Farsæll rekstur á Litla Íslandi

Fundaröð Litla Íslands um farsælan rekstur lítilla fyrirtækja er nú í fullum gangi en næsti fundur er nk. föstudag 3. júní og fjallar um starfsmenn og markmið.

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, MBA, atvinnufélagsfræðingur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus ræðir um réttu skrefin fyrir stjórnendur í átt að stefnumiðaðri mannauðsstjórnun og tengingu við góðan rekstrarárangur. Farið verður yfir helstu tól og tæki stjórnandans í mannauðsmálum.

Símon Þorleifsson rekstrarverkfræðingur og ráðgjafi í viðskiptagreind og árangursstjórnun hjá Capacent fjallar um markmiðasetningu sem byggir á framtíðarsýn stjórnenda og eigenda. Lögð er áhersla á að markmið séu skýr, hnitmiðuð og styðji við sýn stjórnenda um framtíð fyrirtækisins. Sýnd verða nokkur dæmi um markmið og hvernig fljótlegast er að setja fram markmið og viðeigandi mælikvarða ásamt dæmum um aðgerðir til að ná framúrskarandi árangri.

Að loknum erindum gefst góður tími til að spjalla og spyrja spurninga en fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í salnum Kviku á 1. hæð. Allir framtakssamir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan. Kaffi, te og með því frá kl. 8.15.

Grunnurinn að góðum rekstri er sterkur rekstrargrunnur. Nokkrir lykilþættir einkenna fyrirtæki með sterkan rekstrargrunn og er farið yfir þá í fundaröðinni sem lýkur föstudaginn 10. júní.  Þá verður fjallað um samninga í fyrirtækjarekstri og skipulag, ákvarðanir og eftirfylgni í daglegum störfum.

Nánar um fundaröðina og skráning.

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA eru bakhjarlar Litla Íslands.

Fundaröð Litla Íslands

Litla Ísland er vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Í tilefni sumarkomunnar efnir Litla Ísland til fundaraðar þar sem farsæll rekstur fyrirtækja verður í forgrunni.

Mikilvægt er að undirbúa stofnun fyrirtækis vel og leggja grunn að góðum rekstri strax í upphafi. Grunnurinn að góðum rekstri er sterkur rekstrargrunnur. Nokkrir lykilþættir einkenna fyrirtæki með sterkan rekstrargrunn og verður farið yfir þá í fundaröðinni.

Fyrsti fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. maí í Húsi atvinnulífsins í salnum Kviku kl. 8.30-10, annar fundurinn verður föstudaginn 3. júní og sá þriðji föstudaginn 10. júní á sama stað og tíma. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Skrá þátttöku hér.

Fundirnir þrír eru hugsaðir sem ein heild og því fær fólk mest út úr því að sækja þá alla en einnig er hægt að skrá sig á staka fundi. Dagskrá má sjá hér að neðan en að loknum erindum gefst góður tími fyrir fyrirspurnir og umræður.

Boðið verður upp á kaffi, te og með því auk áhugaverðra fyrirlestra.

Miðvikudagur 25. maí kl. 8.30-10

Bókhald
Bókhald er áttaviti og mikilvægt stjórntæki.

Inga Jóna Óskarsdóttir viðurkenndur bókari, ráðgjafi og eigandi hjá Bókhaldi og kennslu og formaður félags bókhaldsstofa fjallar um lykilatriði í bókhaldi, hvað ber að varast og mikilvægi bókhalds sem stjórntækis í rekstri.

Markaðsmál
Á sandi byggði heimskur maður … markaðsstarfið. Vertu með á hreinu hvernig þú getur byggt það á bjargi.

Þóranna K. Jónsdóttir markaðsnörd hjá Markaðsmálum á mannamáli fjallar um þau atriði sem skipta mestu máli í uppbyggingu öflugs markaðsstarfs en eru jafnframt oft vanrækt hjá fyrirtækjum.

Umræður og fyrirspurnir

Föstudagur 3. júní kl. 8.30-10

Starfsmenn
Starfsmannamál – réttu skrefin fyrir stjórnendur.

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, MBA, atvinnufélagsfræðingur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus fjallar um helstu réttu skrefin í átt að stefnumiðaðri mannauðsstjórnun og tengingu við góðan rekstrarárangur. Farið verður yfir helstu tól og tæki stjórnandans í mannauðsmálum.

Markmið
Ögrandi markmið og þolinmæði.

Símon Þorleifsson rekstrarverkfræðingur og ráðgjafi í viðskiptagreind og árangursstjórnun hjá Capacent fjallar um markmiðasetningu sem byggir á framtíðarsýn stjórnenda og eigenda.

Lögð er áhersla á að markmið séu skýr, hnitmiðuð og styðji við sýn stjórnenda um framtíð fyrirtækisins. Sýnd verða nokkur dæmi um markmið og hvernig fljótlegast er að setja fram markmið og viðeigandi mælikvarða ásamt dæmum um aðgerðir til að ná framúrskarandi árangri.

