17/10/2023 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Í fjölmiðlum, Stjórnvöld, Umhverfismál
TÚRISTI.is fjallar í dag um harða gagnrýni SVÞ og Bílgreinasambandsins [BGS] á stefnu stjórnvalda við skattlagningu á rafbílum og öðrum vistvænum ökutækjum.
Þar segir m.a.;
- Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt hvernig þau ætla að ná markmiðum um græna framtíð og orkuskipti, þrátt fyrir að hafa kynnt stefnur.
- Ákvarðanir um aukna gjaldtöku á vistvænum bílum, s.s. rafbílum, samræmast ekki yfirlýstu stefnunni og hafa haft hamlandi áhrif.
- Vitnað er í Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar,sem leggur áherslu á óvissu og skort á fyrirsjáanleika í áætlunum um kílómetragjald á rafbíla.
- Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Bílgreinasambandið (BGS) styðja við innheimtu kílómetragjalds af hreinorku- og tengiltvinnbílum, en eru óánægð með útfærslu og álagningar. SVÞ og BGS telja samkvæmt þessu að 6 króna gjald á hvern ekinn kílómetra, eins og stefnt er að því að leggja á eigendur rafbíla frá áramótum, sé of hátt.
- Fráhvarf frá orkuskiptastefnunni hefur skapað óvissu fyrir neytendur og fyrirtæki sem fjárfesta í umhverfisvænari ökutækjum.
Samtökin segja fyrirvara við innleiðingu nýs kerfis alltof stuttan og í andstöðu við stöðugt ákall um fyrirsjáanleika.
Niðurstaðan er þessi:
„Aðgerðir stjórnvalda eru því í andstöðu við hröðun orkuskipta sem veldur ringulreið og óvissu meðal neytenda og hinna fjölmörgu aðila sem starfa á markaðnum við að gera orkuskiptin möguleg hvort sem er við innflutning og sölu hreinorkuökutækja, rekstur almenningssamgangna, sölu og uppsetningu búnaðar fyrir innviði, framleiðslu og dreifingu á orku og svo mætti lengi telja.“
Spurningin er: „Erum við að reyna að vera græn eða bara að fylla ríkissjóð?“
SJÁ FRÉTT INNÁ TURISTI.IS
19/09/2023 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Í fjölmiðlum
Morgunblaðið birtir í dag, 19.september 2023, viðtal við Maríu Jónu Magnússdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) þar sem m.a. kemur fram að neytendur flykkjast nú í bílaumboðin til að tryggja sér rafbíl áður en þeir hækka um áramótin þegar virðisaukaskattur verður lagður á þá og hver bíll hækkar um 1.320.000 kr.
Í viðtalinu gagnrýnir María stjórnvöld fyrir að hafa ekki enn sýnt á spilin um mögulegar ívilnunaraðgerðir til mótvægis við álagningu skattsins.
„Við vitum ekki hvaða leið stjórnvöld ætla að fara,“ segir María Jóna Magnúsdóttir. Á meðan er ekki hægt að verðleggja rafbíla sem selja á í upphafi 2024 og eru jafnvel á leiðinni til landsins.
Smellið hér fyrir viðtalið inná Mbl.
13/09/2023 | Bílgreinasambandið, Fréttir, Í fjölmiðlum
Morgunblaðið birtir í dag viðtal við Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra BGS (Bílgreinasambandsins) í tengslum við frumvarp til fjárlaga næsta árs, en þar er kveðið á um innleiðingu nýs tekjuöflunarkerfis í tveimur áföngum vegna umferðar og orkuskipta í formi veggjalda vegna notkunar bifreiða.
SMELLTU HÉR fyrir viðtal inná Mbl.is
31/08/2023 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla
Morgunvakt RÚV fjallaði í morgun um Skóla í skýjunum. En Skóli í skýjum – Ásgarðsskóli – er þannig skóli hann býður grunnskólakrökkum upp á fjarnám. RÚV fjallaði um starfið og tók viðtal við Kristrúnu Lind Birgisdóttur framkvæmdastjóra.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA – (hefst á mín 1.klst 19 mín)
15/08/2023 | Fræðsla, Fréttir, Innra starf, Verslun, Viðburðir, Þjónusta
Opin ráðstefna SVÞ … vegferðin, áskorarnirnar og tækifærin!
Við keyrum haustið í gang á fullum krafti með opinni ráðstefnu SVÞ – Samtökum verslunar og þjónustu með ráðstefnunni: Verslun og þjónusta á gervigreindaröld.
Dagsetning: fimmtudagurinn 24. ágúst 2023
Tími: 16:30 – 18:00
Staður: Hús atvinnulífsins, Borgartún 35, 105 Reykjavík
SKRÁNING NAUÐSYNLEG!
Smellið hér fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu!
01/05/2023 | Bílgreinasambandið, Fréttir
Það voru stór tímamót hjá Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, s.l. föstudag og tímamót á Íslandi þegar fyrstu 14 rafmagnsvörubílarnir og þeir fyrstu á Íslandi voru formlega til sýnis. Á sérstökum viðburði sem haldinn var í húsakynnum Velti var boðið verður upp á reynsluakstur, en bílarnir eru allir frá alþjóðlega vörubílaframleiðandanum Volvo Trucks.
Volvo Trucks hefur verið að framleiða rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur um árabil og eru þúsundir þannig rafknúinna bíla á götum víða um heim. Og nú hefur framleiðandinn hafið fjöldaframleiðslu sem eykur gæðin enn frekar og lækkar framleiðslukostnað.
Sjá hér nánari frétt á vefsíðu Brimborgar.