Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Reykjavík síðdegis 1. desember þar sem hann ræddi óbreyttar sóttvarnaraðgerðir til 9. desember. Óskir samtakanna eru að í matvöru- lyfjaverslunum sem eru yfir 1 þúsund fermetrar að stærð geti verið allt að 100 manns í einu og svo 1 fyrir hverja 10 fermetra í viðbót, og í öðrum verslunum upp í 20 manns. Þannig var fyrirkomulagið í vor. Hann segir samtökin hafa haft ástæðu til að ætla að hljómgrunnur hefði verið fyrir þessari tillögu áður en þriðja bylgjan hófst en svo hafi ekki orðið.

Samtökin gagnrýna einnig skort á fyrirsjáanleika, samræmi og samráði bæði við verslanir og atvinnulífið almennt. Erfitt sé fyrir fyrirtæki að skipuleggja sig þegar upplýsingar berist með stuttum fyrirvara, líkt og t.d. var núna þegar aðgerðir voru framlengdar. Ósamræmi er í því t.d. að litlar lyfjaverslanir geti haft 50 manns inni hjá sér, á meðan risastórar verslanir, t.d. byggingavöruverslanir, mega einungis hafa 10 manns í einu.

Andrés segir lítið sem ekkert samráð vera við sóttvarnaryfirvöld, þau séu helst í gegnum fjölmiðla og ekki hafi borist nein almennileg viðbrögð við þessum sjónarmiðum.

Ljóst er að nýliðinn mánuður verður metmánuður í netverslun en jafnramt liggur fyrir að það mun ekki brúa það bil sem þarf til að bæta upp að fólk geti ekki verslað með hefðbundnum hætti. Mikið vanti upp á að sóttvarnaryfirvöld horfi lausnamiðuð á málin.

Hlustaðu á viðtalið hér:

Gagnrýnir skort á fyrirsjáanleika, samræmi og samráði í sóttvörnum

Gagnrýnir skort á fyrirsjáanleika, samræmi og samráði í sóttvörnum

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, gagnrýnir ófyrirsjáanleika sóttvarna stjórnvalda í fréttum Stöðvar 2 þann 30. nóvember. Hann segir skort á fyrirsjáanleika, skort á samræmi og skort á samráði við atvinnulífið.

Andrés kallar eftir því að hámarksfjöldi í verslunum verði hækkaður upp í tuttugu og að stærri verslanir fái heimild til að taka á móti allt að hundrað manns í einu. „Það er staða sem við getum auðveldlega lifað með til jóla.“

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA Á VÍSI

Svartur föstudagur, sóttvarnaráhrif á verslun og sykurskattur í Reykjavík síðdegis

Svartur föstudagur, sóttvarnaráhrif á verslun og sykurskattur í Reykjavík síðdegis

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Reykjavík síðdegis föstudaginn 27. nóvember og ræddi m.a. verslun á svörtum föstudegi og áhrif sóttvarna á verslunina. Samtök atvinnulífsins kalla eftir meira samræmi í sóttvarnarreglum og SVÞ hefur ítrekað gagnrýnt að verslanir í stóru húsnæði, sem ekki selja matvöru eða lyf, mega eingöngu hafa 10 manns inni, á meðan t.d. lítil apótek mega hafa 50 manns.

Hann ræddi einnig hugmyndir um sykurskatt og sagði slæma reynslu hafa verið af sykurskatti 2009-2013. Það hafi verið flókin skattheimta og ógagnsæ sem t.d. skapaði 3 auka stöðugildi hjá Tollstjóranum í Reykjavík til að halda utanum þennan skatt. SVÞ er alfarið á móti því að stýra neyslu með skattheimtu. Mikið nær sé að hvetja fólk til breyttra lífshátta. Rannsóknir og dæmi úr ýmsum löndum sýna að sykurskattur hefur ekki þau áhrif sem vonast er eftir.

Hlustaðu hér fyrir neðan:

Formaðurinn kallar eftir opnu samtali við stjórnvöld

Formaðurinn kallar eftir opnu samtali við stjórnvöld

Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, kallaði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskaði eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða.

