Ársfundur & Ársskýrsla SSSK 2022

Ársfundur & Ársskýrsla SSSK 2022

Ársfundur SSSK 2022 var haldin í húsi atvinnulífsins, fimmtudaginn 28.apríl. 

Hefðubundin aðalfundastörf skv. 7. grein samþykkta:

Skýrsla stjórnar
Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna
Umræður um skýrslu og reikninga
Félagsgjöld ársins
Kosning formanns og varaformanns
Kosning meðstjórnenda og varamanna
Kosning tveggja skoðunarmanna
Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var opið samtal með frambjóðendum til sveitastjórnarkosninga í Reykjavík.

Ársskýrsla Samtök sjálfstæðra skóla 2022

Ársskýrsla SVÞ – SSSK

Ársreikningur Samtaka sjálfstæðra skóla 2022

Ársreikningur SSSK 2022

 

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji | Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent

Innherji tekur fyrir nýbirtar verðbólgutölur Hagstofunnar í morgun.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012.  Þá hækkaði kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um 1,5 prósent, sem hafði áhrif á vísitöluna til hækkunar um 0,25 prósent. Þá hækkaði einnig verð á mat og drykkjarvörum um 1,3 prósent og rafmagn og hiti um 3,7 prósent.

Á móti lækkaði verð á fötum og skóm um 8 prósent, sem má rekja til þess að vetrarútsölur eru víða í gangi, og eins verð á húsgögnum og heimilisbúnaði.

SJÁ GREIN INNHERJA HÉR

Samningur SSSK og Eflingar undirritaður

Samningur SSSK og Eflingar undirritaður

Samningur á milli Samtaka sjálfstætt starfandi skóla og Eflingar stéttarfélags var undirritaður föstudaginn 23. október síðastliðinn.

Samtökin fagna samningnum sem tryggir sömu kjör og gilda um starfsmenn Eflingar í því sveitarfélagi sem starfað er í. Tryggt er í samningnum að samið verði fyrst við sveitarfélög áður en gengið er til samninga við Samtök sjálfstæðra skóla sem var forsenda Samtakanna fyrir samningi, enda framlög til sjálfstæðra skóla byggð á rekstrarkostnaði í þeim sveitarfélagi sem starfa er í. 

Óljóst með greiðslur sveitarfélaga til sjálfstætt starfandi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu

Óljóst með greiðslur sveitarfélaga til sjálfstætt starfandi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu

Eftirfarandi fréttatilkynning var send út á alla helstu miðla þann 29. apríl:

Samtök sjálfstætt starfandi skóla hvetja sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til þess að standa með sjálfstætt starfandi leikskólum og foreldrum

Sjálfstætt starfandi leikskólar á höfuðborgarsvæðinu munu fresta því tímabundið að senda greiðsluseðla til foreldra fyrir leikskólagjöldum.   

Í fréttatilkynningu frá Samtökum sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) þann 24. mars s.l. er lagt til að gjöld fyrir þjónustu verði leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingar vistunartíma í samkomubanni síðustu vikna, þ.e.  þjónustugjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.  

Ekki liggur þó fyrir hvort né hvernig sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu munu mæta sjálfstætt starfandi leikskólum. Því verða gjöld af foreldrum ekki innheimt fyrr en það liggur fyrir. 

Samtök sjálfstæðra skóla harma þá óvissu sem sveitarfélögin leggja á rekstraraðila sjálfstætt starfandi leikskóla með þessu.  

Það er ljóst að ef framlag til leikskóla skerðist getur það haft gríðarlegar afleiðingar fyrir rekstur skólanna. Samningar við sveitarfélögin eru skýrir en til að uppfylla lögbundið starf þá er samið um heildargreiðslu með hverju barni.  

Öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins ásamt Hafnarfirði hafa mætt sjálfstætt starfandi leikskólum vegna skerts hlutar foreldra í leikskólagjöldum enda er rekstrarkostnaður skólanna óbreyttur.   

Samtök sjálfstætt starfandi skóla hvetja sveitarfélögin til þess að halda áfram því mikilvæga og góða samstarfi sem verið hefur um fjölbreytt leikskólastarf og jafnræði foreldra óháð rekstrarformi leikskólanna. 

 

Uppfært í lok maí: Sveitarfélögin hafa samþykkt að mæta tekjufalli leikskóla vegna skertra foreldragjalda.