06/09/2022 | Greinar, Í fjölmiðlum, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Bóas Hallgrímsson, varamaður í stjórn SSSK skrifar grein sem birtist á VÍSI.is í dag 6.september 2022 þar sem hann svarar skoðunargrein Haraldars Freys Gíslasonar, formanns Félagsleiksskólakennara um hagsmuni barna séu ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál.
SMELLIÐ HÉR til að lesa alla greinina.
01/09/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Samtök sjálfstæðra skóla
RÚV birtir í dag úrtekt frá yfirlýsingu Samtaka sjálfstæðra skóla sem undrast að ekki hafi verið leitað til þeirra vegna úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum. Í úttektinni segir meðal annars að nokkrir sjálfstætt starfandi leikskólar greiði út umtalsverðan arð af starfsemi sinni og að engar reglur séu um nýtingu opinberra framlaga og rekstrarafgang þessara skóla. Alma Guðmundsdóttir, stjórnarformaður samtakanna, segir dæmi um rangfærslu í úttektinni.
Þar kemur m.a. fram að Alma segir að best hefði verið ef Reykjavíkurborg hefði borið athugasemdir í úttektinni undir skólana sjálfa áður en hún var birt. Úttektin var gerð í mars. Í henni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við háar arðgreiðslur einkarekinna leikskóla.
Alma segir að heppilegra hefði verið að ræða beint við þá skóla sem athugasemdir snúa að, til að leita skýringa, áður en úttektin var birt.
„Í tilviki eins skóla er hreinlega verið að segja rangt frá. Það er vísað í ólöglegan gjörning en engra skýringa leitað.“ Alma segist þó ekki geta tjáð sig um einstaka skóla. Hún telur að það hefði verið heillavænlegt hjá innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar að vera í sambandi við samtökin og einstaka skóla til að dýpka úttektina.
Alma segir að jafnvel þótt athugasemd feli ekki í sér rangfærslu, gætu verið eðlilegar skýringar á málinu og skólinn ekki að misnota fjárveitingar borgarinnar. „Í allri umfjöllun er verið að ýja að því að verið sé að fara illa með almannafé.“
Í yfirlýsingu Samtaka sjálfstæðra skóla segjast samtökin fagna málefnalegri umfjöllun „sem kallar bæði á að fyrir liggi gagnsæjar og skýrar reglur og að í samskiptum Reykjavíkurborgar og leikskóla innan borgarinnar liggi fyrir skýr markmið, mælikvarðar og aðgerðir.“
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ LESA ALLA FRÉTTINA
30/05/2022 | Fréttir, Samtök sjálfstæðra skóla
Verslunarskóli Íslands útskrifaði þrjá nemendur á dögunum úr Fagnámi fyrir starfandi verslunarfólk en námið býður upp á raunfærnimat þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu.
Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlan
Með þessari útskrift hefur Verslunarskóli Íslands útskrifað 12 nemendur með fagbréf í fórum sínum. Sumir nemendanna halda svo áfram og ljúka stúdentsprófi samhliða fagnáminu.
Þau fyrirtæki sem eru sem eru aðilar að þessu verkefni í dag eru Samkaup, sem dögunum tók á móti Menntaverðlaunum atvinnulífsins 2022, Domino’s, Húsasmiðjan, Nova og Rönning.
SJÁ FRÉTT FRÁ VÍ
20/05/2022 | Fréttir, Í fjölmiðlum, Menntun, Samtök sjálfstæðra skóla
Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 27. sinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Waldorfskólinn í Lækjarbotnum hlaut verðlaunin í ár fyrir verkefnið „Vinnudagar Lækjarbotna og gróðursetning plantna á skólasetningu“.
Fram fór hátíðleg athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og mættu þau Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Eliza Reid forsetafrú til að ávarpa samkomuna og afhenda verðlaunin.
SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS
Ljósmynd: Stjórnarráðið
29/04/2022 | Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla, Skýrslur, Útgáfa
Ársfundur SSSK 2022 var haldin í húsi atvinnulífsins, fimmtudaginn 28.apríl.
Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:
Skýrsla stjórnar
Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
Umræður um skýrslu og reikninga
Félagsgjöld ársins
Kosning formanns og varaformanns
Kosning meðstjórnenda og varamanna
Kosning tveggja skoðunarmanna
Önnur mál
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var opið samtal með frambjóðendum til sveitastjórnarkosninga í Reykjavík.
Ársskýrsla Samtök sjálfstæðra skóla 2022
Ársskýrsla SVÞ – SSSK
Ársreikningur Samtaka sjálfstæðra skóla 2022
Ársreikningur SSSK 2022
22/04/2022 | Fréttatilkynningar, Fréttir, Innra starf, Samtök sjálfstæðra skóla
Aðalfundur Samtaka sjálfstæðra skóla verður haldinn fimmtudagurinn 28. apríl 2022
Tími: 15:00 – 16.30
Staður: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Hylur, 1. hæð
NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING HÉR!