„Ég held að það sé nú hygginna manna háttur að hlusta á ráðin. Hvaðan sem þau koma. Það þarf líka að meta það að við höfum þó reynsluna af því að vinna úr þessum aðgerðum. Þetta samtal skiptir svo miklu máli til þess að við getum leyst úr þessu með skilvirkum hætti. Þetta snýst ekki bara um hvernig sóttvarnayfirvöld meta ástandið. Þetta snýst líka um pólitíska forrystu og við getum ekki látið atvinnulífið eða samfélagið stoppa. Við verðum að sjá til þess að hér geti daglegt líf gengið áfram. Við þurfum bara að gera það með öruggum hætti og ég held að það sé allt í lagi að það sé hlustað á það sem við höfum að segja,“ segir Jón

Einnig benti hann á að varhugavert væri að draga of miklar ályktanir af einstökum viðburðum og vísar þar í ummæli sóttvarnalæknis um smit í verslunarmiðstöð á upplýsingafundi almannavarna í gær Þau ummæli auk ummæla Rögnvaldar Ólafssonar, deildarstjórar ríkislögreglustjóra um málið, urðu til þess að fréttir birtust af smiti í Kringlunni en hið rétta var að smit kom upp á skrifstofu í byggingu við hlið Kringlunnar.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA Á VÍSI

 

Leiðin út úr kófinu er stafræn

Leiðin út úr kófinu er stafræn

Eftirfarandi grein eftir Þórönnu K. Jónsdóttur birtist í Viðskiptablaðinu þann 19. nóvember, en Þóranna sér um verkefni innan SVÞ sem snúa að stafrænni þróun.

Nýr veruleiki

Fyrir flest okkar hefur heimsfaraldur COVID-19 snarbreytt sumum þáttum lífs okkar. Í stað þess að mæta á skrifstofuna vinnum við að heiman með hjálp netsins og tækninnar, í stað þess að hittast tökum við fundi á Teams, Zoom og fjölmörgum öðrum stafrænum vettvöngum. Í stað þess að fara út í búð sitjum við heima og veljum í matarkörfuna í tölvunni, fáum hlutina senda heim, eða a.m.k. sækjum bara allt heila klabbið á einn stað. Krakkar sem áður sátu í skólastofu eru flest búin að kynnast námi yfir netið, hvort sem það hefur verið vegna sóttkvíar, skiptingar nemenda í hópa eða, eins og framhalds- og háskólanemarnir okkar þekkja, vegna þess að allt nám hefur færst yfir í fjarnám. Fyrir þá sem ekki hafa hugað að þessum málum hingað til er þetta oft stærsta stafræna umbreytingin sem fólk er virkilega meðvitað um að hafa tekið þátt í.

Ímyndaðu þér ástandið núna ef við hefðum ekki þessa stafrænu tækni til að geta haldið áfram að vinna, geta haldið áfram að versla það í matinn sem við erum vön, geta haldið áfram að læra og til að geta hitt fólk í hljóði og mynd á netinu þegar við getum ekki eins auðveldlega hist í raunheimum.

Stafræn umbreyting á ógnarhraða

Stafræn tækni hefur ekki bara bjargað fjölmörgu á þessum kórónuveirutímum heldur hefur hraði stafrænnar umbreytingar einnig margfaldast. Satay Nadella, forstjóri Microsoft, sagði nýlega að hraði breytinganna væri að aukast svo mikið að fyrirtækið væri að sjá þróun sem venjulega tæki 2 ár núna taka einungis 2 mánuði.

Þessi ógnarhraða stafræna þróun er góð – eða er hún slæm? Hún er tvíeggja sverð. Það er gott að við skulum hafa tæknina til að geta haldið hlutunum gangandi, en það er ekki gott ef að við höfum ekki hæfnina til að nýta hana – eða þegar sumir hafa hana og aðrir ekki, sem veldur ójöfnuði meðal fólks, meðal fyrirtækja – og meðal þjóða. Það eru t.d. ekki allir sem geta bara farið að vinna heima með hjálp tækninnar. Mörg störf bjóða ekki upp á það, og efnahagsáhrif faraldursins verða jafnframt til þess að fjölmörg störf glatast. Hvað þá?

