menntun og mannauður sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins þann 20. sept. sl. Á fundinum var fjallað um nýjungar í starfsmenntun og það sem er nýjast í þessum málaflokki.

Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starfsmanna á landsbyggðinni, fjallaði um það sem er efst á baugi hjá Landsmennt. Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá SVS, starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks og Sólveig Snæbjörnsdóttir, fagstjóri hjá SVS, fjölluðu um hvað bar hæst hjá SVS. Þá sagði Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar – fræðsuseturs iðnaðarins, frá helstu nýjungum hjá Iðunni. Að erindum loknum var boðið upp á spurningar og spjall.

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem stendur til vors 2017 þriðja þriðjudag í mánuði.

 

Heilbrigð samkeppni – morgunverðarfundur 28. sept. nk.

Samtök heilbrigðisfyrirtækja, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og Samtök atvinnulífsins efna til opins morgunverðarfundar miðvikudaginn 28. september um tækifæri og áskoranir í íslenskri heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigð samkeppni er yfirskrift fundarins en þar munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna m.a. taka þátt í umræðum um stefnumörkun flokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2016.

DAGSKRÁ

Heilbrigð samkeppni
Tryggvi Másson, viðskiptafræðingur á efnahagssviði SA.

Hvert stefnum við?
Dr. Stefán E. Matthíasson, formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja.

Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?

Umræður um áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu:

Ásta Guðrún Helgadóttir, Pírötum, Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokki, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu og Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum.

Margrét Sanders, formaður SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu stýrir fundi og stjórnar umræðum.

Léttur morgunverður og heitt á könnunni frá kl. 8.00.

Allir velkomnir en nauðynlegt er að skrá þátttöku. Skrá hér á vef SA.

Fundurinn fer fram á Grand hótel Reykjavík í salnum Gullteig kl. 8.30-10.

heilbrigd-logosupa