Skýr­leiki vantar í rekstr­ar­um­hverfi bíl­greina á næsta ári

Skýr­leiki vantar í rekstr­ar­um­hverfi bíl­greina á næsta ári

Morgunblaðið birtir í dag viðtal við Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) í tengslum við frumvarp til fjárlaga næsta árs, en þar er kveðið á um innleiðingu nýs tekjuöflunarkerfis í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiða.

SMELLTU HÉR fyrir viðtal inná Mbl.is

Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld

Opin ráðstefna SVÞ | Verslun og þjónusta á gervigreindaröld

Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin! 

Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld.

Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023
Tími: 16:30 – 18:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík

SKRÁNING NAUÐSYNLEG!
Smellið hér fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu!

Tímamót í vörubílaframboði með Volvo rafmagnsvörubílum

Tímamót í vörubílaframboði með Volvo rafmagnsvörubílum

Það voru stór tímamót hjá Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, s.l. föstudag og tímamót á Íslandi þegar fyrstu 14 rafmagnsvörubílarnir og þeir fyrstu á Íslandi voru formlega til sýnis. Á sérstökum viðburði sem haldinn var í húsakynnum Velti var boðið verður upp á reynsluakstur, en bílarnir eru allir frá alþjóðlega vörubílaframleiðandanum Volvo Trucks.

Volvo Trucks hefur verið að framleiða rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur um árabil og eru þúsundir þannig rafknúinna bíla á götum víða um heim. Og nú hefur framleiðandinn hafið fjöldaframleiðslu sem eykur gæðin enn frekar og lækkar framleiðslukostnað.

Sjá hér nánari frétt á vefsíðu Brimborgar.

Ný stjórn SSSK kjörin á aðalfundi samtakanna.

Ný stjórn SSSK kjörin á aðalfundi samtakanna.

Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla 2023 var haldinn í gær, þriðjudaginn 25.apríl í Húsi atvinnulífsins.

Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla 2023-2024:

  • Alma Guðmundsdóttir – formaður
  • Guðmundur Pétursson – varaformaður
  • Sigríður Stephensen – meðstjórnandi
  • Jón Örn Valsson – gjaldkeri
  • Atli Magnússon – meðstjórnandi
  • Bóas Hallgrímsson – varamaður
  • Íris Dögg Jóhannesdóttir – varamaður
  • Hildur Margrétardóttir – varamaður

Skoðunarmenn voru kjörnir: Sólveig Einarsdóttir, leikskólastjóri, Vinnaminni og Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Skóla Ísaks Jónssona

Eftir að hefðbundnum aðalfundastörfum lauk var Kristrún Birgisdóttir framkvæmdarstjóri með kynningu á skólanum – Skóli í skýjunum sem er nýr félagsmaður SSSK.

Jóel Sæmundsson gamanmál um nýjar áherslur í menntamálum.

Fundarstjóri var Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla.

_____________

Aðalfundur SSSK 2023

Aðalfundur SSSK 2023

Aðalfundur SSSK – Samtaka sjálfstæðra skóla

Dagur: Þriðjudagurinn, 25.apríl 2023
Tími: 16:00 – 18:00
Staður: Hús verslunarinnar, Hylur 1.hæð

_________

Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:

  • Skýrsla stjórnar
  • Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
  • Umræður um skýrslu og reikninga
  • Félagsgjöld ársins
  • Kosning formanns og varaformanns
  • Kosning meðstjórnenda og varamanna
  • Kosning tveggja skoðunarmanna
  • Önnur mál

Eftir hefðbundin aðalfundastörf gera félagsmenn sér glaðan dag.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

SKRÁNING HÉR!