Lykillinn að endurreisn efnahagkerfa

Sérfræðingum ber saman um að stafræn umbreyting, þ.e. aukin notkun stafrænnar tækni til að leysa hin ýmsu verkefni, sé lykillinn að því að endurreisa efnahagskerfi heimsins. En hvernig?

Jú, ólíkt því sem margir halda, þá veldur stafræn umbreyting ekki bara því að störf hverfa, heldur skapar hún fjölmörg störf. Innan OECD hafa 4 af hverjum 10 störfum sem skapast hafa sl. áratug verið innan stafrænt væddra atvinnugreina og OECD hefur lýst því yfir að hræðslan við fækkun starfa vegna tækniþróunar hafi ekki raungerst, heldur þvert á móti stuðlað að verulegri starfasköpun.

Stafræn tækni er einnig samofin nýsköpun og frumkvöðlastarfi – og fólk er almennt sammála um nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi er ein öflugasta leiðin til sköpunar bæði starfa og verðmæta. Án tækni verður nýsköpun ósköp fátækleg – jafnvel bara engin. Stafræn tækni gerir okkur líka kleift að þróa vörur og þjónustur sem auðvelt er að selja og yfir netið, og geta jafnvel kallað á minni fjárfestingu og minni áhættu en t.d. hefðbundnar áþreifanlegar vörur. Að ekki sé talað um þá miklu möguleika sem felast í því að nýta netið og stafræna tækni betur til sölu og markaðssetningar á alþjóðlega markaði.

Síðast en ekki síst gerir stafræn tækni okkur kleift að vinna, læra og taka þátt í hinum ýmsu verkefnum – og samfélaginu sjálfu – óháð staðsetningu, sem er fagnaðarefni í landi þar sem fáir búa dreift á stóru landsvæði.

Til að nýta þurfum við að kunna

En til þess að geta nýtt stafræna tækni til allra þessara góðu hluta þurfum við að kunna á hana. Stafræn hæfni er lykilatriði og hún er ekki eitthvað sem við fæðumst með. Jú, við erum klár að nota tölvurnar okkar og símana sem neytendur og notendur tækninnar – en við þurfum að verða öflugri í því að nýta hana til að skapa og að hafa frumkvæði að því að nýta hana okkur til framdráttar.

Þess vegna þarf stafræna hæfni. Og þess vegna hafa SVÞ og VR lagt áherslu á það í hvatningu til íslenskra stjórnvalda að efla þurfi stafræna færni og m.a. hafið samstarf að undirbúningi Stafræns hæfniseturs, ásamt Háskólanum í Reykjavík, til að stuðla að aukinni stafrænni hæfni meðal íslenskra stjórnenda og starfsfólks. Því þannig getum við nýtt tæknina í botn til að koma okkur á sem hraðastan og öflugastan hátt út úr kófinu!

Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld

Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir tilslakanirnar harðlega

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var bæði á RÚV, Vísi og í fréttum Stöðvar 2 síðastliðna daga þar sem hann gagnrýnir harðlega þær tilslakanir sem gerðar voru á sóttvanaraðgerðum þann 13. nóvember sl.

Hann segir hætt við því að aðgerðirnar muni hafa alvarleg áhrif á verslunarstarfsemi nú þegar háannatími greinarinn er að hefjast og að það skjóti skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræðir. Andrés bendir réttilega á að röskun sem þessi á atvinnulífinu muni hafa bein áhrif á skatttekjur ríkissjóðs.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ UMFJÖLLUN UM MÁLIÐ Á RUV.IS

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ UMFJÖLLUN UM MÁLIÐ Á VISIR.IS

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ UMFJÖLLUN UM MÁLIÐ Í FRÉTTUM STÖÐVAR 2