Netverslun stórmarkaða og dagvöruverslana jókst um 37,9% frá fyrra ári!

Netverslun stórmarkaða og dagvöruverslana jókst um 37,9% frá fyrra ári!

Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei mælst hærri samkvæmt nýjustu skýrslu ágúst mánaðar frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem kom út á dögunum.

Kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei mælst hærri en í ágúst sl. og nam hún rúmum 37,9 milljörðum kr. Veltan jókst um tæp 7,3% á milli mánaða en um 56,8% á milli ára. Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi var 30,3% í ágúst sl. sem er næstum jafnt því sem var í ágúst 2019, en sama hlutfall var þá tæp 30,6%.

Netverslun heldur áfram að aukast og þá mesti í flokki stórmarkaða og dagvöruverslana en þar jókst hún um tæp 37,9% frá fyrra ári.

SJÁ NÁNAR HÉR! 

Kortavelta erlenda ferðamanna jókst um 24,7% í júlí s.l. [RV]

Kortavelta erlenda ferðamanna jókst um 24,7% í júlí s.l. [RV]

Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag skýrslu yfir kortanotkun júlí mánaðar s.l. þar kemur m.a. fram að kortavelta erlendra ferðamanna hefur aldrei mælst jafn há frá upphafi mælinga.

Heildar greiðslukortavelta* í júlí sl. nam rúmum 125,1 milljörðum kr. og jókst um 15% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

Samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar kemur fram að kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 35,4 milljörðum kr. í júlí sl. og hefur hún ekki mælst hærri að nafnvirði frá upphafi mælinga árið 2012. Veltan jókst um 24,7% á milli mánaða. Að raunvirði hefur veltan einungis mælst hærri í tveimur mánuðum frá upphafi mælinga, í júlí og ágúst árið 2018. Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir 35,4% af allri erlendri kortaveltu hérlendis í júlí sl. Þjóðverjar komu næstir með 7,9% og svo Frakkar með 5,2%.

Heildar kortavelta Íslendinga hérlendis nam tæpum 89,8 milljörðum kr. í júlí sl. og jókst um 4,52% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 48 milljörðum kr. í júlí sl. sem er 0,85% meira en á sama tíma í fyrra miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í verslun á netinu nam tæpum 3 milljörðum kr. í júlí sl. og jókst hún um tæp 21,7% á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 41,8 milljarði kr. í júlí sl. og jókst hún um rúm 9% á milli ára miðað við breytilegt verðlag.

SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR HÉR

 

Kortavelta erlenda ferðamanna jókst um 24,7% í júlí s.l. [RV]

Kortavelta á Íslandi árið 2021 birt í árlegri samantekt RSV

Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag árlega samantekt á kortaveltu á Íslandi fyrir árið 2021.

Heildar greiðslukortavelta á Íslandi nam rúmum 1040 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 12,6% á milli ára að raunvirði. Kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 918,7 milljörðum kr. og jókst um 7,6% á milli ára að raunvirði. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 121,4 milljörðum kr. og jókst um rúm 75% á milli ára að raunvirði.

Nánar má lesa um kortaveltu á Íslandi árið 2021 í árlegri samantekt RSV hér.

Nokkrir punktar frá skýrslu RSV:

  • Heildar greiðslukortavelta* nam rúmun 1040 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 12,6% á milli ára að raunvirði
  • Kortavelta Íslendinga hérlendis nam rúmum 918,7 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 7,6% á milli ára að raunvirði
  • Innlend kortavelta í verslun nam tæpum 528 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 5,5% að raunvirði á milli ára
  • Innlend kortavelta í verslun á netinu nam tæpum 37,5 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 13% á milli ára að raunvirði
  • Innlend kortavelta í verslun á netinu hefur aukist um 238% að raunvirði ef horft er til ársins 2018
  • Innlend kortavelta í þjónustu nam rúmum 391 milljarði kr. árið 2021 og jókst um 10,5% á milli ára að raunvirði
  • Velta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmlega 158 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um 41% að raunvirði frá fyrra ári
  • Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam tæpum 121,4 milljörðum kr. árið 2021 og jókst um rúm 75% á milli ára að raunvirði
  • Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu á Íslandi árið 2021 var 13,2% en sama hlutfall var um 30-34% árin fyrir heimsfaraldur
  • Ferðamenn frá Bandaríkjunum voru ábyrgir fyrir rúmlega 40% af allri erlendri kortaveltu hérlendis árið 2021

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKOÐA SKÝRSLU RSV.

Singles Day – Vinsælastur afsláttardaga á árinu 2021

Singles Day – Vinsælastur afsláttardaga á árinu 2021

Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir nýjustu greininguna á innlendri kortaveltu

Greining RSV á innlendri kortaveltu með daglegri tíðni leiddi í ljós skýr merki þess að Singles day hafi verið vinsælasti afsláttadagur nóvembermánaðar sl. tvö ár. 11,4% af heildarkortaveltu á netinu í nóvember sl. fór fram á Singles day, þann 11.11.2021. Velta á netinu í nóvember sl. var næst mest á Svörtum föstudegi en 6,7% af heildarkortaveltu á netinu fór fram þann 27.11.2021.

SJÁ NÁNAR HÉR