Sértilboð til félagsmanna á þjónustunámskeið Gerum betur!

Sértilboð til félagsmanna á þjónustunámskeið Gerum betur!

Nú í apríl og maí býður Gerum betur sértilboð til félagsmanna: 25% afslátt á þjónustunámskeiðum sem kennd eru í gegnum netið.

Þrjú námskeið eru í boði og þrjár upphafsdagsetningar fyrir hvert þeirra.

Dagsetningarnar eru 27. apríl, 11. maí og 25. maí.

Kynntu þér námskeiðin með því að smella á viðeigandi hnapp hér fyrir neðan.

Afsláttarkóðinn fyrir félagsmenn er gerumbetur

20 góð ráð í þjónustusímsvörun

Erfiðir viðskiptavinir og kvartanir

Góð ráð í tölvupóstsamskiptum

Sértilboð til félagsmanna: Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu

Sértilboð til félagsmanna: Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu

Félagsmönnum í SVÞ, SAF og SI bjóðast nú sérkjör, 50% afsláttur af námsbraut Markaðsakademíunnar sem kennd er á netinu: Stafræn hraðbraut – viðskipti á netinu.

Þekking og færni í stafrænni markaðssetningu er lykilatriði í að ná árangri í verslun og þjónustu. Covid-19 mun auka veltu netverslana geysilega mikið sem mun að jafnframt hafa mikil áhrif á kauphegðun að loknum hamförunum.

Öll fyrirtæki verða því að koma sér upp þekkingu og færni í sölu og markaðssetningu á netinu, tíminn til að byrja er núna!

Stafræn hraðbraut fyrir viðskipti á netinu samanstendur af sex áföngum í fjarnámi sem þátttakendur hafa 12 mánuði til að klára. Þátttakendur læra í gegnum netið og þeir geta lært hvar og hvenær sem þeim hentar.

 

Áfangarnir eru:


  • Markaðsstarf í Kreppu: Grunnatriði í markaðsstarfi á óvissutímum. Námskeiðið kennir greiningu, stefnumótun og samsetningu aðgerðaráætlunar. Þátttakendur læra að bregðast við breytingum á markaði með réttu boði, fyrir réttan hóp, á réttum tíma og á réttu verði.
  • Vefverslun & Shopify: Á námskeiðinu læra þátttakendur að hanna og setja upp vefverslun með vinsælasta vefverslunarkerfi heims, Shopify. Farið er skref fyrir skref yfir það hvernig vefverslun er uppsett, og hvernig kerfið virkar.
  • Auglýsingakerfi Facebook og Instagram: Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á að beita tæknilegum auglýsingaaðferðum og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum og kostum sem auglýsingakerfi Facebook býður uppá.
  • Auglýsingakerfi Google og Youtube: Námskeiðið kennir þátttakendum að ná góðum tökum á auglýsingakerfi Google: leitarorðum, vefborðum og myndbandsauglýsingum á Youtube. Ennfremur að skilja og nýta tölfræðina sem auglýsingakerfið býður uppá svo ná megi hámarks árangri.
  • Myndvinnsla með Photoshop: Námskeiðið kennir þátttakendum að vinna myndir og myndvinnslu. Sérstök áhersla er á að hjálpa starfsfólki fyrirtækja að verða sjálfbært í einfaldari hönnunarverkefnum eins og fyrir vefi, samfélagsmiðla og Google og Facebook auglýsingar. Slík þekking og færni getur sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir á ári og gert fyrirtækjum kleift að setja meiri kraft í markaðssókn með fjölbreyttara markaðsefni. Þetta sparar fyrirtækjum háar fjárhæðir með því að geta gert einfalda myndvinnslu án aðkomu hönnuða.
  • Tölvupóstar í markaðsstarfi: Lærðu að ná hámarksárangri í samskiptum við neytendur með tölvupóstum. Ennfremur að ná tökum á sjálfvirknivæddum tölvupóstsamskiptum til að auka sölu.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ FREKARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁ ÞIG

Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!

Upptaka: Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um kortlagningu notendaupplifunar!

Fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Berglindar Ragnarsdóttur, stjórnendaráðgjafa og þjónustuhönnuðar hjá CoreMotif þriðjudaginn 18. febrúar sl. Í einstaklega fróðlegum fyrirlestri fór Berglind yfir helstu atriði og ferli hönnunarhugsunar (e. design thinking) og kortlagningu notendaupplifunar (e. journey mapping). Hún lagði áherslu á að hlusta á notandann og hanna út frá hennar þörfum. Hún deildi líka með okkur fjölmörgum dæmum um áhugaverð verkefni, lausnir og árangur í tengslum við efnið.

Upptöku frá fyrirlestrinum má sjá hér fyrir neðan:

SVÞ félagar eiga kost á að taka þátt í frírri vinnustofu þriðjudagsmorguninn 25. febrúar nk. þar sem Berglind leiðir þá í gegnum kortlagningu notendaupplifunar. Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar og skrá þig.