Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji tekur fyrir nýbirtar verðbólgutölur Hagstofunnar í morgun.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012.  Þá hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,5 prósent, sem hafði áhrif á vísitöluna til hækkunar um 0,25 prósent. Þá hækkaði einnig verð á mat og drykkjarvörum um 1,3 prósent og rafmagn og hiti um 3,7 prósent.

Á móti lækkaði verð á fötum og skóm um 8 prósent, sem má rekja til þess að vetrarútsölur eru víða í gangi, og eins verð á húsgögnum og heimilisbúnaði.

SJÁ GREIN INNHERJA HÉR

Samningur SSSK og Eflingar undirritaður

Samningur SSSK og Eflingar undirritaður

Samningur á milli Samtaka sjálfstætt starfandi skóla og Eflingar stéttarfélags var undirritaður föstudaginn 23. október síðastliðinn.

Samtökin fagna samningnum sem tryggir sömu kjör og gilda um starfsmenn Eflingar í því sveitarfélagi sem starfað er í. Tryggt er í samningnum að samið verði fyrst við sveitarfélög áður en gengið er til samninga við Samtök sjálfstæðra skóla sem var forsenda Samtakanna fyrir samningi, enda framlög til sjálfstæðra skóla byggð á rekstrarkostnaði í þeim sveitarfélagi sem starfa er í. 

Óljóst með greiðslur sveitarfélaga til sjálfstætt starfandi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu

Óljóst með greiðslur sveitarfélaga til sjálfstætt starfandi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu

Eftirfarandi fréttatilkynning var send út á alla helstu miðla þann 29. apríl:

Samtök sjálfstætt starfandi skóla hvetja sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til þess að standa með sjálfstætt starfandi leikskólum og foreldrum

Sjálfstætt starfandi leikskólar á höfuðborgarsvæðinu munu fresta því tímabundið að senda greiðsluseðla til foreldra fyrir leikskólagjöldum.   

Í fréttatilkynningu frá Samtökum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) þann 24. mars s.l. er lagt til að gjöld fyrir þjónustu verði leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingar vistunartíma í samkomubanni síðustu vikna, þ.e.  þjónustugjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.  

Ekki liggur þó fyrir hvort né hvernig sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu munu mæta sjálfstætt starfandi leikskólum. Því verða gjöld af foreldrum ekki innheimt fyrr en það liggur fyrir. 

Samtök sjálfstæðra skóla harma þá óvissu sem sveitarfélögin leggja á rekstraraðila sjálfstætt starfandi leikskóla með þessu.  

Það er ljóst að ef framlag til leikskóla skerðist getur það haft gríðarlegar afleiðingar fyrir rekstur skólanna. Samningar við sveitarfélögin eru skýrir en til að uppfylla lögbundið starf þá er samið um heildargreiðslu með hverju barni.  

Öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins ásamt Hafnarfirði hafa mætt sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skerts hlutar foreldra í leikskólagjöldum enda er rekstrarkostnaður skólanna óbreyttur.   

Samtök sjálfstætt starfandi skóla hvetja sveitarfélögin til þess að halda áfram því mikilvæga og góða samstarfi sem verið hefur um fjölbreytt leikskólastarf og jafnræði foreldra óháð rekstrarformi leikskólanna. 

 

Uppfært í lok maí: Sveitarfélögin hafa samþykkt að mæta tekjufalli leikskóla vegna skertra foreldragjalda.

Yfirlit yfir starfsemi SSSK starfsárið 2019-2020

Yfirlit yfir starfsemi SSSK starfsárið 2019-2020

Stjórn SSSK var þannig skipuð á starfsárinu:

Sara Dögg Svanhildardóttirformaður

Þórdís Jóna Sigurðardóttirvaraformaður

Meðstjórnendur voru:

Jón Örn Valsson

Sigríður Stephensen

Gísli Guðmundsson

Varamenn voru:

Berglind Grétarsdóttir 

Alma Guðmundsdóttir

 

Tæpt verður á því helsta í starfsemi samtakanna hér á eftir:

 

Kjaramál 

Samningar leik– og grunnskólakennara voru lausir en samningar ekki náðst. 

Samskipti við opinbera aðila 

Hagsmunagæsla fyrir SSSK snýr mikið  samskiptum og samvinnu við ríki og sveitarfélögKomu mörg álitamál til umfjöllunar á starfsárinu. 

Unnið hefur verið  því allt starfsárið   fram skýringum á forsendum hagstofutöluforsendu útreikninga á framlagi til grunnskólannaFundur í menntamálaráðuneytinu ásamt erindi til ráðherra um rýni á forsendu hefur ekki skilað árangri enn.  

