Sértilboð til félagsmanna: Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu

Sértilboð til félagsmanna: Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu

Félagsmönnum í SVÞ, SAF og SI bjóðast nú sérkjör, 50% afsláttur af námsbraut Markaðsakademíunnar sem kennd er á netinu: Stafræn hraðbraut – viðskipti á netinu.

Þekking og færni í stafrænni markaðssetningu er lykilatriði í að ná árangri í verslun og þjónustu. Covid-19 mun auka veltu netverslana geysilega mikið sem mun að jafnframt hafa mikil áhrif á kauphegðun að loknum hamförunum.

Öll fyrirtæki verða því að koma sér upp þekkingu og færni í sölu og markaðssetningu á netinu, tíminn til að byrja er núna!

Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu samanstendur af sex áföngum í fjarnámi sem þátttakendur hafa 12 mánuði til að klára. Þátttakendur læra í gegnum netið og þeir geta lært hvar og hvenær sem þeim hentar.

 

Áfangarnir eru:


  • Markaðsstarf í Kreppu: Grunnatriði í markaðsstarfi á óvissutímum. Námskeiðið kennir greiningu, stefnumótun og samsetningu aðgerðaráætlunar. Þátttakendur læra að bregðast við breytingum á markaði með réttu boði, fyrir réttan hóp, á réttum tíma og á réttu verði.
  • Vefverslun & Shopify: Á námskeiðinu læra þátttakendur að hanna og setja upp vefverslun með vinsælasta vefverslunarkerfi heims, Shopify. Farið er skref fyrir skref yfir það hvernig vefverslun er uppsett, og hvernig kerfið virkar.
  • Auglýsingakerfi Facebook og Instagram: Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á að beita tæknilegum auglýsingaaðferðum og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum og kostum sem auglýsingakerfi Facebook býður uppá.
  • Auglýsingakerfi Google og Youtube: Námskeiðið kennir þátttakendum að ná góðum tökum á auglýsingakerfi Google: leitarorðum, vefborðum og myndbandsauglýsingum á Youtube. Ennfremur að skilja og nýta tölfræðina sem auglýsingakerfið býður uppá svo ná megi hámarks árangri.
  • Myndvinnsla með Photoshop: Námskeiðið kennir þátttakendum að vinna myndir og myndvinnslu. Sérstök áhersla er á að hjálpa starfsfólki fyrirtækja að verða sjálfbært í einfaldari hönnunarverkefnum eins og fyrir vefi, samfélagsmiðla og Google og Facebook auglýsingar. Slík þekking og færni getur sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir á ári og gert fyrirtækjum kleift að setja meiri kraft í markaðssókn með fjölbreyttara markaðsefni. Þetta sparar fyrirtækjum háar fjárhæðir með því að geta gert einfalda myndvinnslu án aðkomu hönnuða.
  • Tölvupóstar í markaðsstarfi: Lærðu að ná hámarksárangri í samskiptum við neytendur með tölvupóstum. Ennfremur að ná tökum á sjálfvirknivæddum tölvupóstsamskiptum til að auka sölu.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ FREKARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁ ÞIG

Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!

Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!

Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Berglindar Ragnarsdóttur, stjórnendaráðgjafa og þjónustuhönnuðar hjá CoreMotif þriðjudaginn 18. febrúar sl. Í einstaklega fróðlegum fyrirlestri fór Berglind yfir helstu atriði og ferli hönnunarhugsunar (e. design thinking) og kortlagningu notendaupplifunar (e. journey mapping). Hún lagði áherslu á að hlusta á notandann og hanna út frá hennar þörfum. Hún deildi líka með okkur fjölmörgum dæmum um áhugaverð verkefni, lausnir og árangur í tengslum við efnið.

Upptöku frá fyrirlestrinum má sjá hér fyrir neðan:

SVÞ félagar eiga kost á að taka þátt í frírri vinnustofu þriðjudagsmorguninn 25. febrúar nk. þar sem Berglind leiðir þá í gegnum kortlagningu notendaupplifunar. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og skrá þig.

Upptökur frá menntamorgni um rafræna fræðslu

Upptökur frá menntamorgni um rafræna fræðslu

Þann 22. janúar var haldinn Menntamorgunn atvinnulífsins þar sem haldið var áfram að fjalla um rafræna fræðslu.

Kolbrún Magnúsdóttir, fræðslu- og starfsþróunarstjóri Bláa Lónsins fór yfir vegferð Bláa Lónsins í stafrænni fræðslu, hvert fyrirtækið er komið, hverju það hefur breytt og þau tækifæri sem þau sjá búa í rafrænni fræðslu.

Sigurjón Hákonarson, framkvæmdastjóri Taekninám.is ræddi helstu áskoranir og lærdóm sem fyrirtækið hefur dregið af því að framleiða stafrænt námsefni síðustu tvö ár.

Og að lokum var erindi Ingu Steinunnar Björgvinsdóttur, markaðsstjóra Promennt og Bryndísar Ernstdóttur, ráðgjafa á mannauðssviði Advania þar sem fram komu hugleiðingar og hagnýt atriði í gerð rafræns fræðsluefnis.

Upptöku frá fundinum má sjá hér fyrir neðan: