Nýr formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja

Nýr formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja

Á aðalfundi Samtaka heilbrigðisfyrirtækja, sem haldinn var fyrir skömmu, var kosinn nýr formaður. Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica er nýr formaður samtakanna og tekur hann við af Stefáni Einari Matthíassyni, sem verið hefur formaður allt frá stofnun, eða s.l. tíu ár. Við óskum Jóni Gaut til hamingju með formennskuna.

Faghópur um stafræna verslun stofnaður

Faghópur um stafræna verslun stofnaður

Stofnfundur Faghóps um stafræna verslun var haldinn mánudaginn 12. nóvember sl. í Hyl, Húsi atvinnulífsins.

Farið var yfir hvernig faghópar innan SVÞ starfa og þann ramma sem þarf að skapa til að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum. Einnig var farið var yfir þau mál sem rædd voru á stofn-undirbúningsfundi hópsins þann 29. október og talið er að verði helstu verkefni hópsins. Þar má helst nefna:

  • Hvernig jafna megi samkeppnisstöðu íslenskra netverslana við erlenda samkeppnisaðila.
  • Aðgengi íslenskra netverslana að greiðslugáttum sem auðvelda samkeppni við erlenda aðila.
  • Flutninga- og sendingamál og hvort mögulegt sé að jafna samkeppnisstöðu íslenskra netverslana gagnvart erlendum samkeppnisaðilum í þeim málaflokki.
  • Afnám niðurgreiðslna á póstsendingum frá Kína.
  • Tolla- og skattaumhverfið með því tilliti að auðvelda íslenskum netverslunum samkeppni við erlenda samkeppnisaðila og auðvelda íslenskum netverslunum að selja og senda á erlenda markaði.
  • Aðgengi að nýsköpunarsjóðum fyrir verslunar og þjónustufyrirtæki.
  • Eflingu menntunar og þekkingar á sviði stafrænnar verslunar.

Var Braga Þór Antoníussyni, markaðsstjóra Elko, falið að fara með formannsembættið til bráðabirgða þar til stjórn verður formlega skipuð. Formlegur stofnfundur þar sem stjórn verður skipuð og gengið verður frá gögnum í kringum stofnun hópsins mun fara fram miðvikudaginn 5. desember kl. 13:30 í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Rvk.

Þátttaka í hópnum er heimil félagsmönnum og aðildarfyrirtækjum SVÞ.

Stofnun Faghóps um stafræna verslun

Stofnun Faghóps um stafræna verslun

Undirbúningsfundur að stofnun faghóps um stafræna verslun var haldin í Húsi atvinnulífsins 29. október sl.  Rætt var um í hvers konar málefnum slíkur hópur gæti beitt sér og ákveðið að stefna að formlegum stofnfundi mánudaginn 12. nóvember næstkomandi. 

Helstu mál sem talið var að faghópurinn gæti beitt sér í voru: 

  • Slæm samkeppnisstaða íslenskra netverslana gagnvart erlendum samkeppnisaðilum 
  • Hár flutnings- og sendingarkostnaður sem hamlar dreifingu 
  • Þjónustugæði flutnings- og sendingarþjónustu 
  • Afnám niðurgreiðslna póstflutninga frá Kína vegna alþjóðlegra samninga 
  • Tolla- og virðisaukaskattsmál í tengslum við stöðu íslenskra verslana gagnvart erlendri samkeppni 
  • Flækjustig tollamála og annarrar pappírsvinnu við útflutning, þ.e. fyrir sölu úr íslenskum vefverslunum inn á erlenda markaði 
  • Skortur á aðgengi að sjóðum sem styrkt geta nýsköpun í stafrænni verslun 
  • Nauðsyn þess að efla menntun á sviði stafrænnar verslunar 

SVÞ hvetur alla þá sem koma að einhverju leyti að stafrænni verslun til að taka þátt í starfinu; vefverslanir, tæknifyrirtæki sem þjónusta stafræna verslun, flutningageirinn, markaðsfyrirtæki og aðrir. 

Stofnfundurinn verður haldinn mánudaginn 12. nóvember nk. kl. 13:30 í Hyl, Húsi atvinnulífsins.

Þátttökurétt hafa allir þeir sem eru aðilar að SVÞ. Skráningarsíðu samtakanna má finna hér.  

Þeir sem sækja ætla fundinn eru beðnir um að skrá sig hér fyrir neðan:

* indicates required


Morgunverðarrráðstefna: Íslensk netverslun, 11. október 2018

Morgunverðarrráðstefna: Íslensk netverslun, 11. október 2018

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN

 

SVÞ ásamt Rannsóknasetri verslunarinnar efna til morgunverðarráðstefnu um íslenska netverslun, fimmtudaginn 11. október kl. 8:30-10:00 í Norðurþingi á Hótel Natura.

