15/01/2026 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum
Það er óhætt að segja að margir innan bílgreinarinnar hafi hváð þegar þeir hlýddu á orð fjármálaráðherra.
Miðvikudaginn 13. janúar 2026 var birt frétt á Vísi þar sem fjallað var um viðbrögð fjármála- og efnahagsráðherra vegna tíðinda af spám greiningardeilda bankanna um þróun verðbólgu í janúar. Í fréttinni mátti finna myndband með viðtali við ráðherra þar sem hann sagðist ekki rengja spá Landsbankans um 0,7 prósentustiga hækkun verðbólgu sem ætti að miklu leyti rót sína að rekja til þróunar á verðlagningu fólksbifreiða. Í viðtalinu sagði ráðherra m.a. eftirfarandi:
Það er hins vegar þannig að núna um áramótin eru ekki bara að verða breytingar á vörugjöldum heldur er það líka þannig að verð á bílum hefur verið að hækka alþjóðlega þannig að ég ætla ekki að rengja spánna en þetta er meira en það sem við höfðum gert ráð fyrir.
Stöðugt verð þrátt fyrir að ráðherra segi annað
Það er óhætt að segja að margir innan bílgreinarinnar hafi hváð þegar þeir hlýddu á þessi orð þar sem þeir telja sig ekki hafa orðið vara við þessa alþjóðlegu verðþróun ráðherrans. Nægir því til stuðnings að benda á að ekkert í fyrirliggjandi gögnum Hagstofu Íslands gefur til kynna að innkaupsverð bifreiða hafi farið hækkandi svo einhverju nemi að undanförnu. Sömu sögu segja gögn sem endurspegla þróun kaupverðs frá Hagstofu Íslands, Eurostat og Evrópska Seðlabankanum. Þvert á móti má halda því fram að verð hafi verið óvenjulega stöðug, a.m.k. frá byrjun árs 2024, og litlum breytingum tekið eftir að verð hækkuðu á árunum í kringum heimsfaraldur og upphaf Úkraínustríðsins. Þá hafa erlendir fjölmiðlar sagt í fréttum frá spám greiningaraðila sem eru heilt yfir á þeirri skoðun að verðstöðugleika muni áfram gæta á alþjóðavísu en verð fólksbifreiða muni þó áfram verða há árið 2026.
Ekki brugðist við
Það má hins vegar segja í hálfkæringi að ákveðið sannleikskorn sé fólgið í orðum ráðherra ef horft er til framtíðarþróunar innkaupsverðs nýrra tengiltvinnbifreiða eftir að hærra vörugjaldi hefur við það verið bætt. Þannig vill nefnilega til að SVÞ og Bílgreinasambandið bentu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ítrekað og með rökstuddum hætti á að gera þyrfti breytingar á tillögum nefndarinnar, um hækkun vörugjalds, í ljósi breytinga á alþjóðlegri prófunaraðferð tengiltvinnbifreiða. Við því var hins vegar ekki nægilega brugðist og af þeim sökum mun hækkun vörugjalda koma mun harðar niður á kaupendum slíkra bifreiða en annarra á næstu árum.
Á þennan hátt má sumsé halda því fram að þróun á sviði prófunaraðferða í samblandi við innlent fyrirkomulag vörugjalds muni leiða til mikillar hækkunar bæði innanlands sem og í öðrum þeim ríkjum sem leggja skatta á eigendur ökutækja með vísan til skráðrar losunar, a.m.k. að því marki sem þau hafa ekki brugðist við og lagfært fyrirkomulag skattlagningarinnar til mótvægis. Með svona leiðréttingu, sem er sett fram af ákveðinni lagni, getur ráðherra áfram haldið því fram að verðþróun fólksbifreiða hér á landi tengist þróun alþjóðlega.
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ og Bílgreinasambandsins.
Grein Benedikts S. Benediktssonar má lesa í Viðskiptablaðinu Smelltu HÉR!
06/01/2026 | Fréttamolar SVÞ, Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Innra starf, Stjórnvöld, Umhverfismál, Útgáfa, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Desember einkenndist af virkri hagsmunagæslu þar sem augu beindust að samkeppnishæfni verslunar og þjónustu í breyttu evrópsku og íslensku umhverfi, áhrif skatta og regluverks á rekstur og rekstrarkostnað.
Þá er undirbúningur að ráðstefnunni UPPBROT SVÞ 2026 sem haldin verður á Parliament Hótel Reykjavík við Austurvöll 12. mars nk., í fullum gangi.
SVÞ FRÉTTAMOLAR DESEMBER 2025.pdf
02/01/2026 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Verslun, Þjónusta
Í sérstöku áramótablaði Viðskiptablaðsins undir liðnum Uppgjör 2025 fer Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ og Bílgreinasambandsins, stuttlega yfir stöðu atvinnulífsins við lok ársins og helstu áskoranir sem blasa við á komandi ári.
Þar kemur fram að þrátt fyrir áframhaldandi efnahagslegar áskoranir hafi staða margra fyrirtækja batnað eftir áföll heimsfaraldursins. Verðbólga og hátt vaxtastig hafi þó haft áhrif á rekstur og dregið úr bjartsýni, einkum þegar horft er til næstu missera.
Í greininni er einnig fjallað um stöðu neytenda, þar sem kaupendur hafi sýnt nokkra seiglu þrátt fyrir þrengri efnahag, og um þróun í lykilgreinum verslunar og þjónustu. Þá er bent á að horfur í útflutningsgreinum séu háðar alþjóðlegu efnahagsástandi og þróun á erlendum mörkuðum.
Benedikt leggur sérstaka áherslu á að fyrirsjáanleiki í stefnu stjórnvalda skipti sköpum fyrir fyrirtæki þegar kemur að fjárfestingum, mannauðsmálum og langtímaáætlanagerð. Fyrirhugaðar skattabreytingar og auknar álögur geti haft veruleg áhrif á einstakar greinar, þar á meðal bílgreinina, ef ekki er gætt að heildaráhrifum.
Að lokum er áréttað að næstu misseri verði afgerandi fyrir samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Með skýrari leikreglum, raunhæfri stefnumótun og nánu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs sé unnt að byggja áfram á þeirri seiglu sem fyrirtæki hafa sýnt á árinu 2025.
👉 Lesa greinina í heild sinni í Viðskiptablaðinu: HÉR!
30/12/2025 | Fréttir, Greinar, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld, Verslun, Þjónusta
Í nýrri grein á Innherja fjallar Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ, um árið sem er að líða og þær áskoranir sem íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir. Hann bendir á að samspil verðbólgu, vaxta og skatta, ásamt auknum reglu- og kostnaðarbyrðum, hafi þrengt verulega að rekstrarumhverfi fyrirtækja og grafið undan samkeppnishæfni.
Jafnframt er lögð áhersla á skort á fyrirsjáanleika í stefnu stjórnvalda sem geri fyrirtækjum erfiðara að taka langtímaákvarðanir um fjárfestingar og mannauð. Benedikt varar við að án markvissra aðgerða til að bæta rekstrarskilyrði geti samkeppnishæfni Íslands veikst til framtíðar og undirstrikar mikilvægi raunverulegs samstarfs stjórnvalda og atvinnulífs til að skapa skýrari leikreglur og styðja við verðmætasköpun.
👉 Lesa greinina í heild sinni:
https://www.visir.is/g/20252822845d/arid-sem-er-ad-lida
05/12/2025 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld
Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var gestur Síðdegisútvarps Rásar II í gær þar sem farið var yfir stöðuna á innflutningi á bílum til landsins vegna fyrirhugaðra hækkun stjórnvalda á vörugjaldi sem tekur gildi um næstu áramót.
Hlustaðu á allt viðtalið inn á vef RÚV – Síðdegisútvarpið – Spilari RÚV