Kortavelta jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Frá Rannsóknasetri verslunarinnar.

Heildar greiðslukortavelta hérlendis í mars sl. nam rúmum 108 milljörðum kr. og jókst um 20,8% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Heildar kortavelta innlendra greiðslukorta hérlendis nam rúmum 86 milljörðum kr. og jókst um tæp 14% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Innlend kortavelta í verslun nam rúmum 45,6 milljörðum kr. í mars sl. og jókst um rúm 13,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Framlag stórmarkaða og dagvöruverslana til ársbreytingarinnar er stærst, tæp 9,7%. Meðfylgjandi mynd sýnir ársbreytingu kortaveltu innlendra korta í verslun innanlands og framlag tegunda verslana til breytingarinnar.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR INNÁ VEF RSV HÉR! 

Netverslunarvísir RSV lækkar um 5% á milli mánaða

Netverslunarvísir RSV lækkar um 5% á milli mánaða

RSV – Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag vísitölu erlendrar netverslunar fyrir febrúar mánuð 2023.

Þar kemur m.a. fram að Netverslunarvísir RSV, lækkar um 5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan lækkað um 0,2%. Landsmenn keyptu því 0,2% minna frá erlendum netverslunum í febrúar sl. miðað við í febrúar í fyrra.

Samdráttur í flokki áfengisverslunar – aukning í erlendri netverslun með matvöru, lyfja, heilsu og snyrtivöruverslun.
Mestur var samdrátturinn í flokki áfengisverslunar (-13,2%) en erlend netverslun með fatnað í febrúar sl. dróst saman um 3,9% á milli ára. Mikil aukning var á milli ára í erlendri netverslun með matvöru (68,5%) og vörur frá lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslunum (36,7%).

SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR FRÁ RSV.

Kortavelta jókst um 26,3% á milli ára á innlendum markaði

Kortavelta jókst um 26,3% á milli ára á innlendum markaði

RSV – Rannsóknasetur verslunarinnar gefur út í dag skýrslu um veltutölur fyrir febrúarmánuð 2023, en þar kemur m.a. fram að heildar greiðslukortavelta hérlendis í febrúar sl. nam tæpum 94 milljörðum kr. og jókst um 26,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Kortavelta innlendra greiðslukorta í verslun hérlendis var 10,8% hærri í febrúar sl. en í febrúar í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Stórmarkaðir og dagvöruverslanir veltu 49,4% af heildinni en sá flokkur er viðvarandi langstærstur í veltu verslunar hérlendis.

[SJÁ NÁNAR FRÉTT FRÁ VEF RSV]

Heildar greiðslukortavelta jókst um tæp 16,3% í desember | RSV

Heildar greiðslukortavelta jókst um tæp 16,3% í desember | RSV

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í dag niðurstöður á heildar greiðslukortaveltu í desember 2022.  Þar kemur fram að einkaneysla í jólamánuðinum var kröftug.

En heildar greiðslukortavelta hérlendis í desember sl. nam rúmum 115,7 milljörðum kr. og jókst um tæp 16,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortaveltu í desember sl. hefur verið bætt við tímaröð kortaveltu RSV á Sarpi.

Heildar greiðslukortavelta innlendra korta hérlendis nam tæpum 99,7 milljörðum kr. og jókst um tæp 10,2% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 16,1 milljarði kr. og jókst um 77,3% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Framlag erlendra korta til ársbreytingar heildar greiðslukortaveltu í desember sl. var 7% en framlag innlendra korta 9,2%.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR INNÁ VEF RSV – HÉR – 

Dagur einhleypra [Singles Day] stærsti kortaveltudagurinn!

Dagur einhleypra [Singles Day] stærsti kortaveltudagurinn!

Ný greining frá RSV Rannsóknasetri verslunarinnar á innlendri kortaveltu í nóvember sl., með daglegri tíðni, sýndi að Singles day er vinsælasti afsláttardagur mánaðarins í netverslun en Black Friday vinsælastur í verslun á staðnum (e. in-store).

Það sama kemur í ljós þegar dagleg velta nóvembermánaðar er skoðuð fyrir árin 2021 og 2020.

Rúmlega 4,9% af kortaveltu á staðnum í nóvember sl. fór í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þann 25.11 á Black Friday. Hlutfall kortaveltu á staðnum er að jafnaði 3,2% á meðaldegi í nóvember. Rúmlega 12,4% af kortaveltu á staðnum fóru í gegnum greiðslukerfi fyrirtækja þessa þrjá afsláttadaga mánaðarins. Það jafngildir meðalveltu upp á tæpa 3,2 milljarða kr. hvern afsláttadag á meðan meðalvelta var rúmlega 1,8 milljarður kr. aðra daga mánaðarins.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SJÁ TILKYNNINGU FRÁ RSV

RSV spáir um jólaverslun 2022

RSV spáir um jólaverslun 2022

Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag spá yfir jólaverslun landsmanna 2022.

Þar segir m.a. að mikill kraftur hefur þó verið í einkaneyslunni í ár en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar sé drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og aukinni veltu innlendra greiðslukorta erlendis. Þá hefur töluverð aukning verið í verðmæti innflutnings á varanlegum og hálf varanlegum neysluvörum það sem af er ári auk þess sem gera má ráð fyrir að aukin velta ferðamanna í innlendri verslun á árinu hafi einhver áhrif til hækkunar á jólaverslun ársins.

Þá bendir RSV á að von er á stöðugleika í jólaverslun í ár

Það er spá RSV að velta smásöluverslunar yfir jólamánuðina, nóvember og desember, aukist að nafnvirði um tæp 4,3% frá fyrra ári en sambærileg aukning var 7,1% í fyrra. Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana verði um 123,7 milljarðar kr. yfir jólamánuðina í ár, rúmum 5 milljörðum hærri en í fyrra miðað við breytilegt verðlagi. Að raunvirði dragist veltan þó saman um 1,7% frá fyrra ári.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA!