15/02/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu var í viðtali á Bylgunni í bítið í morgun þar sem hann m.a. hvatti fólk til þess að vera ekki að hamstra vörur í verslunum. Andrés talaði einnig um alvarleikan í stöðunni í baráttu SA og Eflingar.
SMELLTU HÉR til að hlusta á allt viðtalið.
11/02/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í samtali við Morgunblaðið í viðtali sem birtist í dag, 11.febrúar 2023 að blikur á lofti í versluninni sem þurfi að takast á við vaxtahækkanir og verðbólgu.
„Við óttumst jafnframt að verðhækkanir á erlendum mörkuðum á síðari hluta síðasta árs séu ekki að fullu komnar fram, enda er hækkandi hrávöruverð lengi að birtast í vöruverði. Þessar hækkanir eru mikið til bein afleiðing af stríðinu í Úkraínu og þá eru framleiðslukerfin í heiminum ekki að fullu komin í eðlilegt ástand eftir heimsfaraldurinn.“
Mikilvægi sjálfvirkni í versluninni.
Andrés bætir við að dýra kjarasamninga, lífskjarasamninginn 2019 og nýafstaðinn samning, þrýsta á aukna notkun sjálfvirkni í versluninni. Jafnframt muni hækkandi húsnæðiskostnaður draga úr spurn eftir atvinnurýmum.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLT VIÐTALIÐ!
01/02/2023 | Fréttir, Þjónusta
Fram hefur komið að ef verkfallsaðgerðir Eflingar hefjast verði afturvirkni kjarasamninga, sem hefði náð aftur til 1. nóvember sl., úr sögunni.
Nú hefur 1 af hverjum 169 sem falla undir kjarasamninga Eflingar og SA samþykkt verkfall.
Hvað kostar það fyrir Eflingarfólk?
Settu inn forsendur um heildarlaun á mánuði og mögulegar launahækkanir í nýjum kjarasamningi í reiknivélinni hér að neðan.
31/01/2023 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun
Skipulagðir hópar stela fyrir milljarða!
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, var gestur Kveiks í kvöld þar sem sérstaklega var tekið fyrir hnupl í verslunum. Andrés benti þar á: Að reikna megi með því að hnupl úr búðum jafngildi einu prósenti af veltu í smásölu. Heildarveltan þar er sex hundruð milljarðar króna. „Þannig að við getum reiknað með að þetta séu svona sex milljarðar sem fara í súginn með þessum hætti,“ segir Andrés.
Andrés segist hafa meiri áhyggjur af eðli starfseminnar, því hún beri þess öll merki að vera skipulögð brotastarfsemi og bætir við; „Eins og þetta horfir við okkur þá eru send hérna gengi af glæpahópum erlendis til að stunda svona starfsemi. Og eftir að það er kannski búið að taka handtaka þau tvisvar eða þrisvar fyrir brot af þessu tagi eru þau horfin á braut, koma aldrei til Íslands aftur, vonlaust að ná í þau og aðrir komnir á vaktina.“
SMELLTU HÉR til að horfa á allan þáttinn.
20/01/2023 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Verslun, Þjónusta
…ER ÞAÐ EKKI ALVEG KJÖRIÐ
LEITAÐ ER TILLAGNA UM ÞRJÁ MEÐSTJÓRNENDUR OG FORMANN Í STJÓRN SVÞ OG FULLTRÚA SVÞ Í FULLTRÚARÁÐ SAMTAKA ATVINNULÍFSINS
Kjörnefnd SVÞ leitar að áhugasömum stjórnendum til setu í stjórn samtakanna.
Þrír stjórnarmenn og formaður taka sæti til næstu tveggja starfsára.
Þá er leitað eftir fulltrúum til setu í fulltrúaráði SA til eins árs.
Við hvetjum þig til að bjóða þig fram eða senda inn tilnefningu fyrir kl. 12:00 hinn 17. febrúar nk. en framboðsfrestur samkvæmt samþykktum rennur út 23. febrúar.
Aðalfundur verður haldinn 16. mars nk.
Í stjórn SVÞ eiga sæti formaður og sex meðstjórnendur.
Eftirtaldir meðstjórnendur eiga sæti í stjórninni til loka næsta starfsárs, 2023/2024:
- – Gunnar Egill Sigurðsson, Samkaupum
- – Edda Rut Björnsdóttir, Eimskip Ísland ehf.
- – Brynjúlfur Guðmundsson, Artasan ehf.
Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til setu í stjórn SVÞ fyrir næstu tvö starfsár. Formaður er kosinn fyrir næstu tvö starfsár.
Tilnefningar til formanns SVÞ, stjórnar samtakanna og fulltrúaráðs SA skulu sendar til SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, merktar „Kjörnefnd SVÞ“ eða á netfangið: kosning@svth.is
Rétt er að minna á að tillögur um breytingar á samþykktum SVÞ þurfa að berast stjórn samtakanna eigi síðar en 16. febrúar 2023.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til að gefa kost á sér í stjórn SVÞ og í fulltrúaráð SA.
Kjörnefnd SVÞ
09/01/2023 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag niðurstöður á heildar greiðslukortaveltu í desember 2022. Þar kemur fram að einkaneysla í jólamánuðinum var kröftug.
En heildar greiðslukortavelta hérlendis í desember sl. nam rúmum 115,7 milljörðum kr. og jókst um tæp 16,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortaveltu í desember sl. hefur verið bætt við tímaröð kortaveltu RSV á Sarpi.
Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 99,7 milljörðum kr. og jókst um tæp 10,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 16,1 milljarði kr. og jókst um 77,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í desember sl. var 7% en framlag innlendra korta 9,2%.
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR INNÁ VEF RSV – HÉR –