Umræður og fyrirspurnir

Föstudagur 10. júní kl. 8.30-10

Samningar
Helstu samningar í fyrirtækjarekstri.  

Inga Björg Hjaltadóttir héraðsdómslögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus fjallar um helstu samninga í fyrirtækjarekstri og mikilvægi vandaðrar samningagerðar.

Skipulag
Skipulag, ákvörðunartaka og eftirfylgni í daglegum störfum.

Thomas Möller hagverkfræðingur, MBA og framkvæmdastjóri Rýmis fjallar um mikilvægi skýrleika (e. clarity) í rekstri og svörunar til starfsfólks (e. feedback). Hann mun einnig fjalla um helstu strauma í framkvæmd stefnumótunar (e. execution).

Umræður og fyrirspurnir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA eru bakhjarlar Litla Íslands.

logo-2016 - B35

Íslenskur afþreyingariðnaður í erlendri samkeppni

Samtök iðnaðarins, FRÍSK og Samtök verslunar og þjónustu standa fyrir morgunverðarfundi í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 11. maí kl. 8.30 til 10.00.

Dagskrá:

  • Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður FRÍSK
  • Stærð íslenska markaðarins – Eru erlendir aðilar að taka bita af kökunni?
    Ágúst Þór Ágústsson, aðjúnkt við Viðskiptadeild HÍ – Fjallar um nýlega Capacent skýrslu og lykiltölur markaðarins.
  • Hvernig bregðast íslenskir fjölmiðlar / efnisveitur við samkeppninni
    Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla og markaðar hjá Símanum
  • Hver á stefna hins opinbera að vera?
    Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Græna
  • Menningaleg samkeppni: réttar leiðir og rangar
    Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata

Boðið upp á morgunkaffi.

SKRÁNING

Tökum vel á móti erlendu starfsfólki

Mikilvægt er að Íslendingar taki vel á móti erlendu starfsfólki sem þjóðfélagið þarf á að halda næstu ár og áratugi. Risavaxnar áskoranir á íslenskum vinnumarkaði eru framundan vegna öldrunar þjóðarinnar og mikillar örorkubyrði, en til að standa undir góðum hagvexti og lífskjörum til framtíðar þarf Ísland á erlendu starfsfólki að halda.

Ísland er að þróast í fjölmenningarsamfélag en því er spáð að hlutfall erlendra ríkisborgara verði orðið 20% innan ekki langs tíma en hlutfallið er 8% í dag. Erlent starfsfólk er því lykill að fjölbreyttum og öflugum vinnumarkaði og nauðsynleg forsenda þess að auka samkeppnishæfni landsins.

Samtök atvinnulífsins ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins, Samorku og Samtökum verslunar og þjónustu stóðu fyrir vel heppnuðum fundi um erlent starfsfólk á Íslandi í Húsi atvinnulífsins í vikunni en þar voru sagðar reynslusögur fyrirtækja sem hafa ráðið erlent starfsfólk í vinnu.  Um var að ræða fund í fundaröðinni Menntun og mannauður.

Sjá nánar hér

Menntun og mannauður – Fræðsla erlendra starfsmanna.

Næsti fundur í menntaröðinni Menntun og mannauður verður þriðjudaginn 19. apríl kl. 8.30-10:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni, 35, 1. hæð. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016.

Á fundinum verður fjallað um erlent starfsfólk og fræðslu.

DAGSKRÁ

Erlendir starfsmenn – áskoranir og tækifæri.
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri – Strætó.

Að skilja íslensku rýfur einangrun
Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri – Hýsing, Vöruhótel.

Innflutningshöft á þekkingu?
Margrét Jónsdóttir, starfsmanna- og skrifstofustjóri – Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Spurningar og spjall

Kaffi, te og með því frá kl. 8.15. Allir velkomnir en nauðynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.

Skráning hér

Hvaða hagsmuna átt þú að gæta í þínum rekstri?

Haldinn verður kynningarfundur fyrir verslunar- og þjónustuaðila miðborgarinnar miðvikudaginn 20. apríl nk.  Fundurinn verður í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, og hefst kl. 8:30.

Fundurinn er framhald stefnumótandi fundar sem SVÞ átti með fulltrúum miðborgarinnar  þar sem skoðað var  hvar hagsmunir verslunar- og þjónustuaðila í miðborginni færu saman með hagsmunum SVÞ.  Ljóst var að áhugi er fyrir því að SVÞ og miðborgin taki höndum saman í hagsmunagæslu.

Dagskrá fundar

Starfsfólk SVÞ, ásamt framkvæmdastjóra, Andrési Magnússyni, kynnir starfsemi samtakanna, helstu niðurstöður stefnumótunarfundarins og stýrir umræðum um næstu skref.

Auglýsing til útprentunar.

Oops! We could not locate your form.