09/01/2023 | Fréttir, Greining, Verslun, Þjónusta
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag niðurstöður á heildar greiðslukortaveltu í desember 2022. Þar kemur fram að einkaneysla í jólamánuðinum var kröftug.
En heildar greiðslukortavelta hérlendis í desember sl. nam rúmum 115,7 milljörðum kr. og jókst um tæp 16,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortaveltu í desember sl. hefur verið bætt við tímaröð kortaveltu RSV á Sarpi.
Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 99,7 milljörðum kr. og jókst um tæp 10,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 16,1 milljarði kr. og jókst um 77,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.
Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í desember sl. var 7% en framlag innlendra korta 9,2%.
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR INNÁ VEF RSV – HÉR –
14/12/2022 | Fréttir, Greining, Stafræna umbreytingin, Verslun, Þjónusta
Ný greining frá RSV Rannsóknasetri verslunarinnar á innlendri kortaveltu í nóvember sl., með daglegri tíðni, sýndi að Singles day er vinsælasti afsláttardagur mánaðarins í netverslun en Black Friday vinsælastur í verslun á staðnum (e. in-store).
Það sama kemur í ljós þegar dagleg velta nóvembermánaðar er skoðuð fyrir árin 2021 og 2020.
Rúmlega 4,9% af kortaveltu á staðnum í nóvember sl. fór í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þann 25.11 á Black Friday. Hlutfall kortaveltu á staðnum er að jafnaði 3,2% á meðaldegi í nóvember. Rúmlega 12,4% af kortaveltu á staðnum fóru í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þessa þrjá afsláttadaga mánaðarins. Það jafngildir meðalveltu upp á tæpa 3,2 milljarða kr. hvern afsláttadag á meðan meðalvelta var rúmlega 1,8 milljarður kr. aðra daga mánaðarins.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ TILKYNNINGU FRÁ RSV
30/11/2022 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag spá yfir jólaverslun landsmanna 2022.
Þar segir m.a. að mikill kraftur hefur þó verið í einkaneyslunni í ár en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar sé drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og aukinni veltu innlendra greiðslukorta erlendis. Þá hefur töluverð aukning verið í verðmæti innflutnings á varanlegum og hálf varanlegum neysluvörum það sem af er ári auk þess sem gera má ráð fyrir að aukin velta ferðamanna í innlendri verslun á árinu hafi einhver áhrif til hækkunar á jólaverslun ársins.
Þá bendir RSV á að von er á stöðugleika í jólaverslun í ár
Það er spá RSV að velta smásöluverslunar yfir jólamánuðina, nóvember og desember, aukist að nafnvirði um tæp 4,3% frá fyrra ári en sambærileg aukning var 7,1% í fyrra. Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana verði um 123,7 milljarðar kr. yfir jólamánuðina í ár, rúmum 5 milljörðum hærri en í fyrra miðað við breytilegt verðlagi. Að raunvirði dragist veltan þó saman um 1,7% frá fyrra ári.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA!
25/10/2022 | Fréttir, Greining, Stafræna umbreytingin, Umhverfismál
Í skýrslunni kemur m.a. fram að smásölu- og heildsölugeirinn í Evrópu horfir framá meiriháttar umbreytingu og þörf á umframfjárfestingu uppá 600 milljarða evra í þremur lykil þáttum; sjálfbærni, starfrænni þróun og innleiðingu ásamt stóraukinni nauðsyn á árlegri símenntun og endurmenntun starfsfólks.
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR SKÝRSLU EuroCommerce & McKinsey
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR DRÖG AÐ STEFNU EuroCommerce & McKinsey TIL 2030
SMELLTU HÉR TIL AÐ HLAÐA NIÐUR FRÉTTATILKYNNINGU FRÁ EuroCommerce & McKinsey
11/10/2022 | Fréttir, Greining, Verslun
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag skýrslu yfir heildargreiðslukortuveltu í september s.l.
Heildar greiðslukortavelta* í september sl. nam rúmum 111,2 milljörðum kr. og jókst um 18,4% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis hefur ekki mælst hærri í septembermánuði, að nafnvirði, frá upphafi mælinga árið 2012. Aðeins einu sinni hefur ferðamannaveltan í september mælst hærri að raunvirði, það var árið 2018. Kortavelta erlendra ferðamanna nam tæpum 26,8 milljörðum kr. í september sl. og dróst saman um tæp -29,4% á milli mánaða en jókst um 45% á milli ára. Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir 38,6% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í september sl. Þjóðverjar komu næstir með 6,7% og svo Bretar með 6,6%.
Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 84,4 milljörðum kr. í september sl. og jókst um 11,9% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 42,9 milljörðum kr. sem er 5,28% meira en á sama tíma í fyrra. Innlend kortavelta í þjónustu nam tæpum 41,5 milljarði kr. og jókst hún um tæp 19,8% á milli ára.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA SKÝRSLUNA
13/09/2022 | Fréttir, Greining, Greiningar, Verslun
Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei mælst hærri samkvæmt nýjustu skýrslu ágúst mánaðar frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem kom út á dögunum.
Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei mælst hærri en í ágúst sl. og nam hún rúmum 37,9 milljörðum kr. Veltan jókst um tæp 7,3% á milli mánaða en um 56,8% á milli ára. Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 30,3% í ágúst sl. sem er næstum jafnt því sem var í ágúst 2019, en sama hlutfall var þá tæp 30,6%.
Netverslun heldur áfram að aukast og þá mesti í flokki stórmarkaða og dagvöruverslana en þar jókst hún um tæp 37,9% frá fyrra ári.
SJÁ NÁNAR HÉR!