Samráðsnefnd leik– og grunnskóla 

SSSK eiga einn aðalfulltrúa og einn til vara í samráðsnefnd leik– og grunnskóla á vegum mennta– og menningarmálaráðuneytisHlutverk nefndarinnar er  vera umræðu– og samstarfsvettvangur aðila um ýmis fagleg málefni leikskóla og grunnskólaFyrirkomulag fundanna er yfirleitt þannig  ráðherra menntamála situr fundinn  hluta og síðan taka fulltrúar umræðu um þau fjölbreyttu mál sem eru til kynningar og umræðu í nefndinni hverju sinni.  

Alþjóðlegt samstarf 

SSSK eru aðili  The European Council of National Associations of Independent Schools, ECNAIS, www.ecnais.orgHaldnar eru tvær ráðstefnur á vegum samtakanna ár hvertvor og haustEru þessar ráðstefnur mjög vel sóttar af fulltrúum sjálfstæðra skóla víðsvegar  úr heiminum og er mikill stuðningur af þessu samstarfiFormaður ásamt fulltrúa stjórnar sóttu árlega ráðstefnu í Madrid á haustmaánuðum þar sem viðfangsefnið var tækni í skólastarfi.  

Félagsstarf SSSK 

Öflugt félagsstarf er einkennandi í starfi samtakanna þar sem stefnt er  því  upplýsafræða og skemmta félagsmönnum bæði á leik– og grunnskólastigi. 

Aðalfundur SSSK 2019 

Aðalfundur SSSK var haldinn 2maí sl. í Húsi atvinnulífsins. Sara Dögg Svanhildardóttir frá Arnarskóla var endurkjörin formaður og varaformaður var kjörin Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf. Í lok fundar ávarpaði Ólafur Stefánsson handboltakempa með meiru aðalfundargesti. 

Dagur skólastjórans er fastur viðburður í starfi samtakanna og var  þessu sinni fagnað í lok október venju var blandað saman leik og starfi og Ísaksskóli heimsóttur. 

Félagsfundir. Á hverju starfsári er fundað með fulltrúum frá Skóla– og frístundasviði Reykjavíkurborgar þar sem rekstrartengd mál eru tekin fyrir. 

Félagsfundur vegna kjaramála  Kristín Þóra frá kjarasviði SA var gestur á vel sóttum félagsfundi og fór yfir samningaferlið og aðkomu SA  samningsgerð fyrir SSSK. 

Ráðstefna SSSK 2019. SSSK blésu til sinnar árlegu ráðstefnu 1. mars sl. undir yfirskriftinni Líður öllum vel?“.  Ráðstefnan var haldin í Hörpunni með þátttöku ríflega 200 mannsErlendur gestur ráðstefnunnar var Sören Tonnesen skrifstofustjóri samtaka sjálfstæðra skóla í Danmörku. 

Úrelt menntun eða framtíðarsýn?

Úrelt menntun eða framtíðarsýn?

Sara Dögg Svanhildardóttir, forstöðumaður mennta- og fræðslumála Samtaka verslunar og þjónustu skrifar í Fréttablaðið þann 3. mars sl.

Þær eru fjölmargar áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að því að leggja fram menntastefnu heillar þjóðar. Ein þeirra er stafræna umbyltingin sem á sér stað út um allan heim. Við lifum á tímum þar sem umbreytingum vegna stafrænnar tækni fleygir fram á ógnarhraða. Við komumst ekki hjá að mæta þeim umbreytingum og taka þátt í þeim, enda umlykur stafræn þróun nú þegar allt samfélag okkar, hvort sem er í leik eða starfi.

Til þess að vera fær um að athafna okkur í nýju umhverfi gegnir menntun á þessu sviði mjög mikilvægu hlutverki. Hvers kyns menntun sem eykur færni í umhverfi stafrænnar tækni gerir okkur hæfari til að takast á við breytt umhverfi.

Nýverið kynnti menntamálaráðherra nýja tíma í starfs- og tækninámi í samvinnu við Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins. Afar brýnt og löngu tímabært er að blása til sóknar á þessu sviði. Menntun í stafrænu tæknilæsi á leik- og grunnskólastigi er gríðarlega mikilvægur grunnur fyrir alla tæknimenntun, en ekki síður menntun almennt. Störf munu umbreytast hröðum skrefum og krafan vaxa ört um menntað starfsfólk í stafrænni tækni til að halda uppi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.

Til framtíðar litið er óábyrgt að gera ráð fyrir öðru en að nemendur nútímans muni starfa í stafrænu umhverfi og þá er nánast sama hvar stigið er niður fæti í starfsvali. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að námsumhverfi dagsins í dag byggi á þeim veruleika. Menntastefna til framtíðar þarf að taka mið af því.