Í kjölfar útgáfu nýrrar skýrslu um íslenska netverslun (sem finna má á www.svth.is/netverslun) mun fjallað um stöðu íslenskrar netverslunar og þær áskoranir sem í henni felast.

 

DAGSKRÁ

Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar kynnir nýútkomna skýrslu: Íslenskt netverslun – stafræn þróun og alþjóðleg samkeppni

 

Reynslusögur frá íslenskum netverslunum:

Pelle PettersonAðalfyrirlesari: Pelle Petterson, sérfræðingur í netverslun með erindið The Challenge of Selling Across Borders: An Ecommerce Entrepreneur’s Insights.

Á síðustu árum hefur Pelle skapað sér nafn fyrir frábæran árangur innan vefverslunargeirans á Norðurlöndum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, svo sem besti frumkvöðullinn í Svíþjóð og besti nýliðinn í Noregi. Í síðasta starfi sínu var Pelle yfir omnichannel og netverslun (omnichannel and ecommerce) hjá Cervera, og náði ævintýralegum árangri með +670% aukningu í veltu á milli ára. Í dag starfar Pelle við sérfræðiráðgjöf í netverslun og omnichannel og vinnur með stórum smásöluverslunum og þekktum vörumerkjum við að byggja upp vefverslanir. Þú getur fræðst meira um Pelle hér á LinkedIn.

 

Aðgangseyrir er 2.500 kr og er morgunverður innifalinn. Skráning fer fram hér fyrir neðan.

ATH! Ráðstefnan er upphaf glæsilegrar fræðsludagskrár SVÞ haustið 2018 þar sem fjallað verður um starfræna verslun og markaðssetningu á netinu, jafnt fyrir verslanir og þjónustu. Sjáðu dagskrána hér.

 

 

 

Skýrslan Íslensk netverslun komin út

Skýrslan Íslensk netverslun komin út

Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur gefið út skýrsluna „Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni“, en útgáfa skýrslunnar var styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu og VR. Höfundur er Emil B. Karlsson.

Skýrslan sem greinist í þrjá kafla og fjallar á greinargóðan hátt um miklu breytingar sem verslun sem atvinnugrein stendur nú frammi fyrir, vegna þeirra stórstígu breytinga sem eru að verða í verslun og verslunarháttum hvar sem er í heiminum.

Í fyrsta kafla skýrslunnar er farið yfir áhrif og afleiðingar stafrænnar tækni á verslun almennt, með sérstakri áherslu á þau áhrif sem líklegt er að slíkt hafi á íslenska verslun. Í öðrum hluta skýrslunnar eru birtar niðurstöður þriggja rannsókna á íslenskri verslun, þar sem m.a. er birt ítarleg samantekt á umfangi netverslunar hér á landi og netverslunar frá útlöndum, upplýsingar sem ekki hafa birst áður. Einnig er þar að finna niðurstöður úr viðamikilli skoðanakönnun á netverslunarhegðun Íslendinga. Í þriðja kafla skýrslunnar eru síðan settar fram ályktanir byggðar á þeim rannsóknum sem kynntar eru í skýrslunni.

SVÞ fagna útkomu skýrslunnar, en hún kemur út á hárréttum tíma og er tímabært innlegg í umræðu um stöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir meiri og víðtækari breytingum á allra næstu árum, en orðið hafa marga síðustu áratugi. Eru allir hagsmunaaðilar og áhugamenn um íslenska verslun og framtíð hennar hvattir til að kynna sér efni skýrslunnar.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér.

Notkun á gervigreind hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja

Notkun á gervigreind hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja

Samantekt

Neytendur eru í vaxandi mæli að tileinka sér stafrænan lífstíl.  Val neytenda á vörum getur að miklu leyti ákvarðast af upplýsingum og samskiptum á veraldarvefnum. Í þessu samhengi verður sífellt mikilvægara fyrir netverslanir að fylgjast með og kortleggja ferðalag viðskiptavinarins — fyrir, á meðan og eftir kaupin — til að fylgjast með neysluhegðun hans. Í eftirfarandi greiningu verður fjallað um alþjóðlega þróun netverslunar á Norðurlöndum, utan Íslands . Stafræn tækniþróun felur í sér að kaup á vörum á netinu erlendis frá fer vaxandi sem hluti af alþjóðlegri smásölu. Á árinu 2017 hafði þriðjungur kaupenda á Norðurlöndum keypt vörur erlendis frá í gegnum netið.

 

Skýrsluna má nálgast hér.