Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið

Ársfundur & Ársskýrsla SSSK 2022

Ársfundur & Ársskýrsla SSSK 2022

Ársfundur SSSK 2022 var haldin í húsi atvinnulífsins, fimmtudaginn 28.apríl. 

Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:

Skýrsla stjórnar
Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
Umræður um skýrslu og reikninga
Félagsgjöld ársins
Kosning formanns og varaformanns
Kosning meðstjórnenda og varamanna
Kosning tveggja skoðunarmanna
Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var opið samtal með frambjóðendum til sveitastjórnarkosninga í Reykjavík.

Ársskýrsla Samtök sjálfstæðra skóla 2022

Ársskýrsla SVÞ – SSSK

Ársreikningur Samtaka sjálfstæðra skóla 2022

Ársreikningur SSSK 2022

 

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji tekur fyrir nýbirtar verðbólgutölur Hagstofunnar í morgun.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012.  Þá hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,5 prósent, sem hafði áhrif á vísitöluna til hækkunar um 0,25 prósent. Þá hækkaði einnig verð á mat og drykkjarvörum um 1,3 prósent og rafmagn og hiti um 3,7 prósent.

Á móti lækkaði verð á fötum og skóm um 8 prósent, sem má rekja til þess að vetrarútsölur eru víða í gangi, og eins verð á húsgögnum og heimilisbúnaði.

SJÁ GREIN INNHERJA HÉR

Samningur SSSK og Eflingar undirritaður

Samningur SSSK og Eflingar undirritaður

Samningur á milli Samtaka sjálfstætt starfandi skóla og Eflingar stéttarfélags var undirritaður föstudaginn 23. október síðastliðinn.

Samtökin fagna samningnum sem tryggir sömu kjör og gilda um starfsmenn Eflingar í því sveitarfélagi sem starfað er í. Tryggt er í samningnum að samið verði fyrst við sveitarfélög áður en gengið er til samninga við Samtök sjálfstæðra skóla sem var forsenda Samtakanna fyrir samningi, enda framlög til sjálfstæðra skóla byggð á rekstrarkostnaði í þeim sveitarfélagi sem starfa er í.